Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 16

Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU RÆKJUSKIPIÐ Klettur SU í höfninni í Harbour Grace. Morgunblaðið/HG Afangi Samskipa næst miðum á Flæmingj agrunni SAMSKIP hafa nú hafið áætlunar- siglingar til Harbour Grace á Ný- fundnalandi á þriggja vikna fresti. Skip félagsins lestar þar á morgun í annað sinn. Viðskiptavinir fá alla umboðsþjónustu fyrir fiskiskip sem óskað er eftir: Löndun úr fiskiskipum, vöruhús, frysti- geymslur, aðstoð við að fylla út nauðsynleg eyðublöð og skjöl, svo eitthvað sé nefnt. „Harbour Grace er nær miðun- um á Flæmingjagrunni en aðrar hafnir á Nýfundnalandi þar sem sambærileg þjónusta er í boði. Þannig vilja Samskip stuðla að hagkvæmum rekstri íslenskra út- Samskip með fasta áætlun til Harbour Grace á Nýfundanlandi gerðarfyrirtækja, því hægt er að stytta siglingartíma um allt að tvo sólarhringa með því að landa í Harbour Grace, segir í frétt frá Samskipum. Starfsmaður Samskipa á Ný- fundnalandi er Jóhann Bogason og verður hann á skrifstofu Harbo- ur Grace Coldestore, samstarfs- fyrii-tækis Samskipa. Kanadískir, norskir og danskir hagsmunaaðil- ar eiga Harbour Grace Coldestore, þar á meðal eru útgerðarmenn. Fyrirtækið annast umboðsvið- skipti og skipaafgreiðslu. Ástæða þess að Samskip völdu Harbour Grace sem áfangastað er að mörg íslensk útgerðarfyrirtæki senda skip sín til veiða á Flæmingja- grunni. Harbour Grace er lítið bæjarfé- lag með alla hefðbundna þjónustu fyrir útgerðir og áhafnir skipa. Þar eru einnig hótel, verslanir, heilsugæsla og félagsleg þjón- usta. Mjög’ mikils að vænta af rafeindamerkingum fiska RAFEINDAMERKIN sem hafnar voru tilraunir með árið 1995 hafa nú þegar skilað góðum árangri, að sögn Vilhjálms Þorsteinssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsókna- stofnuninni. Hann segir að 22 merki af tæpum hundrað hafi skil- að sér til þessa. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í Reykjanesbæ í fyrra- kvöld um ástand þorskstofnsins. Fundinn sóttu um sextíu manns, þar á meðal forsvarsmenn ýmissa hagsmunasamtaka í sjávarútvegi, sjómenn og skipstjórar og áhuga- menn um sjávarútvegsmál. Á fundinum ræddi Vilhjálmur um netarall og merkingar þorsks. Einnig fjallaði dr. Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur, um togar- arali og niðurstöður síðustu mæl- inga. Upplýsingar frá þorskinum sjálfum Vilhjálmur segir að fleira sé markvert úr þessum merkingum. Sem dæmi megi nefna að rafeinda- merkingar séu farnar að skila góðum árangri og mikils sé að vænta af framhaldinu. Þær mæli hita og dýpi og geymi upplýs- ingarnar í minni. Þegar þær end- urheimtist séu þær tengdar við tölvu og þannig fáist allskyns ferl- ar yfir hita og dýpi. „Um daginn kom rafeindamerki Merktur þorskur af Selvogsbanka veiðist Færeyja- megin við miðlínu sem hafði lagst saman eins og slegið hefði verið á það með sleggju,“ segir hann. „Við vorum hissa vegna þess að það þolir um 700 metra þrýsting." Hann segir að framleiðandinn hafi tekið það í sundir og náð úr því minniseiningunni. Þar hafi fengist allar mælingar með hita og dýpi: „Þá kom í ljós að síðustu mælingarnar voru á um 680 metra dýpi. Þetta var fiskur sem var upp við landið síðastliðið vor. Það er því merkilegt að fylgjast með breytingum á dýptarsviðinu sem þessi fískur var á.“ Þorskurinn heldur sig á íslensku hafsvæði Vilhjálmur segir að þessar mælingar sýni vel hvernig fiskur- inn hagi sér og velji sér dýpi: „Það koma alltaf nýjar upplýs- ingar úr þessu á hverju ári. Einn- ig fleygir tækninni fram og fram- leiðandinn býst við að geta bætt við skynjurum fyrir fleiri um- hverfisþætti. Við fáum því alltaf meiri og meiri upplýsingar um hegðun þorsksins frá honum sjálf- um.“ Síðastliðið sumar komu þrír þorskar í grálúðunet hinumegin við miðlínuna milli íslands og Færeyja sem höfðu verið merktir á Selvogsbanka. „Við álítum að það sé einn erfðafræðilegur þorsk- stofn við landið. Samkvæmt merk- ingum heldur hann yfirleitt tryggð við íslenskt hafsvæði," segir Vil- hjálmur. „Undantekningin er seiðarek til Grænlands, en þaðan koma síðan oft göngur til baka af kynþroska fiski. Annars er er afskaplega lítið um að endurheimtur á þorskmerk- ingum komi fram á öðrum haf- svæðum. Hinsvegar hafa komið fram þrjú merki rétt við miðlínu milli Fær- eyja og íslands, sem voru úr merk- ingu á Selvogsbanka. Það er ekki hægt að segja til um hvort það á sér stað í miklum mæli að fiskur- inn fari yfir mið!