Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. JLINÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 31 JltagritaNfrltijbtb STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. 20 ÁR FRÁ FULLNAÐARSIGRI í ÞORSKASTRÍÐI IDAG ERU 20 ár liðin frá því er fullnaðarsigur vannst í landhelgismálinu og Bretar viðurkenndu 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands. 1. júní 1976 undirrituðu þeir Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, og Einar Ágústsson, þáverandi utanríkisráðherra, ásamt Anthony Crosland, þáverandi utanríkisráðherra Breta, samning þessa efnis. Full viðurkenning fékkst á 200 mílna lögsögunni og síðasti brezki togarinn hvarf af íslandsmið- um 1. desember 1976. Sigrar okkar í þorskastríðunum voru jafnframt sigrar samningaleiðarinnar. Háværar kröfur komu upp hér innan- lands, bæði í 50 mílna deilunni og ekki síður í 200 mílna deilunni, um að við íslendingar hótuðum uppsögn varnar- samnings við Bandaríkin og úrsögn úr Atlantshafsbanda- laginu, létu Bretar ekki af ofbeldi á íslandsmiðum. Jafn- framt heyrðust raddir um að varðskipin ættu að „beita byssunum“ gegn brezku herskipunum! Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, sem hafði forystu um lokaáfangann í landhelgisbaráttunni, hafnaði þessum kröfum. Þótt átök væru á fiskimiðunum var lögð áherzla á að ná samningum. Auk þáverandi forsæt- isráðherra og ráðherrana, sem undirrituðu samningana í Ósló, komu að þesssari samningagerð Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, og Hans G. Andersen þjóð- réttarfræðingur. Stjórnarflokkarnir skipuðu einnig sína fulltrúa í samninganefnd íslands, þá Guðmund H. Garðars- son og Þórarin Þórarinsson. Auk þessara manna komu aðrir embættismenn við sögu. Samningarnir í Ósló voru mikill sigur fyrir Islendinga en þeir sýndu einnig að þar sem aðalsamningamaður Breta fór, Anthony Crósland, var mikill stjórnmálamaður á ferð. Auk þess að vera utanríkis- ráðherra Breta var Crosland þingmaður fyrir Grimsby og varla erfiðara fyrir nokkurn mann í brezka þinginu að gera þennan samning en einmitt hann. Óslóarsamningarnir eru umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga nú. Við eigum enn í fiskveiðideilum við ná- grannaríkin og nú helzt við Norðmenn og Rússa vegna veiða í Barentshafi. Líklega eru nú betri möguleikar á samningum en áður. Þeir samningar munu þýða minni afla úr Barentshafi en við höfum náð á síðustu árum. Vafalaust verða einhverjir til að hafa uppi stóryrði, ef slík- ir samningar nást alveg eins og gerðist fyrir 20 árum. En staðreyndin er sú, að við íslendingar höfum alltaf hagn- ast á því að semja í fiskveiðideilum okkar. Sú mun einnig verða raunin nú. MENNTASKÓLINN í REYKJAVÍK 150 ÁRA MENNTASKÓLINN í Reykjavík, elzta og virðulegasta menntastofnun landsins, á 150 ára afmæli um þess- ar mundir og í fyrradag var henni slitið í 150. sinn og í fyrsta sinn af konu, Ragnheiði Torfadóttur rektor. Menntaskólinn er einstæð stofnun í sögu þjóðarinnar. Hann á rætur sínar að rekja til Hólavallaskóla og jafnvel Bessastaðaskóla, en afmælið nú er miðað við flutning skól- ans til Reykjavíkur árið 1846. Fyrst framan af var skólinn eini framhaldsskóli landsins, sem brautskráði stúdenta, og gekk hann um tíma