Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT KOSWIWGANIMA í ÍSRAEL
Snýr sigurvegarínn við blaðinu líkt og Begín eða baki við umheiminum eins og Shamir?
Netanyahu
að mörgu
leyti óskrif-
að blað
Benjamin Netanyahu verður næsti forsætis-
ráðherra ísraels en hann sigraði Shimon
Peres naumlega í beinum kosningum um
forsætisráðherraembættið. Steingrímur
Sigurffeirsson segir hann um margt frá-
*
brugðinn fym ráðamönnum Israels og að
skiptar skoðanir séu um hveijar pólitískar
áherslur hans verði.
BENJAMIN Netanyahu, heldur heim frá höfuðstöðvum Likud-
bandalagsins, til að hlýða á endanlegar niðurstöður kosninganna.
MEÐ KJÖRI Benjamins Net-
anyahus til forsætisráð-
herra hafa ísraelskir kjós-
endur sleppt úr heilli kynslóð pólití-
skra forystumanna og valið sér
ungan leiðtoga, 46 ára gamlan, sem
að mati margra er enn óskrifað
blað. Netanyahu, oft kallaður Bibi
af ísraeium, er talinn vera sá ísra-
elski stjórnmálamaður, sem best
tekur sig út í sjónvarpi. Hann þyk-
ir myndarlegur, er með djúpa barí-
tón-rödd og er orðheppinn jafnt á
ensku sem hebresku, sem hefur
gert hann að eftirsóttum þátttak-
anda í umræðuþáttum bandarískra
sjónvarpsstöðva.
Jafnvel nánir samstarfsmenn
Netanyahus eiga hins vegar erfitt
með að gera grein fyrir því fyrir
hvað Netanyahu stendur. Er hann
harðlínumaður af gamla skólanum
er mun beijast fyrir Stór-ísrael eða
mun hann, líkt og hann gefur stund-
um í skyn, verða sá stjómmálamað-
ur sem mun ganga frá sögulegri
málamiðlun milli Israela og Palest-
ínumanna? Sjálfur minnir Netanya-
hu á áð það var forsætisráðherra
Likud-bandalagsins, Menachem
Begin, sem samdi frið við Egypta
árið 1979 og afhenti Egyptum Sinai
á ný.
Margir óttast að sú verði ekki
raunin og að Netanyahu muni reyn-
ast vera yngri útgáfa af Yitzhak
Shamir, arftaka Begins, sem vissu-
lega tók þátt í upphafi friðarvið-
ræðnanna árið 1991 en viðurkenndi
síðar að hann hefði ávallt haft í
hyggju að draga viðræður við Pal-
estínumenn á langinn. Shamir leit
sjálfur svo á að hann gæti treyst
arftaka sínum til að fylgja stefnu
sinni áfram.
Raunsæi eða hentistefna?
Yoel Markus, virtur dálkahöf-
undur í ísrael, ritaði grein í vikunni
þar sem að hann segir Likud vera
á breytingaskeiði. Flokkurinn sé í
hýði og enginn viti hvort út úr því
muni koma fiðrildi eða leðurblaka.
Netanyahu hefur á síðustu mán-
uðum hætt að reyna að höfða til
harðlínuafla í málflutningi sínum
og þess í stað rætt um mikilvægi
friðar. Sumir fréttaskýrendur telja
þetta til marks um raunsæi af hans
hálfu en aðrir hentistefnu.
Hann fordæmdi á sínum tíma
samningana um sjálfstjóm Palest-
ínumanna og líkti þeim við friðþæg-
ingarstefnu Breta gegn Þýskalandi
nasismans fyrir síðari heimsstyij-
öldina. Átti sá málflutningur að
margra mati þátt í því að kynda
undir því andrúmslofti haturs í Isra-
el er olli morðinu á Yitzhak Rabin,
forsætisráðherra, á síðasta ári.
Upp á síðkastið hefur hann hins
vegar sagt að hann sætti sig við
þær staðreyndir er liggi fyrir og
muni virða skuldbindingar fyrri rík-
isstjórnar í garð Palestínumanna,
eða að minnsta kosti flestar þeirra.
Hann segist jafnvel reiðubúinn að
funda með Yasser Arafat,' leiðtoga
Palestínumanna, sé það í þágu ísra-
elskra hagsmuna.
í viðtali við breska dagblaðið The
Daily Telegraph fyrr í vikunni sagði
Netanyahu að hann væri einungis
reiðubúinn að bjóða Palestínumönn-
um „umfangsmikla sjálfstjóm“.
Palestínumenn myndu hins vegar
ekki fá yfirráð yfír Austur-Jerúsal-
em og jafnframt útilokar hann sjálf-
stætt ríki Palestínumanna. Þá hefur
hann ekki útilokað frekara landnám
gyðinga á hernumdu svæðunum.
Hann segist vonast eftir því að
ná friðarsamkomulagi við Sýrlend-
inga en útilokar jafnframt að láta
Gólanhæðir af hendi.
