Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 45 ______SJOMANNAPAGURIIMN__ Fjölbreytt hátíðar- höld víða um land DAGSKRÁ í tilefni sjómannadagsins hefst í Reykjavík í dag. Opið íslands- mót í handflökun fer fram í stóru tjaldi á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 11. Knattspyrnu- og reipitogs- keppni áhafna reykvískra togara verður á íþróttasvæði Leiknis í Breið- holti kl. 15. Sjómannahóf verður á Hótel íslandi í kvöld. Sjómannadagurinn hefst með því að fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn kl. 8 í fyrramálið. Hr. Ólafur Skúlason, biskup ísiands, vígir Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkju- garðinum kl. 9.30. Minningarguðs- þjónusta í Hallgrímskirkju kl. 11. Útihátíðarhöld hefjast með skemmtisiglingu frá Faxagarði kl. 13. Hátíðardagskrá hefst á á Mið- bakka hafnarinnar kl. 14. Skemmti- atriði og uppákomur hefjast kl. 15.30. Hafnarfjörður Fótboltakeppni skipshafna frysti- togara verður haldin á íþróttasvæði Hauka kl. 16 í dag. Daginn eftir hefjast hátíðarhöldin á því að fánar verða dregnir að húni kl. 8. Lagður verður blómsveigur að minnisvarða um horfna sjómenn við Víðistaða- kirkju kl. 10.45. Eftir skemmtisigl- ingu fyrir börn kl. 13 frá Suðurhöfn- inni hefst hátíðardagskrá á svæðinu framan við Tónlistarskólann og Iþróttahúsið við Strandgötu kl. 14. Sjómannadagshóf hefst í Súlnasal Hótel Sögu kl. 20. Reykjanesbær Hátíðarhöid í tilefni sjómanna- dagsins í Reykjanesbæ heljast með sjómannamessu í Keflavíkurkirkju kl. 11 á sunnudag. Hátíðardagskrá hefst svo við Keflavíkurhöfn kl. 14. Eftir ræðu er boðið upp á róðrakeppni, koddaslag, reiptog og tónlistaratriði. Sandgerði Dagskráin hefst með skemmtisigl- ingu kl. 16 í dag. Dansleikur verður fyrir börn frá 20 til 22 og fyrir full- orðna frá kl. 23. Messa verður í Hvalsneskirkju kl. 10 í fyrramálið. Skrúðganga fer frá Björgunarsveit- arhúsinu niður á höfn kl. 13.15. Þar fer aðalhátíðardagskráin fram og er von á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Grindavík Fjölbreytt skemmtidagsskrá verð- ur í Grindavík undir yfirskrifitinni „Sjóarinn síkáti“ í dag. Opið hús verð- ur hjá Slysavarnadeildinni Þorbirni milli kl. 10 Og 12 á sjómannadaginn. Sjómannamessa verður svo í Grinda- víkurkirkju kl. 13. Hátíðarhöld hefj- ast við höfnina kl. 14. Eftir formlega dagskrá verður boðið upp á margs skonar skemmtun, m.a. flekahlaup og hjólreiðar. Sjómannakaffi á vegum Kvenfélags Grindavíkur verður í Festi kl. 15. Slysavarnardeildin Þórkatla og yfirmenn á skipum keppa í knatt- spyrnu kl. 18. Hátíðardansleikur með hljómsveit Agga Slæ hefst í Félags- heimilinu Festi kl.20. Þorlákshöfn Guðsþjónusta verður í Þorláks- kirkju kl. 11 á sunnudag. Eftir skemmtisiglingu kl. 13 hefst svo dag- skrá við höfnina. Kaffísala verður í björgunarsveitarskýlinu frá kl. 15. Vestmannaeyjar Hátíðarhöld á vegum Sjómanna- dagsráðs Vestmannaeyja hefjast með bæn í Friðarhöfn kl. 13.15. Skákmót á milli sjómanna og landmanna hefst í Alþýðuhúsinu kl. 16. Sjómannahóf í Höfðanum, Kiwanis og Alþýðuhús- inu hefjast með borðhaldi kl. 20. Minnisvarði við Ofanleitishamra verð- ur afhjúpaður kl. 11 á sunnudag. , Sjómannamessa hefst í Landakirkju kl. 13. Hátíðardagskrá hefst á Stakkagerðistúni kl. 15.30. Eykynd- ilskonur verða með sjómannadags- kaffi í Alþýðuhúsinu frá kl. 14.30. Hornafjörður Á Höfn hefst