Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 SANDRA DROFN BJÖRNSDÓTTIR + Sandra Dröfn Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 15. mars 1979. Hún lést af slysförum á Sauðárkróki 13. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hofsós- kirkju 18. maí. Þegar ég frétti að Sandra væri dáin var eins og allt yrði tómt í "lcringum mig. Þennan mánudag var ég í besta skapi því ég hafði verið að klára síðasta prófið mitt líkt og Sandra fyrr um daginn, en hún var þá þegar á leiðinni heim. Þessi dag- ur breyttist svo skyndilega í ömur- legasta dag lífs míns. Ég hefði aldr- ei getað ímyndað mér að svona lag- að gæti gerst og það þá sérstaklega þegar svona ung og yndisleg stúlka átti í hlut, sem átti alla framtíðina fyrir sér. Ég á aldrei eftir að gleyma síð- asta skiptinu sem ég sá Söndru, né síðustu orðunum: „Við sjáumst heima." Þá var stutt í próflokin og itilhlökkunin skein af henni þann dag. Við Sandra kynntumst reyndar sumarið áður en ég flutti á Hofsós, en það var í Landsbankahlaupinu í Reykjavík sumarið 1990. Ég stóð í biðröð sem hafði myndast þegar ég var allt í einu spurð hvað ég héti og fyrir aftan mig stóð sælleg og freknótt stúlka á mínum aldri með sítt og fallegt hár og við hlógum í hvert sinn sem við minntumst þessa dags. Sandra var frábær vinkona. Hún var alltaf ákveðin og sterk og ■oftast skein lífsgleðin af henni. Hún hafði mikið þor og gerði alla hluti vel sem hún lagði fyrir sig. Við áttum margar skemmtilegar stund- ir saman og vildi ég óska að þær hefðu orðið fleiri. Raunveruleikanum er erfitt að kyngja og maður getur ekki annað en spurt: „Af hveiju?" En svörin eru fá og maður situr eftir sár og svekktur með allar framtíðaráætl- animar sem aldrei munu komast í verk og allar minningarnar sem þjóta um hugann. Elsku Sandra, ég veit að þú ert á góðum stað og ég veit að einn góðan veðurdag munum við hlæja saman á ný. > En sá sorgarviðburður gerðist einnig að pabbi hennar Söndru lést tæpum tveim vikum á eftir henni eftir erfiða bar- áttu við veikindi. Bassi var indæll maður og góður faðir og ég veit að þau feðgin eru nú saman á ný á góðum stað. Elsku Sigrún, Krist- ín, Bogga, Hafdís, vin- ir og ættingjar, megi Guð styrkja ykkur í þessari miídu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem) Álfheiður Snæbjörnsdóttir. Það er alveg víst að ég mun aldr- ei gleyma mánudeginum 13. maí, deginum þegar hringt var til mín til Reykjavíkur og mér sagt að Sandra vinkona mín hefði látist í bflslysi fyrr um daginn. Ég trúði þessu ekki og enn í dag fínnst mér þetta jafn ótrúlegt. Það gat ekki verið að það væri búið að taka þig frá okkur, þú varst of ung og áttir eftir að gera svo -margt, hlutverki þínu hér gat ekki verið lokið. Það er gaman að hugsa um allt sem við gerðum saman og ótrúlega gott að eiga þessar minningar þótt svo erfítt sé að rifja þær upp án þess að fínna til hræðilegs saknað- ar. Þú varst alitaf svo dugleg og drifandi í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og vissir vel hvað þú vildir og hver skoðun þín var í ýmsum málum. Það er erfítt að hafa þig ekki lengur héma hjá okkur en vilja Guðs getum við ekki breytt. Drott- inn geymir þig hjá sér og ég veit að hann mun hugsa vel um þig. Ég vil trúa því að við eigum eftir að hittast aftur á góðum stað, en þangað til leiðir okkar liggja saman á ný mun ég minnast þín í hjarta mínu og huga því ég mun alltaf muna árin 17 sem við áttum saman. Elsku vinkona, minning þín lifír að eilífu. Guð geymi þig. Sólveig, Hofsósi. t Elskuteg móðir okkar, SVANHILDUR SIGFÚSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, fyrrv. húsfreyja í Gröf, Höfðaströnd, Skagafirði, lést miðvikudaginn 29. maí. Jón Ólafsson, Sigfús Ólafsson, Sigríður Ólaf sdóttir, Edda Ólafsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við and- lát og útför EIRÍKS TRYGGVASONAR bónda frá Búrfelli, Miðfirði, V-Hún., sfðast til heimilis t Furugrund 68, Kópavogi. Guðrún Guðmundsdóttir, Tryggvi Eiriksson, Guðmundur Eiríksson, Flosi Eiriksson, Jón Eiríksson, Þórunn Eiríksdóttir, Guðjón Eiríksson, Helga Eiríksdóttir, Milla Hulda Kay, Anna Sigurðardóttir, Sigurbjörg Geirsdóttir, Þorgeir Gunnlaugsson, Harpa Jónsdóttir, Jósef Pálsson og barnabörn. + Björn Sigurður ívarsson var fæddur á Hofsósi 9. janúar 1942. Hann lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki aðfara- nótt sunnudagsins 26. maí síðastliðinn. Foreldrar Björns voru Ivar Skarphéð- inn Björnsson frá Hofsósi, f. 6.9. 