Morgunblaðið - 01.06.1996, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Annarri umræðu um fjármagnstekjuskatt lokið
3 milljóna þak á söluhagnað
einstaklinga af hlutabréfum
ANNARRI umræðu fjármag-ns-
tekjuskatt lauk á Alþingi í gær, en
stjórnvöld áforma að lögfesta 10%
skatt á vaxtatekjur, arð, söluhagnað
og leigutekjur áður en þingi lýkur
í vor.
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis afgreiddi stjómarfrumvörp
um málið en frumvörp, sem formenn
stjómarandstöðuflokkanna fluttu
og gera ráð fyrir annarri útfærslu
fjármagnstekjuskatts en stjómar-
fmmvörpin, voru ekki afgreidd.
Stjórnarmeirihlutinn í efnahags-
og viðskiptanefnd leggur til ýmsar
breytingar á stjórnarfrumvörpunum
en þær eru margar tæknilegs eðlis.
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokk-
anna standa hins vegar sameigin-
lega að tillögu um að frumvarpinu
um fjármagnstekjuskatt verði vísað
til ríkisstjórnarinnar og lagt fram í
endurskoðuðu formi næsta haust.
Um sé að ræða gallað frumvarp sem
muni hafa alvarlegar afleiðingar og
nær ógerningur verði að vinna eftir
því.
3 milljóna þak
Meðal tillagna stjórnarmeirihlut-
ans er að setja 3 milljóna króna þak
á söluhagnað einstaklinga af hluta-
bréfum, og 6 milljóna þak á sölu-
hagnað hjóna, sem skattlagður er
með 10% hlutfalli en það sem um-
fram er verði skattlagt með almennu
skatthlutfalli, 42-47%. Jafnframt
verði heimilt að fresta skattlagningu
söluhagnaðar umfram 3 milljónir
um 2 ár ef viðkomandi hefur keypt
nýtt hlutafé á þeim tíma.
Einnig er lagt til að þegar fyrir-
tæki greiðir út arð megi það draga
frá allt að 7% af nafnverði hluta-
fjár, en í frumvarpinu er miðað við
10%.
Þá er lagt til að þeir aðilar, sem
ekki eru skattskyldir, verði undan-
þegnir fjármagnstekjuskatti af
leigutekjum og hagnaði vegna
eignasölu. Er þarna um að ræða
sveitarfélög, líknarfélög, íþróttafé-
lög, stéttar- og starfsmannafélög.
Einnig eru lagðar til ýmsar smærri
breytingar á frumvarpinu, svo sem
að fjármagnstekjur komi inn við
tekjuviðmiðun vegna bamabóta-
auka.
Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar,
sagði að nefndin hefði fjallað um
málið á allmörgum fundum og
breytingartillögurnar væru viða-
miklar. Hins vegar væri um að ræða
eitt af umdeildari málum þingsins
og ljóst að alþingismenn væru ekki
sammála um það.
Hlutafjáreigendum hyglað
Ágúst Einarsson, varaformaður
nefndarinnar, gagnrýndi mjög þá
stefnu sem kæmi fram. Hann sagði
að frumvarpið snerist í raun um það
að taka annars vegar upp 10% skatt
á vexti, sem væri betrumbót frá
núverandi ástandi, og hins vegar
að lækka skatt á söluhagnað og
eignatekjur úr 42-7% í 10%. Með
því væri verið að hygla hlutaíjáreig-
endum og leiða til þess, að aðilar
freistist til þess að taka tekjur sínar
inn sem arðgreiðslur í stað þess að
þær séu skattlagðar sem launatekj-
ur.
Bæði skattrannsóknastjóri og rík-
isskattstjóri voru fengnir til að gefa
umsögn um frumvarpið. I umsögn
skattrannsóknastjóra kemur fram,
að verulegir hagsmunir muni verða
í því að stofna einkahlutafélög og
fá greiðslu frá þeim í formi arðs.
Þá sé frádráttarlöguleiki félagsins
á arðgreiðslunni umtalsverður hvati
til formbreytingar á atvinnurekstri.
Ríkisskattstjóri taldi að ef allar fjár-
magnstekjur yrðu skattlagðar með
mun lægri skattprósentu en launa-
tekjur myndi það örugglega hafa
þau áhrif að þeir sem eigi þess kost
muni taka út laun í formi vaxta,
arð_s og leigu.
