Morgunblaðið - 18.05.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 18.05.1996, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR + Hulda Rósa Guð- mundsdóttir fæddist á ísafirði 12. febrúar 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Siguijóna G. Jónasdóttir frá Sléttu í Sléttuhreppi og Guðmundur Kr. Guðmundsson frá Stakkadal í Aðalvík. Systkini Huldu eru Guðrún Sigríður, f. 1926, Margrét Val- gerður, f. 1928, Marta Bíbí, f. 1932, Jónas Þór, f. 1934, Helga Gunnur, f. 1937, Rannveig, f. 1940, og Gunnbjöm, f. 1944. Hulda giftist 12. febrúar 1950 eftirlifandi manni sínum Hákoni Bjamasyni vélsijóra, f. Undanfarnir dagar hafa verið eins og fegurstu sumardagar, gróðurinn tekur við sér og allt grænkar og blómstrar. Hvert sem litið er blasir vorið við í sinni fegurstu mynd og gefur væntingar um yndi og ljúfa sumardaga. í þessum bjarta ramma undirbúum við systkinin ferð saman heim til ísafjarðar, en þangað höfum við alla tíð sótt með gleði í sinni. En ekki núna. Það er skuggi yfir æskustöðvunum í okkar huga, því systir okkar góð, sú eina okkar sem hefur búið allt sitt líf ísafirði og sem auðveldaði okkur að viðhalda tryggðarböndunum við átthagana, hefur verið kölluð burt. Við erum að fara saman til að kveðja hana og minningamar hrannast upp. • Þegar ég hugsa til baka líða svip- myndir úr lífí Huldu'systur flm huga mér eins og á myndbandi. Sumt eru frásagnir sem fest hafa í huga bams, annað minningar frá uppvaxtará- rum, frá samvemstundum fjöl- skyldna okkar og frá samveru okkar systkinanna sem erum tengd svo miklu sterkari vináttuböndum en fjölskyldutengslin ein skapa. Hulda var sérstök í útliti, dökk á húð og hár með tinnudökk augu. Hún var litla stelpan sem fransar- arnir vildu taka með sér þegar þeir sáu hana á bæjarbryggjunni heima af því svona stúlka gat ekki heyrt til þama upp undir Norðurskauti. Hún var blíðlynda stelpan hennar mömmu sem langaði ekki í burtu og færðist undan sveitardvöl. Hún var fallega stúlkan sem felldi hug til Konna, stráksins sem bjó handan við vegginn og varð lífsfömnautur hennar í hálfa öld. Hún var sú sem sautján ára eignaðist fyrsta barna- bamið í fjölskyldunni, Emu Sigrúnu, sem hélt að hún væri yngsti meðlim- ur í systkinahópnum og meðtekin af okkur krökkunum sem slík. Mynd- brotin sækja á, Hulda að byija að búa og við Helga alltaf inni á gafli, ýmist að passa eða soga í okkur áhrif frá þessari yndislegu systur. Hulda að búa sig upp á, grönn og glæsileg - þó börnum fjölgaði - aðdáun okkar á henni og kjólnum sem hún hafði verið að enda við að sauma þar sem hún hélt af stað við arm Konna. Hulda að leiðbeina litlu systur sinni við undirbúning að fæð- ingu fmmburðarins. Hulda um- kringd barnahópnum sínum sem var henni það dýrmætasta í lífinu. Allar svipmyndimar eru umvafðar vænt- umþykju og ástúð. Allar svo bjartar. Alltaf var hún gefandi af sjálfri sér og aldrei var amast við okkur krökk- unum. Hún kenndi okkur stelpunum mynstrin sem hún var að pijóna, leiðbeindi með að sauma og litla heimilið varð annað heimili okkar yngri systkinanna sem tókum á svo sjálfsagðan hátt þátt í öllum viðburð- um vaxandi fjölskyldu. Það urðu mikil þáttaskil í fjöl- skyldunni og breytingar á högum okkar þegar mamma féll frá í blóma lífsins og þá varð þáttur Huldu enn stærri, því hún var sú sem við leituð- um til í hugarangri og litla heimilið varð óumbreytanleg vin í gjör- breyttri tilveru. Ég minnist hvað það 1928, og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: Erna Sigrún, f. 24.11. 