Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D ttraumMiifeife STOFNAÐ 1913 121.TBL.84.ARG. LAUGARDAGUR 1. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter JOAO Havelange, forseti FIFA. HM í Japan og S-Kóreu árið 2002 ZUrich. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað í gær að fyrsta heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu á næstu öld yrði haldin í Japan og Suður-Kóreu. Þetta verður í fyrsta sinn sem keppn- in fer fram í Asíu og jafnframt í fyrsta sinn sem tvö lönd deila henni með sér. Ákvörðunin kom mjög á óvart og er áfall fyrir forseta sambandsins, Joao Havelange, sem hafði lagst gegn því að heimsmeistarakeppnin árið 2002 færi fram í báðum lönd- unum. Japanir og Suður-Kóreu- menn höfðu barist um keppn- ina af miklum móð og eytt milljörðum króna til að tryggja sér hana. Netanyahu sigurvegari leiðtogakjörsins í Israel Kveðst stefna að varanlegum friði Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins, vann nauman sig- ur á Shimon Peres í forsætisráð- herrakjörinu í ísrael, samkvæmt lokatölum sem birtar voru í gær. Netanyahu hringdi í Hosni Mubar- ak, forseta Egyptalands og mikilvægan milligöngu- mann í friðarviðræðum ísraela og araba, og kvaðst staðráðinn í að beita sér fyrir varanlegum friði í Mið- austurlöndum. Netanyahu er 46 ára og verður yngsti forsaetisráð- herrann í sögu ísraels. Hann fór í gær að Grát- múrnum í Jerúsalem til að þakka fyrir sigurinn skömmu eftir að kjörstjórn- in tilkynnti að hann hefði náð kjöri með aðeins 0,9 prósentustiga mun. Hann ávarpaði ekki stuðnings- menn, sem þyrptust að hon- um og hrópuðu gælunafn hans, „Bibi". Netanyahu fékk 50,4% atkvæðanna og Shimon Peres um 49,5%. Peres ósk- aði sigurvegaranum til hamingju og hét því að berj- ast áfram fyrir friði í Mið- austurlöndum. Úrslitin valda mörgum aröbum áhyggjum og þeir efast um að Netanyahu ljúki því friðarferli sem Peres hóf ásamt Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var myrtur í nóvember. Yasser Arafat, leiðtogi sjálfstjómarsvæða Palestínumanna, vildi ekki tjá sig um úrslitin en einn af æðstu ráð- gjöfum hans sagði að Palestínu- menn hefðu samið við Israelsríki BENJAMIN Netanyahu við Grát- múrinn í Jerúsalem í gær. en ekki Verkamannaflokkinn og nýrri stjórn bæri því að virða frið- arsamningana. Úrslitin eru einnig áfall fyrir Bandaríkjastjórn, sem hefur byggt stefnu sína í málefnum Miðaustur- landa að miklu leyti á Verka- mannaflokknum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti óskaði Netanya- hu til hamingju með sigurinn og hét því að halda áfram samvinnu við ísraela til að tryggja varanlegan frið í Miðaustur- löndum. Warren Christop- her, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og kvaðst vonast eft- ir „góðu samstarfi" við Net- anyahu. Arabar mættu ekki „dæma hann fyrirfram". Meirihlul asl jórn líkleg Likud-flokkurinn fékk 32 sæti í þingkosningunum, en var með 40. Verkamanna- flokkurinn fékk 34 þingsæti og tapaði tíu. Netanyahu fær nú 45 daga til að mynda stjórn og tryggja henni stuðning a.m.k. 61 þingmanns. Stjórnmálaskýrendur telja að auðvelt verði fyrir hann að mynda meirihlutastjórn með stuðningi tveggja Reuter flokka heittrúaðra gyðinga, flokks rússneskra innflytj- enda og hreyfingar fyrrver- andi stuðningsmanna Verkamannaflokksins sem er and- víg því að ísraelar gefi Gólan-hæð- irnar eftir. ¦ Netanyahu óskrifað blað/22 Reuter Klaus spáð sigri Prag. Reuter. TVEGGJA daga þingkosningar hóf- ust í Tékklandi í gær og er búist við að fjögurra flokka hægristjórn Vaclavs Klaus forsætisráðherra haldi velli, svo fremi sem minnsti