undir ýmsum nöfnum, svo sem Latínu- skólinn eða Lærði skólinn. Skólanum hefur verið vel stjórnað og þrátt fyrir ýmar tízkustefnur í menntunar- og kennslumálum, hefur hann staðið þær meira eða minna af sér og enn er gamla góða bekkjarkerfið þar við lýði. Skólinn hefur ávallt gert miklar kröfur til nemenda sinna og hann á einnig marga velunn- ara, sem m.a. sést af því, að á afmælinu nú voru honum færðar veglegustu gjafir, sem hann hefur nokkurn tíma hlotið. Má þar ekki sízt nefna höfðinglega gjöf Davíðs S. Jónssonar og barna hans til minningar um Elísabetu Sveinsdóttur, konu hans og móður þeirra, sem lézt fyrir skömmu en hefði átt 55 ára stúdentsafmæli nú, miklar húseignir sem leysa munu brýna þörf fyrir aukið kennslu- rými. Morgunblaðið sendir starfsfólki skólans, nemendum, ungum sem öldnum, árnaðaróskir í tilefni afmælisins. VLADIMIR Horowitz æfir sig á flygilinn fyrir tónleika i Carnegie Hall. Meistarinn og hljóðfærið ____Einkaflygill rússnesk-bandaríska píanósnillingsins_ Vladimirs Horowitz er kominn til íslands. Haraldur G. Blöndal fjallar hér um persónu listamannsins, hljóðfæri hans og þann styr sem stóð um list hans. VLADIMIR Horowitz fæddist í Berdichev í Rússlandi, 1. október 1903. Hann stund- aði nám við tónlistarskólann í Kiev og náði strax mikilli leikni. Hann hafði þó meiri hug á að semja eigin tónlist en tónleikahaldi. Píanóleikarinn Josef Ilofmann naut gífurlegrar hylli í Rússlandi á sínum tíma. Árið 1912 fór hann eintæða hljómleikaferð um Rússland. Upphaflega var gert ráð fyrir fimm tónleikum í Pétursborg en vegna gífurlegrar aðsóknar urðu þeir 21 þegar upp var staðið og hafði hann þá leikið 225 tónverk fyr- ir 67.000 áheyrendur. Sérhver konsert var einstakur og alltaf ný verk á efnisskránni. Ilinn 36 ára gamli listamaður hélt borg úr borg; Moskvu, Odessu og Tiflis. Hann kom til Kiev í-byjun desember og hélt tvenna tónleika f tónlistarskólanum í Kief. Það var löngu uppselt. Sophia Gorowitz1 var ákaf- ur tónlistaraðdáandi, sótti alla konserta enda fyrrum nemandi skólans. Henni tókst ekki að verða sér úti um miða. Yngri sonur hennar, Vladimir, var þá átta ára gamall. Hann lét sér ekki bregða og sagði þijóskulega að hann ætlaði að komast á tónleikana. Um kvöldið stóð hann við innganginn og beið þess að einhver hávaxinn maður kæmi þar að. Loksins kom einn slíkur aðvífandi. Pilturinn skaust inn mill- um fóta hans og slapp undan dyravörðunum sem eltu hann. Hann hljóp inn í konsert.salinn og faldi sig í dimmu skoti, hljómborðsmegin. Næstu tvo tíma sat hann opineygur á fyrstu tónieikum sínum og hlýddi á Hofmann leika tónlist Bachs, Beethovens, Chopins og Moszkowskis. Hann sneri heim fullur eldmóðs og hóf æfingar af endurnýjuðum krafti og innblæstri. Foreldrar hans, Sophie og Simeon, glöddust mjög af áhuga piltsins en héldu þó ró sinni enda var son- ur þeirra ekki talinn undrabarn. Fjölskyldan var tónelsk og fiestir léku á hljóð- færi þó engir væru þar snillingar. Amma hans í föðurætt var þó talin frábær píanisti og Anton Rubinstein hvatti hana til náms. Fyrsti atvinnumað- urinn í tónlist innan ijölskyldunnar var föðurbróðir Horowitz, Alexander. Hann stundaði nám í tónsmíð- um og píanóleik hjá Alexander Skriabin við tónlistar- skólann í Moskvu. Hann