Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 2

Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 2
2 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umdeilt frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur afgreitt frá Alþingi ASI segir málinu ekki lokið af hálfu launafólks Nær hundr- að manns sagt upp á Dýrafirði ísafirði. Morgunblaðið. STJÓRNIR Kaupfélags Dýrfírðinga og Fáfnis hf. á Þingeyri ákváðu á fundi sínum í gær að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækjanna frá og með deginum í gær. Um er að ræða 72 starfsmenn hjá Fáfni hf. og 21 hjá Kaupfélaginu, alls 93 starfsmenn auk sumarfólks. Uppsagnir þeirra sem hafa styst- an starfsaldur tóku gildi samdæg- urs, en samningar annarra starfs- manna hljóða upp á uppsagnarfrest frá einum og upp í þijá mánuði. í frétt frá fyrirtækjunum segir að um langt skeið hafí farið fram athugun á endurskipulagningu dótturfyrirtækis kaupfélagsins, Fáfnis hf., og að stjómendur félag- anna vænti þess að þau mál fari að skýrast á næstunni. „Slík endur- skipulagning getur haft veruleg áhrif á starfsemi Kaupfélags Dýr- fírðinga og því voru einnig upp- sagnir starfsfólks kaupfélagsins taldar nauðsynlegar." Sigurður Kristjánsson, kaupfé- lagsstjóri og framkvæmdastjóri Fáfnis, sagðist í samtali við blaðið ekki geta sagt til um hvort allir þeir starfsmenn, sem sagt var upp störfum í gær, yrðu endurráðnir, en vonir stjómenda væm á þá leið að sem flestir fengju vinnu aftur. Samvinnuviðræður í gangi Fáfnir hf. var eitt þeirra sjávarút- vegsfyrirtækja sem tóku þátt í við- ræðum um hugsanlega sameiningu nokkurra stærstu sjávarútvegsfyr- irtækjanna á ísafírði og Flateyri ekki alls fyrir löngu, og virðist sem viðræður séu komnar í gang að nýju. „Við horfum til endurskipulagn- ingar sjávarútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum, sem fór í gang fyrir eigi alls löngu og ég held að einhver þeirra séu enn að tala saman. Við höfum reiknað með að vera þar með,“ sagði Sig- urður sem var ófáanlegur til að nefna nein nöfn í því sambandi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er hér um að ræða Norðurtanga hf., Rit hf., og Básfell hf., á ísafirði og Kamb hf., á Flateyri. Ekki tekist að greiða orlof Kaupfélag Dýrfirðinga og Fáfnir hf., hafa ekki enn greitt starfsfólki sínu orlofsfé það sem koma átti til greiðslu í byijun mánaðarins. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins er óánægja á meðal starfsfólksins vegna þessa og óskaði það eftir fundi með stjómendum fyrirtækj- anna fyrir stuttu. Sigurður kvaðst vonast til að málið leystist fljótlega. OLÍS opnar á næstunni nýjar sjálf- virkar bensínstöðvar undir nafninu ódýrt bensín, ÓB, þar sem selt verður ódýrt eldsneyti. Fyrsta stöð- in verður opnuð á lóð Fjarðarkaupa í Hafnarfirði í ágúst nk. Stöðvarn- ar verða opnar allan sólarhringinn, þær verða mannlausar, með skyggni yfir, og með sjálfsala sem hægt verður að nota bæði seðla og kort í. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir að á næstunni verði opnaðar fleiri stöðvar á höfuðborg- arsvæðinu. Það verði gert til að mæta kröfum markaðarins um ódýrara bensín og greinilegum áhuga hjá stórum hluta viðskipta- vina á að afgreiða sig sjálfir gegn STJÓRNARFRUMVARP um stéttarfélög og vinnudeilur var af- greitt sem Iög frá Alþingi í gær, en frumvarpið var samþykkt með 31 atkvæði gegn 19 að viðhöfðu nafnakalli. Einn stjórnarþing- manna, Guðmundur Hallvarðsson Sjálfstæðisflokki, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, segir í yfir- lýsingu sem hann sendi frá sér í gær að þótt Alþingi hafí afgreitt málið sé því ekki lokið af hálfu launafólks. Þegar Guðmundur Hallvarðsson gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann að í kjarasamningum síðustu ára hefði verkalýðshreyfingin með Alþýðusamband íslands í broddi fylkingar stuðlað að og átt þátt í þeirri þjóðarsátt sem ríkt hefur á vinnumarkaði. í ljósi þess árangurs sem náðst hefði þess vegna í kjara- AÐSTANDENDUR Galdra-Lofts, nýrrar íslenskrar óperu eftlr Jón Ásgeirsson, hafa á liðnum dögum lagt nótt við dag til að undirbúa frumsýninguna sem verður í Is- lensku óperunni í kvöld kl. 20. Telst það jafnan til tíðinda þegar íslensk ópera er frumflutt en lægra verði. Hann sagði ótímabært að tala um staðsetningu nýju stöðvanna eða hvenær þær yrðu opnaðar. Einar segir að með opnun nýrr- ar Olís-bensínstöðvar við Sæbraut í síðustu viku hafi verið stigið einu skrefinu lengra í þjónustu við við- skiptavininn. Þar er verslun með öllum helstu vörum til heimilisins auk bíla- og ferðavöru. Opnun þeirrar stöðvar segir Einar vera hluta af verslunarvæðingu félags- ins en allar stærri þjónustustöðvar Olís muni bjóða svipað vöruval og Sæbrautarstöðin. „Þannig er Olís fyrst íslenskra olíufélaga til að bjóða viðskiptavin- um sínum upp á þijú þjónustustig samningum verkalýðshreyfingar, vinnuveitenda og ríkisvalds teldi hann þær breytingar sem verið væri að gera á lögum um stéttarfé- lög og vinnudeilur vera algjöra tímaskekkju. Sagði hann óviðun- andi að afgreiða málið í svo mik- illi ósátt við verkalýðshreyfínguna sem raun bæri vitni um og hugsan- lega ijúfa þar með þá sátt sem ríkt hefði á vinnumarkaðinum. Stefnulaus hrærigrautur Kristín Ástgeirsdóttir Kvenna- lista, formaður félagsmálanefndar, sagði að með því að lögfesta frum- varpið væri ríkisstjórnin að efna til ófriðar á vinnumarkaði. „Þessi lög eru stefnulaus hrærigrautur sem mun ekki koma að neinu gagni við að bæta samskipti og vinnubrögð við samningagerð vegna þess að þau eru í óþökk annars aðilans sem Galdra-Loftur er önnur ópera Jóns; sú fyrsta, Þrymskviða, var frumsýnd árið 1974. Var hún jafn- framt fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Fjölmargir aðilar koma að tónlistarviðburði sem þessum og því hefur mikið mætt á Jóni Ásgeirssyni, Garðari Cortes í samræmi við þá þróun sem orðið hefur erlendis, þ.e. fulla þjónustu með verslun og afgreiðslu á bílinn; sjálfsafgreiðslu á lægra verði en á að vinna eftir þeim. Það á að vera hlutverk ríkisvaldsins að stuðla að samvinnu, friði og jafnvægi í samfélaginu. Hér er gengið í þver- öfuga átt. Þessi lög eru slys,“ sagði Kristín. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að um verulega endur- bót á gildandi Iögum væri að ræða. Vinnustaðasamningar fengju stoð í lögum, viðræðuáætlun yrði gerð í tíma, almennir vinnuveitendur og launamenn fengju lögbundinn rétt til að taka þátt í meginákvörðunum og auknar skyldur væru lagðar á ríkissáttasemjara áður en hann legði fram miðlunartillögu. „Ég vænti þess nú þegar frá líð- ur að menn sjái að þetta er þörf og farsæl löggjöf og til hagsbóta bæði fyrir launamenn og atvinnu- lífíð og þar með þjóðfélagið allt,“ sagði félagsmálaráðherra. hljómsveitarstjóra og leikstjóran- um, Halldóri E. Laxness. Hér sést sá fyrstnefndi leggja félögum úr Hljómsveit íslensku óperunnar, Joseph Ognibene og Daða Kol- beinssyni, línurnar. ■ Laglínan er mitt fag/C4 með verslun og annarri hefðbund- inni ókeypis bílaþjónustu; og sjálf- virkar, ódýrar stöðvar með enn iægra verð,“ sagði Einar. Hvers vegna? „Hvers vegna? Það er spumingin sem brennur á fólki eftir að meiri- hlutinn á Alþingi hefur keyrt í gegn breytingar á vinnulöggjöfínni sem skerða réttindi launafólks," segir í yfírlýsingu Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ. Hann svarar sjálfur með annarri spumingu: „Ottast stjómvöld réttmætar kröfur launa- fólks um bætt kjör?“ Grétar segir að með samstöðu hafí verkalýðshreyfíngunni og stuðningsmönnum hennar, innan Alþingis sem utan, tekist að hrinda alvarlegustu atlögunum sem fólust í upphaflegu frumvarpi. Eigi að síð- ur sé niðurstaðan fjarri því að vera ásættanleg. „Þótt Alþingi hafi nú lögfest leifamar af fmmvarpi ríkis- stjórnarinnar er málinu ekki lokið af hálfu launafólks." Játuðu sök í árásarmáli TVEIR karlmenn og ein kona, sem handtekin vom um síðustu helgi, hafa viðurkennt árás á mann á sextugs- aldri á heimili hans í austurborginni. Eins og skýrt var frá í Morgunblað- inu kom maðurinn heim til sín ásamt konunni aðfaranótt sl. sunnudags. Skömmu síðar komu tveir menn að húsinu, kunningjar konunnar, og hleypti húsráðandi þeim inn. í átök- um, sem á eftir fylgdu, fékk húsráð- andi skurð á kjálkabarð, niður á háls og höku og blæddi mjög úr sáram hans. Konan og annar maðurinn vom handtekin á sunnudaginn og hinn maðurinn á mánudag. Öll vora þau úrskurðuð í gæsluvarðhald til 5. júní. Þau hafa nú öll viðurkennt sök sína í málinu, en eru enn í haldi. ♦ ♦ ♦----- Helgi einn efstur HELGI Ólafsson stórmeistari er nú einn efstur í landsliðsflokki á Skák- þingi íslands, með 7 vinninga eftir níu umferðir. Næsta umferð verður tefld á sunnudag. Úrslit í 9. umferð í gærkvöldi urðu þessi: Þröstur Þórhallsson vann Bene- dikt Jónasson, Jón Garðar Viðarsson vann Jón Viktor Gunnarsson og Jó- hann Hjartarson vann Sævar Bjama- son. Allar skákirnar unnust á svart. Jafntefli gerðu Helgi Áss Grétarsson og Helgi Ólafsson, Magnús Öm Úlf- arsson og Torfi Leósson og Margeir Pétursson og Hannes Hlífar Stefáns- son. ■ Helgi með/47 -----♦-♦-♦--- Lést af slysförum PILTURINN, sem lést í hörðum árekstri á Reykja- nesbraut á fimmtudag, hét Sigurjón Stein- grímsson, til heimilis á Hilmis- götu 7 í Vest- mannaeyjum. Siguqón var fæddur hinn 18. nóv- ember árið 1978 og var því á 18 án. Hann var nemi í Pjölbrautaskóla Vestmannaeyja. Olís opnar sjálfs- afgreiðslustöðvar Morgunblaðið/Þorkoll SIGURBERGUR Sveinsson, eigandi Fjarðarkaupa, (t.v.) og Ein- ar Benediktsson, forstjóri OIís, með merki^ nýju stöðvanna á milli sín. Þær munu starfa undir heitinu ÓB, ódýrt bensín. Morgunblaðið/Sverrir Galdra-Loftur gengur aftur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.