dagskráin með kapp- róðri o.fl. kl. 13 í dag. Hópsigling báta verður kl. 16 og kaffisala í Slysavarnarhúsinu. Sjómannamessa verður í Hafnarkirkju kl. 10.30 á sunnudag. Hátíðardagskrá hefst á Hóteltúninu kl. 13.30. Eskifjörður Hátíðarhöldin hefjast á því að nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis við áhaldahúsið kl. 16 í dag. Kappróður hefst við Mjóeyrarvík klukkustund síðar. Sjómannamessa hefst kl. 10 á sunnudagsmorgun. Hópsigling verð- ur milli 14 og 17 og kaffi í Valhöll á vegum Hafrúnar kl. 15. Dagskrá hefst svo við og í íþróttahúsinu kl. 15.30. Barna- og unglingaball verður tnilli kl. 18 og 20 og fyrir fullorðna frá 23 til 03. Neskaupstaður Firmakeppni hestamannafélagsins Blæs hefst kl. 13 í dag, Þróttur og Höttur keppa í knattspyrnu kl. 14 og björgunaræfing Björgunarsveitar- innar Gerpis hefst kl. 16. Kapp- og kajakróður hefst kl. 17 og unglinga- tónleikar í portinu við Egilsbúð kl. 21. Sævar Sverrisson og féiagar halda uppi fjöririu eftir kl. 23. Skip og bátar flagga á sjómannadaginn kl. 8.30. Hópsigling hefst kl. 9 og hátíðarmesssa í Norðfjarðarkirkju kl. 14. Kaffisala verður í húsi björgunar- sveitarinnar Gerpis milli kl. 15 og 19. Hátíðarhöld hefjast við sundlaug- ina kl. 15.30 og hljómsveitin Twist og Bast Ieikur fyrir dansi í Egilsbúð frá kl. 23. Seyðisfjörður Kappróður verður við bæjarbryggj- una kl. 11.45 og hópsigling frá Dvergasteinsbryggju kl. 14 í dag. Hátíðarkvöldverður hefst á Hótel Snæfelli kl. 19. Hljómsveitin Tvöföld áhrif leikur fyrir dansi frá kl. 23.30. Helgistund verður í Seyðisíjarðar- kirkju kl. 13. Skemmtidagskrá verður á torginu og við sundlaugina. Kaffi- samsæti verður í Herðurbreið frá kl. 15.30. Sjómenn og sjötti flokkur keppa í knattspyrnu á Sundlaugar- túninu kl. 17. Hljómsveitin Systir Palla leikur fyrir dansi á dansleik fyrir 12 ára og yngri verður á milli 20 og 21.30 og fyrir 13 ára og eldri frá kl. 22 til 24. Húsavík Árshátíð sjómanna hefst kl. 20.30 í dag. Fánar verða svo dregnir að húni kl. 8 á sunnudaginn. Guðsþjón- usta hefst kl. 11. Skemmtisigling um Skjálfanda hefst um kl. 13. Að henni lokinni verður dagskrá á hafnarstétt- inni. Kaffisala Slysavarnardeildar kvenna verður í Félagsheimilinu frá kl. 16. Bíósýningar verða fyrir börn kl. 15, 17 og 19. Akureyri Dagskrá sjómannadagsins hefst með róðrakeppni við hús Siysavarnar- félagsins kl. 13.10 í dag. Innanhús- knattspyrna hefst kl. 16. Sjómanna- dagurinn hefst á því að fánar verða dregnir að húni kl. 8. Sjómannamessa hefst í Glerárkirkju kl. 11. Fjölskyldu- hátíð hefst við Sundlaug Ákureyrar kl. 13.30. Sjómannadagshátíð hefst í íþróttahöllinni kl. 19. Olafsfjörður Hátíðardagskrá hefst við höfnina kl. 14. Daginn eftir hefst skrúðganga frá hafnarvoginni kl. 10. Messa hefst hálfri klukkustundu síðar. Sigling um fjörðinn hefst kl. 12.30. Sjómenn keppa við landmenn í knattspyrnu kl. 13.30 og kaffísala á vegum Slysa- varnardeildar kvenna verður í Tjarn- arborg frá kl. 15. Árshátíð hefst í Tjarnarborg kl. 19.30. Dansleikur með hljómsveitinni Tvöföld áhrif hefst kl. 23. Siglufjörður Kappróður verður við togara- bryggjuna kl. 14 í dag. Sjómanna- messa verður svo við minnismerkið um drukknaða sjómenn kl. 11 á sunnudag. Skemmtisigling verður frá Hafnarbryggju kl. 13. og síldarsöltun á Roaldsplani kl. 13.30. Skemmtidag- skrá hefst á planinu kl. 14.30. Sjó- mannadagskaffi