Morgunblaðið - 18.05.1996, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF • FORSETAKJÖR
I DAG
„Hölduin Bessastöðum
utan við tríiðslætin“
Frá Kristni Sigursveinssyni:
SENN líður að kosningu til emb-
ættis forseta. Það er skoðun mín,
að þessi æðsta virðingarstaða
þjóðarinnar verði vandfyllt eftir
setu frú Vigdísar Finnbogadóttur
á Bessastöðum. Nokkrir hafa gef-
ið kost á sér, flestir hið ágætasta
fólk. Hvað ætli það sé þá, sem
ræður vali fólksins? Það er skoðun
mín, að þegar þjóðin velur sér
forseta, vilji hún fremur öllu öðru,
að forsetinn sé vammlaus. Hún
vill geta borið virðingu fyrir for-
seta sínum og vill ekki að á Bessa-
stöðum sitji fólk sem hún þarf
að skammast sín fyrir. A und-
anförnum árum hafa æ oftar bor-
ið á góma slæmir drykkjusiðir og
siðlaus athæfi nokkurra stjórn-
málamanna okkar. Þeir hafa hvað
eftir annað orðið sjálfum sér og
þjóðinni allri til skammar, á opin-
berum vettvangi, vegna drykkjul-
áta og trúðsháttar. Þeir hinir
sömu hafa einnig verið staðnir
að því að misnota af fullkomnu
siðleysi aðstöðu sína og embætti.
Að gefnu tilefni þykir mér rétt
að minna kjósendur á nokkur atr-
iði. Hver man ekki eftir skjaltösk-
unni frægu, sem týndist á fylleríi
í Eistlandi, með trúnaðarskjölum
þjóðarinnar? Eða ráðherrafrúnni
sem var klöguð fyrir kjötsmygl á
Keflavíkurflugvelli? Man einhver
eftir ráðherranum sem keypti allt
ráðherrabrennivínið á kostnaðar-
verði, svo að vinur hans gæti
haldið ódýra veislu? Þjóðin vill
ekki trúða á Bessastaði. Hún vill
fólk sem hún getur treyst til þess
að bera hróður lands og þjóðar
sem víðast. Hún vill fólk, sem ber
menningu Islands og allan hag
fyrir brjósti, en ekki hrokafulla
framagosa í embættaleit. Það er
ekki sjálfgefið, að því kjaftforari
og óprútnari sem menn eru á
opinberum vettvangi, því vinsælli
verði þeir. Það kann að vera að
á stundum eigi slíkir menn við-
hlæjendur, en í embætti forseta
vill íslenska þjóðin ekki sjá þá.
Það sýnir alvarlegan dómgreind-
arskort, þegar slíkir menn bjóða
sig fram til embættis forseta ís-
lands. Til þess er stolt okkar og
dómgreind einfaldlega of mikil.
Við skulum vanda valið í komandi
kosningum. Skoðanakannanir
hafa sýnt svo ekki verður um villst
að við berum virðingu fyrir emb-
ætti forsetans. Við viljum forseta
sem uppfyllir óskir okkar og
væntingar og í senn heldur merkj-
um þjóðarinnar hátt á lofti í
samfélagi þjóðanna og er samein-
ingartákn okkar. Við viljum for-
seta sem nýtur virðingar á erlend-
um vettvangi jafnt og innlendum.
Að sama skapi viljum við ekki
forseta á Bessastaði, sem við get-
um ekki fyllilega treyst til að
koma fram af virðingu fyrir landi
sínu og þjóð og því embætti sem
hann gegnir. Ef við höfum þessi
viðhorf í huga þegar við kjósum
næsta forseta íslands, verður val-
ið auðvelt. Við veljum Ólaf Ragn-
ar Grímsson.
KRISTINN SIGURSVEINSSON,
Hólabraut 3,
Hafnarfirði.
Forsetaframbj óðand-
inn Pétur Kr. Hafstein
Frá Karli Ormssyni:
NÚ GEFST þjóðinni kostur á að
fá að velja sér forseta eftir sext-
án ár. Við höfum verið svo hepp-
in að hafa haft forseta sem þjóð-
in hefur verið stolt af þar sem
frú Vigdís Finnbogadóttir hefur
setið Bessastaði. Nú heyrast
margar raddir um að næsti for-
seti komi úr röðum karla, sem
ekkert er óeðlilegt við. Það fer
þá ekki á milli mála að mínu
mati að kosturinn er Pétur Kr.