varð orðinn þekktur kenn- ari, píanóleikari og tónlistargagnrýnandi í Kharkof og orðinn skólastjóri tónlistarskóla borgarinnar. Næstu árin varð það forgangsverkefni hans að skóla hinn efnilega frænda sinn. Siemeon Gorovitz til- heyrði upprennandi stétt borgaralegra gyðinga sem högnuðust á auknu frelsi í fyrirtækjarekstri og auk- inni menntun. Hann var rafmagnsverkfræðingur og talaði bæði frönsku og þýzku. . Hann stofnaði fyrirtæki með mágum sínum og rekstur þess gekk prýðilega. Fjölskyldan bjó þvi við góð kjör. Horowitz tók stórstígum framförum við píanónámið og helstu einkenni hans voru þegar komin í ljós; tilfínningaleg innlifun og algleymi. Fjölskyldan fordekraði Horowitz. Hann var einrænn og mislyndur en fjölskyjdan umbar það. Hann réð ekki við Chopin og Liszt en heillaðist af Edvard Grieg og Sergei Rakmaninoff. Móðir hans hvatti hann stöðugt og smám saman opnaðist honum heim- ur tónbókmenntanna, ekki aðeins á píanóverkum, heldur einnig á óperum, hljómsveitarverkum, kam- mertónlist, sönglögum og ballettmúsík. Hljómplötur voru sjaldséðar. Volodya varð því að kynna sér tón- listina með því að spila hana af nótum. Það var seinlegt verk, en smám saman náði hann einstæðri hæfni við nótulestur. Árið 1912 var hann farinn að glíma við óperutónlist og spilaði stef úr Niflungs- baug Richards Wagners. Hann var því settur til náms við tónlistarskólann í Kiev í september 1912. Honum sóttist námið vel þrátt fyrir stormasamt samband við kennara sinn og því ákvað Alexander Gorovitz að biðja velunnara sinn og kennara, Alex- ander Scriabin, að hlusta á frænda sinn spila. Þetta var árið 1914, ári fyrir dauða Scriabins. Horowitz lýsir þessu svo: Hann kom heim til okkar nokkrum stundum fyr- ir konsert sem hann átti að halda í Kiev. Þar ætl- aði hann að leika 8. og 9. píanósónötu sína. Ég spilaði fyrir hann í tíu mínútur, Chopin, Ernest von Dohnányi, Paderewsky og Borodin. Pabbi spurði hann álits á leik mínum og hvernig ætti að mennta mig. Scriabin svaraði: Sonur þinn verður áreiðanlega góður píanisti. Ég veit ekki hversu langt hann nær en hæfíieikarnir eru ótvíræðir. Hann þarf góða almenna menntun og þarf að kynnast öllum tegundum tónlistar. Hann þarf að lesa mikið og kynnast myndlist og heimsbókmennt- um. Listamenn verða að vera fjölfróðir. Foreldrar mínir fóru að ráðum hans og ég hlaut góða menntun. Sérkenni Fljólega bar á því Horowitz vaidj tónlist sem féll ekki að kennslunni. Kennari hans, Tarnowsky, reyndi að laga kennsluna að hugðarefnum nemand- ans. Móðir hans hafði mesta trú á Bach, Beethoven og Brahms. Þegar hún komst að því að hann lék helst tónlist Moszkowskys, útdrætti úr óperum Wagners eða verk rússneskra samtímatónskálda tók hún að efast um hæfni kennarans. Kennarinn hafði betur í þessum deilum. Hann Iagði mikla áherzlu á inntak og stílrænar kröfur tónlistarinnar. Þrátt fyr- ir frjálsar hendur við námið varð Horowitz þó að beygja sig undir venjur skólans á ýmsum sviðum. Þar á meðafvoru konsertar á hverri önn en þar var bestu nemendum skólans skylt að spila. Þessir kon- sertar voru honum martröð. Mörgum vikum fyrir tónleikana var hann taugaóstyrkur, hvumpinn og braut diska og margt annað sem fyrir honum var. Þá tók móðir hans að fela leirmuni og stofustáss