Það er vandséð hvernig Netanya-
hu eigi að geta náð samkomulagi
við nokkum arabaleiðtoga upp á
þessi býti þótt einnig sé ljóst að
Arafat komist ekki hjá því að reyna
að semja við hann. Sigur Netanya-
hus er líka það naumur að hann
hefur ekki pólitískt umboð til að
rifta Óslóar-samningunum um frið.
Bandaríski túristinn
Netanyahu verður yngsti forsæt-
isráðherrann í sögu landsins og
hefur hann aldrei átt sæti í ríkis-
stjóm. Em þetta mikil umskipti í
ríki sem frá stofnun árið 1948 hef-
ur verið stjómað af eldri stjórn-
málamönnum með mikla reynslu.
Netanyahu getur rakið ættir sín-
ar til þekktra zíónista langt aftur.
Á táningsaldri flutti hann flutti hins
vegar til Bandaríkjanna með íjöl-
skyldu sinni. Faðir hans, Benzion,
hægrisinnaður zíónisti, fékk ekki
stöðu við hina fijálslyndu háskóla
í ísrael og varð því að leita til
Bandaríkjanna. Hann fékk kenn-
arastöðu við Comell-háskóla og á
síðasta ári kom út ævistarf hans,
mikið rit um spænska rannsóknar-
réttinn á sextándu öld.
Margir ísraelar líta á Netanyahu
sem utangarðsmann vegna dvalar-
innar í Bandaríkjunum og er hann
oft uppnefndur „Ameríkaninn" eða
„túristinn". Sagt er að hann hafi
ætlað sér að setjast að í Bandaríkj-
unum og breytt nafni sínu í „Nitay“.
í Tetegraph-viðtalinu vísar Net-
anyahu slíkum fullyrðingum á bug.
Hann hafí ekki ætlað að setjast að
vestra og það hafi hreinlega verið
einfaldara fyrir enskumælandi fólk
að kalla hann „Nitay“.
Hann nam arkitektúr og við-
skiptafræði við MIT-háskólann í
Boston í Bandaríkjunum og hóf
störf hjá húsgagnafyrirtæki í Israel.
Netanyahu gegndi líkt og bræður
hans, Yonatan og Iddo, herskyldu
í Sayeret Matkal, sérsveitum ísra-
elska hersins. Yonatan varð að þjóð-
hetju er hann féll er gíslar voru
frelsaðir á Entebbe-flugvelli í Úg-
anda árið 1976. Stjórnaði Yonatan
aðgerðinni. Bróðurmissirinn hafði
mikil áhrif á Netanyahu.
Ferillinn hófst hjá Arens
Árið 1982 tók fjölskylduvinurinn
Moshe Arens við stöðu sendiherra
í Washington og gerði Netanyahu
að aðstoðarmanni sínum. Nokkru
síðar varð hann sjálfur sendiherra
hjá Sameinuðu þjóðunum.
Netanyahu var kjörinn á þing
árið 1988. í kjölfar kosninganna
var Arens skipaður utanríkisráð-
herra og enn á ný skipaði hann
Netanyahu aðstoðarmann sinn. Út
frá þeirri stöðu tókst Netanyahu
að tryggja sér leiðtogaembættið í
Likud á flokksþingi árið 1993.
Að mati flestra er það eitt mesta
afrek ísraelskrar stjórnmálasögu
frá upphafí hvernig hann byggði
upp stöðu sína eftir ósigur Shamirs
í þingkosningum árið 1992. „Hann
byijaði að vinna að kjöri sínu nokkr-
um mínútum eftir að úrslitin lágu
fyrir. Hann vann líkt og tölva. Á
meðan aðrir voru uppteknir við að
útskýra ósigurinn byijaði hann að
starfa," segir Daniel Ben-Simon,
pólitískur blaðamaður í Israel. „Ég
minnist þess hvernig Bibi fór að
sækja fundi í litlum fátækum bæj-
um í Israel og hvernig fólk hreifst
af þessum myndarlega, allt að því
bandaríska manni er lofaði þeim
nýjum stjórnmálum... Á meðan aðr-
ir stjómmálamenn vom fastir í
gömlu Likud-hugmyndafræðinni
birtist þessi bandaríski náungi með
sigurstrangleg viðhorf. Það var
hressandi."
Þrátt fyrir að ekki vantaði erfða-
prinsana í Likud hlaut hann stuðn-
ing Shamirs og hafði sigur.
Sumir bera hann saman við Bill
Clinton Bandaríkjaforseta vegna
aldurs hans og þrótts. Aðrir telja
að nærtækara sé að líkja honum
við John F. Kennedy. Báðir áttu
þeir eldri bróður sem metnaðar-
gjarn faðir vildi að næði langt.
Báðir misstu eldri bróður.
Einkalíf Netanyahus hefur verið
stormasamt á köflum. Hann er þrí-
giftur og á tvo syni með núverandi
eiginkonu sinni, Sörah, og eina
dóttur frá fyrra hjónabandi.
