Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ 630 erlendir gestir á alþjóðlegri ráðstefnu um gigt Erfðaefni gigtsjúkra staðsett og lagað Einn fremsti erfðafræð- ingur heims, Eric Land- er, segir í samtali við Guðjón Guðmundsson að íslendingar geti gegnt lykilhlutverki í alþjóðlegum erfðafræði- rannsóknum. Bjartar horfur virðast á því að hægt sé að einangra erfðaefni sem orsakar gigtsjúkdóma ALÞJÓÐLEG ráðstefna um gigtar- sjúkdóma á vegum Scandinavian Society for Rheumatology er haldin hér á landi um helgina með þáttöku um 630 erlendra gesta. Kynntar verða 25 íslenskar rannsóknir á þessu sviði. í máli sérfræðinga sem rætt var við kemur fram að læknavís- indin eru á vissum tímamótum hvað varðar rannsóknir á erfðafræði gigt- sjúkra og innan fáeinna ára megi búast við því að unnt verði að með- höndla gigtarsjúklinga með því að gera lagfæringar á erfðaefni þeirra. Auk þess er nýrra lyfja að vænta sem gera óvirkar sameindir í erfðaefninu sem taldar eru orsaka gigt. Jóhannes Bjömsson er prófessor og yfirlæknir á meinafræðideild á' Mayo Clinic í Bandaríkjunum. Hann er kunnur fyrir rannsóknir á æða- bólgusjúkdómum, m.a. gagnauga- æðabólgu. Jóhannes segir að gagn- augaæðabólga sé mjög algeng meðal norrænna þjóða og afkomenda þeirra, t.d. í Bandaríkjunum. 20-30 manns greinast með sjúkdóminn hér á landi á hveiju ari og er hann einna algengustur á heimvísu hér á landi. Sjúkdómseinkenni er bólga í slag- æðum í höfði sem getur valdið blindu og ýmsum sjúkdómum í heila. Jóhannes segir að mest sé nú ver- ið að rannsaka samspil erfðaþátta og umhverfís. Allt virðist benda til þess að gagnaugaæðabólga orsakist af sýkingu, gagnstætt því sem lengi hefur verið talið. Jóhannes segir að endanleg nið- urstaða erfðafræðirannsókna getl hugsanlega leitt til breyttrar með- ferðar á gigtsjúkum. „Með aðferðum sem líkjast helst líffæraflutningi er hugsanlega hægt að taka út það svæði erfðaefnisins sem orsakar sjúkdóminn, laga það með efnafræði- legum aðferðum, og koma því fyrir í sjúklingnum á ný,“ segir Jóhannes. Hann segir að slíkar aðgerðir verði mögulegar innan fáeinna ára. Islensk rannsókn Verið er að vinna að stórri ís- lenskri rannsókn á gigtarsjúkdómn- um rauðum úlfum sem einnig þekk- ist undir nafninu lupus. Þátt í rann- sókninni tekur Kristján Steinsson, yfirlæknir gigtarskorar á Landspít- alanum sem jafnframt er forseti Scandinavian Society for Rheuma- tology. Rauðir úlfar geta haft í för með sér bólgur í liðum, valdið húð- útbrotum en einnig áhrifum á öll líf- færakerfín. „Við höfum mjög nákvæma skrán- ingu á sjúklingum með rauða úlfa sem eru hátt í 200 einstaklingar hérlendis. Rannsókn okkar snýr að erfðafræði sjúkdómsins. Við rann- sökum hvort það séu ákveðin erfða- mörk sem einkenni hann. Erfðamörk eru meðfæddir þættir sem einkenna hvem einstakling og erfast frá for- eldrunum. Þau má greina með blóð- rannsóknum. Við höfum rannsakað Jóhannes Björnsson. Eric Lander. Kristján Steinsson. Þorbjörn Jónsson. Lars Klareskog. 