ínuna.“ Vilhjálmur segir að auk þess hafi merki af Selvogsbanka náðst víða annars staðar á landgrunn- inu, sérstaklega á Selvogsbankan- um sjálfum og út af Vesturlandi. „Það er ekkert lengra út fyrir miðlínuna heldur en norður á Langanes,“ segir hann. „Fiskar úr íslenska þorskstofninum geta þess vegna alveg skellt sér heilan hring um landið milli hrygninga." Stjórnarflokkurinn í S-Kóreu sigrihrósandi þrátt fyrir tap Líklega sama stjórn með stuðningi óháðra Seoul. Reuter. HELSTI stjórnarandstöðuflokkur- inn í Suður-Kóreu sakaði í gær Kim Young-sam, forseta landsins, um að hafa notað ögranir Norður- Kóreumanna á landamærunum sjálfum sér og stjórnarflokknum til framdráttar í kosningunum í fyrra- dag. Stjórnarflokkurinn tapaði að vísu meirihluta sínum á þingi en ósigur hans var miklu minni en spáð hafði verið og sigur stjórnar- andstöðunnar að sama skapi minni en skoðanakannanir höfðu bent til. í meirihluta í Seoul „Ríkisstjórn Kim Young-sams virkjaði allt sjónvarp í landinu til að hamra á og blása upp fréttir frá landamærunum og það er vissulega áhyggjuefni ef Norður-Kóreustjórn hefur nú komist að raun um, að hún geti með ögrunum haft bein áhrif á niðurstöðu kosninga hér,“ sagði í yfirlýsingu Þjóðarflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Úrslit kosninganna voru þau, að Nýi Kóreuflokkurinn, flokkur Kim Young-sams forseta, fékk 139 menn kjörna af 299 á þingi en hafði 150 þingsæti á síðasta kjörtímabiii. Þjóðarflokkurinn bætti við sig 24 þingsætum, fékk nú 79 menn í stað 55 áður. Talsmenn stjórnarflokksins voru mjög ánægðir með árangurinn þrátt fyrir nokkurt tap og lögðu áherslu á, að hann hefði fengið 27 þing- menn af 47 í höfuðborginni, Seoul, og væri það í fyrsta sinn, að ráð- andi flokkur í stjórn hefði meiri- hluta þar. Líklegt þykir, að stjórnar- flokkur Kims forseta muni mynda nýja stjórn með stuðningi óháðra þingmanna, sem eru 16 og aðeins tveir svarnir andstæðingar núver- andi valdhafa. Reuter KIM Jong-pil, leiðtogi Sameiningarflokks frjálslyndra demókrata, annars stærsta stjórnarandstöðuflokk Suður-Kóreu, tekur við heillaóskum en flokknum vegnaði vel í kosningunum á fimmtu- dag. Þótt sljórnarflokkurinn hafi misst meirihlutann er samt lík- legt, að hann verði áfram við völd með stuðningi óháðra. Dusseldorf-flugvöllur Ákærtfyrir manndráp af gáleysi? . Dusseldorf. Reuter. FLUGVÖLLURINN í Dusseldorf í Þýskalandi verður lokaður a.m.k. fram á mánudag vegna rannsóknar á eldsvoða í flugstöðvarbygging- unni. Þýskir saksóknarar kanna nú hvort ástæða sé til að leggja fram ákæru fyrir íkveikju og manndráp af gáleysi. Tugir manna sem slösuðust í brunanum voru enn til meðferðar á sjúkrahúsi í gær. Voru tveir þeirra í lifshættu. Flestir hlutu skaða af því að anda að sér eitruðum kol- svörtum reyk sem barst á nokkrum sekúndum um alla flugstöðina gegnum loftræstikerfi hennar. Flestir þeirra 16 sem biðu bana virtust hafa kafnað í reykjar- mekkinum. Nokkrir þeirra voru í lyftu sem stöðvaðist milli hæða. Sjö hinna látnu voru Þjóðverjar, sex Frakkar, tveir ítalir og einn Breti. Yngsta fórnarlambið var sjö ára piltur sem fórst ásamt föður sínum. Ekki hafði tekist í gær að leiða í ljós hvað olli brunanum en grunur beindist þó logskurðarmönnum, sem taldir voru hafa af gáleysi brætt tjörueinangrun sem síðan lak niður á falskt loft sem á lágu rafmagn- skaplar. Við bráðnun þeirra mynduðust baneitraðar blásýniguf- ur, saltsýrugufur, kolsýrlingur og hugsanlega tvísýringur, sem barst hratt um loftræstikerfí flugstöðvar- innar. Talið er einnig, að neistar frá tækjum iðnaðarmannanna hafi kveikt í blómum í blómabúð í þeim hluta stöðvarhússins þar sem tekið er á móti farþegum. í fyrstu fékkst aðeins slökkvilið vallarins við eldinn og hefur verið gagnrýnt og spurt hvers vegna 30 mínútur liðu frá því eldur kviknaði þar til beðið var um aðstoð frá slökkviliði Dusseldorf-borgar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.