Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ I LAUGARDAGUR l. JÚNÍ 1996 2 7 I TDGIMUN A HEILA Tölvuleikir sem Tolvuleik- IR eru yfirleitt strákaleikii', þ.e. markaðssetning þein'a og framleiðsla er yfirleitt miðuð við pilta á gelgjuskeið- inu sem hafa helst yndi af hugsunarlitl- um hamagangi; að skjóta og drepa er þeirra aðal. Vissu- lega er gaman að skjóta og drepa í tölvuleikjum og margir minnast með hlýju Doom-tvíleiks- ins, þar sem mátti skjóta óferskjur í tætlur með tilheyi'andi dauðahrygl- um og veinum; vaða blóð og líkams- hluta í mitti — það eina sem þurfti að gera til að komast áfram í leikn- um var að drepa allt sem hreyfðist áður en það drap þig. Eftir því sem líður á tölvuöld falla þó fleiri fyi-ir leikjum sem krefjast hugsunar og með mest seldu leikjum síðustu ára er einmitt einn slíkur, Myst. I kjöl- far hans feta fleiri, nú síðast Zork: Nemesis, sem gerir meiri kröfur til hugsunar en fingrafimi. Zork-leikjasyi'pan er DOD-vin- um að góðu kunn, því fyrstu fimm leikirnir sem gerðust í Zork voru textaleikir, þ.e. notandinn skrifaði leiðbeiningar til tölv- unnar og fékk niður- stöðuna skrifaða á skjáinn jafnóðum. A tímum ólæsis, menn- ingarlegu sem öðru, er ekki unnt að haga málum þann veg og sjötta útgáfa af Zork, sem hét Reyturn to Zork, var mynd- skreytt afbrigði, að mörgu leyti klunna- legt og erfitt viður- eignar, en seldist metsölu; líklega til DOS-unnenda sem voru að stíga skref inn í nútímann. Sjö- undi Zork-leikurinn kom svo út fyr- ir skemmstu og er afbragðs vel heppnaður; myndskreyttur af list- fengi og söguþráður svo margflók- inn að hætt er við tognun á heila að greiða úr. I ókunnum heimi Zork: Nemesis hefst í ókunnum heimi þar sem ekkert er sem það sýnist. Sennilega bregður flestum í brún þegar þeir fara að hreyfa sig, því málum er svo haganlega fyrir komið að leikandinn getur snúið sér viðstöðulaust í heilhring; tölvan er ævinlega með 360% mynd til- búna í minni og getur sýnt allt svið- krefjast hugsunar verða sífellt vand- aðri og flóknari. Arni Matthíasson kynnti sér sjö- unda kaflann í sögunni um Zork, sem hófst árið 2 PC og er fráleitt lokið. ið á örskotsstund. Það er eins gott að svimagjarnir láti vera að spreyta sig, en aðrir kunna eflaust vel að meta aukið raunsæi. Leiknum fylgir eins konar handbók eða missisbók þein-a sem farið hafa á und- an, en satt best að segja er hún iðulega frekar til trafala, þó þar megi finna sitthvað nytsamlegt. Zörk: Nemesis er flókinn leikur og um leið spennandi og um- hverfið er sérkennilegt, á köflum súrralískt, fjölmargar þrautir þarf að leysa og ýmsir koma við sögu. Til að þræla sér í gegnum leikinn þarf góðan tíma og það er svo sannarlega nóg að gera, hann er á íjórum geisladiskum. Ekki þarf mikið til að gleyma sér svo gjörsamlega að kvöldi að þú rankar ekki við þér fyrr en þú heyrir Moggann detta inn um bréfalúguna í morg- unsárið. Helsti galli leiksins er eflaust hvað hann gerir miklar kröfur til tölvunnar, því ef vel á að vera þarf til 16 bita lit, öfluga Pentum-tölvu og nóg af minni. B.T. tölvur lögðu til leikinn Zork: Nem- esis, sem er úr smiðju Acti- vision. Hjá B.T. tölvum kost- ar hann 4.600 kr. „SJÓARiram SÍKÁTI" kynnir sjómannadagshátíd eins og þær gerast bestar úti á landi Grindavík skartar sínu fegursta og býður upp skemmtidagskrá við allra hæfi. Bláa lónið og Seltjörn á leiðinni til Grindavíkur. Helgarrúnturinn liggur til Grindavíkur, Bláa lónsins og Seltjarnar. Endalausir útivistarmöguleikar loMýAkdaýÍM* 1. íújhí "96 UHHBOnHBNH snmom \ Kl. 8:00 - 10:00 Verslunarmiöstödin Morgunganga: Út í óvissuna Kl. 11:00 Sundlaugin Víðavangshlaup og skemmtiskokk Kl. 13:00 - 17:00 Fyrirtækjakynning Húsatóftir, saltfiskverkun Kl. 13:00 Höfnin Þyrla frá Varnarliðinu sýnir björgunaratriði Kl. 15:00 Höfnin Skemmtisigling kl 17:00 Höfnin Kappróður Kl. 18:00 Hafur-Björninn Kerlingahlaup Veitingastaöirnir opnir með dýrindis fiskréttarmatseðla Kl. 22:00 - 03:00 Félagsheimilið Festi Dahsleikur 18 ára og eldri Greifarnir spila - Tiskusýning Sundlaugin opin - Bláa lónið opið Silungsveiði I Seltjörn - Húsatóftagolfvöllur opinn Leiktæki fyrir börnin á skólalóð Pöbbarölt á milli veitingastaða sem bjóða upp á skemmtun og dans allt kvöldið. Sýningar í menningarmiðstöð og skóla verða opnar frá kl. 14:00 - 22:00 og markaðstorg verður opið frá kl. 14:00 og fram á kvöld. Hestaleigan, vagnferðin, sjóstangaveiði og út flugið í þyrlu verða á sínum stað ef veður I SJómannada Frítt tjaldstædi og hjólhýsastæði rarp Grindavík n 104,5 ími 426 8340 Upplýsingasími ferðamála 426 7111 Veitingahúsin opin og strætó gengur um bæinn og upp í Bláa lón á kvöldin Öll dagskrá er háð breytingum og veðri úti á landi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.