Morgunblaðið - 30.04.1996, Side 1

Morgunblaðið - 30.04.1996, Side 1
64 SIÐUR B 97. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Drepnir við gamla þorpið SÆNSKUR liðsmaður friðar- gæslusveita Atlantshafsbanda- iagsins í Bosníu freistar þess í gær að stöðva för Bosníu-múslima til gamla þorpsins síns, Sjenina, í norðurhluta landsins, en það er á yfirráðasvæði Bosníu-Serba. Þeir íétu ekki segjast, sneiddu hjá veg- tálmum og héldu áfram för með þeim afleiðingum að Serbar réðust á hópinn, myrtu tvo og særðu aðra tvo til viðbótar. Þá réðst hópur fullorðinna Serba vopnaður skófl- um og öðrum bareflum á rútu fulla af múslimum, sem freistuðu þess að fara að gröfum ættmenna sinna í Trnovo, skammt frá Sarajevo. Múslimar telja sig hafa heimild skv. ákvæðum Dayton- friðarsamkomulagsins til þess að fara til sinna gömlu heimkynna. Carl Bildt sáttasemjari Evrópu- sambandsins boðaði fulltrúa músl- ima og Serba til fundar í dag til þess að freista þess að finna lausn á þessu deilumáli. Fjöldamorðingi myrðir 34 í Astralíu Hríðskotabyssur Ástralskir borgarar mega eiga vopn af ýmsu tagi. Sums staðar er þeim meira að segja leyft að hafa hríðskotabyssur í fórum sínum. Hópar, sem beijast fyrir tak- mörkun byssueignar, ítrekuðu kröf- ur um hertar aðgerðir í gær, en kröfðust þó ekki allsheijarbanns, enda slíkt talið ógerlegt. Fyrri tilraunir til að herða byssu- lögin hafa strandað á því að slíkt er ekki á valdi ríkisstjórnarinnar, heldur stjórnvalda í fylkjum lands- ins, sem eru sex talsins. Howard skoraði á fylkisstjórnir landsins að veita sér stuðning og sagði að vopn á borð við þau, sem notuð voru á sunnudag, ættu ekki að vera í hönd- um almennings. Reuter ■ Ástralíumaður myrti/20 Heitir að herða lög um skotvopnaeign Canberra. Reuter. JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hét því í gær að lög um eign skotvopna í landinu yrðu hert eftir að Ástrali myrti 34 manns og særði 19 þegar hann hóf skothríð á ferðamannastaðnum Port Arthur á eynni Tasmaníu á sunnudag. Fjöldamorðinginn notaði tvo öfluga riffla til að fremja ódæðis- verkið. Hann náðisteftir 18 klukku- stunda umsátur lögreglu, þegar hann hljóp út úr alelda húsi, sem hann hafði komið sér fyrir í ásamt þremur gíslum. Howard sagði að yfirmenn lög- reglu um alla Ástralíu yrðu kvaddir til fundar í næstu viku til að ræða leiðir til að herða lög um byssueign í land- inu. _ „Ég mun gera allt sem hægt er ... til að herða byssueftirlit í þessu landi með skil- virkum hætti,“ sagði Howard við blaðamenn eftir athöfn til minn- ingar um fórnarlömbin á Tasmaníu í gær. Fjöldamorðinginn Howard sagði að fjöldamorðin bæru því vitni að ofbeldi væri að grafa um sig í ástr- alskri menningu og bætti við að Ástralir ættu að velta fyrir sér hvers eðlis þjóðfélag þeirra væri. Hert eftirlit með byssueign er nú til umræðu víða um heim. Bretar hétu þeim sak- aruppgjöf, sem létu ólögleg vopn af hendi í júní, eftir fjöldamorðin í Dun- blane. Frakkar hertu byssulög í apríl eftir skotárásir í borgum og bönnuðu fólki undir 18 ára aldri alveg að hafa skotvopn undir hönd- um. 16 ára unglingur myrti 16 manns í bænum Cuers í september og átti það atvik þátt í þessum aðgerðum Frakka. Frelsi til fjar- skipta í óvissu Genf. Reuter. BANDARÍKJAMENN settu í gær ný skilyrði fyrir aðild að nýrri heimsskipan fjarskiptamála og var óttast að þeir myndu kippa að sér hendi og hætta við aðild að samkomulaginu, sem gæti þýtt að j)að yrði hvorki fugl né fiskur. I kvöld rennur út frestur til þess að ná samkomulagi um frelsi í fjarskiptamálum, sem var annað tveggja óleystra samningstfna er Heimsviðskiptastofnunin (WTO) leysti af hólmi GATT-samkomu- lagið um tollfrelsi í viðskiptum. Bandaríkjamenn settu í gær fram nýjar kröfur varðandi leyfi útlendra símafyrirtækja til að starfa í Bandaríkjunum. Vilja þeir að leyfin verði tengd opnun flar- skiptamarkaðar heimalands við- komandi fyrirtækis. Embættis- menn ESB segja það jafngilda því að Bandaríkjamenn fái úrskurðar- vald um hvaða ríki uppfylli ákvæði nýs íjarskiptasáttmála. Þá sögðu Bandaríkjamenn ekki nógu mörg ríki hafa heitið að opna fjarskiptamarkað svo sam- komulagið geti fallið undir WTO. Vanti nokkur Asíuríki og Kanada. Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagð- ist enn telja mögulejka á að ná sáttum fyrir kvöldið. I fyrra hættu Bandaríkjamenn á síðustu stundu við aðild að alþjóðasamkomulagi um frelsi á sviði fjármálaþjónustu. Orðrómur um að Zelimkhan Jandarbíjev hafi fallið í valdabaráttu í Tsjetsjníju Zelimkhan Jand- arbíjev, leiðtogi Tsjetsjena Leiðtogi sagður á lífi Moskvu. Reuter. EINN af helstu foringjum hersveita uppreisnarmanna í Tsjetsjníju vísaði í gær á bug fréttum um að nýr leiðtogi tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, Ze- limkhan Jandarbíjev, hefði beðið bana í átökum milli Tsjetsjena á sunnudags- kvöld. Jandarbíjev varð leiðtogi aðskilnað- arsinna í Tsjetsjníju fyrir viku eftir að Dzhokhar Dúdajev beið bana í flug- skeytaárás Rússa. „Ég talaði við hann í talstöð fyrir kiukkustund," sagði Doku Makhajev, sem stjórnar liði aðskilnaðarsinna í suðvesturhluta Tsjetsjníju. „Hann er við mjög góða heilsu. Ekki kom til neinna skotbardaga," sagði Mak- hajev, sem kvaðst hafa rætt við Jand- arbíjev klukkan 13 í gair að íslenskum tíma. Fréttastofan Intevfax hafði einnig eftir ónafngreindum embættismanni í Rússnesku öryggisþjónustunni (FSB) í gær að Jandarbíjev hefði ekki fallið heldur frændi hans. „Heimildarmaður- inn lagði áherslu á að fylgdarlið Jand- arbíjevs hefði staðfest þessar upplýs- ingar,“ sagði fréttastofan. Mikill viðbúnaður í Moskvu Embættismenn tsjetsjensku stjórn- arinnar í Grosní höfðu haldið því fram að Jandarbíjev hefði fallið í „uppgjöri“ milli tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna á sunnudagskvöld. Þetta olli miklum vangaveltum í rússneskum fjölmiðlum um að harðvítug valdabarátta hefði blossað upp meðal forystumanna Tsjetsjena. Rússneskar fréttastofur skýrðu frá því í gær að Shamil Basajev, sem stjórnaði mannskæðri árás í suður- hluta Rússlands í fyrra, hefði verið gerður að yfirmanni hers aðskilnaðar- sinna í stað Aslans Maskhadovs, sem þykir hófsamari og líklegri til að semja um frið við Rússa. Þessi frétt var þó ekki staðfest í gær. Maskhadov sagði í sjónvarpsviðtali að enginn ágreiningur væri meðal for- ystumanna aðskilnaðarsinna. Rússnesk yfirvöld hafa aukið ör- yggisviðbúnaðinn í Moskvu þar sem þau óttast að Tsjetsjenar séu að und- irbúa árás og gíslatöku í borginni líkt og í árásinni sem Basajev stjórnaði í júní í fyrra. Menn hans héldu þá a.m.k. 1.000 manns í gíslingu í rúma viku í bænum Budennovsk. 120 manns biðu bana í árásinni. Mótmælin á alnetið Frankfurt. Reuter. ÞÝSKIR málmiðnaðarmenn, sem orðnir eru leiðir á því að þramma um götur á bar- áttudegi verkalýðsins, 1. maí, geta lagt mótmæla- spjöldunum. I staðinn geta þeir kveikt á tölvunni og upplifað stemmningu dagsins á alnet- inu (internet). Stærstu samtök þýskra málmiðnaðarmanna, IG Metall, hvöttu félagsmenn í gær til þess að taka þátt í 1. mai dagskrá samtakanna á alnetinu. Þar gætu þeir fylgst með ræðum, sem fluttar yrðu víðs vegar um land, og öðrum fróðleik í tilefni dagsins. Gætu þeir komið skoðunum þar á framfæri og tekið þátt í könnun um starfsgleði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.