Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAU G ARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 15 Fj ölsky Iduhátí ð á sjómannadaginn ÁRLEG róðrarkeppni Sjómanna- dagsráðs Akureyrar fer fram á morgun, laugardag, og hefst kl. 13.10. Áhorfendur safnast saman við hús Slysavarnafélagsins við Strandgötu en þar verður einnig í boði teygjustökk. Veitingar verða seldar í Slysavarnarhúsinu en á svæðinu verða einnig til sölu merki sjómannadagsins og Öldurót, blað Sjómannadagsráðs Akureyrar. Innanhússknattspyrna sjó- manna verður í KA-húsinu og hefst kl. 16 á laugardag. Fjölskylduhátíð verður við Sund- laug Akureyrar á sjómannadaginn og hefst hún kl. 13.30. Svanhildur Árnadóttir flytur setningarræðu. Valinkunnir skipstjórar og útgerð- armenn keppa um Smugubikarinn og bæjarfulltrúar og útgerðarmenn reyna fyrir sér í flotgallasundi, pítsuáti og fleiri þrautum. Þá eru á dagskránni tónlistaratriði og margs konar grín og glens. í sund- laugargarðinum hefur verið komið fyrir fjölda nýrra leiktækja. Pizza 67 og Sæfari bjóða al- menningi í grillpylsupartý og sigl- ingu um Pollinn kl. 16. Sjómannadagshátíð verður í íþróttahöllinni að kvöldi sjómanna- dags og hefst með borðhaldi kl. 19 en að því loknu tekur við skemmtidagskrá og loks verður stiginn dans. „Ást“ á Listasafninu á Akureyri Fimmtán ungir mynd- listarmenn sýna SAMSYNING fímmtán ungra myndlistarmanna, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa byijað skólagöngu sína á Akureyri, verð- ur opnuð í Listasafninu á Akur- eyri í dag, laugardag, kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er „Ást“. Listamennirnir, sem taka þátt í sýningunni, eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórs- son, Birgir Snæbjörn Birgisson, Dagný Sif Einarsdóttir, Freyja Önundardóttir, Laufey Margrét Pálsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Sigur- dís Harpa Arnarsdóttir, Stefán Jónsson, Valborg Salome Ingólfs- dóttir, Ásmundur Ásmundsson, Hlynur Hallsson, Sigtryggur Baldvinssón og Þórarinn Blöndal. Listamennirnir eru fæddir á tíma- bilinu frá 1960 til 1971. Ástæða þessa stefnumóts er sú að forvitnilegt þótti að skoða á einum stað sýnishorn verka fólks sem ef til vill á það eitt sameigin- leg að hafa lagt út á listabrautina norðan heiða. Yfirskrift sýningar- innar þótti hentug regnhlíf sem allir gætu leitað undir á eigin for- sendum. Vinnubrögðin eru marg- vísleg sem og efnistökin því þátt- takendur nálgast viðfangsefnið eftir eigin höfði. s umarllstaskólim a Akureyri Spennandi valkostur Skapandi frelsi - ögun og næmi. Myndlist - leiklist - dans - ritlist - kvikmyndagerð. Skapandi og örvandi leiðbeinendur. Innritun hafin. Fyrir 10 til 13 ára....16. júní til 30. júní. Fyrir 14 til 16 ára....21. júlí til 4. ágúst. Fyrir fullorðna í myndlist 25. ágúst til 1. sept. Skráning og nánari upplýsingar í síma 462 2644 (Ath.: Takmarkaður fjöldi þátttakenda). Örn Ingi, Klettagerði 6, Akureyri. París kr. 19.172 í júlí og ágúst Heimsferðir bjóða nú beint flug til Parísar alla miðvikudaga í júlí og ágúst í sumar. Flug, flug og bíll eða flug og hótel á frábæru verði. Verö kr. 19.172 Hjón með 2 börn, 3. julí, flug og skattar. Verð kr. 22.000 Fargjald fyrir fullorðinn með sköttum, 3. júlí. verð kr. 35.800 Vika í París, flug, gisting, skattar, m.v. 2 í herbergi Edouard IV, 3. júlí. Bókaðu meðan enn er laust. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 1600. SJ0MANNA DAGURINN 59. hóf sjómannadagsráðs á Hótel íslandi laugardaginn 1. júní 1996 Dagskrá: • Húsið opnað kl. 19:00. • Guðmundur Hallvarðsson, iormaður sjómannadagsráðs, setur hófíð. • Kynnir kvöldsins verður Þorgeir Ástvaldsson. • Skemmtiatriði: Danssýning á heims- mælikvarða. Stórsýningin Bítlaárin, þar sem fram koma söngvararnir Bjarni Arason, Pálmi Gunnarsson, Ari Jónsson, Björgvin Halldórsson ásamt söng- systrum. Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir. Hljómsveitin Bítlavinafélagið leikur fyrir dansi í aðalsal til kl. 03:00. Harmonikku- og sjómannatónlist verður í Ásbyrgi. BjörgWh l|áfldórsson Skipsklukkum hringt til Kvöldverðar Fo rré ttn r; Koníakslöguð sjávarréttarsúpa >4 &cilréttur: Eldsteiktur lambavöðvi með sólberjasósu, smjörsteiktum jarðeplum og gljáðu grænmeti. Eftirréttur: Grandmarnier-ís með ferskum ávöxtum. Verð kr. 4.700 í mat og á sýningu. Sýningarverð án matar kr. 2.000. Miða- og borða- pantanir í síma 568-7111. Fax 568-5018. jgJAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.