Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Árnastofnun
Skarðsbók postulasagna
send utan til viðgerðar
RÍKISSTJÓRNIN hefur sam-
þykkt að heimila flutning
Skarðsbókar postulasagna úr
Arnastofnun til viðgerðar í Bret-
landi. Sigurgeir Steingrímsson
aðstoðarforstöðumaður Árna-
stofnunar segir að viðgerðin
muni kosta rúmar þrjár milljónir
króna og verður bókin send utan
í haust.
Skarðsbók postulasagna er
myndskreytt handrit frá þriðja
fjórðungi 14. aldar og var keypt
á uppboði í Lundúnum árið 1965.
Islensku bankarnir keyptu bók-
ina á 36.000 pund úr sameigin-
legum sjóði og gáfu þjóðinni.
Sigurgeir segir að handritið sé
eitt fárra sem Árni Magnússon
náði ekki i og því hafi það orðið
eftir á Skarði á Skarðsströnd
fram á 19. öld. Hvarf handritið
síðan án þess að til spyrðist þar
til það fannst í fórum bresks
bóksala um miðja öld.
Gert var rækilega við Skarðs-
bók postulasagna, sem var illa
farin, og hún bundin inn eftir
kaupin, og segir Sigurgeir að Iím
á skinnbótum hafi nú gefið sig.
*
Urslitatilraun til samkomulags í Smugudeilunni
Rússar bjóða meiri
veiðiheimildir en áður
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að næstu daga verði
gerð úrslitatilraun til að ná samning-
um um veiðar íslenskra skipa í
Smugunni í Barentshafi. Hann segir
að Vladímír Korelskí, sjávarútvegs-
ráðherra Rússlands, hafi á fundi
þeirra í gær lýst áhuga á að leysa
deiluna og boðið íslendingum meiri
veiðiheimiidir en áður.
„Þetta er í fyrsta skipti í iangan
tíma sem fram koma hlutir sem
vekja bjartsýni," segir Halldór um
fund þeirra Korelskís. „Ég tel að
sjávarútvegsráðherra Rússlands hafi
eftir þessa heimsókn og kynni sín
af íslandi sýnt mikinn vilja til að
leysa þetta mál og sé jafnframt mjög
áhugasamur um að auka samskipti
okkar á sviði fiskveiða og fisk-
vinnslu. Okkur hefur verið það ljóst
í langan tíma að tregða hefur verið
á því að auka samskiptin vegna þess-
arar deilu, meðal annars að því er
varðar löndun á fiski hér. Rússar
hafa hins vegar aldrei gengið svo
langt, eins og þeir létu skína í á tíma-
biii, að stöðva öll viðskipti við ís-
Morgunblaðið/Kristinn
VLADÍMÍR Korelskí afhenti
Halldóri Ásgrímssyni viður-
kenningu fyrir framlag hans
til góðra samskipta milli land-
anna á sviði sjávarútvegsmála.
land. Þeir hafa hinsvegar ekki viljað
auka þessi samskipti að neinu marki.
Sjávarútvegsráðherrann telur sig
ekki geta hvatt til þess á meðan
þessi deila stendur en hefur núna
mikinn hug á því að reyna að finna
lausn á henni.“
Viðræður á næstunni
Halldór segir að rússneski sjávar-
útvegsráðherrann hafi verið með
„opnanir" sem hann telur að geti
orðið mjög þýðingarmiklar. Hann
játar að Rússarnir hafi boðið meiri
kvóta en áður en er ekki tiibúinn til
að ræða nánar hvað í því felst.
Utanríkisráðherra mun hitta ut-
anríkisráðherra Noregs á sunnu-
dagskvöld eða mánudagsmorgun í
tengslum við fund Atiantshafs-
bandalagsins í Berlín og aðiiar munu
ræðast frekar við á næstunni. „Við
munum freista þess að ná samkomu-
lagi. Nú er úrslitastund í málinu.
Annað hvort náum við samkomulagi
á næstunni eða ekki. Ef það verður
ekki núna eru engin líkindi tii þess
að hægt verði að taka upp þennan
þráð á sama grundvelli á nýjan leik.
Þá er líklegt að fleiri aðilar blandist
inn í málið og við myndum lenda
aftur á byrjunarreit," segir Halldór
Ásgrímsson.
Metdagur
á Verð-
bréfa-
þingi
VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi
í gær urðu hin mestu sem átt
hafa sér stað á einum degi á
þinginu frá upphafi. Heildar-
* viðskipti dagsins námu 1.788
milljónum króna og eru það
200 milljónum króna meiri
viðskipti en áttu sér stað þann
6. október 1994, sem var
veltuhæsti dagurinn fram til
þessa, að því er segir í frétt
frá Verðbréfaþingi Islands.
Mest urðu viðskipti með
ríkisvíxla en þau námu 1.238
milijónum króna. Næst á eft-
ir komu viðskipti með spari-
skírteini, en þau námu 369
milljónum. Viðskipti með
hlutabréf voru hins vegar í
minna lagi, námu alls 11
milljónum króna í gærdag.
