Morgunblaðið - 18.05.1996, Page 14

Morgunblaðið - 18.05.1996, Page 14
14 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ný skólpdælustöð í notkun við Torfunefsbryggj u Hætt verður að dæla skólpinu í Pollinn Morgunblaðið/Hólmfríður Fengu 1.700 egg DÆLUSTÖÐ við Glerárgötu, sem er stærsta framkvæmdin við fyrsta áfanga aðalskipulags fráveitu á Akureyri hefur verið tekin í notkun. Fyrsti áfangi áætlunarinnar miðar að því að hætt verði að veita skólpi í Pollinn. Hreinsivirki í Sandgerðisbót Gunnar H. Jóhannesson verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ sagði þegar stöðin var tekin í notkun, að hún mundi í framtíðinni dæla öllu skólpi af miðbæjarsvæðinu að væntanlegu hreinsivirki í Sandgerð- isbót, en til bráðabirgða nær dælu- lögnin aðeins norður fyrir Oddeyr- artanga. Framkvæmdum við fyrsta áfanga lýkur á næsta ári þegar dælustöð í Hafnarstræti verður tengd lagnakerfi dælustöðvarinnar við Glerárgötu. Bygging stöðvarinnar hófst síð- asta haust, en áður hafði verið útbú- in fylling við Torfunefsbryggju en stöðin stendur við hana. Húsið er ein hæð úr timbri, steinsteyptur kjallari og dæluþrær. Kjallaragólfið er um hálfan metra undir meðal- sjávarmáli og botn dæluþróa um tvo og hálfan metra undir meðalsjávar- máli. Dælumar tvær eru llkw hvor og dæla um 36 lítrum á sekundu. Þegar innrennsli er mikið, vegna regns eða leysinga taka aðrar tvær dælur við, 15kw, en þær dæla um 220 lítrum á sekúndu hvor. Undirbúningur hófst 1991 Undirbúningur að gerð aðal- skipulags fráveitu á Akureyri hófst árið 1991 og skýrsla norska ráð- gjafafyrirtækisins A.R. Reinertsen. sem samið var við var lögð fyrir bæjarstjóm um haustið árið eftir, en tillögur um framkvæmdir endan- lega samþykktar þar í apríl 1993. í tillögunum er gert ráð fyrir að öllu skólpi frá Akureyri verði safnað saman í einni útrás þar sem fram fari hreinsun í samrænii við gild- andi mengunarvarnarreglugerð. Síðan yrði hreinsuðu skólpi dælt út á 40m dýpi u.þ.b. 60 metra frá landi. Áætlunin er í fimm liðum en í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að hætt verði að dæla skólpi í Pollinn sunnan Oddeyrartanga. í öðmm áfanga er stefnt að því að engu skólpi verði veitt til sjávar sunnar en við Glerárósa. Þriðji áfangi mið- ar að því að veita engu skólpi til sjávar sunnan Sandgerðisbótar og gerð bráðabirgðaútrás fyrir áætlað hreinsivirki sem síðar verður neyð- arútrás. í fjórði áfanga verður skólpi frá útrásum norðan Sand- gerðisbótar veitt í bráðabirgðaútrás fýrir áætlað hreinsivirki og verður það eina skólpútrásin frá Akureyri. Síðasti áfangi verksins er síðan bygging hreinsivirkis og lögð verður endanleg útrás. Markmiðum frá- veituáætlunarinnar verður þar með náð, þ.e. hreinn sjór við alla strand- lengjuna. Heildarkostnaður við allt verk- efnið er um 900 milljónir króna en um síðustu áramót var búið að vinna fyrir um 110 milljónir króna. Kynning á fráveitumálum Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks og formaður fram- kvæmdanefndar sagðist vera mikill áhugamaður um fráveitur. Hins vegar ætti fólk oft erfitt með að átta sig á hvað um væri að ræða þegar talað væri um fráveitur, því hefði verið ákveðið að gefa út sér- stakan