Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KAUPMANNASAMTÖK íslands stóðu ný- lega fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni „Langur afreiðslutími í verslunum, til hvers- fyrir hverja". Mörg framsöguerindi voru flutt á fundinum og voru langflestir á þeirri skoðun að krafa um lengri afgreiðslutíma verslana væri sett fram af neytendum sem vilja hafa verslanir opnar þegar þeir þurfa á því að halda. Einnig kom fram sú skoðun að verðlag í verslunum með lengri af- greiðslutíma sé hærra og kaupmenn verið ásakaðir um að álag á verslunarfólk jaðri oft á tíðum við þrældóm. Benedikt Kristjánsson, formaður Kaup- mannasamtakanna, setti fundinn og rakti þessar ásakanir á hendur kaupmönnum. Hann taldi þær nokkuð orðum auknar en fagnaði eigi að síður að um þetta væri rætt og minnti á að fundurinn væri einung- is vettvangur málefnalegrar umræðu en ekki væri stefnt að sérstökum reglum eða lögum þar að lútandi. Á fundinum spunnust nokkrar umræður um þær reglur sem giltu um afgreiðslutíma verslana fyrir árið 1991 þegar núverandi reglur gengu í gildi. Jón Júlíusson, kaup- maður í Nóatúni, sagði að grundvallarbreyt- ingin varðandi þessi mál væri sú að verka- lýðsfélögin væru nú betur í stakk búin til að standa vörð um hagmuni umbjóðenda sinna. Hagmunir neytenda hefðu og breyst og fólk verslaði í síauknum mæli utan venju- legs verslunartíma. Einnig hefði orðið veru- leg breyting á verslunarháttum í þéttbýli með tilkomu stórmarkaða. Ósanngjarnt gagnvart dagvinnufólki Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Hagkaups, sagði að í fæstum tilvikum væri langur afgreiðslutími vinnuþrælkun, heldur krefðist hann mikillar skipulagningar sem flestir kaupmenn færu eftir. Hinsvegar gæti langur afgreiðslutími haft í för með sér óréttlæti gagnvart fólki sem vinnur venjulegan dagvinnutíma og oft væri þar NEYTENDUR Langur afgreiðslutími í verslunum Opið eftir kröfum neytenda um að ræða elsta og besta starfsfólkið. Afleysingafólk sem ynni á kvöldin og um helgar væri hinsvegar með helmingi skemmri vinnutíma að fá sama kaup og dagvinnufólk og fastafólk. Óskar taldi aðtil að bæta úr þessu þyrfti að lækka yfirvinnu- kaup og hækka dagvinnukaup. Afskipti sveitarstjórna í lágmarki Óskar áréttaði þá skoðun Hag- kaups að af- greiðslutími ætti að véra- gefinn frjáls. Hann sagði að kaupmenn ættu fyrst og fremst að byggja á þörfum viðskipta- vina. Undir þetta tók einnig Jón Magnús- son, varaformaður Neytendasamtakanna, og sagði að afgreiðslutíma verslana ætti að miða fýrst og fremst við þarfir seljanda og þarfir neytenda á þeim tíma sem honum hentar. Hann bætti við að allstar þar sem afgreiðslutími væri frjáls hefðu ekki orðið neinar deilur nema um vinnulöggjöf og tryggja þyrfti hagsmuni þeirra sem starfa í þessum geira. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambands íslenskara sveitarfélaga, sagði að afgreiðslutími verslana væri mun lengri en samþykktir borgarinnar frá árinu 1987 kvæðu á um og önnur sveitarfé- lög hefðu haft að leiðarljósi. Fram að því hefði verið talið eðlilegt að löggjafarvaldið og sveitarfélögin kæmu að þessu máli með einum eða öðrum hætti. Vilhjálmur sagði þetta viðhorf hafa verið lífseigt og þar af leiðandi hafi átt sér stað misræmi milli einstakra sveitarfélag í þess- um málum. Það hefi verið þess valdandi að afskipti sveitarfélaga af afgreiðslutíma verslana minnkuðu og orðið til að rýmka hann miðað við það sem hann hafði verið um áratuga skeið. Hann taldi að mikil meirihluti sveitastjórnarmanna væri fylgj- andi því að afgreiðslutími smávöruverslana væri gefin frjáls, núverandi staða mála væri að mörgu leiti ásættanleg fyrir alla aðila málsins og breytinga ekki þörf. „Sam- þykktir sveitarfélaga um afgreiðslutíma verslanna fela í sér sameiginlega hagsmuni viðskiptamanna, verslunarmanna, kaup- manna og sveitarfélaga. Afskipti sveitar- stjórna eiga að vera í lámarki en verslunar- eigendur og verslunarfólk eiga að semja um frekari útfærslu málsins innan þeirra marka sem lög og samþykktir segja til um,“ sagði Vilhjálmur. Brot á kjarasamningum Ingibjörg R. Guðmundssóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, sagði í framsögu sinni að ákvæði í kjara- samningum varðandi frí verslunarmanna væru margbrotin, einkum vegna þess að fólk vildi auka tekjur sínar en einnig af ótta við uppsögn. Þá benti Ingibjörg á að ekki sé meira verslað í búðum þó lengur sé opið og því hljóti að fylgja aukinn kostn- aðum sem neytendur verði að greiða. Einn- ig væri það öruggt að langur afgreiðslutími héldi niðri dagvinnulaunum