Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ í FÓTBOLTA MEÐ GUÐMUNDI BENEDIKTSSYN I Markahrák ur á strigashám Guðmundur Benediktsson hefur byrjað Is- landsmótið af krafti með KR-ingum, skorað þrjú mörk, hvert öðru glæsilegra, í tveimur leikjum. Hann er í landsliðshópnum sem spilar við Makedóníumenn í dag, en engu að síður sigraði Ivar Páll Jónsson hann í vítaspyrnu- og skothörkukeppni. jr G ER nú bara í strigaskóm,“ segir Gummi Ben um leið og hann hnýtir skóþveng sinn. við markstöngina á KR-vellinum. Þar er blaðamaður staddur, í takkaskóm að sjálf- sögðu. Honum hafði tekist, með ismeygilegu ráðabruggi, að plata Guðmund til keppni í knattþrautum. Stund hefndarinnar var runn- in upp. Byrjað var á skot- hörkukeppni og feng- inn var laganna vörður til að radarmæla hraða boltans hjá hvorum fyrir sig. Honurh er hér með þakkað fyrir aðstoðina. Guðmundur hóf leitónn og náði mest 101 kílómetra hraða á klukkustund. Þá vissi undirritaður nákvæmlega hvers var þöif og laumaði einum á 102 kílómetra hraða á klukkustund í netið. Þar með var sú keppni búin. Guðmundur er ekki ánægður með tapið. „Eg get þó huggað mig við þá staðreynd að þú varst alltaf víta- skytta þegar við vorum saman í liði,“ segir hann. Hann er vinsam- legast beðinn um að rifja upp ævi- feril sinn. „Jú, alveg sjálfsagt," svar- ar hann af alkunnri Ijúfmennsku. „Ég fæddist náttúrulega á Akur- eyri, en flutti reyndar eins árs til Noregs og átti heima þar í þrjú ár á meðan pabbi var í skóla. Þá kom ég aftur heim og bjó á Akureyri og lék með Þór allt þar til í fjórða flokki, þegar ég gekk til liðs við Fram hér fyrir sunnan. Þar var ég í eitt og hálft ár og fór svo aftur norður. Arið 1991 gerðist ég leikmaður belgíska liðsins Ekeren, kom heim og lék með Þór árið 1994 og gekk svo loks til liðs við KR í fyrra,“ segir hann. Hann ' hefur semsagt víða komið við. Það var &nS 1987 sem undirritaður var með Guðmundi í fjörða flokki knattspyrnufé- lagsins Fram. . Báðir voru þeir á yngra ári, en þetta ár var tekið þátt í alþjóðlegu móti í Aberdeen í Skotlandi. Blaðamaður (sem reyndar var ekki orðinn blaðamaður þá) var í b- liði en Guðmundur að sjálfsögðu í a-liðinu. Arangur liðanna á mót- inu var ekki í frásögur færandi, nema á einum vettvangi, í vítaspymu- keppni, en í henni tók þátt einn keppandi frá hverju liði. Guðmundur var fulltrúi a-liðsins en undirritaður b-liðsins. í markinu var fyrrverandi landsliðsmarkvörð- ur Skotlands. Skemmst er frá því að segja að keppnin endaði með bráða- bana milli Guðmundar og þess sem þetta ritar. Skoski meistarinn varði ekki neitt og keppnin ætlaði engan endi að taka. Að lokum náði hann þó að verja frá undirrituðum, sem ætíð hefur haldið fram að svik hafí verið í tafli, þar sem „skoska örin“ hafi hreyft sig of snemma. M,arkakángur Fram 19BB Blaðamanni er sérstaklega minn- isstætt að árið eftir tók Guðmundur þátt í Reykjavíkurmótinu með Fram, en flutti þá norður á ný og lék með Þór það sem eftir var keppnis- tímabilsins. Engu að síður varð hann markakóngur allra flokka Fram það árið. „Já, það kom mér mjög á óvart þegar ég var beðinn um að mæta á uppskeruhátíðina um haustið," segir EINBEITINGIN skín úr andliti Guðmundar ' í V'O GUÐMUNDUR náði að spyrna boltanum á 101 kflómetra hraða á klukkustund. ÞÓRODDUR Bjarnason mynd- listarmaður