áður en kom af tónleikum. En þegar hann settist við hljóðfærið geislaði hann af sjálfsöryggi og ástnðuþrungin túlkun hans hreif alla viðstadda. Onnur einkenni voru einnig Ijós: Hann var mislynd- ur, þoldi illa gagnrýni og hafði mikið álit á sjálfum sér. Hann þótti einkennilegur og átti ekki auðvelt með að blanda geði við fólk. Hann virtist haldinn óöryggi og snörpu þunglyndi. Einmannaleikinn fékk útrás við hljómborðið. Þar kvaddi hann sér hljóðs. Horowitz tók stórstígum framförum undir hand- RÖGNVALDUR Sigurjónsson píanóleikari lék á flygil Horowitz í gær í hyóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar og líkaði vel. „Munur- inn á þyngd nótnanna á þessum og venjuleg- um flygli er minni en ég bjóst við þó að þær séu mun léttari en á öðrum flyglum. Ég lék aðeins á hann á fimmtudaginn og fór heim eftir það og horfði á myndband af Horowitz leiðslu kennara síns. Hins vegar leiddist honum bóknámið að sama skapi. Árið 1919 var hann nýbú- inn að uppgötva þriðja píanókonsert Rachmaninovs og var önnum kafinn að læra hann. Tarnowsky fylgdist vandlega með leik hans, mótaði og leið- beindi. Þar var lagður grunnur að túlkun, sem síðar að leika á sama hljóðfærið. Það var mjög sérstök tilfinning,“ sagði Rögnvaldur sem sá Horowitz nokkrum sinnum á tónleikum. Sýning á flyglinum hefst í dag klukkan 14 í versluninni í Gullteigi 6 og stendur til 9. júní. Daglega verða haldnir stuttir tónleikar þar sem ýmsir píanóleikarar munu leika á flygilinn. átti eftir að heilia heiminn. Kennari hans andaðist seinni hluta ársins út taugaveiki. Tímamót Fjöiskylda hans missti flestar eigur sínar í rúss- nesku byltingunni. Þá hóf hann tónleikahald til að eiga í sig og á. Ferill hans sem píanista var innsigl- aður á 23 tónleikum í Leningrad 1924. ÁJ)eim tón- leikum lék hann liðlega 200 tónverk. Arið 1925 hélt hann í tónleikaferð um Evrópu og þreytti frum- raun sína í Ameríku 1928. Hann kvæntist Wöndu Toscanini árið 1933. Hún var dóttir hins heims- þekkta hljómsveitarstjóra Arthuro Toscanini. Þegar síðari heimsstyijöldin skall á settust þau að í Bandaríkjunum. Árið 1942 hlaut hann amerísk- an ríkisborgararétt. Horowitz naut gríðarlegrar hylli meðal almennings og fréttamanna. Gagnrýnendur voru beggja handa járn. Áður en yfír lauk var hann þó löngu orðinn launahæsti píanisti heimsins enda glúrinn fjármálamaður og átti ágætt Iistaverkasafn. Horowitz hætti hljómleikahaldi fjórum sinnum á ferli sínum, 1936-1938, 1953-1965, 1968- 1974 og 1983-1985. Þó hætti hann aldrei að leika inn á hljóm- plötur. Sviðsframkoma hans var ævinlega magn- þrungin. Á tónleikum var hann jafnan klæddur svört- um jakka með síðum löfum og gráröndóttum bux- um, vesti og silkislaufu, það var einkennisklæðnaður hans í anda kufls og hálsklúts sem listamenn 19. aldar klæddust gjarna. Horowitz viðurkenndi sam- kennd sína með 19. öldinni og hafnaði ævinlega kórréttum leik skv. handriti. Ilann sagðist vera síð- asti píanóleikari hins stórbrotna stíls og leita hins andlega í tónlistinni, þora að gæða hana persónu- leika sínum og hrífa áheyrendur með sér af djöfulleg- um krafti, ,sem margir líktu við Nicolo Paganini og Frans Liszt. Hann sagðist finna straum fara um sig við hljómborðrið er hann tjáði og túlkaði hljómræn- ar