Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.03.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 45 MINNINGAR ust af hollustu og prúðmennsku. Hann vann sér óskorað traust, jafnt starfsmanna sem viðskiptamanna félagsins, og farþegar, sem ferðuð- ust með Gullfossi, báru honum ætíð gott orð og rómuðu viðmót skip- stjórans. Minnst er heillaspora, sem Krist- ján markaði, og frásagna um björg- unarverk, sem hann átti hlut að á stríðsárunum. - Við þökkum hlý- hug hans og velvild. Eiginkonu Kristjáns, Báru Ólafs- dóttur, dóttur þeirra Ernu og öðrum nánum ættingjum votta ég innilega samúð. Hörður Sigurgestsson. Við andlát og útför Kristjáns Aðalsteinssonar skipstjóra vil ég flytja honum hinstu kveðju mína og Stýrimannaskólans í Reykjavík. Frá því hann útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum árið 1932 sýndi hann skólanum ávallt hina mestu vinsemd. Kristján Aðalsteinsson var for- maður fyrstu skólanefndar Stýri- mannaskólans í Reykjavík, sem var sett á fót með lögum um skólann árið 1972, og var alla tíð mikill áhugamaður um framgang Stýri- mannaskólans og sjómannamennt- unar. Hann vildi ávallt hag skólans og sjómanna sem mestan. Á skólanefndarárum sínum vann hann ötullega ásamt þáverandi skólastjóra, Jónasi Sigurðssyni og meðnefndarmönnum sínum að því að fá samlíki eða siglingahermi í Stýrimannaskólann og tókst það árið 1975. Þetta kennslutæki olli í raun og veru straumhvörfum í kennslu í siglingafræði og þar með stóð skipstjórnarmenntun hér á landi í þessu tilliti jafnfætis sjó- mannamenntun í nágrannalöndun- um. Tækið var notað í 14 ár, þar til Stýrimannaskólinn fékk núver- andi siglingasamlíki, sem var tekinn í notkun árið 1989. Við andlát Kristjáns Aðalsteins- sonar skipstjóra finnst mér verða vatnaskil í sögu íslenskra skip- stjómarmanna. í skipstjórnarstétt var Kristján Aðalsteinsson glæsilegur fulltrúi íslenskra sjómanna heima og er- lendis og var eftir honum tekið hvar sem hann fór með sitt skip. Hann var sómi sinnar stéttar og naut trausts og trúnaðar allra, skip- veija sinna, stéttarbræðra og skipa- félags. Flaggskipi íslenska kaup- skipaflotans, farþegaskipinu Gull- fossi, stjórnaði hann með reisn í rúm 15 ár, frá 21. mars 1958 til 9. októ- ber 1973, að skipið var selt úr landi. Farþegaskipið Gullfoss var vissu- lega stolt allra íslendinga og undir skipstjórn Kristjáns Aðalsteinsson- ar jók skipið hróður lands og þjóðar. Eftir að Kristján Aðalsteinsson hvarf úr skólanefnd Stýrimanna- skólans sýndi hann skólanum sama áhugann og velvildina og hann hafði gert meðan hann sat í skólanefnd. Stuttu eftir að Bókasafn Sjó- mannaskólans var stofnað árið 1989, en safnið er sameiginlegt, bókasafn Stýrimannaskólans og Vélskóla íslands með sérstaka áherslu á bækur og tímarit sem varða siglingar og sjómennsku, vél- ar og tæki um borð í skipum, gaf Kristján verðmæta bóka- og tíma- ritagjöf til bókasafnsins, Sjómanna- blaðið Víking og Sjómannadags- blöð, bundin inn í sérstaklega vand- SIGURÐUR SKÚLI FRIÐRIKSSON + Sigurður Skúli Friðriksson fæddist að Felli í Skeggja- staðahreppi í Norður-Múlasýslu 6. desember 1925. Hann lést á heimili sinu 20. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Frið- rik Jóhann Oddsson, f. 11.1. 1894, og Helga Sigurðardóttir, f. 5.11. 1894. Systkini Skúla: Guðríður, f. 6.10. ’23, búsett í Reykjavík. Kristín Gunnlaug, f. 17.10. 1923, búsett í Reykja- vík. Gunnhildur Vilhelmína, f. 15.12. 1926, Reykjavík. Oddný Sigríður, f. 3.5. 1928, dáin 29.9. 1981. Gunnþórunn, f. 28.9. 1929, búsett á Lækjarósi í Dýra- firði. Helga, f. 6.4. 1932, dáin 26.10. 1945. Júlía, f. 6.10. 1934, búsett á Akureyri. Sigurjón Jósep, f. 28.12. 1936, bóndi á Felli í Skeggjastaðahreppi. Skúli kvæntist 4.6. 1960 Báru Sigfúsdóttur frá Raufarhöfn. f. 8.7. 1940. Hún er dóttir Sigf- úsar Kristjánssonar frá Raufar- höfn og k.h. Sigríðar Svein- Samstarfsmaður og góður félagi okkar hjá Hraðfrystistöð Þórshafn- ar er látinn. Skúli fæddist að Felli í Skeggjastaðahreppi 6. desember 1925 og var því rétt rúmlega sjö- tugur er hann lést. Áður en Skúli hóf störf hjá HÞ hafði hann unnið ýmis störf t.d. björnsdóttur. Börn Skúia og Báru eru: Erla Runólfsdóttir (stjúpdóttir Skúla), f. 26.11. 