Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Minjasafn Austurlands opnað ANTIK Þórisárkumlið Vorum að taka inn nýjar vörur. Stœrsta antikverslun landsins. Hagstœtt vérð, góðir greiðsluskilmálar. skipar stóran sess Egilsstöðum - Minjasafn Austur- lands hefur verið opnað formlega í eigin húsnæði Á Egilsstöðum. Það er í Safnahúsi Austurlands þar sem bæði Héraðsskjalasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa hafa einnig aðsetur. Minjasafnið var stofnað 1943 og einkennist saga þess af húsnæðis- hraki og flutningum. Rekstur safns- ins er í höndum 11 sveitarfélaga á Héraði og Borgarfirði eystra. Arið 1995 stofnuðu sveitarstjórnirnar byggðasamlag um reksturinn. Það eru því tímamót í sögu safnsins að komast í eigið húsnæði og að geta haldið opnu fyrir Austfirðinga og gesti. Við opnunina tóku fjölmargir gestir til máls og færðu safninu gjafir. Meðal gesta voru alþingis- menn Austurlands, þjóðminjavörður og formaður þjóðminjaráðs. Þór Magnússon þjóðminjavörður flutti ávarp og afhenti kistil sem gjöf frá Gunnlaugi Haraldssyni, en kistillinn var í eigu Guðrúnar Guðmundsdótt- ur, húsfreyju og ljósmóður í Hró- arstungu. Haraldur Sigurðsson frá Akur- eyri færði safninu svokallað Möðrudalssverð sem hann hafði átt í 30 ár og fengið frá foreldrum sínum en þau höfðu varðveitt sverðið í 90 ár þar áður. Sverðið fannst um 1840. Ennfremur færði Haraldur safninu gjafabréf frá börnum Hauks Stefánssonar list- málara. Bréfið hljóðaði upp á 100 bækur um listamanninn sem safnið fær til þess að selja. Andvirði bók- anna skal renna í sérstakan Hauks- sjóð. Sjóðnum er síðan ætlað að styðja myndlistarmenn á Austur- landi. Þórisárkumlið skipar stóran sess á Minjasafni Austurlands. Það er varðveitt fyrir miðju í salarkynnum safnsins og þar má sjá víkinginn úr Skriðdal hvíla ásamt skarti og fararskjóta eins og hann lá í haug sínum á bökkum Þórisár. Skiptar skoðanir eru um hver þessi haugbúi hafi verið en kumlið er aldursgreint til síðari hluta 10. aldar. Þórisárkumlið er talið vera eitt merkari kumla sem rannsökuð hafa verið á íslandi til þessa. Lifandi safn Minjasafn Austurlands verður opið alla daga í sumar og auk þess að skoða safnið sjálft er hægt að verða sér úti um góða afþreyingu pg fræðslu ef áhugi er fyrir hendi. í baðstofunni sem er frá Brekku i Hróarstungu verður sýnt hvernig ullarvinna fór fram og eru það eldri borgarar sem sýna. Skipulagðar verða hestakerruferðir og vefstóll safnsins er opinn, en hægt er að leigja sér viku og viku í senn. Safn- ið skipuleggur fimm gönguferðir á sögufræga staði á Héraði í sumar undir leiðsögn. Inni á safninu er veitingasala og minjagripasala auk þess sem börn geta fengið litabókina „Karlinn í Kumlinu" en teikningar í henni eru eftir börn í Skriðdal. Fyrirhugað er samstarf Minjasafns Austurlands og skóla á Austurlandi strax næsta vetur. Safnið mun leitast við að verða við óskum um sérstaka opnun safnsins ef hópar vilja heimsækja það utan venjulegs afgreiðslutíma. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir YMSIR hlutir frá fornu fari eru sýndir í Minjasafni Austurlands. Morgunblaðið/RAX JÓEL Kristinsson er útvarpsstjóri Síkátu útvarpsstöðvarinnar FM 104,5. Stöðin er til húsa í Festi og þangað koma margir gestir daglega. Síkátur sjóari í Grindavík Opið í dag kl. 12.00-16.00. noiiG við INGÓLFSTORG SÍMI552 4211 Morgunblaðið/Árni Helgason MYNDIN var tekin á Stykkishólmsbryggju þegar fyrstu krakkarnir fengu lánuð björgunarvesti hjá hafnarverðinum, Konráði Ragnarssyni, og var bæjarstjórinn viðstaddur og hvatti börnin til að fara varlega á bryggjunni. Björgunarvesti fyrir bömin Stykkishólmi - Það er vinsælt hjá krökkum í sjávarplássum að fara niður á bryggju til að veiða °g fylgjast með því sem þar er að gerast. Oft hefur vantað á að krakkar væru í björgunar- vestum við slík tækifæri. í Stykkishólmi hefur hafnarvörð- ur sett þær reglur að krakkar verði að vera í björgunarvestum þegar þau eru að veiða á bryggjunum. Ekki eiga öll börn sem niður á bryggju fara björg- unarvesti og því ákvað hafnar- vÖrður að kaupa 10 björgunar- vesti og geta krakkarnir því fengið lánuð vesti á meðan þeir eru að veiða. „SJÓARINN síkáti“ fagnar gest- um Grindavíkur fram yfir helg- ina, því íbúar sjávarþorpsins láta sér ekki nægja að halda sjó- mannadaginn hátíðlegan á sunnudag, heldur hafa blásið til margra daga sjómannahátíðar og saltfisksævintýris. Merki há- tíðarinnar er kátur karl í sjó- stakki. í vikunni var reist sölutjald í bænum og þar verða boðnar alls konar vörur, þar á meðal minja- gripir. Sem dæmi um slíka má nefna boli með myndum af „þjóð- hetjum" Grindvíkinga, íslands- meisturunum í körfuknattleik 1996. Veiðar og vinnsla fá þó eðli- lega mesta athygli, eins og við er að búast. Fyrirtæki kynna starfsemi sína fyrir almenningi, þar á meðal saltfiskvinnslu og grásleppuhrognasöltun. Neta- gerðarmenn notuðu tækifærið í góðu veðri á fimmtudag og unnu sitt starf á hafnarbakkanum og strákarnir í Grindavík dorguðu á bryggjusporðinum, þótt þeir teldust að vísu ekki til skipu- lagðra sýningaratriða. „Síkáta útvarpsstöðin" á FM 104,5 sá svo um að leika Iétt lög fyrir gesti og gangandi. Hátiðin stendur fram á sunnudagskvöld. KRISTINN Benediktsson, framkvæmdasljóri sjómannahátíðarinn- ar og saltfiskævintýrisins ásamt vininum og samstarfsmanninum, „Síkáta sjóaranum". MALVERK Vantar verk ísölu, höfum kaupendur að góðum verkum gömlu meistaranna. Leitum sérstaklega að uppstillingum eftir Kristínu Jónsdóttur og Jón Stefánsson. UPPBOD á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. júní. Sýning uppboðsverka hefst þriðjudaginn 4.júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.