Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR l.JÚNÍ 1906 47 _______________FRETTIR Kaffihlaðborð slysa- varnakvenna við Sigtún SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík verður með sitt árlega kaffihlaðborð í húsnæði deildarinn- ar Sigtúni 9 (Lionshúsið) sunnudag- inn 2. júní (sjómannadaginn) frá kl. 13-17. Undanfarin ár hefur deildin verið með kaffihlaðborð í matsal Hafnar- hússins en vegna flutnings félags- málaráðuneytisins í Hafnarhúsið eru breyttar aðstæður og því verður sjómannadagskaffihlaðborðið í hús- næði deildarinnar í Sigtúni 9. Kvertnadeildin keypti og innréttaði húsnæðið vorið 1992. Allur ágóði af kaffisölunni renn- ur til björgunarmála. HRAFNHILDUR Scheving, núverandi formaður, ásamt móður sinni, Guðrúnu S. Guð- munsdóttur, sem var formaður félagsins 1981-1984. Opið hús í Verzlunarskóla Islands OPIÐ hús verður í Verzlunarskóla Islands mánudaginn 3. júní kl. 16-19. Nýútskrifuðum grunnskóla- nemum og aðstandendum þeirra gefst þá kostur á að skoða húsa- kynni skólans og ræða við kennara og nemendur um skólalífið. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækjendur og for- ráðamenn þeirra og nemendur skól- ans kynna félagslíf og nám. Bóka- safn skólans, sérkennslustofur og íþróttahús verða til sýnis fyrir gesti sem og tækja- og tölvubúnaður skólans. í fréttatilkynningu segir: „í nú- tíma þjóðfélagi byggist afkoma fólks og fyrirtækja í öllum atvinnu- greinum í vaxandi mæli á verslun og viðskiptum. Verslunarfræðsla er því mikilvægur þáttur í menntun þjóðarinnar sem ástæða er til að fólk kynni sér vel þegar það hugar að uppbyggingu náms fyrir ungt fólk við íok grunnskóla. Tekið er á móti umsóknum um skólavist á staðnum." Oddastefna Hekla - náttúra og saga ODDASTEFNA verður haldin í Heklusafninu, Brúarlundi, sunnu- daginn 2. júní kl. 15—19 og ber yfirskriftina Hekla — náttúra og saga. A dagskrá verður m.a. að Þór Jakobsson, formaður Oddafélags- ins, setur ráðstefnuna, Freysteinn Sigurðsson og Árni Hjartarson, jarðfræðingar fjalla ym Heklu — heimsfrægt eldfjall. Gróður á Hekluhraunum sem Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur, flytur. Hraun frá Heklu sem Haukur Jó- hannesson, jarðfræðingur, flytur. Vikurhlaup frá Heklu sem Elsa G. Vilmundardóttir og Árni Hjartar- son, jarðfræðingar, flytja, Hekla og saga þjóðarinnar sem Helgi Þor- láksson, sagnfræðingur flytur. Heklugosið 1947. sem er viðtal við Jónínu Hafliðadóttur sem Sr. Sig- urður Jónsson mun flytja og ioks Náttúruvernd á Heklusvæðinu sem Guðrún Sverrissdóttir, jarðfræðing- ur, flytur. Messað verður í Skarðskirkju sunnudaginn 2. júní kl. 14. Prestur er sr. Halldóra J. Þorvarðarðardótt- ir. Opið hús á Hrafnistu Á SJÓMANNADAGINN, 2. júní, verður opið hús á Hrafnistuheimil- unum í Reykjavík og Hafnarfirði. Heimilisfólk sýnir og selur handavinnu sína kl. 13. Kaffihlað- borð verður á boðstólum kl. 14.30 Og hægt verður að fá sér snúning við dynjandi harmonikkuleik. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fyrirlestur um útbreiðslu marflóa JÓHANNA B.W. Friðriksdóttir heldur fyrirlestur um rannsóknar- verkefni sitt til meistaraprófs í líf- fræði mánudaginn 3. júní 1996 kl. 16.15 í stofu G-6 að Grensásvegi 12. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum meðan húsrúm leyfir. Alls fundust 156 tegundir af marflóm í rannsókninni. Tuttugu og sjö tegundir fundust í fyrsta sinn hér við land og líklega eru 52 tejg- undir áður óþekktar. Norðan Is- lands hafði hitastig mestu áhrifin á útbreiðslu marflóa og var tegunda- fjölbreytni mest á 300-600 m dýpi. Suðvestan íslands réð dýpi mestu um útbreiðslu og fjölgaði tegundum jafnt og þétt með auknu dýpi. Marflær eru undirstöðufæða margra nytjafiska en auk þess er hægt að nota þær sem mælikvarða á áhrif vaxandi mengunar hér við land. Skyndileg breyting á tegunda- samsetningu þeirra er vísbending um mengun. Umsjónarmaður með verkefninu var dr. Jörundur Svavarsson pró- fessor. Mikil þátttaka í gönguferðum um nýja Reykjaveginn 3. áfangi. Skálafell - Mælifell - Djúpavatn FERÐAFÉLAG íslands og Útivist standa fyrir gönguferð í þriðja áfanga raðgöngu eftir Reykjavegin- um nýja laugardaginn 1. júní. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni að sunnanverðu og Mörk- inni 6 kl. 10.30, frá Kópavogshálsi, Kirkjugarðinum í Hafnarfirði og Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. I Grindavík verður farið frá Grunn- skólanum kl. 11.30. Sérleyfisbif- reiðir Keflavíkur verða með sæta- ferðir úr Keflavík. Gengið verður vestan Núpshlíð- arháls meðfram Höfða, að Sand- felli, um Hraunsel, Þrengslin, Sels- velli, með eða eftir Grænavatns- eggjum að Sogaseli. Síðan um Sog- in að Djúpavatni. Þar lýkur áfang- anum. Áf mörgum er þessi leið tal- in sú fegursta á Reykjanesskaga. Þá er hún einnig sérstök fyrir það að vera mjög rík af seljarústum. Leiðin er um 16 km. Vegna mjög mikillar þátttöku, í fyrri tveimur áföngunum um 600 manns, verður tekið upp nýtt fyrir- komulag þannig að gönguhraði verður við allra hæfi. Fargjald 1.000 kr., frítt fyrir 15 ára og yngri. Allir eru velkomnir. ■ ÞEIR sem útskrifuðust vorið 1990 úr Garðaskóla i Garðabæ ætla að hittast og rifja upp gömul kynni. Þessi endurfundur mun eiga sér stað laugardaginn 1. júní kl. 20.30 á veitingastaðnum Óðali, : Austurstræti. Ýmsar uppákomur verða á staðnum. Göng-udag'ur Ferðafélagsins um Elliðaárdal GÖNGUDAGUR Ferðafélags íslands, sá 18., verður sunnudaginn 2. júní og verður að þessu sinni helgaður útivistarsvæði í Elliðaárdalnum. Mæting er við félagsheimili ferða- félagsins, Mörkinni 6, og farið þaðan kl. 13.30 með rútum að Árbæjarlaug og gengið til baka. Þátttakendur geta einnig komið í gönguna að vild. Áning verður um miðja gönguleið þar sem boðnar verða einfaldar veitingar og slegið á létta strengi. Göngunni lýkur um kl. 16 við Mörkina 6. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis er að þessu sinni í samvinnu við ferðafélagið um göngudaginn, en árið 1995 lét Sparisjóðurinn koma fyrir skiltum í dalnum til fróðleiks fyrir þá sem vilja njóta þeirrar frið- sældar og fegurðar sem Elliðaárdalur- inn býður upp á. Þetta er auðveld ganga, tilvalin fyrir alla fjölskylduna og þátttöku- gjald er ekkert. Kaffisala í Vindáshlíð SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð hefst sunnudaginn 2. júní kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og mun sr. Guðmundur Karl Brynjarsson messa. Barnastund verður á sama tíma. Að lokinni guðs- þjónustu verður kaffisala. Vindáshlíð er í kjarri vaxinni fjalls- hlíð innarlega í Kjósinni um 45 km frá Reykjavík. Frá árinu 1948 hefur KFUK rekið þar sumarbúðir og á hveiju ári dvelja þar yfir 700 stúlk- ur. Þar eru bæði bama- og unglinga- flokkar og kvennadagar í lok sumars. Fyrsti flokkur sumarsins fer í Vindás- hlíð miðvikudaginn 5. júní. Allir flokk- ar eru fullskipaðir í júní og júlí en nokkur pláss eru laus í ágúst. Sunnudaginn 2. júní eru allir hjart- anlega velkomnir í Vindáshlíð. Sj ómannamessa í Bústaðakirkju Á SJÓMANNADAGINN verður sjó- mannamessa í Bústaðakirkju kl. 11 árdegis. Ræðumaður verður Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýri- mannaskólans. í messunni verður flutt tónverk Sigfúsar Halldórssonar sem hann nefnir Þakkargjörð. Þetta tónverk samdi Sigfús og tileinkaði íslenskri sjómannastétt. Organist kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson, hefur útsett tónverkið fyrir orgel og kór. Erindi um guð- fræði sjávarút- vegsins HAROLD Holtermann frá bænum Stamsund í Noregi prédikar við sjó- mannamessu í Landakirkju og flytur svo erindi á opnum kvöldfundi í safn aðarheimilinu sem hann nefnir: „Guð fræði sjávarútvegsins". Harold er sóknarprestur í Stam- sund, sem er tæplega 4.000 manna bær á eyju einni við strönd Norður- Noregs. Hann hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína í málefnum norskra útgerðarmanna, sjómanna og landverkafólks, og hvatt menn til samstöðu um ábyrga fiskveiðistjóm- un og sanngjamar leikreglur á vett- vangi sjávarútvegsins. Sr. Harold kemur til landsins í boði Fræðsludeildar biskupsstofu, Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja og Landakirkju. Að kveldi sjómannadagsins, kl. 20.30, mun Harold Holtermann svo flytja erindi um guðfræði sjávarút- vegsins og svara fyrirspumum. Helgi með vinnings- forystu þegar þremur umferðum er ólokið SKAK Fjölbrautaskólanum í Garöabæ SKÁKÞING ÍSLANDS - LANDSLIÐSFLOKKUR: Frá 22. maí til 3. júní. Taflið hefst kl. 17 að undanskildum tveimur frídögum 26. maí og 1. júní. HELGI Ólafsson er með vinnings- forystu í landsliðsflokki á Skákþingi 'slands, „Eimskipsmótinu", þegar jremur umferðum er ólokið. Hann sigraði Benedikt Jónasson í áttundu umferð á sama tíma og helstu and- stæðingar hans um íslandsmeist- aratitilinn, misstu niður vinninga. Hannes H. Stefánsson beið óvænt afhroð í viðureigninni við Magnús Örn Úlfarsson og Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson sömdu um jafntefli í innbyrðisviðureign. I kvennaflokki eru Anna Björg Þorgríms- dóttir og Ingibjörg Edda Birgisdóttir efst- ar með fjóra vinninga eftir fimm umferðir. 