Morgunblaðið - 30.04.1996, Page 25

Morgunblaðið - 30.04.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 25 LISTIR Múmínmamma yf- irgefur eyna sína RITHÖFUNDURINN Tove Jans- son hefur eftir 30 ár yfirgefið eyjuna, Klovharun í Finnskaflóa. Hún bjó á eynni á sumrin, stundum einnig á veturna. Hún lýsir þessu í bókinni „Anteckningar frán en ö“ sem kom út fyrir skömmu hjá bókaforlagi Schildts. Eyjan er mikilvægt tákn frelsisins í múmín- heiminum en þar er hún aldrei neinn sauðmeinlaus sælureitur. Hún býr yfir leyndarmálum, stundum háska, hún svífur í fjarska handan við hversdagsléik- ann. Fáir hafa skrifað jafnraunsætt og Tove Jansson um kynnin af eynni og hafinu. „Síðasta sumar- ið gerðist eitthvað óskiljanlegt, ég fór að óttast hafið. Mér þóttu það svik af minni hálfu,“ skrifar Tove. Bókinni fylgja grafíkblöð eftir grafíklistakonuna Tuulikki Pietilá, hún velur myndefni sitt úr sígildu landslagi skeijagarðsins. Féhirsla vors herra HAFNAR ERU æfingar á Fé- hirslu vors herra sem er drama- tísk danssýning eftir Nönnu Ólafsdóttur og Siguijón Jó- hannsson og verður frumsýnd 4. júní nk. á Listahátíð af ís- lenska dansflokknum og leikur- um. Verkið er flutt við tónlist eftir Jón Leifs og Francis Pou- lenc ásamt textum úr Guðmund- ar sögu Arasonar eftir Arngrím Brandsson, ábóta í Þingeyjar- klaustri. „Sýningin fjallar um bisk- upstíð Guðmundar góða og ófriðarbál það sem tendraðist við vígslu hans til biskups á Hólum í Hjaltadal 1202 og fylgdi honum meira og minna til dauðadags 1237. Sem biskupi er honum vísað til sætis með höfðingjum þjóðveldisins en hann á erfitt með að lúta leik- reglum þeirra vegna lífssýnar sinnar og trúarskoðana. Hann stóð ekki einungis vörð um rétt kirkjunnar og þjóna hennar, heldur um sérhvern einstakling sem til hans leitaði" segir í kynningu. Féhirsla vors herra er byggð upp eins og messa sem líkist dómþingi eða lagastefnu. Lýðn- um er stefnt fyrir dómstól Drottins til sektar eða sýknu um synd. Djöfullinn er ákær- andinn en biskup verjandinn sem hefur tekið að sér málefni lýðsins. Vegna alvöru málsins verða átökin að hólmgöngu. Við viljum áhrif launafólks á eigin mál - ekki skrum- skælingu á lýðræðinu í boðuðum breytingum stjórnvalda á vinnulöggjöfinni eru settar fram kröfur um afgreiðslu mála sem eru ólýðræðislegar og miða að því að takmarka áhrif ein- stakra launamanna á afgreiðslu eigin mála. Nái breytingar stjómvalda á vinnulöggjöfinni fram að ganga gæti niðurstaða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu orðið eins og dæmin hér að neðan sýnat Fjöldi á kjörskrá: Atkvæði greiða: Þátttaka í atkv.gr.: Já segja: % Nei segja: % Niðurstaðan skv. frumvarpi: 1000 663 66,3% 331 49,9 332 50,1 Samþykkt 5000 1503 30,1% 3 0,2 1500 99,8 Samþykkt 15000 5999 40,0% 1000 16,7 4999 83,3 Samþykkt Gerð er krafa um að fullur þriðjungur á kjörskrá segi nei enda ætlunin að gera launafólki nær ókleift að fella miðlunartillögu. Ætlunin er að skerða samningsrétt stéttarfélaganna og flytja völdin til sátta- semjara. Verkalýðshreyfingin vill virkja sem flesta félaga til þátttöku og ábyrgðar á eigin málum og frábiður sér lögþvingað fámennisvald í íslenskum stéttarfélögum. B5RB Burt með skerðingar- Bandalag háskólamanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.