70 sjúklinga og höfum fundið tengsl við ákveðin erfðamörk," sagði Krist- ján. Rannsókn á liðagigt Þorbjörn Jónsson, læknir á Land- spítalanum, hefur unnið að rann- sóknum á liðagigt. „Við höfum aðal- lega verið að mæla ákveðið mótefni í blóði sem er kallað gigtarþættir og fínnst einkum í sjúklingum með ikt- sýki,“ sagði Þorbjörn. Iktsýki er gigtarsjúkdómur sem lýsir sér með miklum liðbólgum sem geta valdið mismikilli bæklun. Talið er að 1-2% af mannkyninu sé með iktsýki. „Við höfum athugað hvort ákveðn- ar gerðir mótefna geti hjálpað okkur til þess að greina að mismunandi gigtarsjúkdóma því oft er mjög óljóst hvaða sjúkdómur er á ferð í upp- hafí. Einnig er markmiðið með mæl- ingunum að fínna þá sjúklinga sem koma til með að fá slæman sjúkdóm svo hægt sé að meðhöndla þá með sterkari lyfjum strax í upphafi," sagði Þorbjörn. Kortlagning erfðaefnisins Eric Lander stjórnar stærstu erfðafræðirannsóknarstöð Banda- ríkjanna sem staðsett er í Boston. „Verkefni sem hrundið var af stað árið 1990 og á að standa yfír í fímmt- án ár miðar að því að kortleggja erfðaefni mannsins. Ég lýsti í erindi mínu niðurstöðum úr tveimur stigum af þremur í verkefninu. Nú er verið að hefja starf við þriðja stigið sem er að lesa í erfðaefnið. Ég lýsti því hvernig mætti nota þessar upplýs- ingar til þess að rekja arfgengi sjúk- dóma innan fjölskyldna. Þarna er í raun óplægður akur læknavísind- anna, þ.e.a.s. að fínna hvaða gen það eru sem valda því að sumum er hættara við sjúkdómum en öðrum,“ sagði Lander. Lander segir að við erfðafræði- rannsóknir henti langbest að hafa aðgang að einangruðum og einsleit- um samfélögum. „Ég er fæddur í New York en það er hræðilegt samfélag til þess að framkvæma vísindarannsóknir af þessum toga vegna þess hve fjöl- breytilegt og alþjóðlegt það er. Land eins og ísland á eftir að gegna afar mikilvægu hlutverki innan erfða- fræðinnar. íslendingar eru einsleit þjóð sem á rætur að rekja til lítils hóps for- feðra. Auk þess eru hér til staðar afbragðs upplýsingar um ættir í kirkjuskrám. Af þess- um ástæðum er hægt að stunda rannsóknir á íslandi sem aldrei yrði hægt að gera í Banda- ríkjunum. Sameindalíffræði hefur þegar eignast mjög öflug verkfæri en ef við viljum skilja eðli sjúkdóma út í hörgul verðum við að stunda rannsóknir í hentug- asta umhverfinu. Ég vona að Islendingar skilji að þótt landið sé lítið þá geta þeir leikið mjög stórt hlutverk á þessu sviði vísindanna. íslenskir vísindamenn verða þó að hafa frumkvæði að sam- starfí við erlenda starfsbræður sína sem búa við þá tækni sem slíkar rannsóknir krefjast," sagði Lander. Ný vitnesly'a fyrir allan heiminn Lars Klareskog, prófessor við Karolinska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi, flutti erindi um erfðafræði legar orsakir gigtarsjúkdóma. „Það sem er mikilvægt núna er að við erum að afla okkur vitneskju um erfðafræði og hvernig hún nýtist á hinum mismunandi sviðum læknis- fræðinnar. Með því að staðsetja þau gen sem valda auknum líkum á gigt- arsjúkdómum eykst ekki aðeins skilningur okkar á því hvaða sam- eindir eiga hlut að máli heldur get- um við einnig beitt nýrri meðferð með mun meiri árangri en áður. Ég heid að ísland gegni mjög mikilvægu hlutverki i þessu sam- bandi því fslendingar geta rakið ættir sínar aftur um margar aldir sem er afar mikilvægt í erfðafræði. Við teljum því að samstarf við ís- lenska vísindamenn, einkum á sviði erfðafræði, geti aflað nýrrar vitn- eskju fyrir allan heiminn," segir Lars. í erindi