andstæður tónlistarinnar á sinn einstaka hátt. Á tónleikum hélt Horowitz áheyrendum í heljar- greipum. í snilli sinni færði hann hið rómantíska tjáningarfrelsi út á ystu nöf og var í raun Liszt síns tíma, umvafinn meiri dulúð en nokkur annar pían- isti vorra daga. Um hann var gerð heimildarmyndin „Vladimir Horowitz - síðasti rómantíkerinn". Horo- witz lék síðast opinberlega í Evrópu 1987. Ilann andaðist í New York 5. nóvember 1989. Römm er sú taug er rekka dregur Horowitz yfírgaf heimaland sitt, Rússland, árið 1925, 22 ára að aldri, en var þá þegar orðinn fræg- ur fyrir leiftrandi túlkun sína. Jafnvel landamæra- verðirnir þekktu hann. Sagan segir að einn þeirra hafi lagt hönd sína á öxl unga mannsins og sagt af alvöruþunga: Gleymdu ekki föðurlandinu þótt þú farir á brott. Hann var með vegabréf sem gilti í sex mánuði og förinni var heitið til Þýzkalands til tón- leikahalds. Hann kom ekki heim fyrr en eftir 60 ár. Horowitz fékk bandarískan ríkisborgararétt 1942 og sagði oft opinberlega að hann hefði ekki hug á að snúa aftur til Sovétríkjanna. Þegar árin færðust yfir sótti hann áköf löngun að sjá Rússland í hinsta sinn. Þegar menningarsam- skipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna komust aftur í eðlilegt horf eftir mikinn stirðleika í sambúð ríkj- anna sneri hann aftur til síns gamla heimalands sem ambassador friðar og samvinnu. Aðeins 400 miðar voru seldir á almennum mark- aði, afgangurinn, um 1.400 miðar, var ætlaður embættismönnum og erlendum sendifulltrúum. Sunnudaginn 20. apríl 1986 kl. 16.00 rann upp hin stóra stund. Vladimir Horowitz gekk fram á sviðið, brosti og veifaði hinum prúðbúnu gestum og settist svo við hljóðfærið er kyrrð féll í hinum stóra hátíðarsal. Eftir liðlega 60 ára fjarveru og búsetu í Banda- ríkjunum var Horowitz loksins kominn heim, 82ja ára, að spila fyrir landa sína. Hljómurinn var undurþýður en kraftþrunginn. Þegar þar kom dagskránni að hann lék verk hinna rússnesku höfunda grétu margir í salnum og fagn- aðarlætin voru gífurleg. Hljóðfæri meistarans Steinway & Sons Stofnandi Steinway-fyrirtækisins var Henry Eng- elhard Steinweg. Hann flutti til Bandaríkjanna með sonum sírium þremur 1849 og stofnað fyrirtækið Steinway & Sons 1853 í New York. Hljóðfæri fyrir- tækisins fóru brátt sigurför um Evrópu og Ameríku og unnu til fjölda verðlauna. Fyrsti Steinway flýgil- inn (grand piano-forte) var smíðaður 1856. Elsti sonurinn, Theodore, gekk til liðs við fyrirtækið 1865 og honum eru eignaðar margar endurbætur og ný- mæli sem eru enn fyrirmynd hljóðfærasmiða. Fyrstu tengsl Horowitz við fyrirtækið voru kynni hans af Alexander Greiner, sém var rússneskur inn- flytjandi og hafði yfirumsjón með konsertflyglum Steinway í New York. Með aldri og þroska varð undrabarnið Horowitz einn af stórsnillingum píanós- ins, ráðsettur, lífsreyndur én oft torskilinn og erfitt var að henda reiður á honum. Sérviska hans var söm og áður. Förunautar hans á hljómleikaferðum voru ávallt þeir sömu; eiginkonan, Wanda, einkarit- arinn, matreiðslumeistarinn og að sjálfsögðu flygill meistarans, Steinway no. 314503. Steinway & Sons er sómakært einsog aðalsmaður af gamla skólanum. Slíku fyrirtæki er mikill akkur í að hafa listamann á heimsmælikvarða í