Stuðningur á Vesturlöndum
en áhyggjutónn í arabaríkjum
Amman, Kairó, London, París, Róm og
Washinglon. Reuter.
VIÐBRÖGÐ við úrslitum kosn-
inganna í ísrael hafa verið með
ýmsu móti, allt frá varkárni á
Vesturlöndum til áhyggjutóns í
arabaríkjum. Issa Darwich,
sendiherra Sýrlendinga í
Egyptalandi, gekk svo langt að
segja að efndi Beiyamin Net-
anyahu, sigurvegari kosning-
anna, loforð sín úr kosningabar-
áttunni jafngilti það striðs-
ástandi á ný milli ísraela og
nágranna þeirra og átti þar
einkum við yfirlýsingar hans um
að ísraelar muni aldrei láta
Golan-hæðir af hendi, en Sýr-
lendingar gera það að skilyrði
fyrir samkomulagi.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hringdi í Netanyahu í gær og
óskaði honum til hamingju með
sigurinn. Samkvæmt yfirlýsingu
frá forsetaembættinu skoraði
Clinton á Netanyahu að koma
sem fyrst til Washington og
kvaðst hann mundu gera það
að stjórnarmyndun lokinni.
Lýsti Clinton yfir því að hann
hygðist áfram starfa með ísra-
elsstjórn að friðarmálum.
Clinton hringdi einnig í Shim-
on Peres, núverandi fortsætis-
ráðherra, og þakkaði honum
leiðtogastörf. Clinton dró ekki
dul á það fyrir kosningarnar að
hann styddi Peres.
Forðast að dæma fyrirfram
Stefna Bandaríkjastjórnar er
að dæma Netanyahu ekki fyrir-
fram heldur halda áfram að
vinna að framgangi friðarferlis-
ins í Mið-Austurlöndum. Áhersla
verður lögð á að gera Netanyahu
ekki erfltt að víkja frá kosninga-
loforðum, sem gætu stefnt fríð-
arferlinu í hættu verði þau efnd.
Jacques Chirac, forseti
Frakklands, kvaðst vona að ný
stjórn i ísrael héldi áfram að
vinna að friði í
Miðausturlöndum. Chirac
skrifaði Netanyahu bréf og ósk-
aði eftir þvi að þeir héldu fund
um friðarmálin sem fyrst.
Malcolm Rifkind,
utanríkisráðherra Bretlands,
óskaði Netanyahu til hamingju
í yfirlýsingu nokkrum mínútum
eftir að úrslitin voru kunngerð.
„Breska stjórnin . . . vonarað
hin nýja stjóm hans muni
tryggja að sami skriður haldist
á friðarferlinu,“ sagði í
yfirlýsingunni.
Varað við minnsta fráviki
Egyptar sögðu að Netanyahu
ætti vart annars kost en að varð-
veita friðinn. Nabil Osman, tals-
maður egypsku stjórnarinnar,
sagði að kosningarnar væru inn-
anríkismál ísraela, en friðar-
ferlið söguleg þróun, sem ekki
yrði snúið við: „Minnsta frávik
frá friðarferlinu mundi kalla
fram mikil viðbrögð gegn ísrael-
um í þessum heimshluta."
Jórdanar höfðu látið koma
fram að þeir styddu Peres og
stjórnvöld þar óttast nú minnk-
andi fylgi heima fyrir við friðar-
samkomulagið, sem Hussein
Jórdaníukonungur gerði við
ísraela 1994.
Opinberlega segja jórdanskir
stjórnarerindrekar að samstarf
við Likud-Bandalagið verði ekki
vandamál, en bak við tjöldin lýsa
þeir yfir áhyggjum og spá því
að erfiðast verði að ná sam-
komulagi við Sýrlendinga og
það þýði að ekki náist samkomu-
Iag við Libana þar sem ráða-
menn í Damaskus hafi tögl og
hagldir í Líbanon.
Farouk Kaddoumi, háttsetur
embættismaður í Frelsissamtök-
um Palestínu (PLO), sagði að
úrslitin sýndu að hugmyndin um
frið hefði ekki náð að festa ræt-
ur í ísrael. „Hugmyndin um að
nema land og hrifsa land er enn
ríkjandi í ísraelsku þjóðfélagi,"
sagði Kaddoumi.
Dagblöð í ríkjunum við Persa-
flóa sögðu að sigur Netanyahus
gæti tafið friðarferlið og jafnvel
leitt tO afmarkaðra átaka.
Dagblaðið Al-Medina í Saudi-
Arabíu sagði að þeir, sem hefðu
greitt Netanyahu at-
kvæði . . . „hafa í raun greitt
atkvæði gegn Oslóar-samkomu-
laginu og Miðausturlöndum".
I dagblaðinu al-Bilad sagði að
hálfkaraður friður, sem þröngv-
að yrði upp á araba mundi ekki
tryggja öryggi ísraela, heldur
„aðeins tefja augnablik spreng-
ingarinnar stuttlega“.