1947, hún á fjóra syni og er í sambúð með Leifi Berg. Hermann AI- freð, f. 3.9. 1950, kvæntur Sigurveigu Gunnarsdóttur og eiga þau þijú börn. Stefán, f. 7.1. 1953, kvæntur Oddnýju Magnúsdóttur, hann á sex börn, Hrafn- hildur Konný, f. 20.2. 1958, gift Heiðari Jóhannessyni, hún á fjögur börn, og Bjarni, f. 25.8. 1961, hann á þijár dætur. Útför Huldu Rósu Guðmunds- dóttur fer fram frá ísafjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. var sjálfsagt og einfalt að fá að búa hjá Huldu og Konna sumarið á eftir og stunda þaðan sumarvinnuna, þó voru börnin orðin þijú og íbúðin tvö lítil herbergi og eldhús. En þannig hefur það verið alla tíð að heimili Huldu og Konna var heimili’okkar allra. Pabbi fór suður að vinna sama haustið og Helga, næstyngsta syst- irin, fór á hússtjórnarskóla, en hún sá um heimilið fyrstu árin eftir lát mömmu. Þá fluttu Hulda og Konni inn á æskuheimilið sitt í orðsins fyllstu merkingu, því hann hafði al- ist upp í norðurendanum og hún í suðurendanum, sem síðar varð að einni íbúð. Þegar þetta gerðist var systir mín aðeins 27 ára gömul, átti þijú börn og von á því fjórða, en hún lét sig ekki muna um að hafa okkur Gunn- björn, yngstu systkinin, í heimili auk þess sem eldri systkinin voru sum hver viðloðandi æskuheimilið sitt. Konni mágur, sem alltaf hefur starf- að tii sjós, var á þessum tíma á tog- ara og fjarvistir oft miklar frá heim- ilinu. Þegar maður elst upp við sjó- mennsku og fjarvistir þykir slíkt ekki tiltakanlegt, en að líta um öxl á svo unga konu með litla krakka, yngri systkinin í skóla og þungu skyldumar sem hún sjálfviljug axl- aði, fínnur maður svo vel að þama eins og ávallt síðar sýndi hún sína sterkustu eðlisþætti; umhyggju, skyldurækni og fómfýsi. Bara þeir sem til þekkja skilja hvað felst í sólarhringsvakt sjómannskonunnar sem verður að treysta á sjálfa sig í öllu sem upp á ber og leyna kvíðan- um þegar veður gerast válynd. Mér fannst þetta skemmtilegur tími. Við vinkonur mínar áttum í Huldu trúnaðarvin og fannst við eiga hlutdeild í spennandi viðburðinum þegar Konný, fjórða barnið, fæddist, en á eftir Ernu fæddust Hermann og Stefán. Seinna átti lítill stubbur, Bjarni, eftir að bætast í hópinn. Eftir trúlofun okkar nutum við Sverrir handleiðslu Huldu og Konna og á þeim tíma var stofnað til vin- áttu milli okkar hjónanna sem ég tel að aldrei hafi fallið skuggi á. Meðan ég bjó hjá þeim fæddist okk- ar frumburður og þá var gott að eiga skjól hjá systur og njóta leið- sagnar inn í nýtt hlutverk. Vináttu- stundir næstu ára eftir stofnun eigin heimilis eru ljúfar í minningunni - við systumar að sauma á litlu dæt- urnar, hún að passa fyrir mig, ég að skjótast í heimsókn eftir vinnu, góðar kvöldstundir - trúnaðarstund- ir. Öll fluttum við systkinin í burtu nema hún. Við komurr. í heimsókn með bömin okkar og bömin áttu alltaf vísan náttstað hjá frænku sinni, vaera þau á ferð, jafnvel til lengri tíma ef svo bar undir. Ísaíjörð- ur var Hulda og Konni, á sama hátt og þau Hulda og Konni vora samof- in æskuminningunum. Á ísafírði búa tvær móðursystur okkar, ína og Fanney, sem eins og amma á sínum tíma hafa átt hauk í horni þar sem Hulda var. Árin hafa liðið og hvert um sig höfum við systkinin eignast okkar stórfjölskyldu sem við gefum okkar tíma. Þá er svo dýrmætt þegar systkini eru líka vinir. Hulda systir elskaði systkini sín og hún var þeim mikill vinur. Ef