Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 40
4Q LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR BENEDIKT ÞÓRARINSSON + Guðrún Stef- ánsdóttir fædd- ist á Hnappavöllum í Oræfum 15. októ- ber 1912. Hún lést á dvalarheimilinu Skjólgarði á Höfn 24. maí síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hennar voru Stefán Þorláksson, f. 14.10. 1878, d. 17.1. —* 1969, og Ljótunn I Pálsdóttir, f. 2.5. 1882, d. 21.12.1955. Systkini Guðrúnar eru Arnljótur, f. 18.12. 1908, d. 1924, Kristin, f. 3.9. 1911, Sigríður, f. 14.7. 1916, Páll, f. 30.5. 1918, Þóra, f. 31.7. 1919, Helgi, f. 13.11. 1920, d. 1.7. 1978, Þorlákur, f. 26.3. 1922, og Þórður, f. 17.12. 1923. Útför Guðrúnar fer fram frá Hofskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Guðrún Stefánsdóttir frænka okkar ólst upp í stórum systkina- Hópi á Miðbæ. Þegar elsti bróðirinn, Arnljótur, lést árið 1924 gekk Guð- rún til allra verka með föður sínum. Vinnudagurinn varð því snemma langur. Heimilið á Miðbæ var stórt og í mörg horn að líta. Guðrún sinnti alltaf útiverkum ekki síður en inni- verkum og sló aldrei slöku við. Á veturna fór Guðrún í vinnu til Reykjavíkur. Hún aflaði sér þekk- ingar í fatasaumi og var eftirsótt í vinnu við saumaskap. Hún var hag- leikskona eins og hand- bragð verka hennar ber vott um, dugnaður og trúmennska voru henni í blóð borin. Eftir vet- ursetu í Reykjavík fór hún á hveiju vori aust- ur að Hnappavöllum til að takast á við bústörf- in. Hún unni og var alla ævi trygg sinni heimabyggð. Við vorum ekki há í loftinu systkinin þegar við fengum að fara í sveitina og fljúga aust- ur til Fagurhólsmýrar með Guðrúnu frænku. Það fór ekki mikið fyrir henni en með sínu ljúfa viðmóti reyndist henni auðvelt að laða okkur krakkana til samstarfs í daglegum störfum, þannig að leik- ur og störf runnu saman. Guðrún kenndi okkur margt og alltaf leið okkur vel hjá frændfólkinu okkar á Miðbæ. Hjá þeim fengum við vega- nesti út í lífið sem seint verður full- þakkað. Þær góðu minningar sem dvölin þar gaf okkur átti Guðrún stóran þátt í að skapa. Við kveðjum þig nú, kæra frænka, með virðingu og þökk fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sæmundur, Unnur Stefanía, Helga, Björk og Stefán. t Okkar elskaði sonur og bróðir, SIGURJÓN STEINGRÍMSSON, Hilmisgötu 7, Vestmannaeyjum, lést af slysförum fimmtudaginn 30. maí sl. Hann elskaði Jesúm og er elskaður af Honum. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu mánudaginn 3. júní kl. 16.00. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Steingrímur Ágúst Jónsson, Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, Ríkharður Örn, Björk, Daníel, Kristný og Gunnar. t Sonur minn, SIGURÐUR ÞORSTEINN JÓNSSON, Austurgötu 30, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu 30. maí. Arnfríður Mathiesen. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG G. JAKOBSDÓTTIR frá Súðavík, sem lést í Landspítalanum 25. maf, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn 3. júní kl. 15.00. >- $ Jakob Þorsteinsson, Hanna Sigmannsdóttir, Grétar Kristjánsson, Lára Þorsteinsdóttir, Kristján Kristjánsson, Helga Sveinbjarnardóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Sesselja Ingjaldsdóttir, Samúel Kristjánsson, Rannveig Ragnarsdóttir, Hálfdán Kristjánsson, Helga Guðjónsdóttir, Sigurborg Kristjánsdóttir, Sveinn Pétursson, Ásdís Kristjánsdóttir, Svandís Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Benedikt Þórar- insson bóndi og hreppsljóri í Stóra- Skógi í Miðdölum var fæddur á Svarf- hóli í sömu sveit 7. júlí árið 1903. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þórarinn Baldvinsson bóndi þar og Signý Guð- mundsdóttir, kona hans. Benedikt ólst upp í foreldrahús- um og starfaði að búi föður síns svo sem þá var títt. Hann fór tvo vetur á vertíð suður með sjó, vann einn vetur í vél- smiðju á Akranesi auk þess að vera við smíðar hér og þar. Árið 1933 kvæntist Benedikt Guðnýju Jóhannesdóttur frá Svínhóli og byrjuðu þau búskap á Svínhóli í sambýli við foreldra Guðnýjar. Árið 1937 flytja þau að Stóra-Skógi og hefja búskap þar og kaupa síðan jörðina árið 1941. Fljótlega upp úr því fer Benedikt að byggja upp á jörð- inni og 1948 er búið að byggja hesthús, fjós og hlöðu ásamt myndarlegu íbúð- arhúsi, allt úr steinsteypu. Jafn- framt var unnið að jarðabótum, þó að- allega eftir 1950. Benedikt eignað- ist þrjú börn með konu sinni, synina Gunnar bónda í Álfheimum, kona hans er Fjóla Bene- diktsdóttir og eiga þau þijú börn, Bryndísi, Benedikt Guðna og Þórarin, og Hlyn Þór, Lækjar- hvammi 13 í Búðardal, og eina dóttur sem dó í fæðingu. Þá átti Benedikt fyrir hjónaband dótturina Halldóru sem búsett er í Reykjavík. Benedikt missti konu sina árið 1975 og bjó eftir það einn í Stóra-Skógi þar til hann flyst að Hrafnistu í Reykjavík árið 1993. Útför Benedikts fer fram frá Kvennabrekkukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Benedikt Þórarinsson, bóndi í Stóra-Skógi, er látinn tæplega 93 ára að aldri. Frá þriggja ára aldri og fram til sautján ára aldurs dvaldist ég á hverju sumri í Stóra-Skógi hjá Benedikt og Guðnýju, konu hans, sem var móðursystir mín. Þau reyndust mér alla tíð sem bestu fósturforeldrar. Á hveiju vori taldi ég dagana þangað til ég mætti fara í sveitina. Eftir að ég byijaði í skóla fór ég alltaf um leið og síðasta prófi lauk og á haustin fékk ég undanþágu, fram yfir rétt- ir, frá því að mæta í skólann. Bene- dikt var mikill listasmiður og smíð- aði hann áður fyrr mikið af ýmsum áhöldum sem notuð voru við bú- störfin og þá ekki síst við heyskap- inn. Á hveiju vori beið mín því lít- il hrífa sem Benedikt hafði smíðað handa mér svo ég gæti rakað tún- in með stóra fólkinu. Eftir því sem ég stækkaði urðu hrífurnar stærri en alltaf sá hann til þess að ég ætti mína eigin hrífu. Þau hjónin Benedikt og Guðný kenndu mér snemma að sinna hin- um ýmsu störfum og skiptu þau þar með sér verkum. Guðný kenndi mér ýmis störf innan húss, en Benedikt utan húss. Þau létu mig finna til ábyrgðar á þeim störfum sem mér voru falin, hvort sem það var að strauja tóbaksklútana hans Benedikts, sækja kýrnar á ákveðn- um tíma, hreinsa kúamykju af framtúninu, eða álíka störf sem börn í sveit höfðu með höndum. Að læra sem barn að sinna ákveðn- um skyldum og finna að manni sé treyst fýrir þeim er reynsla sem ég bý að enn í dag. Eg á þeim góðu hjónum, sem tóku mér alltaf sem dóttur sinni, mikið að þakka en þau kenndu mér að vinnusemi og samviskusemi eru dyggðir sem vert er að hafa í heiðri. Guðný frænka mín lést fyrir rúmum 20 árum og saknaði Bene- dikt hennar mjög sárt þó hann talaði ekki mikið um það. Eftir að hún lést bjó hann einn í Stóra- Skógi en naut þó áfram umhyggju sonar, tengdadóttur og barnabarna sem búa á nýbýli í túnfætinum. Þó ég væri hætt að vera í sveit í Stóra-Skógi leið aldrei það sumar að ég færi ekki einu sinni eða oft- ar vestur í Dali og dveldi hjá Bene- dikt í lengri eða skemmri tíma. Það varð að hefð hjá okkur að fara vestur um hvítasunnu og núna voru það synir mínir sem töldu dagana þangað til farið væri í sveitina á vorin. Mörg sumur eydd- um við hjónin og strákarnir sum- arfríinu okkar hjá Benedikt og vorum við alltaf velkomin til hans. Hann sá þá til þess að ísskápurinn og frystikistan væru full af mat þannig að okkur skyldi ekki skorta neitt meðan við dveldum hjá hon- um. Hann bað þó mig og móður mína, sem oft fór með okkur vest- Mmningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minning- argreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í sam- ræmi við gífurlega hækkun á dag- blaðapappír um allan heim á und- anfömum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappir með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar íjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjá- kvæmilegt fyrir Morgunblaðið að takmarka nokkuð það rými í blað- inu, sem gengur til birtingar bæði á minningargreinum og almenn- um aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálks- entimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. ur, að sjá um eldamennskuna með- an við værum hjá honum því þó hann eldaði fyrir sig sjálfur sagð- ist hann vera óvanur að elda ofan í heila íjölskyldu. Synir mínir litu alltaf á hann eins og góðan afa sem spilaði við þá, sagði þeim sög- ur, spjallaði um lífsins gagn og nauðsynjar og fræddi þá um lífið í sveitinni í gamla daga. Fram á síðasta ævidag hlustaði Benedikt á fréttir og fylgdist með því sem var að gerast, hvort sem það var innanlands eða utan. Hann var ótrúlega minnugur á það sem hann hafði lesið eða heyrt í út- varpi og sjónvarpi. Hann hafði mjög gaman af því að rökræða hin ýmsu mál og hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Margar bjartar sumar- nætur, þegar við dvöldum hjá hon- um hin síðari ár, var vakað langt fram eftir og málin rædd vítt og breitt og alltaf virtist hann hafa þekkingu og skoðun á öllum hlut- um og undruðumst við oft hversu fróður hann var. Þó aldurinn væri orðinn hár virtist minnið og áhug- inn á að spjalla við samferðafólk sitt ekki dvína. Benedikt hafði mikla unun af því að lesa góðar bækur og las hann mikið, sérstak- lega eftir að frístundimar urðu fleiri og aldurinn færðist yfir. Það varð honum því mikið áfall þegar sjónin tók að daprast og það kom að því að hann hætti að geta lesið. Hann lét það samt ekki aftra sér frá því að fræðast af ýmsum bók- menntum, því hann nýtti sér þá þjónustu Blindrabókasafnsins að fá sendar heim segulbandsspólur með góðum upplestri. Benedikt var, eins og áður sagði, mjög góð- ur smiður, þó hann væri af þeirri kynslóð sem ekki gekk í skóla til að læra smíðar. Mörg hús byggði hann um ævina, bæði íbúðarhús í sinni sveit og nágrannasveitunum svo og útihús fyrir sjálfan sig og aðra, fynr utan alla smærri smíði fyrir sveitunga sína og heimili sitt. Fram í háa elli sá hann um við- hald á húsi sínu, skipti um glugga, klæddi húsið að utan og margt fleira. Síðustu árin áður en sjónin dapraðist vann hann við renni- bekkinn, í kjallaranum, og bjó til ýmsa smáhluti úr tré sem eftirlík- ingu af gömlum áhöldum sem hann smíðaði áður fyrr til nota við bú- skapinn. Má þar nefna hrífur, orf, snældur og jafnvel litla rokka. Þessir hlutir prýða nú víða heimili vina og vandamanna og halda uppi minningu þessa haga, sjálfmennt- aða sveitamanns. Þegar sjónin var að mestu farin og hann hættur að geta eldað fyrir sig og séð um sig sjálfur ákvað hann að sækja um dvöl á elliheimili í Reykjavík. Fyrir tæp- um þremur árum fluttist hann alfarið á Hrafnistu í Reykjavík og fannst honum sjálfum að hann hefði þá lifað nógu lengi og varð þvi hvíldin eilífa honum kærkom- in. Þó hann segði alltaf að enginn gæti vitað með vissu hvað tæki við þegar þessu jarðlífi lyki trúði hann því innst inni að Guðný myndi taka á móti honum þegar að _því kæmi. Eg og fjölskylda mín viljum með þessum orðum þakka Benedikt fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og biðjum Guð að blessa sálu hans. Við vottum börnum, tengdadóttur, barnabörn- um svo og öllum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð. Hanna Dóra Haraldsdóttir. Þeim fækkar nú óðum sem fæddust á morgni aldarinnar. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni, þegar öldungar fá hvíld að afloknu löngu og farsælu dagsverki. En óneitan- lega verður ávallt skarð fyrir skildi, þegar gamlir vinir kveðja. Benedikt í Skógi var kominn um fimmtugt, þegar kynni okkar hófust nokkuð að marki. Hann bjó þá rausnarbúi í Stóra-Skógi og var í fremstu röð góðbænda í Dalasýslu, orðlagður fyrir atorku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.