Hafstein, þar sem undirritaður
hefur fylgst vel með kynningum
á frambjóðendum auk þess að
þekkja vel til foreldra og fram-
bjóðandans sjálfs. Allir sem tjáð
sig hafa um störf og persónu
Péturs Kr. Hafsteins eru á einu
máli um að þar fari heiðarlegur,
traustur og í alla staði stefnu-
fastur en grandvar og sjálfstæð-
ur embættismaður. Hann er reg-
lusamur í hvívetna, þau störf er
hann hefur unnið af einstakri
ræktarsemi segja meira en mörg
orð. Það eru ekki nema afburða-
menn sem komast svo fljótt til
slíkra starfa sem Pétri hefur ver-
ið treyst fyrir. Þegar við erum
góðu vön er margur sem setur
frambjóðendur sem annað á vog-
arskálarnar. Og ósjálfrátt miðum
við við það sem við höfum haft,
það hefur orðið mörgum að fóta-
kefli. Lítil þjóð sem íslendingar
hefur ekki efni á að hafna slíkum
mannkostamanni sem Pétur Kr.
Hafstein er í slíka ábyrgðarstöðu
sem forsetaembættið er og ætti
hún að sameinast um þann fram-
bjóðanda sem engir hafa haft
nema gott eitt um að segja, hvar
í flokki sem þeir hafa staðið.
KARL ORMSSON
Gautlandi 5,
Reykjavík.
Guðrún Helgadóttir
gefi kost á sér
Frá Þóru Ingimarsdóttur:
ÉG UNDIRRITUÐ skora á Guð-
rúnu Helgadóttur að gefa kost á
sér í embætti forseta íslands.
Tel ég hana réttsýna og sann-
gjarna í almennum málum og
hvorki skortir hana líkamlegt né
andlegt atgervi.
Guðrún er fundvís á hið stóra
í hinu smáa, hún hefur sýnt það
á alþingi sem í borgarstjórn og
öðru því er hún hefur sinnt. Ekki
má gleyma barnauppeldi sem varð
eflaust ein leið hennar að ritun
bamabóka, svo kostulegar sem
þær eru, svo andríkar. Þar sást
að henni tókst að hræra hjörtu
ungra sem aldna. (Ég gaf háaldr-
aðri ömmu minni bókina í afa-
húsi.)
Um Guðrúnu hefur staðið styrr
er hún hefur reynt að rétta kjör
hinna lægst launuðu. Svo víðsýna
konu sem Guðrúnu Helgadóttur
vil ég sjá í æðsta embætti. Kunn-
geri ég ekki embættisfærslur
hennar betur, en um það vitna
störf hennar að hún er staðföst,
trúföst og myndi sóma sér vel.
Og ekki er verra að embættinu
gegni gáfuð kona og réttsýn.
ÞÓRA INGIMARSDÓTTIR,
■ Álftamýri 50,
Reykjavík.
SKÁK
llmsjón Margcir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á
stórmóti í Madrid á Spáni
sem nú stendur yfir. Hvít-
Rússinn Boris Gelfand
(2.700) var með hvítt og
átti leik, en Rússinn Valery
Salov hafði svart.
25. Hd7! - Bxd7 26.
Dxd7 - Db6+ (Hugmynd
hvíts byggist á 26. - He8
27. Hxe7! - Hxe7 28. Dd8+
- He8 29. Bd6+ og mátar)
27. Khl -
He8 (Eða 27.
- Dd8, sem
er einnig
svarað með
28. Hxe7! og
hvítur vinnur
á liðsmunin-
um) 28.
Hxe7!
Hxe7 29.
Bd6 - Dxd6
30. Dxd6 -
h5 31. Rd4 -
Hh6 32. Dc5
- Hf6 33.
Kgl og
Salov gafst
upp. Mótinu
lýkur um helgina, en í
næstu viku hefst annað
stórmót á Spáni. Það fer
fram í Dos Hermanas og
þar teflir Gata Kamsky,
en einvígi hans við Karpov
um heimsmeistaratitil
FIDE hefst 5. júní. Strang-
ir dagar framundan hjá
Kamsky!
ÉG ER orðin leið á að
heyra söguna um að-
gerð- ina þína.
ÞAÐ ER allt í lagi að
standa vörð við þetta
hlið, en það hefði þó
verið skemmtilegra að
standa vörð við svefn-
herbergisdyr prinsess-
unnar.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Sannleikanum
er hver
sárreiðastur
SJÖUNDA maí sl. skrif-
aði Rannveig Tryggva-
dóttir grein í Morgun-
blaðið þar sem hún lýsir
eðli og athöfnum Ólafs
Ragnars Grímssonar og
varar þjóðina við að vista
þann mann að Bessa-
stöðum.
