Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 19 Flugfélög í V-Evrópu með fyrsta hagnað frá 1989 Briissel. Reuter. FLUGFÉLÖG í Vestur-Evrópu skil- uðu til samans hagnaði í fyrsta skipti síðan 1989 í fyrra, en aflcoman var mjög misjöfn eftir félögum. Evrópusamband flugfélaga (AEA) segir í tilkynningu að uppsafnað tap á þessu tímabili hafí numið 7,5 millj- örðum dollara, eða sem samsvarar um 500 milljörðum króna, og nettó- hagnaður upp á einn miljarð dollara bendi varla til hestaheilsu. í tilkynningunni segir að sam- bandið skiptist æ meir í tvær fylking- ar: þau félög sem hafí náð sér á strik eftir niðursveiflu og þau sem séu enn á batavegi. Tölur sýna að bætt afkoma stafar af lægri vöxtum og sparnaði til að draga úr kostnaði. Sætanýting var 69,8%, sem er met, en á móti kom minni nýting vörurýmis. Flugumferð á leiðum AEA yfir Atlantshaf jókst um 8,6% 1995. Á leiðum innan Evrópu jókst flugumferð um 6,2 og komu ferðir Ermarsundsjámbrautarinnar í veg fyrir meiri aukningu. Starfsmönnum aðildarfélaga AEA fjölgaði í fyrsta skipti í fímm ár árið 1995, um 9.000 frá 1994 í 311.000 alls. Flugvélakaup aukast Flugfélögin pöntuðu 164 nýjar flugvélar 1995, fleiri en þau höfðu pantað á 4 árum þar á undan. Þeg- ar framkvæmdastjóri AEA, Karl Heinz Neumeister, var spúrður hvernig greinin gæti brotizt út úr vítahring þenslu og samdráttar hvíslaði hann: „Með því að panta færri flugvélar". Nytt fra Qlgin Hentar vel undir dragtina eda kjdlinn Stærðir: 34,36 og 38. Litir: Svart eða beinhvítt. Kynningarverð kr. 2.995 Laugavegi 4, sími 55 I 4473 Annað verðstríð á Ermarsundi Calais. Reuter. NÝTT verðstríð er hafið milli fyrir- tækisins Eurotunnel, sem rekur Ermarsundsgöngin, og fyrirtækja, sem halda uppi feijusiglingum um Ermarsund, og hafa báðir aðilar boðið farmiða með afslætti og ódýr- an tollfijálsan vaming. Eurotunnel reynir að auka hlut- deild sína á markaði bíla- og far- þegaflutninga milli Englands og Frakklands, en tveir helztu keppi- nautarnir, P&O Ferries og Stena Line, sem er í eigu Svía, segja Euro- tunnel aðeins reyna að svara mark- aðsátaki þeirra. Með tilboðum um allt að 50% af- slátt á sumum fargjöldum Eurotunn- el í sumar á að auka markaðshlut- deild í umferð um Ermarsund úr 40%. Forstöðumenn fyrirtækisins sögðu að áfram hefði miðað í viðræð- um við lánardrottna um endurskipu- lagningu. Franski stjórnarformaður- inn, Patrick Ponsolle, vonast eftir samkomulagi í lok júní, en sá brezki, Alastair Morton, telur samkomulag mögulegt fyrir árslok. Fyrirtækið er með 8 milljarða punda skuldabagga og kannar nýjar leiðir til að nota göngin, til dæmis til að flytja vatn milli Frakklands og Englands og til fjarskipta. ------------♦ ♦ » France Telecom breytt íhlutafélag París. Reuter. FRANSKA ríkisstjórnin hefur sam- þykkt frumvarp um að breyta ríkisfjarskiptafyrirtækinu France Telecom í hlutafélag og sala 49% hlutabréfa í eigu ríkisins fer fram á fyrri árshelmingi 1997. France Telecom verður hlutafélag frá 1. janúar 1997, en ríkið heldur 51% eignarhlut og 10% verða lögð til hliðar handa starfsfólki. Stjórnin heitir því að greiða starfsfólki eftir- laun og núverandi starfsmenn halda stöðu opinberra starfsmanna. Deutsche Telekom í Þýzkalandi verður selt í árslok 1996 og STET á Ítalíu 1997. -------» ♦ ♦----- Hagnaður ískugga „misræmis“ Frankfurt. Rcutcr. DEUTSCHE Bank AG, stærsti banki Þýzkalands, hermir að nettó- hagnaður hans hafi aukizt um 32% á fyrstu íjórum mánuðum þessa árs, en bætt afkoma bankans hverfur í skugga fjárhagserfíðleika eins þeirra fyrirtækja sem bankinn á hlut í, Klöckner-Humboldt-Deutz AG. Verkfræðifyrirtækið KHD, sem Deutsche á 47,7% í, segir að fyrir- tækið í heild sé í hættu vegna „mis- rærnis" í verksmiðjubyggingardeild inni Humboldt-Wedag AG. PETÚM (Tóbak Mjög harðgerð síblómstrandi sumarblom á stjúpuverði. 10 smá- blómstrandi Petúníur Milliflora (ísl. þýð. hundrað blóma) 10 stk. í bakka á aðeins 390. Nýjung
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.