Ágúst sagði að á meðan efna-
hags- og viðskiptanefnd var með
frumvarpið til meðferðar hefði kom-
ið fram breytingartillaga frá fjár-
málaráðuneytinu um að setja 3 miilj-
óna króna þak á arð og söiuhagnað
hlutabréfa, þannig að arður og sölu-
hagnaður, sem væri undir 3 milljón-
um, yrði skattlagður með 10% skatti
en það sem umfram færi skattlagt
með almennu skattþrepi. Arð-
greiðsluþakið hefði síðan verið dreg-
ið til baka af meirihluta nefndarinn-
ar með þeim skýringum að það hefði
aldrei átt að vera inni.
Ágúst sagði að stjórnarandstaðan
hefði stutt upphaflegu breytingartil-
löguna, sem hefði komið til móts
við gagnrýni á frumvarpið. Flytur
nefndarminnihlutinn breytingartil-
lögu við frumvarpið um að sett verði
3 milljóna króna þak á arðgreiðslur
og vaxtatekjur.
Efnt til
umhverfis-
átaks
UNGMENNAFÉLAG íslands og
Umhverfissjóður verslunarinnar
hrinda af stað umhverfisátaki í dag
1. júní undir yfirskriftinjií „Flöggum
hreinu landi 17. júní“. Átakið stend-
ur til þjóðhátíðardagsins og er ætl-
unin að fá sem flesta landsmenn til
að hreinsa burt rusl í íslenskri nátt-
úru.
Sérstök umhverfisverðlaun verða
veitt fyrir bestan árangur í hreinsun
á landinu og er hægt að skila tilnefn-
ingum til UMFÍ, þar sem bent er á
einstaklinga, félög,- fyrirtæki eða
aðra sem hafa þótt standa sig vel í
þessu sambandi.
Markmiðið með átakinu er að
virkja sem flesta til starfa í þágu
umhverfismála og vekja bæði þátt-
takendur og aðra til umhugsunar
um rétta umgengni um náttúru
landsins og sorphirðu, auk þess að
hvetja þá til að aðhafast enn frekar
á því sviði.
Forseti íslands viðstaddur
Átakið hefst klukkan 10 í dag í
Bessastaðahreppi að viðstaddri frú
Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís-
lands. Ungmennafélagið Fjölnir mun
heija hreinsun klukkan 13 í Grafar-
vogi og hefur forsetaframbjóðendum
verið boðið að liðsinna fólki þar.
Önnur ungmennafélög verða með
skipulagðar hreinsanir til 17. júní.
Miðvangur41 -Hafnarfirði
Nýkomin til sölu góð 57 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð í
lyftuhúsi. Nýmáluð. Laus. Verð 5,0 millj.
Opið í dag Árni Gunnlaugsson hrl.,
kl. 10-16 Austurgötu 10, sfmi 555 0764.
Húseign við Hrafnistu
í Hafnarfirði til sölu
85 fm endaraðhús. Þjónusta frá Hrafnjstu.
Opið í dag
kl. 10-16
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Skammt frá Glæsibæ
5 herb. sérh. um 125 fm. Töluvert endurn. Gott kjherb. Skipti æskileg
á 3ja herb. íb. helst í nágr.
Rétt við Landspítalann
Sólrík 3ja herb. hæð um 80 fm á 3. hæð í reisulegu steinh. Nýlegt
eldhús. Nýl. gluggar og gler. Laus fljótlega. Verð aðeins kr. 6,5 millj.
Ein bestu kaup markaðnum í dag
Góð 3ja herb. íb. 84,4 fm á 1. hæð við Leirubakka. Sér þvotta- og
vinnuherb. Gott herb. í kj. Snyrting í kj. Ágæt sameign. Langtímalán
kr. 3,7 millj. Verð aðeins kr. 6,1 millj.
Hagkvæm skipti
Lítil 2ja herb. íb. óskast í skiptum fyrir rúmgóða 3ja-4ra herb. íb. í
lyftuhúsi við Æsufell. Vinsamlegast leitið nánari uppl.
Sumarhús á Vatnsleysuströnd
Nýlegt timburhús hæð og portbyggt ris. Vönduð viðarklæðning.
Grunnfl. um 40 fm. Góð viðbygging um 50 fm meö 3 m vegghæð.
Eignarland 6000 fm. Uppsátur fyrir bát í fjöru. Tilboð óskast.
• • •
Opiðídag kl. 10-14.
Við Fannafold - nágr.
óskast sérbýli með
4 svefnherb.
