Morgunblaðið - 18.05.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 18.05.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 9 FRÉTTIR Tjón í timbri o g tækjum í Glugga- og hurðasmiðjunni 30-70 milljónir kr. Eldvöraum var ábótavant Morguíiblaðið/Sverrir LÍTIÐ stendur eftir af Glugga- og hurðasmiðjunni. Sverir járnbit- ar sem héldu uppi þakinu bráðnuðu og bognuðu í hitanum frá eldinum. VERIÐ er að rannsaka hver voru upptök eldsins í Glugga- og hurða- smiðju Sigurðar Bjarnasonar við Dalshraun 17 í Hafnarfirði. Húsið brann til grunna sl. miðvikudag. Jónas Sigurðsson framkvæmda- stjóri fyrirtækisins metur tjónið í hráefni, vélum og tækjum á 30-70 milljónir króna. Samkvæmt upplýs- ingum frá eldvarnareftirlitinu í Hafnarfirði var eldvörnum í húsinu ábótavant og hafði svo verið um nokkurra ára skeið. Slökkviliðið í Hafnarfirði vísar því á bug að tekið hafi tíu mínútur að komast á staðinn, eins og sjónar- vottur hafði lýst í sjónvarpi. Slökkvistöðin er spölkorn frá tré- smiðjunni og voru bílar lagðir af stað áður en tilkynnt var um eldinn. Slökkviliðið í Reykjavík tók þátt í slökkvistarfinu en beiðni um að- stoð kom frá slökkviliðinu í Hafnar- firði kl. 20.22 en tilkynning um eld- inn barst kl. 20.03. Reykjavíkurliðið var komið á staðinn kl. 20.29 með tvo bíla. Frekar lítið vatn var þó á staðn- um og tafði það eitthvað fyrir slökkvistarfinu. Slökkviliðið fékk aðstoð frá tveimur tankbílum frá tveimur fyrirtækjum en einnig var vatn úr brunahönum á svæðinu notaðir. Mikið af eldfimum efnum Jónas Sigurðsson framkvæmda- stjóri segir að að ekkert slökkvi- kerfi hafi verið í húsinu og það hafi ekki verið stúkað niður að öðru leyti en því að málningarklefi var aðskilinn með brunahólfi frá öðru rými í húsinu. „Eins og gefur að skilja var þarna mikið af eldfimum efnum, eins og er í trésmíðaverkstæðum um allt land, þurrt ryk sem er eins og kveikiþráður ef eldur kviknar. Ég held að flestir sem reka trésmíða- verkstæði ættu að athuga sinn gang vel og vandlega," sagði Jónas. „Húsið er tryggt en það var óvenjumikið af hráefni inni í húsinu einmitt á þessari stundu. Þarna var t.d. hiuti af parketi sem átti að fara á gólf nýja Hæstaréttarhúss- ins,“ sagði Jónas. Hann sagði að tryggingar væru allar í lágmarki og engin rekstrar- stöðvunartrygging. „Þetta eru sem betur fer bara peningar en hvorki mannslíf né slys. Það þýðir ekkert að gráta það. Nú er bara að byrja upg á nýtt aftur,“ sagði Jónas. Átta manns störfuðu hjá Glugga- og hurðasmiðjunni. Fyrirtækið stofnaði faðir Jónasar, Sigurður Bjarnason, árið 1974. „Auðvitað má alltaf gagmýna slökkvistarf. í fyrsta lagi hefðu þurft að vera 10-15 slökkvibílar á staðnum, en ekki 2-4 eins og þarna voru, til þess að eitthvert gagn væri í þessu. Þeir náðu reyndar að veija skrifstofuhlutann nokkum veginn sem var vel af sér vikið en annað fuðraði upp. Það var frekar erfitt að horfa á þetta gerast en það er ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn og byrja upp á nýtt,“ sagði Jónas. Samkvæmt upplýsingum frá eld- varnareftirlitinu í Hafnarfirði var húsið sjálft ekki frágengið eins og kröfur höfðu verið gerðar um með tilliti til eldvarna. Húsið átti að vera meira stúkað niður en gert hafði verið. Eldvarnareftirlitið og Brunamálastofnun ríkisins hafa gert kröfur um endurbætur á klæð- ingu hússins í lofti og veggjum allt frá árinu 1990. Einnig vantaði reyklosunarbúnað á þak hússins. Vímuefnalaus æska fyrir 2000 TAKMARKIÐ er vimuefnalaus æska fyrir árið 2000, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri við skólaslit Vímuvarnaskólans. Skólinn er farskóli, sem fer milli grunnskóla í borginni og miðar að því að efla þekkingu og hæfni starfsfólks í skólunum til að beita sér í barátt- unni gegn vímuefnum. Vímuvarnarskólinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, ríkisins og ijölmargra sam- taka, s.s. Barnaverndarstofu, SÁÁ, Fræðslumið- stöðvar