Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.03.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1996 25 Mannlíf í Kalaharí DAGANA 29. mars til 2. maí stend- ur yfir sýning í Þjóðarbókhlöðunni á þjóðfræðilegum munum frá sunn- anverðri Afríku. Háskóli Islands fékk munina að gjöf árið 1971 frá dönskum manni, Jens Nörgaard að nafni. Hann var dýralæknir og dvaldist um tíma í Botswana sem þá hét Bechuanaland. Þeir munir sem eru til sýnis eru aðallega frá San-fólkinu sem í þúsundir ára fékkst eingöngu við veiðar og söfn- un. Auk þess eru á sýningunni nokkrir munir frá öðrum ættbálk- um sem búa innan landamæra Botswana og Namibíu og tilheyrir Bantumálhópnum, m.a. Herero fólkinu. Meðal muna á sýningunni eru bogar og örvar, skrautmunir ýmiss konar, töfrahálsmen, matar- ílát, mortél og margt fleira. Uppsetning og umsjón með sýn- ingunni er í höndum mannfræði- nema við Háskóla íslands. Sýningin er opin alla virka daga frá klukkan 8.15-19 og frá klukkan 10-17 á laugardögum. Aðgangur á sýning- una er ókeypis. ATRIÐI úr Páskahreti. Hugleikur sýnir Páskahret PÁSKAHRET nefnist nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Hjartarson, sem leikfélagið Hugleikur frumsýnir í dag, föstudag, 29. mars. I kynningu segir: „Leikritið er í senn fyndið gamanleikrit með sakamálaívafi og gamansamt sakamálaleikrit þar sem glæpa- sögu í Agötu Christie- stíl er plant- að niður í íslenskt umhverfi. I leið- inni er skotið á ýmsa þætti í ís- lensku þjóðlífi. Leikstjóri er Hávar Sigutjónsson. Leikritið gerist í skíðaferð milli Þórsmerkur og Landmannalauga í dymbilviku. Páskahret brestur á og ferðahópurinn nær við illan leik að sæluhúsinu í Hrafntinnuskeri. í gleðskap _um kvöldið er glæpurinn framinn. í hópnum er sýslumanns- fulltrúi frá Hvolsvelli sem fær nú þá ósk sína uppfyllta að glíma við dularfulla morðgátu. í leikritinu er fylgst með rannsókn málsins og andlegu ástandi fólksins sem er innilokað í sæluhúsinu á meðan bijáluð stórhríðin lemur þil og glugga. Við og við víkur sögunni til víkingasveitar lögreglunnar og hjálparsveita sem hver í kapp við aðra reyna að bijótast upp í Hrafn- tinnusker fólkinu til bjargar. Þetta er 12. starfsár Hugleiks. Félagið hefur lagt metnað sinn í að flytja aðeins ný íslensk verk, sem að jafnaði eru eftir meðlimi félags- ins. Hafa sumir þeirra einnig ljáð atvinnuleikhúsum krafta sína.“ Sýnt verður í apríl í Tjarnarbíói, 2. sýning verður 31. mars, 3. sýn- ing miðvikudag 3. apríl og 4. sýn- ing föstudag 12. apríl og hefjast allar kl. 20.30. LISTIR MUNIR frá sunnanverðri Afríku. Til sölu Afhendist fokhelt að innan. Fullbúið að utan með marmara- pússningu og lituðu þakstáli. Lóð grófjöfnuð. verðiamm Upplýsingar í síma 552 5055. Byggingarmeistari; Guðmundur Hjaltason, sími 853 7991, heimasími 561 1357. Arkitekt: Jón Guðmundsson. j greiðslukjör til allt að 48 mán. © fyrsta greiðsla jafnvel ekki fyrr en eftir 6-8 mán. j Visa og Euro raðgreiðslur BÍLAHÚSIÐ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími: 525 8020 Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.