sýndi mikil tilþrif í markinu. : Belgíu. „Nei. Helst fyrir þær satór að ég var afskaplega heppinn með fjölskylduna sem ég bjó hjá. Ég er ekki viss um að ég hefði getað geng- ið í gegnum þetta ef ég hefði þurft að búa einn,“ segir knattspyrnumaður- inn. „Þessi frábæra fjölskylda hjálp- aði mér yfir erfiðustu hjallana. Mér var líka mjög vel tekið hjá félaginu og var auk þess afar fljótur að ná tungumálinu, sem var feiknarlega mikilvægt." Guðmundur er í landsliðshópnum sem keppir við Makedóníumenn í undankeppni Evrópumóts landsliða á Laugardalsvellinum í dag. Á hann von á að byrja inni á? „Eyjólfur Sverrisson er reyndar ekki með núna, en mér fmnst ólíklegt að ég verði í byrjunarliðinu. Liðinu gekk heldur betur vel að skora í leiknum í Eistlandi um daginn og þess vegna er líklegt að Logi þjálfari geri eins litlar breytingar í sókninni og mögu- legt er,“ segir Guðmundur og tínir hundasúrur. Hinum megin á KR-vellinum stendur yfir æfing hjá meistara- flokki félagsins og þar er Guðmund- ar greinilega sárt saknað. Hann þakkar blaðamanni fyrir leikinn eins og góðum íþróttamanni sæmir og röltir til félaga sinna. Á leiðinni hendir hann hundasúrunum frá sér. hann og kímir, um leið og hann leik- ur sér með boltann og smeygir hon- um í slána og út. Nú var komið að vítakeppninni. Hvor keppandi fékk 10 spyrnur, en í marki var hinn landsfrægi mjmdlist- armaður Þóroddur Bjarnason. Hann var greinilega ekki á heimavelli þeg- ar á völlinn var komið. Honum hefur verið lýst sem markmanni sem hleypur meira en hann yer. Hann sýndi þó ótvíræð tilþrif. „Ég sé strax að þetta er markmaður sem hleypur meira en hann ver,“ sagði Guðmund- ur og hitti naglann á höfuðið. Undirritaður og Guðmundur skiptust á að skora og brenna af, en markvörðurinn varði einu sinni hjá hvorum. Fyrir seinustu umferðina var staðan 6-5 blaðamanni í vil og gafst honum því tækifæri til að gera út um leikinn. Ur því varð þó ekki, skotið fór í slána og skoppaði til baka. Gummi náði að jafna með sein- asta skoti sínu. Rétt eins og í Skotlandi um árið varð því að efna til bráðabanakeppni. Hún dróst á langinn, eins og íýrri daginn og spennan stigmagnaðist. Eftir að blaðamaður hafði skorað úr Morgunblaðið/Þorkell elleftu bráðabanaspyrnunni brenndi Gummi svo af og keppnin var búin. Undirrituðum fannst hefndin sæt, en stillti sig um að láta það í ljós. Eftir þessa hörkukeppni settust viðmæl- andi og blaðamaður niður við net- möskvana og hófu spjallið fyiir al- vöru. 1E ára / Belgíu Guðmundur var mjög ungur, 16 ára, þegar hann fór til Belgíu. Voru það mistök? „Nei, það held ég ekki. Ég var hins vegar mjög óheppinn með meiðsli. Ég var með slitin krossbönd þegar ég fór og náði að spila hálft tímabil áður en ég sleit þau aftur.“ Voru það ekki mikil von- brigði? „Jú, það er ekki hægt að segja annað. Svo var ég byrjaður að spila aftur þegar kom í ljós að enn voru krossböndin í ólagi. Ég fór því aftur í uppskurð. Það má eiginlega segja að ég hafi verið hjá sjúkra- þjálfara meirihluta dvalarinnar í Belgíu.“ Nú skyldi maður ætla að erfitt hafi verið fyrir 16 ára strák að yfir- gefa fjölskyldu sína og flytja til SKOTIN voru misföst. Afhverju myndast sveppir? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Af hverju myndast sveppir á fólki, t.d. í leggöngum eins og í minu tilfelli? Svar: Sýklar eru örsmáar lífverur (einfrumungar) sem valda sýking- um eða sjúkdómum. Algengustu sýklar eru bakteríur, veirur og sveppir. Algengt er að slíkar h'fver- ur lifi í og á líkama okkar, í því sem kallað er samlífi, sem er bæði okk- ur og þeim til hagsbóta. Þetta á þó einkum við um bakteríur og nefna má sem dæmi að í meltingarfærum okkar lifa góðu lífi bakteríur sem hjálpa til við meltingu vissra efna og bægja óæstólegum lífverum frá. Ef vissar aðstæður skapast, t.d. ef mótstöðuafl líkamans minnkar, geta þessar bakteríur valdið alvar- legum sýtóngum og eru þá orðnar að sýklum. I leggöngunum lifa ein- nig bakteríur sem hjálpa til við að eSveppir í leggöngum halda umhverfinu þar á réttu sýru- stigi og jafnframt bægja þær frá öðrum óæskilegum lífverum eins og sveppum. I umhverfi okkar er mikið af alls kyns sýklum, bæði bakteríum, veirum og sveppum, sem geta valdið sýkingum ef vam- ir líkamans bregðast. Mikilvæg- asta vörn líkamans gegn umhverf- inu er húðin og allir vita að ef sár kemur á húðina er hætta á sýk- ingu. Ymislegt annað en sár getur stuðlað að sýkingum og ber þar fyrst að nefna lyf. Steralyf, hvort sem þau eru notuð staðbundið eða tekin inn í líkamann, geta stuðlað að hvers kyns sýkingum með bakt- eríum, veirum eða sveppum. Sýklalyf (lyf sem drepa bakteríur), einkum þau sem verka á margar tegundir baktería (breiðvirk), geta truflað eðlilegan bakteríuvöxt í þörmum eða leggöngum og stuðlað þannig að sýkingum af völdum óæskilegra baktería eða sveppa. Þegar kona fær sveppasýkingu í leggöng er sennilega sjaldnast hægt að benda á einhverja líklega skýringu en breiðvirk sýklalyf eru talsvert algeng orsök fyrir slíkum sýkingum. Spurning: í framhaldi af umfjöll- un um slitgigt fyrir nokkru langar mig að spyrja lækninn um eftirfar- andi: Ég þjáist af slitgigt sem ger- ir það m.a. að verkum að ég á bágt með að lyfta öðrum handleggnum yfir höfuð. Ég hef heyrt að það sé hægt að lækna þetta með aðgerð, en pá aðeins í útlöndum. Er það Aðgerð við slitgigt rétt eða er eitthvað annað ráð til að lækna þetta? Svar: Þegar sjúkraþjálfun, heitir bakstrar og verkjalyf duga ekki við slitgigt er ýmislegt annað sem kemur til greina að gera. Má þar nefna sterasprautur í liðina og ým- iss konar skurðaðgerðir. Algeng- ustu skurðaðgerðir við slitgigt eru að fjarlægja lausar brjóskflísar úr lið, viðgerðir á sinum eða liðpok- um, ísetning geiviliðs eða að við- komandi bein er tekið sundur og látið gróa saman eftir skekkingu eða snúning til að breyta álagsflöt- um liðsins. Hér á landi er gert mikið af öllum þessum tegundum aðgerða sem viðurkennt er að geri gagn á viðkomandi liðum. Hér skal tekið skýrt fram að það fer alger- lega eftir því um hvaða lið er að ræða, útlit viðkomandi liðs og þau óþægindi sem sjúklingurinn hefur, hvaða meðferð og þar með taldar hugsanlegar skurðaðgerðir eru vænlegar til árangurs í hverju til- viki. Hér dugir því ekkert annað en að leita álits.læknis og fá gerðar þær rannsóknir sem hann telur nauðsynlegar. Endanleg ákvörðun um það hvort skurðaðgerð gæti gert gagn verður einungis tekin af sérfræðingi í bæklunarskurðlækn- ingum. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur d hjurtn, tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og brefum eða símbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.