Fjórtánda maí sendir
Sverrir Ólafsson, Kirkju-
vegi llb, Hafnarfirði,
Morgunblaðinu opið bréf
þar sem hann með mik-
illi mælgi lýsir undrun
sinni yfir því að blaðið
skuli birta slíkar greinar
sem áðurnefnda grein
Rannveigar Tryggva-
dóttur.
Svar mitt er „sann-
leikanum er hver sár-
reiðastur“.
Sigsteinn Pálsson,
Hlaðhömrum,
Mosfellsbæ.
Tapað/fundið
Gleraugu
töpuðust
GLERAUGU töpuðust
14. maí í Laugardals-
sundlaug, kvennaklefa.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
552-3756. Margrét.
Silfurkeðja
tapaðist
TAPAST hefur silfur-
keðja með hengi, sem er
líkan af silfurhesti, á leið-
inni frá Hlemmi niður á
Laugaveg 7. maí sl.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 551-6426.
COSPER
Víkverji skrifar...
AÐ er undarlegt hvemig sumir
hlutir virðast hverfa úr al-
mennri notkun, þótt þörfín fyrir þá
hafi lítið minnkað. Nýlega fór Vík-
veiji á stúfana að leita sér að kerta-
skærum, en það er áhald, sem er
notað til að stytta kveik á logandi
kerti ef það er byijað að ósa. Nú er
enn í tízku að kveikja á kertum og
hefur heldur farið í vöxt, ef eitthvað
er, að hafa kertaljós á heimilum.
Engu að síður gekk Víkveiji búð úr
búð, bæði í Kringlunni og á Lauga-
veginum, og spurði um kertaskæri,
en fékk ýmist þau svör að þau hefðu
ekki verið til lengi eða þá að af-
greiðslufólk — einkum af jmgri kyn-
slóðinni — hváði og spurði hvað það
væri eiginlega, sem Víkveiji ætti við.
Loks hugkvæmdist skrifara það
snjallræði að þræða fomsölumar og
viti menn, í Fríðu frænku fundust
vegleg kertaskæri frá gömlum tíma.
En það er Víkveija áfram ráðgáta
hvers vegna þessi gagnlegi hlutur
virðist nánast ófáanlegur í almennum
búsáhaldaverzlunum.
ETTA er ekki í fyrsta sinn, sem
Víkveiji gerir betri kaup á
fornsölu en í verzlunum, sem selja
nýjustu tízkuvöruna. Þannig leiddi
leit að hentugri kommóðu í ljós að
mun vandaðri gripi af þeirri gerð-
inni mátti fá á fornsölum bæjarins
en í venjulegum húsgagnaverzlun-
um - fyrir sama verð. Nýmóðins
kommóður eru gjarnan með léleg-
um skúffum, sem líta vel út að
framan en reynast svo úr spónaplöt-
um, sem er tyllt saman með ein-
hveijum naglatittum. Á fornsölun-
um mátti fá antikkommóður með
geirnegldum skúffum úr gegnheil-
um eðalviði — og fyrir sama verð,
eins og áður segir.
xxx
AÐ breytir því ekki að Vík-
verja finnst verðlagið á antik-
munum of hátt hér á landi saman-
borið við mörg nágrannalöndin.
Víkveiji grunar marga fornsala um
að fylla gáma af húsgögnum t.d.
á dönskum fornsölum og selja svo
landanum á uppsprengdu verði.
En fornsalar verða víst að lifa eins
og aðrir.
xxx
AÐ ER skemmtilegt að raða
saman gömlum húsgögnum
og nýjum, ekki sízt ef menn búa í
eldra húsnæði. Víkveiji tekur eftir
því að margt yngra fólk hefur mik-
inn áhuga á fornmunum og eyðir
löngum stundum á háaloftum og í
kjöllurum hjá ættingjum til þess
að grafa upp hluti til að dusta ryk-
ið af eða gera upp. Víkveija finnst
þetta jákvæð þróun, þótt ekki væri
nema fyrir þær sakir að hún hefur
í för með sér betri nýtingu á verð-
mætum. Þannig virðist hafa dregið
úr þeim hugsunarhætti neyzluþjóð-
félagsins að bezt sé að fleygja því
gamla á svo sem eins og tuttugu
ára fresti og kaupa allt nýtt.