langt leið á milli þess að hún kæmi suður og hitti systkinin fundum við í henni óþreyju, henni fannst hún fjarlægjast þá sem hún hafði þörf fyrir samvistir við. Þegar hún kom suður varð hún okk- ur tilefni til að búa til systkinasam- vera og við spauguðum stundum með það við hana að hún héldi að við væram meira saman en raunin væri, því við sæktum svo í samvistir við hana þegar hún væri á ferð. Ljúft viðmót systur minnar laðaði að henni fólk. Hún var ákaflega vel liðin af öllum er henni kynntust og hún átti vini í öllum aldurshópum. Á stóra stundunum í lífí hennar kom það oft á óvart hve vinmörg hún var og sá hópur stór sem langaði að gleðja hana og sýna henni vinsemd, því hún hefur aldrei verið mikið út á við þó hún hafí á síðustu áram starfað með Sinavik-konum auk þess að vera í kvenfélaginu Hlíf. Hulda var lengi heimavinnandi, enda verk- efnin margvísleg eins og hér hefur komið fram, en þegar börnin uxu úr grasi fór hún út að vinna. Hún vann um árabil við verslunarstörf og lét aldrei deigan síga þó hún ætti við vissan heilsubrest að stríða. Það áfall sem hún fékk fyrir tveimur áram var henni hinsvegar þungt að bera. Hulda og Konni eignuðust fímm börn. Öll hafa börnin átt barnaláni að fagna og eru afkomendur systur minnar orðnir 29 talsins. Börnin og seinna bamabörnin áttu stærsta sessinn í lífi hennar og hún var sí- fellt með velferð þeirra í huga. Öll eiga þau góðar minningar um mömmu og ömmu sem gaf mikið og hlúði að öllum sem hún tók ábyrgð á. Á kveðjustundinni era orð svo fátækleg. Hulda kom suður í endurhæfingu, staðráðin í að snúa heim styrkari og hressari, en örlög urðu önnur. Við ástvinir hennar sitj- um eftir með sorg í hjarta og van- máttuga reiði sem er fyrirferðarmik- ill félagi sorgarinnar í þetta sinn. Við erum að fara vestur til fundar við hana í síðasta sinn, en nú blikn- ar bernskubærinn þegar elskuleg systir er öll. Jóna, Orri og Jón Einar flytja frænku sinni innilegar þakkir við leiðarlok. Elsku Konni, Ema, Hemmi, Stebbi, Konný og Bjarni, við Sverrir og bömin okkar biðjum ykkur styrks á erfíðri stund og biðjum góðan guð að blessa minningu yndislegrar konu. Rannveig. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjómast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur" á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur" er orðið sem best lýsir þér. (Teri Femandez.) Hún Hulda elskulega systir mín er dáin. Nú er systkinahópurinn úr Aðalstræti 26, sem styrktist og efld- ist þegar móðir okkar féll frá langt um aldur fram, slitinn og sterkasti hlekkurinn horfínn. Keðjan verður aldrei sú sama. Henni Huldu voru margar góðar gjafír gefnar í vöggugjöf, en þær sem vógu þyngst voru hjartahlýjan og manngæskan. Hún gat gefíð endalaust af sjálfri sér án þess að hugsa sig um, það var bara eðli hennar. Hún var þriðja yngst af átta systkinum, sem öllum þótti óskap- lega vænt um hana. Hún var ung að áram þegar hún bast þeim manni, sem síðar varð eiginmaður hennar og lífsförunautur, hann Konni mág- ur. Saman hafa þau þolað sætt og súrt. Hún var aðeins 17 ára þegar elsta barnið fæddist og var þá ennþá hjá foreldram okkar. Þetta var fyrsta barnabamið, sem um leið varð eftir- læti allra. Það má segja að frá þeim tíma voram við eins og ein fjölskylda - eða réttara sagt þá eignuðum við okkur, yngri systkinin, þessa fjöl- skyldu. Það var öragglega ekki alltaf létt fyrir mág minn að hafa okkur inni á gafli, en við litum á hann eins og