röðum sínum. Horowitz var ekki aðeins frægasti píanisti síns tíma heldur lék hann eingöngu á Steinway-flygil í liðlega sextíu ár. Helsti hljóðfærasérfræðingur Steinway, Franz Mohr, annaðist alla tíð viðhald hljóðfærisins af ýtrustu vandvirkni. Meðal píanista, sem leikið hafa á flygilinn eftir andlát meistarans, eru Alicia de Larrocha, Mureay Perahia og Rudolf Firkusny. í helstu borgum Banda- ríkjanna mætti flöldi manns þegar hljóðfærið var til sýnis og hlýddi á fyririestra og tóndæmi um túlkun Horowitz. Þar mælti David Dubal sem hefur kynnt sér meistarann og var auk þess einn fárra nemenda hans. Þá hefur mönnum veist sú mikla lífsfylling að magna líf í þetta fræga hljóðfæri. Franz Mohr er enn tilsjónarmaður hljóðfæriáins. Hann fullyrðir að áhugamenn og píanójöfrar geti ekki skemmt hinn helga grip. Það þarf að leika á hljóðfærin, segir hann með þungum, þýzkum, hreim. I fljótu bragði virðist hljóðfærið ekki ýkja frá- brugðið öðrum slíkum. Hljóðfæri af gerðinni Steinway-D eru hvert öðru lík að lengd og lögun. Að sögn Mohrs eru engin sérstök einkenni á hljóð- færi meistarans eftir áralanga notkun. Hljóðfærið hefur verið á endalausum þeytingi milli stórborga um áratugaskeið.; London, Moskvu, Tókýó og ótal borga annarra auk Qölda upptöku- sala á vegum RCA og Deutsche Grammophone. Þrátt fyrir það sér lítið á bol hljþðfærisins. Sama er að segja um hljómborðið þrátt fyrir sérkennilegan og óviðjafnanlegan áslátt meistarans. Hann fullyrð- ir að undraverðar áherslubreytingar, ásláttarstyrkur og kraftmikil spilamennska hafi ekki skaddað hljóð- færið á nokkurn hátt. Innviðir hljóðfærisins eru að sönnu nokkuð frá- brugðnir öðrum hljóðfærum en lúta einkum að fín- stillingu þess. Þriðji pedallinn, sem dempar áslátt- inn, er sérlega stilltur til að skerpa og ýta undir áhrifin af notkun hans. Hamrarnir eru sérlega hert- ir til að auka hljóminn í hljóðfærinu. Píanóáhuga- menn kannast þegar við hljóminn. Bassahamramir voru einnig hertir sérstaklega til að ná fram auknum krafti. Bassinn er í senn magnaður, skær og tær en háu nóturnar bjartar og kristaltærar. Möguleik- inn á ýtrustu andstæðum er nýttur fulls. Hljóðfærið er venjulegur konsertflygill af gerðinni Steinway-D. Fyrirtækið smíðaði hann sérstaklega fyrir Horowitz og var hann brúðargjöf til meistar- ans er hann gekk að eiga Wöndu Toscanini árið 1933. Að honum látnum gaf hún verksmiðjunum hljóðfærið og hefur það verið á sýningarferðalagi síðastliðin þrjú ár vítt og breitt um Evrópu, Banda- ríkin og Asíu. Nótnaþyngdin er helmingi minni en á venjulegum Steinway-konsertflygli. Þær eru að öliu jöfnu 52 grömm að þyngd en aðeins 26 grömm í þessum, sem gerði áslátt þess mun léttari. Það er með öðrum orðum sérlega ásláttarnæmt. Þessi flygill var heima- hljóðfæri Horowitz. Hann æfði sig á þetta hljóðfæri og notaði það helst á tónleikaferðum sínum. Þessi frávik eru þó ekki ljós öðrum en meisturum hljóm- borðsins. Enda þyrpast þeir að til að spreyta sig á hljóðfærinu, að sögn umboðsmanna Steinway, sem kosta ferðalagið. Það þarf ekki miklar bréytingar til að breyta hljómi. og snerpu flestra Steinway-hljóðfæra til jafns við hljóðfæri Horowitz. Steinway smíðaði raunar annað hljóðfæri fyrir Horowitz skömmu áður en hann dó. Eiginkona