8. umferð: Hannes H. Stefánsson - Magnús Örn Úlfarsson 0-1 0-1 'k-'h 1-0 'h-'h 'h-'h Torfi Leósson - Jón Viktor Gunnarsson Jón Garðar Viðarsson - Helgi Ass Grétarsson Helgi Ólafsson - Benedikt Jónasson Jóhann Hjartarson - Margeir Pétursson Þröstur Þórhallsson - Sævar Bjarnason Kvennaflokkur, 5. umferð: Sigrún Sigurðardóttir - Hulda Stefánsdóttir 0-1 Ingibjörg E. Birgisdóttir - Helga G. Eiriksdóttir 1-0 Þorbjörg E. Ingólfsdóttir • Anna B. Þorgrírasdóttir 0-1 Harpa Ingólfsdóttir sat yfir. Fyrir umferðina voru Helgi Ól- afsson og Hannes Hlífar jafnir og efstir. Hannes sem hefur teflt mjög sannfærandi í mótinu tefldi sem annar maður í viðureigninni við Magnús Örn. Hann lenti strax f ógöngum, lék mönnum sínum ráð- leysislega á meðan Magnús stefndi liðsmönnunum að hvítu kóngsstöð- unni, fórnaði manni og vann sigur í aðeins tuttugu leikjum. Helgi Ól- afsson náði strax undirtökunum í skákinni við Benedikt Jónasson, hann vann peð í miðtaflinu og tryggði sigurinn í endatafli. Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson tefldu Nimzo-Indverska vörn. Jó- hann fékk mjög vænlega stöðu en missti af vinningi skömmu fyrir tímamörkin við fertugasta leik og samið var um jafntefli í hróksenda- tafli. Þröstur Þórhallsson og Sævar Bjarnason tefldu flókna og skemmtilega skák sem endaði með jafntefli og á sömu leið endaði við- ureign Jóns Garðars Viðarssonar og Helga Áss Grétarssonar eftir langa baráttu. Torfi Leósson er hins vegar sem fyrr heillum horfinn, hann lék af sér hrók gegn Jóni Vikt- or Gunnarssyni. Staðan eftir fimm umferðir í kvennaflokki: 1-2 Anna B. Þorgrímsdóttir, Ingi- björg E. Birgisdóttir 4 vinninga af 5 mögulegum. 3. Harpa Ingólfsdóttir 2 v. af 3 mögulegum. Hvítt: Hannes H. Stefánsson _ Svart: Magnús Ö. Úlfarsson Enskur leikur 1. c4 — e5 2. Rc3 — Rf6 3. Rf3 - Rc6 4. g3 — Bc5 5. Bg2 — d6 6. d3 - 0-0 7. 0-0 - a6 8. a3 - h6 9. b4 - Ba7 10. Bb2 - Be6 11. Hcl - Dd7 12. Hel?— Bh3 13. - Bhl? Afbrigðið sem byijar eftir 4.. Bc5 hefur verið vinsælt upp á síðkastið en leið- ir oftast til fremur ró- legrar stöðu. Hannes teflir framhaldið kæruleysislega, og vanmetur algjör- lega sóknarmöguleika svarts. 12. e3 eða 12. Rd2 voru eðlilegri leikir og biskupinn átti alls ekki að hörfa! 13.. Rg4! 14. e3 - f5 15. Bg2? - Bxg2 16. Kxg2 - f4 17. h3?. Hannesi eru algjörlega mislagðar hendur í þessari skák, nú þvingar hann fram fórn sem vinnur. 17. - Rxf2! 18. Kxf2 - Dxh3 19. • gxf4 — exf4 20. c5 — Re5 Helgi Ólafsson Hvítur gafst upp, hann er varnar- laus gagnvart hótununum 21..Rg4+ 22. Ke2 Dg2+ og 21.. fxe3+. Karl Þorsteins. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð 1. Hannes Hlífar X 1 1 h 14 1 ’/4 0 1 514 2-4 2. Torfi Leósson 0 X 1 0 0 0 0 0 0 1 12 3. Jón Garðar 0 0 X 0 1 \ 1 'h 0 3 8-10 4. Helgi Ólafsson ’A 1 1 X 1 1 h 14 1 6% 1 5. Benedikt Jónass. 14 1 0 0 X 0 0 14 0 2 11 6. Helgi Áss 0 1 'Á X 1 h 0 1 1 5 5 7. Jón Viktor 14 1 0 X 14 0 1 0 0 3 8-10 8. Magnús Örn 1 1 h 14 X 0 0 0 0 3 8-10 9. Margeir Péturss. 0 1 1 1 1 X 0 y2 1 514 2-4 10. Sævar Bjarnas. 0 14 y2 0 0 1 1 X ’/2 3’/2 7 11. Jóhann Hjartars. 1 14 h 1 0 1 1 14 X 514 2-4 12. Þröstur Þórh. 0 1 1 0 1 1 0 14 X 414 6 mmm ...blabib .iiii Vlll V.l I.!- S ít -1 I -kjarnimálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.