Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 17
ERLEIMT
Bardagar
blossa upp
í Líberíu
BARDAGAR blossuðu upp í
Monróvíu, höfuðborg Líberíu,
í gær íu nágrenni herstöðvar
sem verið hefur þungamiðja
átakanna sem brutust út í
landinu fyrir viku. Talsmaður
Bandaríkjastjórnar sagði óhjá-
kvæmilegt að flytja brott fleiri
erlenda ríkisborgara sem inn-
lyksa væru þar. Þegar hafa
bandarískar herþyrlur flutt
900 manns brott.
Gera sér
grein fyrir
hlut NATO
RIJSSAR gera sér grein fyrir
því að Atlantshafsbandalagið
(NATO) verður að gegn lykil-
hlutverki í nýrri skipan örygg-
ismála í Evrópu, sagði Alek-
sander Kwasniewski forseti
Póllands í blaðaviðtali í gær.
Hann átti fund með Borís Jelt-
ín Rússlandsforseta sl. þriðju-
dag og gerði honum grein fyr-
ir hvers vegna Pólveijar legðu
áherslu á að ganga í NATO.
ítrekaði Jeltsín þar andstöðu
sína við stækkun NATO til
austurs.
Smyglarar
klófestir
KÍNVERJAR segjast hafa kló-
fest 46.000 fíkniefnasmyglara
á árunum 1991 til 1995 og
dæmt 7.300 þeirra til dauða
eða í lífstíðar fangelsi. Alls var
ljóstrað upp um 144 þúsund
smyglmál og m.e. gerð upptæk
17,1 tonn af heróíni.
Hugðist ræna
ráðherra
CARLOS, illræmdur hryðju-
verkamaður, hugðist ræna og
jafnvel ráða franska dóms-
málaráðherrann Robert Bad-
inter af dögum árið 1982, að
sögn blaðsins Le Monde, sam-
kvæmt skýrslum austur-þýsku
leyniþjónustunnar Stasi. Var
það ráðgert í þeim tilgangi að
fá konu hans úr frönsku fang-
elsi. Þar situr Carlos nú og
bíður dóms vegna fjölda til-
ræða. Hann er talinn hafa 83
mannslíf á samviskunni.
Hefði leyft
dótturinni að
fljúga aftur
REGLUM um þátttöku far-
þega í stjórn einkaflugvéla
verður að líkindum breytt eftir
flugslysið í Cheyenne í fyrra-
dag þar sem 7 ára stúlka, fað-
ir hennar og flugkennari biðu
bana er tilraun var gerð til að
stúlkan yrði yngst til að
stjórna flugfari milli stranda í
Bandaríkjunum. Móðir stúlk-
unnar varði í gær þá ákvörðun
foreldranna að gera flugtil-
raunina og sagði að hún myndi
leyfa aðra slíka ferð ef sú
staða hefði komið upp. „Það
gerir enginn sér grein fyrir
þeirri ánægju sem hún hafði
af flugi. Fyrir engan mun vil
ég halda aftur af börnum mín-
um og svipta þau lífsgleðinni
og frelsi til athafna," sagði
hún.
Sprengjutilræði írska lýðveldishersins
Handtaka í Dyflinni
Dyflinni. Reuter.
ÍRSKA lögreglan hefur handtekið
mann í Dyflinni og halda írskir fjöl-
miðlar því fram, að um sé að ræða
tímamót í rannsókn á tilræðum IRA,
Irska lýðveldishersins, í Bretlandi.
Talsmaður lögreglunnar staðfesti,
að 26 ára gamall maður hefði verið
handtekinn í fyrradag en vildi ekk-
ert um það segja hvort handtakan
tengdist rannsókn á sprengjutilræði
IRA í viðskiptahverfinu Canary
Wharf í London 9. febrúar sl. Breska
lögreglan kveðst hafa „áhuga“ á
manninum en áhersla er lögð á, að
hans hafi ekki verið leitað vegna
tilræðisins í Canary Wharf.
Tveir menn létust og um 40 slös-
uðust þegar sprengjan sprakk aðeins
tæpri klukkustund eftir að IRA lýsti
yfir, að vopnahléi samtakanna í 17
mánuði væri lokið.
Næsta mánuðinn kom IRA fyrir
þremur sprengjum og sprakk ein
þeirra líklega fyrir slysni í strætis-
vagni. Varð hún útsendara IRA að
bana og. slasaði níu manns.
Fréttir eru um, að meðal annars
sé verið að yfirheyra manninn vegna
sprengjuefnis, sem falið hafði verið
í reiðhjólastelli og fannst í Brighton
og Bognor Regis 1994.
Walesa á eftirlaun
Varsjá. Reuter.
ÞING Póllands sam-
þykkti í gær eftirlauna-
greiðslur til handa Lech
Walesa, fyrrum forseta
landsins. 268 þingmenn
greiddu atkvæði með til-
löguninni en 63 sátu hjá.
32 töldu hins vegar enga
ástæðu til að greiða fyrr-
um forseta landsins eftir-
laun.
Eftirlaunin eru rétt
rúmar 100.000 krónur á mámn-
uði og eru þau miðuð við grunn-
laun starfandi forseta. Þetta eru
sjöföld mánaðarlaun rafvirkja í
Póllandi.
Mikla athygli vakti er Walesa
hóf störf á ný í skipa-
smíðastöðinni í Gdansk
þar sem hann starfaði
sem rafvirki áður en
hann gerðist leiðtogi
andstöðunnar við alræði
kommúnistaflokksins.
Kvað Walesa þetta
þrautarlendingu sína
þar eð þingheimur hefði
ekki samþykkt frumvarp
um eftirlaun forseta.
Walesa kenndi vinstri öflunum
um og vændi þau um mannillsku
og yfirgang en fyrrum kommún-
istar eru áhrifamesta aflið í
pólskum stjórnmálum nú um
stundir.
Þrefaldur
1. vinningur!
Nú cr fló
notfl
tíekif^Hð!
-vertu viðbúintn) vinningi
Fáðu þér miða fyrir kl. 20.2° i kvöld.
V]S / QISQH V1|AH