Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 25
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 25
UTI A£) BORÐA MEÐ EMILIONU TORRINI
Ég er
eins og
harmnníka
Emilíana Torrini er að springa úr ham-
ingju. Hún ræddi við Ivar Pál Jónsson
um lífið, tilveruna og flatbökur með
banönum yfír kvöldverði á Hótel Borg.
ÆSTA PLATA verður
þjóðlagaplata," segir
Emilíana áður en við
höfum pantað nokkurn skapaðan
hlut. „Hefurðu heyrt lagið Har-
old? Platan verður svolítið í þeim
stíl og yfirbragðið verður með
rólegara móti.“ Henni finnst
skemmtilegra að syngja þannig
tónlist fyrir áheyrendur.
„Textarnir eru oft svo fyndnir og
skemmtilegir og fólkið skemmtir
sér vel þegar maður segir því fyn-
dna sögu,“ segir hún og kallar á
„besta þjón í heimi,“ Steina, sem
er vinur hennar.
„Hann er kurteis
eins og breskur
þjónn.“
Steini spyr
hvort við viljum
fordrykk. Hvern-
ig fordrykk eigum
við að panta?
spyrjum við á
móti. Steini segir
að gjarnan fái fólk
sér kokteil fyrir
mat. „Láttu okkur
þá fá góðan
kokteil, en ekki of
sætan,“ segir
Emilíana, „að
minnsta kosti ekki
fyrir mig.“ Steini
kemur með Brjál-
uðu Bínu. Við er-
um sammála um
að hún bragðist
hreint ágætlega og íhugum hvaða
forrétt við eigum að panta.
„Platan kemur út um jólin, en
eftir þau ætla ég til Ítalíu í hálft
ár að læra ítölsku og söng,“ segir
söngkonan, sem á ættir að rekja
til Napólí. „Þá verður bara ein-
hver að sjá um plötuna fyrir mig.“
Okkur finnst við hæfi að panta
ítalskt rauðvín með matnum og
veljum Riserva Ducale (Chianti
Classico). Það veldur ekki von-
bi’igðum. „Þetta er alveg afbragð,
eins og flest ítalskt," segir Emilí-
ana.
Farréttur
Núna er hún að læra söng í
Söngskóla Reykjavíkur hjá Þuríði
Pálsdóttur, en um þessar mundir
hefur hún nóg að gera við að syn-
gja inn á geisla-
plötu sem kemur
út samfara sýn-
ingum á leikritinu
Stone Free eftir
Jim Cartwright í
sumar. Þar er hún
einn af aðalsöngv-
urunum. „Mér
finnst það alveg
frábært. Eg fæ að
syngja svo góð lög
og fólkið sem
stendur að upp-
færslunni er svo
yndislegt. Það er
líka mjög
skemmtilegt íyrir
þær sakir að við
erum að heims-
frumsýna leikritið.
Ég held ég fái mér
snigla-“Saute“ frá
Burgundy með
sveppum, gljáðum lauk og fleski í
dökki’i rauðvínssósu í forrétt. Ég
er alveg að springa úr hamingju.“
Emilíana tók sem kunnugt er
þátt í uppfærslu Flugfélagsins
Lofts á Hárinu, en það var söng-
leikur. Stone Free er leikrit. Þar
DjúpsteHit
spínat
SPÍNATIÐ ER HREINSAÐ
OG ÞURRKAÐ OG SETT
OFAN í 180-185° HEITA
FEITI. SÝNA SKAL
SÉRSTAKA VARKÁRNI,
ÞAR SEM MIKIL LÆTI
VERÐA OG FEITIN
SKVETTIST UPP ÚR
POTTINUM. ÞEGAR
LÆTIN HÆTTA ER
SPÍNATID LAGT Á
HANDKLÆÐI SEM
DREGUR FEITINA í SIG.
ÞÁ ER SALTI STRÁÐ
AÐ VILD.
hníf. Sjáðu, þetta er
eins og að skera í
gegnum smjör,“
segir söngkonan og
lýsir einnig yfir
ánægju sinni með
bragðið. Hún kallar
á besta þjón í heimi.