Ársveltan stefnir í
rúma 100 milljarða
Heildarviðskipti í maímán-
uði námu tæpum 12 milljörð-
um króna og er þetta annar
veltuhæsti mánuður í sögu
þingsins. Mestu viðskipti
fram til þessa í einum mán-
uði áttu sér stað í október í
fyrra, en þau námu 13,4 millj-
örðum króna.
Heildarviðskipti á Verð-
bréfaþingi fyrstu 5 mánuði
ársins námu rúmlega 44
milljörðum króna og eru það
um 63% af veltu alls ársins
í fyrra. Mestu ársviðskipti
nema röskum 86 milljörðum,
árið 1994, en ætla má að
heildarviðskipti þessa árs fari
yfir 100 milljarða króna með
sama áframhaldi.
Morgunblaðið/Sverrir
Listahátíð
hafin
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1996
var sett við hátíðlega athöfn í
Listasafni íslands í gærkvöldi.
í boði eru um sextíu listviðburð-
ir og munu um eitt þúsund lista-
menn, þar af um fimm hundruð
erlendir, koma við sögu. Hefur
fjöldi listamanna ekki í annan
tíma verið eins mikill.
Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra setti hátíðina en
síðan opnaði verndari hennar,
frú Vigdís Finnbogadóttir for-
seti íslands, sýningu á verkum
austurrísku myndlistarmann-
anna Egons Schiele og Arnulfs
Rainers. Var sá síðarnefndi við-
staddur athöfnina ásamt
menntamálaráðherra Austur-
ríkis, frú Elisabeth Gehrer, sem
hér er fyrir miðri mynd.
Samtök iðnaðarins senda ráðherra bréf vegna áhuga Spánverja á að kaupa Sementsverksmiðjuna
Eðlilegra að selja hluta-
bréf á almennum markaði
STJÓRN Samtaka iðnaðarins hefur
sent iðnaðarráðherra bréf þar sem
því er beint til ráðherra og einkavæð-
ingarnefndar að hlutabréf í Sem-
entsverksmiðjunni hf. á Akranesi
verði, þegar þar að kemur, boðin til
sölu á almennum markaði, með það
fyrir augum að fyrirtækið verði í
framtíðinni almenningshlutafélag.
Almennt eigi ekki að selja ríkisfyrir-
tæki án undangengins útboðs.
Þá segir í bréfinu að Sementsverk-
smiðjan hafi markaðsráðandi stöðu.
„Með sölu á markaðsráðandi fyrir-
tæki eru kaupendur framleiðslunnar
berskjaldaðir fyrir verðákvörðunum
nýrra eigenda. Eins geta nýir eig-
endur fyrirvaralaust ákveðið að
leggja niður framieiðsluna, en nota
dreifikerfi Sementsverksmiðjunnar
hf. til þess að selja og dreifa inn-
fluttu sementi."
Stjórn Sementsverksmiðjunnar
fjallaði á fundi sínum í gær um er-
indi frá iðnaðarráðuneytinu, þar sem
óskað var upplýsinga um markaðs-
aðstæður og framtíðarhorfur verk-
smiðjunnar. Fram hefur komið að
spænskt fyrirtæki, sem á og rekur
sementsverksmiðjur víða um heim,
hefur lýst áhuga á því við íslensk
stjórnvöld að kaupa meirihluta í
Sementsverksmiðjunni, sem er
hlutafélag en að fullu í eigu ríkisins.
Þórir Páll Guðjónsson, stjórnar-
formaður Sementsverksmiðjunnar,
sagði að erindi iðnaðarráðuneytisins
hefði ekki borist fyrr en daginn fyr-
ir stjórnarfund, eða á fimmtudag,
svo lítt hefði verið hægt að undirbúa
máiið, en erindinu yrði að sjálfsögðu
svarað. „Hugsanleg sala á hlutum í
verksmiðjunni er ekki á verksviði
stjórnar, heldur þarf Alþingi að taka
slíka ákvörðun.“
Þórir Páll sagði hrifningu manna
á hugsanlegri sölu til spænska fyrir-
tækisins mismikla, eins og eðlilegt
væri. „Eflaust er hægt að tína til
bæði kosti og galla við hugmyndir
spænska fyrirtækisins. Sjálfur þekki
ég ekki til þess, en mér þætti eðli-
legt að selja hlutabréf í Sements-
verksmiðjunni á almennum markaði,
svo innlendir aðilar eigi þess kost
að taka þátt í þeim kaupum."
Guðjón Guðmundsson alþingis-
maður, sem sæti á í stjórn verksmiðj-
unnar, sagði að fréttir af áhuga
spænsks fyrirtækis hefðu komið flatt
upp á menn. Hann benti á, að sala
á hlut í verksmiðjunni hefði ekki
komið til tals á Alþingi og heimildará-
kvæði í þá veru væru ekki í fjárlögum.