afgreiðslufólks. Ingibjörg sagði þann afgreiðslutíma sem að nú væri í verslunum hafa mjög mikil áhrif á fjölskyldulíf afgreiðslufólks. Mörg fyrtæki væru enn með ófullnægjandi vinnu- fyrirkomulag og sama fólkið ynni meira og minna allan afgreiðslutíma þessara fyrir- tækja. „Það hefur vantað mikið upp á að hér sé rekin fjölskyldustefna sem tryggir að foreldrar hafi nægan tíma aflögu til að ala upp börn og sinna einkalífi," sagði Ingi- björg. Ingibjörg tók fram að hún þekkti engin trúarbrögð þar sem að ekki væri lögð áhersla á að fjölskylda hefði einn dag á viku fyrir sig. Sr. Vigfús Þ. Árnason, sókan- arprestur í Grafarvogi, fullyrti þetta og lagði á það ríka áherslu að kaupmenn héldu í siðvenjur og hefðir. Hann sagði nauðsyn- legt að fólk hefði einn dag á viku fyrir sig og fjölskyldu sína og benti á að meira að segja skaparinn sjálfur hefði þurft einn frí dag í viku. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÓSKAR, Árni Þór og Ingvar við grillið. 140 gerðir af kaffivél- um fáanlegar hérlendis ÞAÐ vefst líklega fyrir mörgum hvaða kaffivél á að kaupa því sam- kvæmt markaðskönnun sem gerð var á vegum Neytendablaðsins nýlega eru um 140 mismunandi gerðir af sjálfvirkum kaffikönnum til sölu hér á landi. Um er að ræða 112 hefðbundn- ar kaffivélar og 26 vélar til að búa til expressó og cappuccino. í nýútkomnu blaði Neytenda- samtakanna er viðamikil umfjöllun um kaffivélar og þar kemur fram bæði verð á vélunum, hversu mik- ið magn þær taka, hvort vatnið er hitað áður en það rennur, hvort þær eru með dropaloka, rofa fyrir skammta og hvort þær slökkva á sér. í blaðinu er einnig ítarleg úttekt á landbúnaði bæði hér á landi og í Evrópusambandinu, fjallað er um tilboð fyrir þá sem hyggjast ger- ast áskrifendur að Internetinu.og um hvernig spara má hitunar- kostnað. Þá er meðal annars grein um þau verðmæti sem búa má til úr rusli, því velt fyrir sér hvort íslenskir neytendur þurfi umboðs- mann og umfjöllun um húsnæðis- mál. Heitt í kolunum ÓSKAR Finnsson, Ingvar Sigurðs- son og Ámi Þór Arnórsson, mat- reiðslumenn á Argentínu Steik- húsi, eru með þætti á Bylgjunni á laugardögum þar sem þeir fjalla um grillmat og meðlæti. Birtar eru hér á neytendasíðu á laugardögum þær uppskriftir sem fjallað ér um í þáttunum. Almennt um marineringu „Til eru margar tegundir af marineringum og eru ýmsir sem eiga eigin uppskrift", segir Ámi. — En tii hvers er marinerað? „Fyrst og fremst til að gefa hráefninu bragð. Flestar mariner- ingar innihalda einhveija sým sem hjálpar til við að gera kjötið meyrt. Við grillun á marinemðu kjöti þarf að muna að hreinsa hana vel af áður en grillað er, vegna þess að flestar marineringar innihalda einhveija fitu, en öll aukafita er óæskileg. Aukafitan lekur í steik- ingunni niður í glóandi kolin þar sem kviknar í henni og þá er stutt í að grillsteikin brenni. Gott er að smyija marineringu, BBQ-sósu eða sinnepi á kjötið rétt undir lokin á grillunni, Köld mangósósa 1 krukka mango chutney (ca. 340 g) ________250 g mgjones___________ ____________2 tsk. karrí________ ________1 tsk. engiferduft______ ________3 msk. púðursykur_______ ____________'h tsk. salt________ Nýmulinn svgrtur pipgr Aðferð: Öllu er blandað saman, hrært vel og látið samlagast í ca. 6 tíma. Gott með svínakjöti og fiski. Paprlkukryddolía _________2 V; dl sojaolíq__________ _________3 'Adl ólífuolíq__________ 2 msk. þurrkaður chili pipar (Mc _________Cormick)__________________ _________1 msk. pqprikuduft________ _________2 lárvióarlaut mulin______ _________1 tsk. soxaður engifer____ _________2 tsk. sinnepsduft________ 2 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir Öllu blandað saman og látið samlagast í 3 daga í flösku. Geym- ist í kæli í 2 mánuði. Þessi olía er góð til penslunar á grillsteik. Sparnaður á rafmagni Stutt þvottakerfi og lægra hitastig VENJULEGAR uppþvottavélar nota um 2 kwh i hvern uppþvott. Sé þveg- ið einu sinni á dag allan ársins hring er ársnotkunin 730 kWh og kostnað- urinn því á sjötta þúsund krónur á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur borgar sig að fylla uppþvottavélina þegar á að þvo því hún notar jafnmikla orku hvort sem mikið eða lítið er.jivegið í einu. Notið sparnaðarhnaþp eins oft og kostur er. Þá borgar sig ekki að þvo í uppþvottavélinni potta og önnur áhöld sem taka mikið rými. Til að spara rafmagn er mælt mað að þvegið sé sem fyrst upp eftir máltíðir svo matarleifar nái ekki að þorna. Þá nægir nefnilega stutt þvottakerfi og lægra hitastig en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.