Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LÁGIR gluggar á jólahúsinu auðvelda börnunum að kíkja inn í jólalandið, en grýlukerti á þakskeggi og risavaxið lakkrískonfekt setja líka svip sinn á húsið. SVALBARÐSSTROND Sumarhús til leigu gegnt Akureyri. Húsið er fullbúið með rúmum fyrir 9 manns og er 8 km frá Akureyri. Nánari upplýsingar veita Haraldur og Sigurbjörg í síma 462 4921. Til sölu Hafnarstræti 96, (París) Akureyri. Jól allt árið í Eyjafjarðarsveit JÓLAGARÐURINN skammt frá Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit var opnaður í sól og sunnan- vindi í gær, en þar munu jólin ráða ríkjum allt árið um kring. Eigendur Jólagarðsins eru hjónin Benedikt Ingi Grétars- son matreiðslumeistari og smið- ur og Ragnheiður Hreiðarsdótt- ir húsmóðir en þau búa ásamt þremur börnum sínum að Sléttu í Eyjafjarðarsveit, steinsnar frá garðinum. Þau hafa undanfarin ár rekið Hótel Vin á Hrafnagili í félagi við Hreiðar bróður Ragnheiðar og konu hans Þór- dísi Bjarnadóttur. Sveitarstjórinn í Eyjafjarðar- sveit, Pétur Þór Jónasson opn- aði garðinn formlega með því að taka upp , jólapakka", skilti sem komið er fyrir við veginn að Jólagarðinum. Sagði hann m.a. við það tækifæri að frábær- lega vel hefði tekist til með uppbyggingu garðsins og já- kvæð áhrif hans á atvinnulíf í sveitarfélaginu þegar komin í ijós, en munir handverksfólks eru seldir þar. Þá taldi hann tilkomu hans vera jákvæða við- bót í uppbyggingu ferðaþjón- ustu á svæðinu. Jólaöl og laufabrauð Við opnun garðsins voru leik- in jólalög fyrir gesti og þá af- hjúpaði ung og efnileg eyfirsk listakona, Sunna Björk ellefu jólatákn sem komið hefur verið fyrir við bílastæði við garðinn. Jólagarðurinn er lítið hús og TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI Sveins Heiðars er tíu ára um þess- ar mundir og af því tilefni efnir fyrirtækið til sýninga á fjóriim ibúðum á mismunandi byggingar- stigi við Huldugil í Giljahverfi nú um helgina, í dag og á morgun og einnig þá næstu, dagana 8. og-9. júní. Sýningin stendur yfir frá kl. 9 til 17 alla sýningardagana. Fyrirtækið hefur áður staðið fyrir slíkri kynningu á íbúðum sínum og komu þá um 3.500 manns til að skoða. Á kynning- unni nú verða sýnd listaverk eftir Guð- mund Ármann, Ölur hf. hefur smíðað allar innréttingar í íbúð- irnar sem sýndar verða, húsgögn verða starf við okkar kaupendur og þeir eru með í ráðum um hvernig íbúðin endanlega lítur út. Við gerum allt til að mæta óskum okkar viðskiptavina, því þarfir þeirra eru mismunandi," sagði Sveinn Heiðar. >ms m Morgunblaðið/Kristján SVEINN Heiðar í stofunni í einni af íbúðunum við Huldugil sem sýndar verða tvær næstu helgar. frá Önd- vegi, ýmsar vörur frá byggingar- vörudeild KEA, Trésmiðjunni Berki, heimilistæki frá AEG og skilti frá gullsmíðastofunni Skarti. Sextíu íbúðir á tíu árum Sveinn Heiðar Jónsson fram- kvæmdastjóri sagði að fyrirtækið hefði einkum staðið að bygging- um raðhúsaíbúða og byggt um 60 slíkar frá upphafi. Helstu breytingarnar á þessu tímabili sagði hann vera að íbúðunum væri í auknum mæli skilað full- búnum til kaupenda nú til dags. „Við leggjum höfuðáherslu á að klára sem allra mest áður en kaupandi fær íbúðina í hendur, en við höfum ævinlega gott sam- Fyrirtækið fékk lóðir við Huldu- gil og hefur séð um alla verk- þætti, allt frá hönnun hverfisins og til lagningu gatna, en íbúamir sjá um að gera leiksvæði og torg sem er fyrir miðju hverfisins. í fyrsta reitnum sem fyrirtækið fékk voru byggðar 15 íbúðir, þá eru 16 íbúðir í þeim reit sem nú er að ljúka og þegar hefur verið hafist handa við byggingu íbúða í þeim þriðja, en þar verða 16-17 íbúðir. Allar íbúðirnar eru á einni hæð, þær eru seldar frá því að vera til- búnar undir málningu og upp í að vera fullbúnar. Stærð þeirra er frá 84 fermetrum til 140 fer- metra auk bílskúrs, en áföst