meistarans, Wanda, var orðin langþreytt á eilífum tilfærslum á gamla jaxlinum inn og út um gluggann á íbúð þeirra hjóna í New York fyrir og eftir sér- hveija tónleika. Þau sendu því flygilinn aftur til verksmiðjunnar og fengu nýjan í hans stað, sem aðeins var ætlaður til heimanotkunar. Horowitz lík- aði vel við nýja hljóðfærið og lék síðustu hljóðritun sína á þann flygil. Palladómar Hvað er merkilegt við þennan flygil nú er lagstur í heimshornaflakk og opinberar heimsóknir að hætti þjóðhöfðingja? Hveijir eru töfrar hans? Svarið er einfalt. Hann var alla tíð í höndum stórsnillings. Hljóðfærið var sérhannað til að þóknast sérvisku og duttlungum meistarans. Rússneski fiðlusnillingurinn Nathan Milstein rit- aði eitt sinn um Horowitz: „Mér fannst iðulega að hann hefði meiri ást á hljómi píanósins er tónlist- inni.“ Margir tónlistargagnrýnendur voru á sama máli. Þeir skipuðu honum því á sérstakan bás. Þeg- ar þeir fjölluðu um listamenn á borð við Glenn Go- uld fjöhuðu þeir um „túlkun" og „heildarsýn" en þegar fjallað var um Horowitz ræddu þeir fremur um „hljóminn“, rétt einsog píanóleikur hans höfðaði meira til eðlislægari og frumstæðari grunnþátta; Gagnrýnendur létu-oft gamminn geysa í umflölluri sinni um Horowitz og felldu oft þunga dóma. Mörg- um þótti sérkennileg túlkun hans rísa hæst í tónverk- um rússneska tónskáldsins Alexanders Skriabin. Skömmu fyrir andlát meistarans, 1989, ritaði Edw- ard Said grein í tímaritið The Nation og bar hann saman við aðra píanista hinnar myrku tjáningar. Hann kvartaði undan því að Horowitz notaði hljóð- færi sitt til persónulegrar tjáningar sem bæri öll einkenni hugsýki og taugaveiklunar fremur en tján- ingar út frá tónlistarlegum forsendum. Vera má að sannleikskorn leynist í þessum um- mælum, en þó vantar sjálfan kjarna málsins. Ná- kvæm spilamennska var aldrei stíll meistarans og hljóðfæri hans miðlaði því aldrei kaldri rökhugsun í tónlist. Hann laut aldrei hlutleysi og niðurnjörfun í leik sínum. Arthur Rubenstein lýsti eitt sinn túlk- un hans á B-moll sónötu Frans Liszts með þeim orðum að hún væri: „sjálfsmynd". Hafi svo verið þá leiðir af því að hljóðfæri Horowitz var ígildi strig- ans hjá listmálaranum. Tónleikar hans í Moskvu, 1986, eru frægir í tón- listarsögunni. Sagt er að áður en hann lagði upp í þá för hafi hann gengið icríng- um hljóðfærið, strokið það og klappað því mjúklega þveru og endilöngu. En því mið- ur hefur slíkt lítið vægi hjá gagnrýnend- um, sem vilja túlkun en ekki sjálfsmyndir. Horowitz hafði ákveðnar skoðanir á áheyrendum, hljómleikahaldi og túlkun: „Til eru þrenns konar áheyrendur: Þeir sem mæta til að sýna sig og sjá aðra þegar frægir listamenn halda konserta. Þeir eru verstir, sitja jafnvel sofandi og hafa enga hug- mynd um það sem fram fer. Þá eru sérfræðingarn- ir. Þeir hlusta á nóturnar og hengja sig í feilnótur. Þeir hlusta ekki á tónlistiná. Þriðji hópurinn er fólk- ið sem mætir til að hlusta á mig, líkar við túlkun mína og vill aðeins heyra það besta. Stundum er ég ijarri mínu besta en fólkið kemur aftur því það veit að ég get betur. Ég þekki áheyrandann á hlustun hans. Klappið skiptir ekki máli. Þögnin er laun listarinnar. Þegar fólk hlustar gleymir það að hósta og fitla við