1957, gift Atla Jónssyni og eiga þau þrjá syni. Friðrik, f. 10.11. 1958, fórst í flugslysi í Smjör- fjöllum 22.9. 1980. Sigríður, f. 7.4.1960, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Guðnasyni og eiga þau þijá syni. Sigfús, f. 20.9. 1961, starfsmaður hjá HÞ og á hann tvo syni. Helgi, f. 29.11. 1962, húsvörður við barnaskóla í Gimli, Kanada, kvæntur Brendu Jane Skúlason og eiga þau tvö börn. Oddur, f. 22.9. 1964, vélstjóri, búsettur á Þórs- höfn. Ellý, f. 10.6. 1968, versl- unarmaður og húsmóðir í Reykjavík, gift Atla Viðari Krisljánssyni bifvélavirkja og eiga þau tvö börn. Helga Krist- ín, f. 15.5. 1978, nemi við Verk- menntaskólann á Akureyri. Útför Skúla fer fram frá Sauðaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. við brúargerð, hjá Kaupfélagi Langnesinga og sem vörubílstjóri, en hann var einn af stofnendum Vörubílstjórafélagsins Þórs. Skúli sótti námskeið hjá Siglingamála- stofnun, Löggiltum vigtarmönnum og hjá Fiskmati ríkisins, og var síðan skipaður löggiltur vigtar- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is cn nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. %vjgA$(\\v.\ - Gœðavara Gjafavara - malar oq kafnslell. Allir veröflokkar. . ------------ 0 Jioóeri) Heimsfrægir hönnuðir m.d. Gianni Yersdte. VERSLUNIN ---ttlugavegi 52, s. 562 4244. að og fallegt skinnband. Þegar ég tók við skólastjórn árið 1981 vann Kristján sem umsjónarmaður Þórs- hamars, húss Alþingis, þar sem sú mikilvæga nefnd allra fátækra rík- isstofnana, Fjárveitinganefnd, þingaði á þeim tíma. Það er áreiðan- íegt, að þó að þingmenn ráði ætíð endanlega sjálfir ráðum sinum, þá var Kristján betri en enginn til að túlka þarna málstað sjómannastétt- arinnar, Stýrimannaskólans og Sjó- mannaskólahússins. Á fjárlögum árið 1983 fékk Sjómannaskólinn t.d. óvenju dijúga upphæð til við- halds húsinu og frágangs lóðar. í starfí mínu sem skólastjóri sýndi Kristján mér ætíð sérstaka vináttu og drengskap, sem ég hefi alltaf metið mjög mikils og þakka af heilum hug við útför þessa höfð- ingja. Eg naut þess ávallt að eiga við hann orðræður. Hann hafði ákveðn- ar en heilbrigðar skoðanir og hafði sérstakan áhuga á velferð sjómanna og menntun þeirra, sem hann hafði betri skilning á en maður á oft að venjast hér á landi. Öllum var hann velviljaður og jákvæður í allri um- ræðu og gagnrýni fyndist honum eitthvað betur mega fara. Þegar ég kynntist Kristjáni Aðal- steinssyni betur, fann ég einnig hvað hann gat verið gamansamur og léttur í skapi, þannig að maður fór í hvert sinn léttari í lund og bjartsýnni af hans fundi. Við andlát Kristjáns Aðalsteins- sonar skipstjóra sendi ég eftirlifandi eiginkonu hans og einkadóttur þeirra og fjölskyldu einlægar sam- úðarkveðjur. Minning góðs manns og mikils skipstjóra mun lifa. Guðjón Ármann Eyjólfsson. maður á Þórshöfn 1972 og ráðinn fiskmatsmaður á ferskum fiski 1977 og starfaði við það, ásamt öðrum störfum hjá HÞ fram til síðasta dags. Skúli var einn af elstu starfs- mönnum HÞ og hafði því kynnst mörgum hjá stöðinni á langri starfsævi. Margir sem fluttir eru burt frá Þórshöfn muna örugglega eftir Skúla, annað er ekki hægt. Hann talaði við alla sem jafningja, vildi öllum vel, glaður og spaug- samur. Skúli var heilsuhraustur fram á síðasta dag og kom fráfall hans mjög skyndilega. Nú þegar hann er allur er hans sárt saknað af gömlum vinnufélögum. Við hjá HÞ kveðjum Skúla með virðingu og þökk og sendum Báru, börnunum þeirra og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far vel, kæri félagi. Samstarfsfólk hjá Hrað- frystistöð Þórshafnar. z 5 HÍ in 6 tí Listhúsinu í Laugardal LIST Gallerí Errnn við með bestu gjafavörurnar? Myndlist - Leirlist Glerlist - Smíðajárn Listpeglar - Vindhörpur Fermingargj afir Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í Leikhúskjallaranum fímmtudaginn 11. apríl 1996 kl. 18.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Kvöldverður. Gestur fundarins verður Anna Rósa Róbertsdóttir, grasalæknir. Þátttaka tilkynnist í sírna 568 8188. Stjórnin. ' Þú getur gengið yf ir Bruce svo áratugum skiptir ! Bruce parketið er óvenju vel heppnuð blanda af gæðum og góðu verði sem endist ótrúlega vel! Bruce Gegnheill kostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.