Varnarkvenna verð- ur á Hótel Læk frá kl. 15. Skagaströnd Dagskráin með skrúðgöngu frá höfninni til kirkju kl. 10.30. Sjó- mannamessa í Hólaneskirkju hefst svo kl. 11. Skemmtisigling hefst kl. 13.15 og skemmtun á hafnarsvæðinu kl. 14. Kaffisala verður í Höfðaskóla frá kl. 16. Hljómsveitin Allir nema Siggi heidur tónleika fyrir börn og unglinga í Kántrýbæ frá kl. 18 til 22. Geirmundur leikur fyrir dansi í Fellsborg frá kl. 23. Isafjörður Dagskráin með skemmtisiglingu kl. 10.30 í dag. Skemmtidagskrá hefst við Sundahöfn kl. 14. Hátíðar- dagskrá hefst kl. 16. Dansleikur verð- ur í Féiagsheimilinu í Hnífsdal kl. 19.30. Messa verður í Hnífsdalskirkju kl. 9, ísafjarðarkirkju kl. 11 og Súða- víkurkirkju kl. 14. Kaffisala verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal frá kl. 15. Bolungarvík Dagskráin hefst á því að gengið verður frá Bijótnum kl. 10.15 til kirkju og hlýtt á messu. Hátíðarhöld hefjast við höfnina kl. 13.30. Hljóm- sveitin Upplyfting sér um fjörið í Víkurbæ frá kl. 23. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins verður með kaffisölu. Bíldudalur Hátíðarhöldin hefjast með skemmtiatriðum við höfnina kl. 14 í dag. Dansleikur með hljómsveitinni Upplyftingu verður í Baldurshaga í kvöld. Sigling verður kl. 12.30 og messa kl. 14 á sunnudag. Tálknafjörður Dagskráin hefst með .siglingu kl. 12.30 á sunnudag. Síðan verður messa ki. 14. Dagskrá hefst við höfn- ina að messu lokinni. Kaffíveitingar verða á vegum Kvenfélagsins Hörpu. Patreksfjörður Dagskráin hefst með heimsókn Landhelgisgæslunnar kl. 13 í dag. Undanrásir í kappróðri verða kl. 17 og Landleguhátíð hefst á bryggjunni kl. 21.30. Hátíðarhöldin hefjast með siglingu smábáta kl. 9.30 á súnnu- dag. Athöfn við minnisvarða um látna * sjómenn verður kl. 10.30. Aidraðir sjómenn verða heiðraðir í messu kl. 11. Skemmtidagskrá í Krók hefst kl. 13.30. Kaffihlaðborð á vegum kven- félagsins Sifjar verður í Félagsheimil- inu frá kl. 15. Við höfnina hefst kapp- róður o.fl. kl. 16.45. Dansleikur með Herramönnum fyrir 15 ára og yngri verður í Félagsheimilinu frá 19.30 til 21.30. Almennur dansleikur með sömu hljómsveit hefst kl. 23. Stykkishólmur Dorgkeppni fyrir 1.-7. bekk verður fyrir utan Súgandisey milli kl. 14 og 15 í dag. Minnisvarði um týnda sjó- menn verður afhjúpaður kl. 10 á morgun. Skrúðganga verður farin til kirkju og hefst messa kl. 11. Hátíðar-' dagskrá hefst við höfnina kl. 13.30. Sjómannadagskaffi verður um borð í Fagranesinu. Sjómannadags- skemmtun hefst á Hótel Stykkishólmi kl. 20. Ólafsvík Kappróður, flotgallasund, reiptog o.fl. verða kl. 14. f Félagsheimilinu Klifi verður barnadansleikur kl. 20.30 til 22.30 og unglingadansleikur frá kl. 23 til 01. Dagskrá í Sjómanna- garðinum hefst kl. 13.15 á sunnudag.; Eftir hana verður skrúðganga til kirkju og hefst messa kl. 14.30. * Kaffisala Slysavarnarfélagsins verð- ’ ur í safnaðarheimilinu eftir messu. Sjómannahóf hefst í Félagsheimilinu Klifi kl. 20. Akranes Dagskrá 4 tilefni sjómannadagsins hefst með sundmót í Jaðarsbakkalaug kl. 11 í dag. Skemmtisigling hefst kl. 13.30. Fánar verða dregnir að húni á sjómannadaginn kl. 8. Stund verður við sjómannamerkið í kirkju- garðinum kl. 10 og sjómannamessa kl. 11. Dagskrá verður við Akranes- höfn kl. 13.30. Sjómannadansleikur hefst í Hótel Ósk kl. 19.30. RADAUGÍ YSINGAR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: auglýsingar Haeðagaröur 10, Nesjum, Hornafirði, þingl. eig. Stefán Gunnar Stein- arsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Höfn, 6. júní 1996 kl. 14.00. Miðtún 12, þingl. eig. Sveinn Rafnkelsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Hornafjarðar- bær, 6. júní 1996 kl. 13.10. Smárabraut 19, þingl. eig. Jón Haukur Hauksson og Sesselja Stein- ólfsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Byggingasjóður verkamanna, Landsbanki islands og Rafmagnsveitur ríkisins, 6. júni 1996 kl. 13.20. Sýslumaðurinn á Höfn, 29. mai 1996. Uppboð Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Brekastigur 32, þingl. eig. Hjördís Hjartardóttir, gerðarbeiðandi Vá- tryggingafélag íslands hf., miðvikudaginn 5. júní 1996 kl. 16.00. Faxastígur 8a, efri hæð og ris (50%), þingl. eig. Guðmundur Páls- son, gerðarbeiðandi Búnaöarbanki íslands, Selfossi, miðvikudaginn 5. júní 1996 kl. 16.30. Vestmannabraut 52, austurendi (50%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Kristín Steingrímsdóttir, gerðarbeiðendur Guðbrandur Pálsson og P. Samúelsson ehf., miðvikudaginn 5. júní 1996 kl. 17.30. Sýslumaðurinn i Vestmannaeyjum, 31. maí 1996. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsíerð laugardaginn 1-júní kl. 10.30 Reykjavegurinn, 3. áfangi, Skála - Mælifell - Djúpa- vatn. Ferð i samvinnu við Ferða- félag Islands. Gengið verður vestan Núphlíðarhálss, um Sels- velli og Sogin að Djúpavatni. Leiöin er um 16 km og göngu- hraði við allra hæfi. Farið frá BSI að sunnanverðu og Mörkinni 6 kl. 10.30. Stansað á leiðinni á Kópavogshálsi, í Garðabæ, við Sjóminjasafnið og kirkjugaröinn í Hf. Farið frá Grunnskólanum í Grindavík kl. 11.30 og SBK verða með ferðir úr Reykjanesbæ. Útivist. Sunnudagur 2. júníkl. 13.30 Göngudagur Ferða- félagsins í Elliðaárdal Þessi 18. Göngudagur Ferðafé- lagsins verður helgaður hinu fjöl- breytta og skemmtilega útivist- arsvæði, Elliðaárdalnum. Mæt- ing er við félagsheimili Ferða- félagsins í Mörkinni 6 og farið þaðan kl. 13.30 með rútum upp að Árbæjarlaug og gengið til baka. Þátttakendur geta einnig komið inn í gönguna að vild. Áning verður um miðja göngu- leið og boðið upp á léttar veiting- ar, m.a. nýjung frá MS (ferska súkkulaöimjólk). Göngunni lýkur um kl. 16.00 við Mörkina 6. ’ Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis er að þessu sinni i sam- vinnu við Ferðafélagið um göngudaginn, en árið 1995 lét sparisjóðurinn koma fyrir skilt- um í dalnum til fróðleiks fyrir þá, sem vilja njóta þeirrar friðsældar og fegurðar sem Elliðaárdalur- inn býður upp á. Þetta er auð veld ganga, tilvalin fyrir alla fjöl- skylduna og þátttökugjald er ekkert. Notið þetta tækifæri til að kynnast Ferðafélaginu. Feröafélag íslands. fomhjélp Opið hús í dag kl. 14-17 er opið hús f Þríbúðum, félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Litið inn og rabbið um lífið og tilver- una. Dorkas-konur sjá um að heitt sé á könnunni. Við tökum lagið saman og syngjum kóra kl. 15.30. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Dorkas-samkoma í Þríbúðum á morgun. Samhjálp. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14. Gestaprédikari: Erik Guðmunds- son. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á KastrupflugveDi og Rábhústorginu fHorgttttfclaMb -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.