efnis- skrána. Einbeitingin er algjör. Einbeiting lista- mannsins smitar áheyrandann og dáleiðir hann. Hann hlustar á tónlistina en ekki einstakar nótur og veltir sér ekki uppúr því hvort leikið er hratt eða hægt. Það er aukaatriði. Þar er komið að gagnrýn- endum að sýna speki sína. Á tónleikum gerist alltaf eitthvað nýtt. í hvert sinn sem ég leik tónverk er það frábrugðið fyrri túlkun. Ég leik aldrei eins í tvö skipti. Nú hlusta ungir listamenn á hljómplötur og vilja leika eins og þeir sem þeir hlusta á. Þeir leita ekki að eigin hljómi. Ég hlusta aldrei á hljóðritanir mínar. Ég leik ekki eins og fyrir tíu árum. Til hvers væri það?“ Frægir fiðluleikarar játa fúslega að Stradivarius- fiðlur þeirra ljái leik þeirra og túlkun sérstakan blæ. Hins vegar hafa píanóleikarar aldrei verið tengdir svo sterkum bönrum við hljóðfæri sitt í huga manna. Uppáhaldshljóðfæri píanóleikarans kann að vera heima hjá honum, en til þess er ætlast að hann hafi vald á hvaða hljóðfæri sem honum býðst að leika á. Fólki finnst ekki við hæfi að píanóleikari hafi slíka ofurást á tilteknu hljóðfæri. Horowitz hafði aldrei áhyggjur af slíku. Hann unni hljóðfæri sínu opinberlega, skammlaust, eins og hjákonu, og hneykslaði marga fyrir vikið. Er lykilinn að hinu dularfulla listfengi hans og tjáningu að einhverju leyti fólginn í hljóðfærinu? Tjáningin var lykillinn að galdri meistarans. Sjálfur sagði hann: „Þú leikur ekki á píanó í svarthvítu. Listamaðurinn túlkar lit- róf hljómanna. Píanóið er eins og hvert annað tæki. Vandinn er að laða fram töfra þess. Píanóið er skyn- færi mín ; augu, eyru, munnur, hjarta og hugur. Þegar ég hélt frá Rússlandi til Berlínar 1925 fór ég til allra helstu píanóframleiðenda og reyndi öll hljóðfærin. Mér líkaði best við Steinway og það hefur ekki breyst. Ég á mitt eigið hljóðfæri og tek það fram yfir öll önnur. Mér er engin launung á því.“ Steinway 314503 er goðsagnakennd þjóðsaga. Þangað leita menn til að fá svör við spurningum sem aldrei verður hægt að svara. Hvar var upp, spretta snilldarinnar í hljómaveröld hins látna meist- ara? Hljóðfærið svarar því aldrei, en til- vist þess er mörgum huggun og hugarfró. Þeim seni vilja kynna sér Horowitz og túlkun hans er bent á eftirtaldar bækur: The Great painists: Harold Schonberg, Les Grands Virtuoses: Kurt Blaukopf, Great Pianists of Out Time: Joakim Kaiser, Music Makers: Ronald Gelatt, Virtuosos: Harvey Sachs, Horowitz. A Biography: Glenn Plaskin. Ennfremur svipmyndir úr eftirtöldum bókum: Speaking of Pian- ists: Ábraham Chasin, A little Nightmusic: Samuel Chotzinoff, Musical Chairs: Schuyler Chapin, Great Pianists Speak for Themselves: Elyse Mach. 1 Umstöfun á nafni Valdimirs Samoliovich Gorovitz úr rúss- nesku yfir á ensku er Valdimir Horowitz. Að hætti rúss- neskra útflytjenda þess tíma kaus hann að aðlaga nafn sitt Vesturlöndum. Það gerði hann er hann kom fyrst fram í Berlín, 1926, og breytti þá Gorovitz í Horowitz. Höfundur er starfsmaður íslandsbanka, , áhugamaður um klassíska tónlist og hefur annast klassíska tónlistarþætti í Rikisútvarpinu. Morgunblaðið/Halldór Sérstök tilfinning að leika á hljóðfærið Ástríðuþrung in túlkun hreif alla Tjáningin var iykillinn að galdrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.