Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU STARFSSTULKA Vinnslu- stöðvar með humarbakka. Morgunblaðið/Sigurgeir SIGHVATUR Bjarnason fer fyrir kynnisferð um Vinnslustöðina hf. sem nýlega var farin í tilefni af hlutafjárútboði. Vfo <lÍ b)Ó6<t loo VVMHMt í fovnbíÓÍM Ef þú tekur þátt í Hundaleiknum í Hagkaupi getur þú orðið einn af 200 vinningshöfum sem fá 4 boðsmiða á teiknimyndina ROKNA TÚLI með íslensku tali. Fylltu út þátttökuseðil í Hagkaup og skilaðu strax inn í þar til gerðan kassa. sunqmck fflHMlF m URVAl-UTSYN Takið þátt og góð a skemmtun! Vinnslustöðin hf. með sama magn af humri og alla vertíðina í fyrra 90 þúsund tonn í bræðslu á þessu ári REIKNAÐ er með að 90 þúsund tonn af hráefni fari í bræðslu hjá Vinnslu- stöðinni hf. á þessu rekstrarári. Það samanstandi af 73 þúsund tonnum af ioðnu og 17 þúsund tonnum af síld. í fyrra var landað 55 þúsund tonnum af loðnu og 12 þúsund tonn- um af sfld hjá Vinnslustöðinni hf. „Aukninguna má þakka betri skil- yrðum í loðnu- og síldveiðum," segir Sighvatur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar hf. „Við byggjurn afkomu okkar að miklu leyti á loðnu og síld og útlitið er mjög gott þannig að allt stefnir í að við náum meira magni á næsta ári en á þessu ári.“ Sighvatur segir að bolfiskveiðarn- ar hafi verið heldur hefðbundnar. „Við erum að veiða úthafskarfa og það hefur gengið vel eins og hjá öðrum,“ segir hann. „Við höfum tek- ið þá stefnu að vinna ekki annan bolfisk en úthafskarfa vegna þess að afkoman er döpur í hefðbundinni bolfiskvinnslu. Okkar bátar veiða kvótann og svo seljum við hann hæstbjóðandi.“ Hann segir að vinnslan sé bundin af vinnslu á úthafskarfa og humri eins og stendur og verði það fram eftir sumri. „Humarvertíðin hefur farið vel af stað hjá okkur,“ segir hann. „Við erum komnir með sama magn að landi og alla vertíðina í fyrra þannig að líkur eru á að vert- íðin verði með eðlilegum hætti á þessu ári.“ Sjómannadagsblað Austurlands kemur út SJÓMANNADAGSBLAÐ Aust- urlands kemur út í dag. Blaðið er um 100 blaðsíður að stærð og inniheldur á annað hundrað ljós- myndir. Efni er að vanda fjöl- breytt og kemur frá nær öllum þéttbýliskjörnum á Austurlandi og reyndar víða að. Greinarhöf- undar eru um tuttugu og meðal efnis má nefna hugleiðingu um sjóarafla og „söguskoðun" spak- vitringa eftir Vilhjám Hjálmars- son úr Mjóafirði, Gunnar Sigm- arsson frá Vopnafirði segir frá sjósókn í Vopnafirði á 19.öld, Vil- hjálmur Einarsson á Egilsstöðum segir sjóferðasögu, sr. Brynhildur Óladóttir á Bakkafirði segir sögu úr reynsluheimi viðvanings og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, flytur kveðju til sjó- manna auk ýmis annars efnis. Utan Austurlands verður blaðið selt í verslunum Eymundsson í Reykjavík og bókaverslunum á Akureyri, Húsavík, Vestmanna- FORSÍÐUMYNDIR tók Karl Hjelm í Neskaupstað. eyjum, ísafirði og víðar. Ritsljóri blaðsins er Kristján J. Kristjáns- son. Morgunblaðið/Muggur NORSKI síldarbáturinn Slatteroy H 12 AV að dæla úr nótinni í lögsögu Jan Mayen. Síldveiðar svipað- ar og í fyrra „ÞAÐ GENGUR ekki mikið núna eftir því sem ég hef frétt,“ segir Kristinn Sigurðsson, hjá Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupslað. „Það er heldur dauft yfir veiðunum. Ég held að það séu líka fáir bátar eftir á miðunum. Flestir eru komnir inn fyrir sjómannadaginn." 142 þúsund tonnum landað á vertíðinni Börkur er á leiðinni til hafnar í Neskaupstað með fullfermi eða 1250 tonn. „Það eru nokkrir bátar í viðbót sem versla við okkur,“ seg- ir Kristinn. „Sumir eru reyndar búnir með kvótann. Við erum komn- ir með um 15 þúsund tonn á þess- ari vertíð. Það er mjög svipað og í fyrra.“ Alls hefur tæpum 142 þúsund tonnum verið landað á þessari síld- arvertíð. Þar af hafa landanir úr erlendum skipum verið rúm 9.620 tonn. Heildarkvóti er 182 þúsund tonn og því eru 50 þúsund tonn eft- ir af aflaheimiidum. Hjá SR-Mjöli á Seyðisfirði hefur verið landað mestu á vertíðinni eða rúmum 16 þúsund tonnum. Næst kemur Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað með um 15 þúsund tonn og Hraðfrystihús Eskifjarðar með rúm 14 þúsund tonn. í Hraðfrystihúsi Þórshafnar hefur verið landað 11.584 tonnum, hjá SR-Mjöli á Raufarhöfn tæpum 11 þúsund tonnum og Loðnuvinnslunni hl'. í Fáskrúðsfirði rúmum tíu þúsund tonnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.