bróður, og hann tók okkur sem systkinum. Þau stofnuðu síðar sitt eigið heimili, og hin bömin bættust við eitt af öðra. Á þessum árum skipti engu máli fyrir mig, á hvora heimilinu ég var. Þá var mágur minn togarasjómaður og var oft langdvölum að heiman, og ég táningurinn hékk yfir þessari systur minni eins mikið og ég gat og við yngri systumar sváfum hjá henni til skiptis þegar hann var á sjónum. Konni og Hulda fluttu síðan þrem- ur árum eftir að móðir okkar dó í Aðalstræti 26. Þá var faðir okkar fluttur suður. Þau reyndust okkur yngri systkinunum einstaklega vel og þannig varð Aðalstrætið aftur miðpunkturinn og við gátum áfram heimsótt æskuheimilið. Á þessum árum flutti ég til Þingeyrar og stofn- aði mitt eigið heimili. Þegar ég átti fyrsta barnið mitt á Ísafjarðarspítala fór ég auðvitað beint til systur minnar meðan ég var að jafna mig, þar var alltaf nóg pláss þótt þeirra fjölskylda væri stór. Þá vora samgöngur á Vestfjörð- um ekki eins góðar og eru í dag, og veturnir oft langir, en um leið og voraði var ég farin að hlakka mikið til að hitta hana, og voram við alltaf jafn velkomin, þótt fjöl- skyldan stækkaði. Hún systir mín var afskaplega falleg kona, suðræn í útliti og dökk á brún og brá. Hún sóttist ekki eft- ir metorðum, hún var fyrst og fremst eiginkona og móðir. Óll börn löðuð- ust að Huldu og Konna og leið vel í návist þeirra, systkinabörnin fóru ekki varhluta af því og mátu þau mikils. Bamabömin elskuðu ömmu og afa og voru í miklum metum hjá þeim. Sérstaklega reyndust þau son- um Emu vel, sem alltaf gátu leitað til þeirra, eftir að foreldramir skildu, þau sakna öll ömmu. Það sýnir líka best hverja mann- eskju systir mín hafði að geyma að vinir barnanna urðu hennar vinir. Og hefur það komið vel í ljós þessar síðustu vikur hve kær hún var þeim. Það var ekki sjálfsagt þegar hún var ung, að konur ynnu úti, hvað þá sjómannskonan, sem hafði allan veg og vanda af heimilinu þegar maðurinn var í burtu. Hún var ein- staklega flink saumakona og henni var mikið í mun að börnin sín væra vel klædd og töfraði fram falleg föt á sig og bömin. Seinna nutu bama- bömin góðs af og við dáðumst að því þegar hún, fyrir síðustu jól, málaði á koddaver fyrir öll barna- bömin þótt líkaminn hamlaði eðlileg- ar hreyfingar. Hún fór að vinna úti þegar börnin vora uppkomin, mest við verslun- arstörf. Þar naut hún sín vel og var vinsæl bæði af yfírmönnum sem við- skiptamönnum, enda vel kynnt á ísafírði, þar sem hún bjó alla sína tíð. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá henni, hún var á besta aldri þeg- ar uppgötvaðist erfíður sjúkdómur, sem gerði það að verkum að hún þurfti stöðugt að vera í eftirliti eftir það. Þá kom hún oft hingað suður og var aufúsugestur hjá okkur systk- inunum. Fyrir tveimur árum fékk hún heilablóðfall og náði sér aldrei að fullu. En það voru örlögin sem tóku völdin þegar hún í vor kom suður og ætlaði inn á Reykjalund í endur- hæfíngu. Hún batt miklar vonir við þennan tíma og hafði fullan vilja til þess að reyna að ná betri árangri. Hún fór fyrst inn á Vífilsstaði í rann- sókn, en þar var lífsklukkan stöðvuð og ekki aftur snúið. Hún var mikið lasin inni á Reykjalundi. Hún var flutt fársjúk inn á Borg- arspítala 1. apríl sl. Hún sýndi ótrú- lega baráttu við þennan banvæna sýkil en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Fjölskylda hennar hafði ætlað að hittast um páskana, elsta dóttirin kom að utan og hin utan af landi. Konni