1918, d. 7.12. 1991, og Aðalbjörg Rósa Kjartansdóttir frá Hvammi í Þistilfirði, f. 10.9. 1917, d. 29.10. 1983. Systkini Björns eru Ævar Rafn, f. 24.9. 1940, d. 17.4. 1971, maki Guðlaug Káradóttir, þau eiga fjóra syni; Kjartan Már, f. 23.4. 1943, maki Sigríður Óskarsdóttir, þau eiga þrjú börn; Jónína Guðrún Ragnhild- ur, f. 3.6. 1944, maki Hörður Jóhannesson, þau eiga þrjú börn; Herborg, f. 9.12. 1948, maki Björn Gústafsson, þau eiga þrjú böm; og Indriði Her- mann, f. 11.7.1951, maki Krist- jana Steinþórsdóttir, þau eiga fjögur börn. Hálfsystkini Bjöms samfeðra em Ábjörg, f. 19.1. 1940, maki Jón Sigurðsson; Kol- brún, f. 29.4. 1959, maki Þór Þórarinsson, þau eiga þijú böm, og Hekla, f. 8.7. 1961, maki Sig- Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst Ijós á villuvegi, viti á minni ieið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku afí minn, takk fyrir allar stundirnar okkar saman og allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Núna ert þú kominn til guðs og Söndru okkar. Ég ætla að passa hana ömmu mína vel og vera góður drengur. Þinn, Bjöm Emil. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifír samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þinu heita stóra hjarta, þá helstu tiyggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsd.) Skilafrestur minningar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. urður Stefnisson, þau eiga eitt bam. Hinn 28. desem- ber 1968 kvæntist Bjöm Sigrúnu Siguijónu Ivars- dóttur, f. á Sauðár- króki 17.9. 1948. Hún er dóttir hjón- anna Kristínar Sig- þrúðar Siguijóns- dóttur og Ivars Antonssonar. Sig- rún og Bjöm eign- uðust fjórar dætur. Þær em Kristín Sigþrúður, f. 10.11. 1968, maki Skúli Skúlason, þau eiga eina dóttur, Kolbrúnu Sif, f. 30.3. 1994; Aðalbjörg Jóna, f. 17.10. 1969, maki Valur Júl- íusson, hún á soninn Bjöm Emil, f. 29.1. 1988; Hafdís Hrönn, f. 9.10. 1971, maki Valdimar Júl- íusson, og Sandra Dröfn, f. 15.3. 1979, d. 13.5. 1996. Á yngri árum stundaði Björa sjómennsku á bátum frá Hofsósi og fór einnig á vertíðir. Einnig var hann einn þriggja stofnenda saltfiskverkunar á Hofsósi. Síð- ar átti hann vömbíl og hlut í gijótmulningsfyrirtæki og vann mikið við vegavinnu og aðra jarðvinnslu. Útför Bjöms fer fram frá Hofsóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hann Bassi vinur okkar er horf- inn af þessu jarðneska lífí langt um aldur fram. Það voru mikil sorgar- tíðindi þegar okkur voru sagðar þessar fréttir enda stutt á milli högga. Það er ekki nema rúm vika síðan við stóðum við gröf dóttur hans sem var okkur svo kær. Eitt er víst að þú ferð beint í ljós- ið því verkin þín bera ekki vitni um annað. Og verður þar eflaust gleði- fundur hjá ykkur feðginunum. Bassi átti alltaf létt með að slá á létta strengi í góðra vina hópi og var þá hrókur alls fagnaðar. Ekki þurfti að biðja hann nema einu sinni er mann vantaði hjálpar- hönd, það var allt jafn sjálfsagt. Þau voru ófá handtökin hans í heyskapn- um og við ýmis önnur störf í sveit- inni hjá okkur. Bassi átti oft erfiðar stundir í baráttu sinni við illkynja sjúkdóm síðasta misseri, það vissum við vel því hann kom svo oft hingað inneft- ir til okkar og ekki síst nú í vetur til að sækja styrk. En hann bar þessar raunir mest með sjálfum sér og var ekki á því að gefast upp. Við biðjum Bassa vin okkar guðs blessunar og þökkum honum sam- fylgdina. Minningin um þig mun gefa okkur styrk á erfiðum stund- um. Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, er gleðin skín á vonar hýrri brá? Eins og á vorin laufí skrýðist lundur, lifnar og glæðist hugarkætin þá. Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa í bijóstum sem að geta fundið til. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradöggvar falla stundum skjótt, og vinir berast burt með tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. Því er oss best að forðast raup og reiði og ijúfa hvorki tryggð né vinarkoss. En er vér sjáum sólskinsblett í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss. (Jónas Hallgr.) Við sendum eiginkonu hans, Sig- rúnu, dætrum þeirra, Hafdísi, Boggu og Kristínu, og barnabörn- um, Birni Emil og Kolbrúnu Sif, þær hlýjustu kveðjur sem við eigum til og biðjum Guð að styrkja þau. Samúðarkveðjur sendum við einnig öllum öðrum vinum Bassa og vandamönnum. Megi Guð leggja líkn_með þraut. Ásgrímur, Arnbjörg og dætur. Þegar maðurinn með ljáinn geys- ist af stað og heggur djúp skörð með svo stuttu millibili á sama stað, stöndum við sem eftir erum hérna megin strandarinnar magnvana og orðlaus yfír því hversu mikið er lagt á eina fjölskyldu. Þá vakna spum- ingar um hver sé tilgangurinn að leggja á fólk slíka raun sem þessa, en Björn lést aðeins viku eftir að dóttir hans Sandra Dröfn var borin til grafar eftir hræðilegt slys 13. maí sl. aðeins 17 ára gömul. Við vissum að Björn gekk ekki heill til skógar. Með æðruleysi hefur hann háð hetjulega baráttu við krabba- mein í nokkur ár og fyrir dyrum stóð stór aðgerð þegar kallið kom. Þar fór góður drengur allt of fljótt. Með fátæklegum orðum viljum við þakka þér Bassi minn fyrir okkar góðu kynni í þau fáu ár sem við áttum samleið, og þær ánægjulegu samverustundir sem við áttum sam- an með fjölskyldum okkar. Kynni okkar hófust þegar Kristín eista dóttir þín og sonur okkar Skúli stofnuðu heimili. Það leyndi sér ekki strax við fyrstu kynni hvern mann þú hafðir að geyma, þú varst með afbrigðum ljúfur maður, lítillátur, staðfastur og höfðingi heim að sækja, sem sonur okkar naut í ríkum mæli og við reyndar líka, því ekkert var sjálfsagðara í hugum ykkar Sig- rúnar en að taka við gestum og gangandi hvemig sem á stóð að ís- lenskum sveitasið. Syni okkar reyndist þú hinn besti tengdafaðir og em ófáar ánægjustundirnar sem hann hefur átt í Hofsósi hjá ykkur Sigrúnu og fjölskyldunni. Sameig- inlega eigum við sólargeisla Kol- brúnu Sif sem kemur til með að sakna góðs afa og Söndru elskulegr- ar frænku sinnar í Hofsósi sem bæði sýndu henni svo mikla hlýju og umhyggju. En góðar minningar eru dýrmætar og er það okkar sem eftir lifum að halda þeim uppi um ókomin ár. Elsku Sigrún, Kristín mín, Hafdís og Aðalbjörg, nú hefur Sandra tek- ið á móti pabba sínum á ströndinni hinum megin. Þeirra verður sárt saknað, en dýrmætar minningar- perlur sem aldrei eyðast lifa um ástríkan eiginmann, föður og afa, og yndislega dóttur, systur og frænku, og veita huggun í sorginni. Megi Almættið gefa ykkur styrk og blessun í gegnum þennan erfiða tíma. Við og fjölskylda okkar vott- um ykkur dýpstu samúð. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem) Anna og Skúli. Fegurð okkar byggðarlags er mikil á þessum árstíma þegar sólar- gangurinn er hvað lengstur og kvöldfegurðin er óviðjafnanleg er sól gengur til viðar og gylltir logar hennar leika um spegilsléttan haf- flötinn, eyjarnar á Skagafirði og fjallahringinn. Þrátt fyrir alla þessa fegurð vitum við tvennt: Að við munum syrgja, jafnframt því að við verðum fyrir vonbrigðum, og að dauðinn bíður okkar. Þess utan er lífshlaup og örlög okkar flestum eða öllum hulið. Bassi minn, Að lokum vil ég að- eins þakka þér góða viðkynningu og ekki síst nú síðast þegar þú og þín fjölskylda, brugðust við á mjög drengilegan hátt í garð bróður míns eftir hið hörmulega umferðarslys mánudaginn 13. maí sl. þá dóttir þín, Sandra Dröfn, beið bana. Sig- rún, sorg þín er mikil. Á þig og þína hefur mikið verið lagt. Það þarf mikinn styrk og jákvætt hug- arfar til að vinna úr því sem að höndum þínum hefur borið að und- anfömu. Ég bið Guð að blessa minninguna um dóttur þína og eiginmann. Jafn- framt að hann veiti þér og fjöl- skyldu þinni styrk. Guðm. Óli. MIIMIUHMGAR________ BJÖRN SIGURÐUR ÍVARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.