ALMENNA
FASTEIGHASALAHI
UDEIVE611» 5.552 1151-55? 1371
LANGJOKULL
Jarl-
hettur
HAGAVATN
Númandi valnsb. 436,5 m h.y.s.
tyifoss]
Brekkna-
fjöll
Einifeil
Fagradals-
fjall
Haga-
fell
Stífla
450 m h.y.s
~Ja JU Yfirtallsrenna
m.446 m h.y.s.
Skáli
h'erðalÉlags
. islands
Skáli
IVfosaskarðs-
íjaM
Hagavatn
stækkað til að
stöðva áfok
LANDGRÆÐSLA ríkisins áætlar
að ráðast í framkvæmdir til að
stækka Hagavatn sem er sunnan
við Langjökul, svo að stöðva megi
stöðugt áfok sem ógnar gróðri á
heiðum uppi af Biskupstungum
og Laugardal. Skipulag ríkisins
hefur nú auglýst skýrslu um frum-
mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmdanna.
Landgræðslan áætlar að ráðast
í stífluframkvæmdirnar í sumar
eða haust. Vatnsborð Hagavatns
verður hækkað þar til vatn fer
að renna um útfall sem vatnið
hafði á árunum 1929 til 1939.
Núverandi útfall verður stíflað
með 15 m hárri stíflu og vatns-
borð hækkað um IOV2 metra. Við
það mun vatnið stækka úr 5 fer-
kílómetrum í 13'/2 ferkílómetra.
Vatnið mun þó ekki ná þeirri hæð
sem það hefur mest náð, nærri
460 metrum yfir sjó, liklega laust
fyrir siðustu aldamót.
Tilgangur framkvæmdarinnar,
að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu Skipulags ríkisins þar
sem frummat á umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar er kynnt, er
að sökkva gömlum vatnsbotni
Hagavatns undir vatn og stöðva
þannig stöðugt áfok sem ógnar
gróðri á heiðum uppi af Biskups-
tungum og Laugardal.
Frummatsskýrslan liggur
frammi til 4. júlí næstkomandi á
Skpulagi ríkisins, Þjóðarbókhlöð-
unni í Reykjavík og skrifstofu
Biskupstungnahrepps. Á þessum
tíma gefst almenningi tækifæri á
að leggja fram athugasemdir.
Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi um ákvörðun samgönguráðherra
Mj ög' skynsamleg og
sjálfsögð ákvörðun
JÓN Kjartansson, bóndi á Stóra-
Kroppi í Reykholtsdalshreppi, segist
fagna þeirri ákvörðun Halldórs Blön-
dal samgönguráðherra að fela vega-
málastjóra að endurmeta vegstæði
Borgarfjarðarbrautar milli Klepp-
járnsreykja og Varmalækjar og gera
sérstaka athugun á svokallaðri efri
leið nálægt núverandi vegstæði.
„Ég tel að þetta sé mjög skynsam-
leg og sjálfsögð ákvörðun og ég
fagna því einnig að Vegagerðin virð-
ist vera reiðubúin til þess að skoða
þarna fleiri möguleika," sagði Jón í
samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að á efri leiðinni lægi
reyndar fyrir veglína sem Vegagerð-
in hefði teiknað í umhverfísmats-
skýrslu sinni þar sem birtir hefðu
verið þrír valkostir. Ákvörðun sam-
gönguráðherra fæii í sér að hönnuð
yrði ný leið sem yrði ásættanleg
fyrir alla aðila og einnig brúarstæði.
Vonandi leiðandi fyrir
framtí ðarák var ðanir
„Ég er þakklátur ráðherranum
fyrir að koma okkur þama til hjálp-
ar vegna þess að það hefur lengi
legið fyrir að landeigendur, allavega
flestir, 0g sveitarstjórn hafa verið
andvíg tillögum Vegagerðarinnar og
mér finnst að þetta sé spor í rétta
átt. Ég lít svo á að þessi ákvörðun
samgönguráðherra sé í fullu sam-
ræmi við þann starfsgrundvöll sem
skapast hefur vegna alþjóðasamn-
inga okkar. Þá á ég við þær laga-
setningar sem hér hafa verið settar
í samræmi við inngöngu okkar i
EES, og þá má sérstaklega tala um
stjórnsýslulögin og lög um mat á
umhverfisáhrifum.
Ég held að þetta sé kannski spor
í þá átt að við förum að vinna eftir
þeim reglum sem við erum búin að
setja okkur og lít svo á og vona að
þessi nýi rammi verði leiðandi fyrir
framtíðarákvarðanir þegar um stór-
framkvæmdir er að ræða,“ sagði
Jón.