„Attu ekki djúp-
steikt spínat eins og
ég smakkaði hérna
um áramótin? Það
var eitt mesta sæl-
gæti sem ég hef
smakkað.“ Steini
fer inn í eldhús og
kemur að vörmu
spori með disk af
djúpsteiktu spínati.
„Það mætti borða
þetta sem snarl með
ídýfu,“ segir hún.
Máltíðin rennur
ljúflega niður. „Af
hverju er ekki hægt
að fá sér súpu á
íslenskum veitinga-
stöðum án þess að
þær séu löðrandi í
rjóma?“ spyr hún
blaðamanninn, sem
verður að játa fá-
visku sína á því
sviði. „Þetta er eins
og með pasta. ís-
lendingar nota allt
of mikla sósu með
pastanu sínu. Sósan
á að vera með past-
anu, ekki pastað
með sósunni.“
Eftirréttur
reynir á leikhæfileikanav „Ég
kann ekkert að leika. Ég er
áreiðanlega ein versta leikkona
landsins. En ég syng svo mikið í
leikritinu, enda gerist það á
rokkhátíð."
Steini, besti þjónn í heimi, kem-
ur með sniglana og Emilíana er
alveg himinlifandi með þá. A ein-
hvern undarlegan hátt berst talið
að flatbökum með banönum.
„Þær eru vondar. Að borða þær
er eins og að tyggja hor,“ segir
söngkonan og grettir sig.
„Eg er mikil matmanneskja og
nýt þess að borða,“ segir hún.
„Stundum kemur fyrir að ég
torga fjórum stórum máltíðum á
dag.“ Blaðamaður skýtur inn í að
það sjáist ekki á henni. „Ég er
Morgunblaðið/Ásdís
eins og harmoníka,“ segir hún þá
og á við sveiflur í líkamsþyngd.
„Eg er mjög kröfuharður við-
skiptavinur á veitingastöðum,
sérstaklega ítölskum. Ef mat-
reiðslan er ekki samkvæmt ítölsk-
um venjum á ég til að fara hrein-
lega í fýlu. Ef ég ætla að fara að
skemmta mér með vinkonum
mínum getur maturinn eyðilagt
það sem eftir er af kvöldinu.“
A. ðairéttur
Nú er komið að aðalréttinum
og hann er ekki af verra taginu.
Léttsteikt villigæsabringa með
portvíns- og gráðostasósu og
berjum. „Já svei mér þá. Það ligg-
ur við að maður þurfi ekki að nota
Eftirrétturinn
kemur á eftir aðal-
réttinum, eins og
nafnið gefur til
kynna. Eftir tals-
verðar vangaveltur
veljum við súkku-
laði-mousse tertu
með vanillusósu og ávaxtasalati.
„Mamma er besti kokkur sem ég
þekki. Ég held ])ví fram að hún
geti fengið fólk til að gráta af
hamingju þegar það borðar
matinn hennar, á svipaðan hátt
og kokkurinn í myndinni
Kryddlegin hjörtu. Reyndar er
það þannig að ef maður lætur í
ljós vanþóknun sína á mat á Ítalíu
fer kokkurinn að gi’áta. Þar er
matargerð nánast trúarbrögð.“
Enn hvað tíminn líður, segir
blaðamaðurinn við söngkonuna.
Söngkonan áttar sig á því hversu
tíminn hefur liðið hratt. „Ó guð,
er klukkan orðin svona margt. Ég
verð að drífa mig,“ segir hún.
Hún á að vera löngu mætt í
hljóðver.
° Sjónvorpstæki
• Myndbandstæki
• Hljómtae’ki
« FerðQútvarpstæki
>> Vasadiskó
• Geislospilarar
Bíltæki
Hatalarar
Gervihnattabúnaóur
Frystikistur
• Þvottavélar
• Örbylgjuofnar
• Símor
GSM-símar
• Kaffikönnur
Hraösuöukatlar
Drauöristar
• Handþeytarar
Hórblósarar
• Krullujórn
• og fjölmargt tloiro .!
Skipholti 19
Sími: 552 9600
s€i istmvm mat íRáBtn um