kynningarbækling um frá- veitumál og væri undirbúningur vegna útgáfunnar hafinn. Hann nefndi að umfangsmikil matvæla- framleiðsla væri stunduð á Akur- eyri en þegar rætt væri um Akur- eyri sem matvælabæ horfðu menn gjarnan til þess að fráveitumálin væru í góðu lagi. FÉLAGARNIR Garðar Ólafsson, Gylfi Gunnarsson og Gunnar Ásgrímsson fóru í Eiðisbjarg í Grímsey og fengu þeir um 1.700 bjargegg. Veðrið í Grímsey hefur HLUTAFÉLAGIÐ Upphaf ehf. hefur keypt vélar og tæki til fram- leiðslu á tilbúnum matvælum. Reksturinn verður í Sjafnarlagem- um svokallaða við Hvannavelli, sem Upphaf keypti af Sjöfn fyrir skömmu. Stefnt er að því að fram- leiðslan hefjist fyrri partinn í júlí og að starfsmenn verði 10-15 til að byija með. Að sögn Eyþórs Jósepssonar, eins Upphafsmanna, er hér um ræða fjárfestingu upp á 80-100 milljónir króna. í samstarfi við aðila í Reykjavík Eyþór vildi á þessu stigi ekki fara nánar út hvers kyns fram- leiðslu hér um ræðir. „Þetta er öðruvísi framleiðsla en fyrir er í bænum, við erum bjartsýnir á þennan rekstur,“ segir Eyþór. Til að byija með verður eingöngu framleitt fyrir innanlandsmarkað. verið með eindæmum gott til bjargsigs og stendur nú háanna- tími sigmanna yfir. Þegar frétta- ritari átti leið hjá var Garðar að hverfa fram af bjargbrúninni. Vélar, tæki og tól og hluti þekk- ingarinnar eru keypt frá Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Portúg- al en að sögn Eyþórs verður reksturinn settur upp í samstarfi við aðila í Reykjavík. „Bæjaryfir- völd á Akureyri hafa ekkert komið að þessu máli, enda ekki verið eftir því leitað. Við teljum heppi- legra að við séum að taka áhættu með okkar eigið fjármagn.“ Hlutafélagið Upphaf átti Prent- smiðju POB en seldi fyrirtækið til Ásprents hf. í fyrra. Frá þeim tíma hafa eigendur þess verið að leita að einhvers konar rekstri til kaups. „Það héldu margir að við værum á hausnum þegar við seldum POB en sannleikurinn er sá að við feng- um tilboð í fyrirtækið sem ekki var hægt að hafna. Þessa peninga erum við nú að nota til að setja upp þetta framleiðslufyrirtæki," segir Eyþór. Nýtt matvælafyrirtæki stofnað Fjárfesting upp á 80-100 miiyónir Sjúbídú fyrir 300 milljónir TALIÐ er að rúmlega þijú hund- ruð milljónir Evrópubúa verði fyr- ir framan sjónvarpsskjáinn í kvöld til þess að fylgjast með útsending- um frá Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Ósló eða Euro- Song ’96. Fulltrúi íslands er Anna Mjöll Ólafsdóttir með lagið Sjúbídú og telja starfsmenn nor- skra veðbanka líkurnar á því að íslenska lagið beri sigur úr býtum 28 á móti einum. Löndin sem keppa eru 23 og telja Norðmenn sigurlíkur eigin lags átta á móti einum, sænska lagsins sjö á móti tveimur og lík- urnar á að Bretar vinni fjórar á móti einum. Svíar giska hins vegar á að þeir sjálfir lendi í fyrsta sæti og á eftir komi Epglendingar, Irar og Norðmenn. Norðmenn eru gestgjafar söngvakeppninnar í fjórða sinn og kappkostar norska sjónvarpið við að sníða útsendinguna að smekk þeirra sem geðjast að tón- listarstöðinni MTV. Sviðið er byggt eins og olíuborpallur og kynnar eru Morten Harket, söngv- ari A-ha, og Ingvild Bryn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.