bif- reiðargeymsla fylgir hverri íbúð. Morgunblaðið/Kristján HJÓNIN Ragnheiður og Benedikt eigendur Jóiagarðsins í, jólaskapi". garður umhverfis það. Húsið er hið sérkennilegasta, gluggar lágir, ofvaxinn arinn, grýlukerti á þakskeggi og lakkrískonfekt af stærri gerðinni á þakinu. Innan dyra má finna blöndu af íslensku handverki og varningi "íða að úr heiminum. Skjólgarð- ur er umhverfis húsið og getur fólk keypt sér veitingar, jólaöl, laufabrauðskökur eða önnur sætindi eða tekið með sér nesti. Hugmyndin að Jólagarðinum kviknaði á liðnu ári og hefur undirbúningur og bygging hússins staðið yfir í vetur með góðri hjálp veðurguða, ættingja og vina þeirra Benedikts og Ragnheiðar. Lítil hækkun á rekstrarkostnaði FSA á síðustu árum Arangur aðhalds, sparn- aðar og hagræðingar HALLDÓR Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, sagði á árs- fundi FSA í vikunni athyglisvert að sjá hversu lítið rekstrarkostnað- ur hefði hækkað á síðustu árum þrátt fyrir aukna starfsemi, en það undirstrikaði í reynd það aðhald, sparnað og hagræðihgu sem beitt hefði verið með árangri á liðnurn árum. „Með samstilltu átaki allra starfsmanna og stjórnenda hefur tekist að stýra rekstrinum innan þess ramma sem stofnuninni hefur verið settur, þrátt fyrir skerðingar á fjárveitingum á hverju ári. Á sama tíma hefur tekist að taka upp nýja starfsemi eða auka aðra sem fyrir hefur verið,“ sagði Halldór. Fram kom í máli hans að á síð- ustu 7 árum hefði stöðuheimildum við sjúkrahúsið fjölgað um liðlega 16% en rekstrarkostnaður nettó á föstu verðlagi ejnungis hækkað um rúmlega 9%. Á sama tíma hefði kostnaður á legudag á föstu verð- lagi lækkað um tæp 17%. Margvís- iegur árangur hefði því augljóslega náðst í rekstri og starfsemi sjúkra- hússins á undanförnum árum. Áætlanir til lengri tíma en eins árs Halldór telur afar mikilvægt að ákvarðanir og stefna í heilbrigðis- málum liggi fyrir með góðum fyrir- vara og áætlanir séu gerðar til lengri tíma en eins árs í senn. Vissulega hefði margt áunnist á síðustu misserum í áætlanagerð og fjármálastjórn ríkisins en gera þyrfti enn betur, þriggja til fimm ára áætlanir væru nauðsynlegar þar sem meginlínur yrðu lagðar varðandi framkvæmdir og rekstur og stjórnendum á hveijum stað þar með ljóst innan hvaða ramma starfsemi skuli vera og hver sé staða viðkomandi stofnunar. Þá sagði hann ekki síður mikilvægt að íbúar landsins vissu hvers vænta mætti í þjónustu opinberra aðila. Stöðugildi við FSA eru um 460 talsins, en töluverður hluti vinnur í hlutastarfi þannig að á sjöunda hundrað starfsmanna starfa hjá stofnuninni. Sjúkrarúmin eru 214 talsins og á síðasta ári var sjúkl- ingafjöldinn um 4.700. Opið alla virka daga frí kl. 10-12 og 13-17. Sími 462 1878. Myndriti46l 1878. Hermann Jónsson, sölustjórí, hs. 462 5025. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars tíu ára Kynning á íbúðum við Huldugil Glæsilegt hús í miðbænum. Hugsanlegt er að selja einnig Klæðaverslun Sigurðar Guðmundssonar og Blómabúðina Laufás. Fasteignasalan ehf., Gránufélagsgötu 4, Akureyri. MESSUR AKUREYRARPRESTA- KALL: Messað verður. í Akur- eyrarkirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 11. GLERÁRKIRKJA: Sjó- mannaguðsþjónusta á morgun kl. 11. Kristjana Þ. Ólafsdóttir flytur hugleiðingu. Heiðrun fer fram. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund kl. 19.30 á morg- un, samkoma kl. 20. Nemend- ur frá Biblíuskólanum Troens Bevis í Noregi taka þátt. H VÍT ASUNNUKIRKJ AN: Miðnætursamkoma í Dyn- heimum í kvöld kl. 23. Safnað- arsamkoma á morgun kl. 11, ræðumaður Adreas frá Nor- egi, vakningarsamkoma kl. 20. Sameiginleg samkoma kl. 20.30 á þriðjudag, og einnig á fimmtudag á sama tíma með KFUM og K. Kristniboðssam- korna á föstudag kl. 20.30, Lilja Óskarsdóttir talar og sýn- ir myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.