í fíknivörnum, Rauða krossins, Forvarn- ardeildar lögreglunnar, íþrótta- og tómstunda- ráðs, Skólaskrifstofu og unglingadeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkur. I ræðu borgarstjóra kom fram að stefnumótun í vímuefnavörnum væri hafin í borginni. Boltinn væri hjá skólunum, sem þyrftu að móta sína stefnu og leggja niður hvert sé markmið skólans og með hvaða hætti sé best að vinna að slíku marki. Ingibjörg Sólrún sagði að ekki mætti skilja orð hennar svo að lítið væri gert úr því starfi sem unnið hefur verið, það hafi bæði ver- ið gott og árangursríkt. Heildarstefnu vantað „Það sem tilfinnanlega hefur vantað er heild- arstefna og samstarf,“ sagði borgarstjóri. „Bæði samstarf þeirra, sem að sömu málum vinna og samstarf á hverfisgrunni eins og víða þekkist erlendis. Verkefni Vímuvarnanefndar Reykjavík- urborgar eru að hvetja aðra aðila til stefnumót- unar og markviss samstarfs það er íþróttafélög, skáta, kirkju, lögreglu, íbúasamtök og heimilin og að vettvangur skapist til stefnumótunar og samvinnu. Það er mikið verk framundan sem ekki síður er í því fólgið að skapa nýjar ímynd- ir fyrir börn og unglinga og efla jákvæða sjálfs- mynd þeirra. Því þegar upp er staðið er þorri barna og unglinga heilbrigð æska og til fyrir- myndar og yfir því skulum við gleðjast." Borgarstjóri sagðist vonast til að starfsemi Vímuvarnaskólans leiddi til enn frekari uppbygg- inar hjá ungu fólki í Reykjavík og að það mark- mið næðist fyrir aldamót að æskan yrði vímulaus. Trúnaðarbrot biskups Málinu er lokið BOLLI Gústavsson vígslubiskup hef- ur afgreitt mál biskups íslands, sem kirkjumálaráðherra fól honum að fjalla um, en málið varðar meint trúnaðarbrot. Bolli hefur sent kirkju- málaráðherra og stjórn Prestafélags Islands bréf þar sem niðurstaða hans er tilkynnt. Efni bréfsins fæst ekki uppgefið, enda hafði það ekki borist til viðtakenda í gær. Málið varðar upplýsingar sem herra Ólafur Skúlason kom til fjöl- miðla um fund konu með sóknar- prestinum í Langholtskirkju. Siða- nefnd Prestafélagsins komst að þeirri niðurstöðu að um alvarlegt trúnaðarbrot væri að ræða af hálfu biskups og vísaði málinu til stjórnar Prestafélagsins. Stjórnin óskaði eftir viðræðum við biskup tii að ljúka málinu. Biskup óskaði hins vegar eftir að staðgengill yrði settur fyrir sig þar sem málið varðaði hann sjálf- an. Dómsmálaráðherra varð við þeirri ósk og skipaði séra Bolla Gústavsson til að ljúka málinu. Sakamálið enn til skoðunar Ríkissaksóknari hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhald rann- sóknar á ásökunum á hendur bisk- upi íslands. RLR rannsakaði ásakan- irnar og yfirheyrði m.a. fjölmörg vitni. Málinu var síðan vísað til ríkis- saksóknara. Hann á þrjá kosti í stöð- unni, að óska eftir áframhaldandi rannsókn RLR á málinu, að gefa út ákæru eða láta málið niður falla. lílUIM’S KIDS NEWSPIRIT Ótrúlegt úrval af sportlegum ítölskum sumarfatnaði á krakka frá 2ja-14 ára. Frábært úrval á stráka. Mikið úrval af áprentuðum stuttermabolum. BARNASTÍGUR 02-14 Skólavörðustíg 8, sími 552 1461. BROKIEN* Blátt leður og lakk, svart og drapplitað leður Svart og brúnt leður DROKIEII* Stærðir 36-41 Verð kr. 6.950,- Svart m/hvítu Blátt m/hvítu SKÓVERSLUNIN KRINGLUNNI SÍMI 568 9345 SKÓVERSLUNIN &s LAUGAVEGI 61 SÍMI 551 0655 SKÓMUMHLTl REYKJAVÍKURVEGI 50 SÍMI 565 4275 Töfraundirpils og -buxur Viltu sýnast númeri grennri? Aðeins í Tess Opið virka daga neðst við kl. 9-18, Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. Tess v ne®! Sumar í Pelsinum Gallabuxur, bolir, vesti, dragtir, pils. Verðfrá kr. 2.400. A Fallegir „pTCTMIJ ^ sumarlitir. Ær Jji JLaí9 A JM J3I Kirkjuhvoli • sími 552 0160 Vantar þig útskriftargjöf? Hjá okkur fœrðu tösku í framhaldsnámið og ff.ll útskriftarferöalagið. . Sjon er sogu ríkari ‘Drabáóyhf Laugavegi 58, sími 551 3311.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.