hafði fengið leigða íbúð hjá Vélstjórafélagi Isaij'arðar og þau ætluðu að njóta þess að vera saman, en sátu í þess stað yfír sjúkrabeði hennar. Það má segja að Konni hafí ekki vikið frá sjúkrabeði hennar og hann og börnin hafa sýnt mikið þrek og dugnað. Elsku Konni minn, börnin og fjöl- skyldur, við Olli vottum ykkur öllum innilega samúð, megi guð gefa ykk- ur styrk í sorginni. Systur mína kveðjum við með söknuði og trega með kæra þakk- læti fyrir allt og allt. Helga Guðmundsdóttir. Elsku amma. Eftir hetjulega baráttu við erfíðan sjúkdóm yfirgafstu þennan heim. Þó að við séum með tár í augum og söknuð í hjarta eram við samt glaðar yfir því að þú hafír loksins fengið hvíld. Að koma til ömmu Huldu og afa Konna var alltaf gott. Þeirra heimili var alltaf opið fýrir okkur barna- börnin, alltaf nóg af dóti og gott að borða. En fýrst og fremst höfðu þau alltaf tíma fyrir okkur, hvort sem við vorum lítil eða stór. Amma var alltaf svo natin við allt sem hún gerði fyrir okkur. Hlut- ir sem hún hafði lagt mikla vinnu í, saumað dúkkuföt, föt á okkur, pijónað og fleira. Þó að amma hafí átt erfitt með hreyfingar síðustu tvö árin eftir að hún veiktist lét hún það ekki á sig fá heldur hélt hún áfram að búa til fallegar gjafír handa okk- ur barnabömunum. Hún málaði á koddaver handa öllum litlu barna- bömunum, einnig hafði hún eignast tvö barnabarnabörn og ekki urðu þau útundan. Elsku amma Hulda, við þökkum þér fyrir allar yndislegu Stundirnar sem við áttum saman og að hafa fengið að kynnast og læra af eins yndislegri manneskju og þér. Við biðjum góðan Guð að geyma þig. Hjartkæra amma, far í friði, fóðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir njóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fýlgi þér. Elsku afí, pabbi, Hemmi, Erna, Konný, Bjarni og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja okkur öll í okkar miklu sorg og varðveita vel minning- una um yndislega ömmu. Hildur Þóra og Hulda Rósa. Hún Hulda amma okkar er látin. Umsvifalaust birtast orðin ástúð, umhyggja og kærleikur í svartnætti hugans og virðast ekki vilja hverfa á braut, en það kemur engum þeim á óvart sem þekkti hana ömmu okk- ar. Hvort sem var í gamla góða Aðal- stræti 26, inni í Stórholti, í Pollagöt- unni eða síðustu misserin á Hlíf era minningarnar allar á einn veg. Hún Hulda amma elskaði alla og aldrei dvínaði sá kærleiksbjarmi sem skein í augum hennar. Aldrei sóttum við illa að - faðmur hennar var ávallt opinn - og hlýju hans söknum við sárt á þessari erfiðu stundu. Hún fékkst ekki um veraldleg gæði held- ur ræktaði það dýrmætasta í okkur öllum; ástúð, umhyggju og kærleika. Ævinlegt þakklæti blandast því sorg okkar. En sorgin víkur fyrir fögnuði, því líkt og hún elskaði og hughreysti okkur, mun faðmur Guðs taká opinn á móti henni og viðhalda kærleiks- loganum þar til við fáum aftur notið hans á öðrum stað. Hún Hulda amma var ekki sterkbyggð kona, en styrkur einstaklinga verður aldrei mældur í líkamsburðum - það sýndi amma okkar með fordæmi sínu allt til hinstu stundar í þessum heimi. Hákoni afa vottum við okkar dýpstu samúð svo og öðrum fjöl- skyldumeðlimum og vinum. Menn lifa og menn deyja en góður orðstír deyr aldrei. Þeir sem bæði elskuðu og voru elskaðir skilja eingöngu eft- ir sig ljúfar minningar. Megi hún Hulda amma hvíla i friði og blessuð sé minning hennar. Unnar, Hákon og Dagný. ( i i c < < < ( (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.