stjórnarflokkurinn, Lýðræðislega borgarabandalagið, nær 5% markinu sem nauðsynlegt er til að koma manni inn á þing. Vaclav Havel, forseti Tékklands, hefur ekki verið talinn á meðal stuðningsmanna Klaus en lýsti yfir stuðningi við stjórn hans daginn áður en kosningarnar hófust. Bar Havel lof á samsteypustjórnina og sagði hana hafa staðið sig með prýði á kjörtímabilmu sem er að ljúka. Havel sagði að stjórnin hefði lagt mikið af mörkum til að styrkja stöðu landsins á alþjóðavettvangi og aukið tengsl þess við ýmsar evrópskar stofnanir. Forsetinn hafði áður verið óragur við að gagnrýna stjórnina og varað við afleiðingum markaðs- umþóta fyrir tékkneskan almenning. Á myndinni að ofan ritar Klaus nafn sitt á hendur barna við skóla, sem var á meðal kjörstaðanna. Jeltsín kynnir stefnuskrá sína fyrir kosningarnar Lofar bættum kjörum og auknum hagvexti Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kynnti í gær stefnuskrá sína fyrir kosningarnar 16. júní, lofaði að halda verðbólgunni í skefjum og stuðla að auknum hagvexti. Stefnuskráin er 127 blaðsíður og Jeltsín lofar þar að koma verð- bólgunni niður í 5% á ári fyrir alda- mót og að hagvöxturinn verði ekki minni en 4% á ári á næsta kjör- tímabili. Forsetinn viðurkenndi þegar hann kynnti stefnuskrána að sér hefðu orðið á mistök frá því hann hóf efnahagsumbæturnar árið 1992. Taka hefði þurft harðar á spillingu og skattsvikum og yfir- völd hefðu gert fáum útvöldum kleift að auðgast með því að mis- nota fjármuni ríkisins. „Ég ber ábyrgð á mörgum þessara mis- taka. En ég veit hvernig bæta má úr þeim - og hef þegar hafið það starf," sagði Jeltsín. Forsetinn kvaðst ætla að styrkja rússnesk fyrirtæki, einkum á sviði hátækniiðnaðar. Hann sagði að til greina kæmi að setja innflutnings- kvóta til að vernda rússnesk fyrir- tæki og takmarka útflutning á vörum, sem mikil þörf væri fyrir á heimamarkaði. Stef nt að hallalausum fjárlögum Jeltsín sagði að gætt yrði að- halds í peningamálum, dreg^ð yrði úr fjárlagahallanum á næsta ári og stefnt að hallalausum fjárlög- um árið 2000. Lokið yrði við einka- væðinguna og stuðlað að því að bújarðir kæmust í einkaeigu. „Yrði þessari stefnuskrá fram- fylgt yrði það frábært," sagði Tom Reed, deildarstjóri í verðbréfa- fyrirtækinu Alliance Menatep í Moskvu. „Þarna er lýst ýmsum markmiðum en engum aðgerðum. Ekki er sett fram áætlun um hvernig fylgja eigi markmiðunum eftir." Herferð gegn ofbeldi Jeltsín lofaði ennfremur að skera upp herör gegn ofbeldis- glæpum með því að efla lögregl- una. Gerðar yrðu ráðstafanir til að ellilífeyrir hækkaði í samræmi við framfærslukostnaðinn og lána- kerfið yrði bætt til að auðvelda fólki að kaupa eigið húsnæði. Hann lofaði að beita sér fyrir hærri launum en bætti við að þörf væri á meiri aga á vinnustöðum. Reuter Vopnahlé í hættu VIÐRÆÐUM um f ramkvæmd vopnahléssamnings Rússa og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna var frestað um óákveðinn tíma í gær og fregnir hermdu að bardagar hef ðu blossað upp í Tsjetsjngu skömmu áður en vopnahléið átti að taka gildi klukkan átta í gærkvöldi. Viðræðurnar áttu að fara fram í Dagestan í dag og frest- unin vakti efasemdir um að vopnahléssamningurinn héldi. Rússneskar hersveitir skutu sprengjum á bæinn Shali, nálægt Grosní, og tsjetsjenskir skæru- liðar svöruðu í sömu mynt. Yfir- maður rússnesku hersveitanna jók spennuna frekar með því að hóta áhlaupi á bæinn í dag gæf- ust skæruliðarnir ekki upp. Á myndinni er rússneskur hermaður borinn í brynvagn eftir að haf a særst af völdum jarðsprengju í tsjetsjenska þorpinu Bamut.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.