sínu ræddi Klareskog einnig um tilraunir á dýrum með gigt sem gerðar eru við Karolinska sjúkrahúsið. Á síðustu árum hafi tekist að skilgreina nokkur slík módel sem svipi mjög til gigtar í mönnum. Þá rísi sú spurning hvort unnt sé að beita sömu meðferð til þess að lækna menn sem þjást af gigt sem orsakast af sömu tegund sameindar. Klareskog segir að þau vatnaskil séu að verða í læknavísindunum að innan tíðar verði hægt að beita Iyfja- meðferð við gigt í mönnum með mun meiri nákvæmni en áður. Lyfunum sé ætlað að gera sameindir óvirkar í erfðaefninu sem orsaka gigt. „Á næstu tveimur til þremur árum koma ný gigtarlyf en þau verða aðeins upphafið að öðru og meira. Við vitum ekki enn um virkni þeirra og e.t.v. verða þau mjög dýr. Hvenær virk og ódýr lyf koma vitum við ekki enn,“ sagði Klareskog. Fyrirlestur Ferenc Somogyi FYRIRLESTUR dr. Ferenc Somogyi, ráðuneytisstjóra í ungverska utanríkisráðuneyt- inu á vegum Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs verður í dag kl. 12 í Skála á Hótel Sögu. Somogyi mun í fyrir- lestri sínum fjalla um mikilvægi þess að Ungverjar og grannar þeirra fái fulla aðild að Atlants- hafsbandalaginu, bæði vegna öryggishagsmuna og til að skjóta styrkari stoðum undir lýðræðisþróunina í þessum löndum. Somogyi hefur víð- tæka reynslu innan ungversku utanríkisþjónustunnar. ■ FJÖLSKYLDUDAGUR verður í dag í Sundlaug Kópa- vogs í samvinnu laugarinnar og Skólahljómsveitar Kópa- vogs. Margt verður á dagskrá, s.s. hin árlega rennibraut- arkeppni. Skólahljómsveit Kópavogs mun leika fyrir sund- laugargesti frá kl. 10. Skóla- hljómsveitin mun einnig selja kaffi og kökur til styrktar starfseminni. í dag verður opn- að nýtt vatnsgufubað við laug- ina. Eimbaðið rúmar 18 manns í sæti og framan við það er rými til kælingar og sturta. Ekki er selt sérstaklega í eim- baðið. ■ SENDIHERRA Noregs á íslandi, Nils O. Dietz, opnar sýningu, „Norsk Olympisk Design“, í Ráðhúsi Reykja- víkur, í dag kl. 15. Sýningin fjallar um hina yfirgripsmiklu hönnunarvinnu, sem fram fór vegna XVII. Vetrarólympíu- leikanna í Lillehammer. For- maður Arkitektafélags Nor- egs, Ketil Moe mun halda stutt erindi við opnun. Hann var einn helsti hönnuður við undirbún- ing leikanna og þessarar sýn- ingar. ■ FUGLAVERNDARFÉ- LAG íslands og Eyrarbakka- hreppur hafa í hyggju að koma á fót friðlandi fyrir fugla við austurbakka Ölfusárósa. Farið verður í skoðunarferð á svæðið í dag, á einkabílum frá Hlemmi kl. 16. Hópurinn hittir Eyrbekkinga og þá sem fara uppá eigin spýtur við afleggjar- ann upp í engjarnar (við Sól- vang) íd. 17. Ekið verður á svæðið og síðan gengið um eftir því sem aðstæður leyfa. ■ ALÞJÓÐLEGA hafn- firzka grínhátíðin verður sett við íþróttahúsið við Strandgötu í dag klukkan 14 af Ingvari Viktorssyni bæjarstjóra. Að því loknu koma helstu grínarar bæjarins siglandi á nútíma vík- ingafleyjum, syngja og fara með gamanmál. Það eru Sig- urður Siguiýónsson, Magnús Ólafsson, Laddi og Radíus- bræður. Karlakórinn Þrestir syngur nokkur lög og hljóm- sveitin Roll-on heldur uppi stuði. ■ OPIÐ hús verður í leikskó- lanum Kirkjubóli við Kirkju- lund, Garðabæ, í dag laugar- daginn 1. júní frá kl. 11-13. Dr. Ferenc Somogyi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.