Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 41

Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 41 og hagsýni. Mér er tjáð, að hann hafi verið veikburða barn í fyrstu og vart hugað líf, en hann átti svo sannarlega eftir að eflast að orku og harðfylgi. Örlagadísirnar sáu um að gefa honum ýmsa verð- mæta kosti í vöggugjöf, svo sem einbeittan vilja og kjark, góða eðlisgreind, árvekni og næmt smiðsauga. Hann ólst upp við hvatninguna sem fólst í orðum skáldsins: „Aldar á morgni vökn- um til að vinna.“ Og Benedikt lét ekki sitt eftir liggja. Hann varð snemma afkastamikill verkmaður og verk- stjóri, fjölhæfur smiður, völundur á tré og járn, svo sem kallað var. Hann sá um smíði margra íbúðarhúsa og annarra bygginga í Dölum. í heimasmiðju sinni smíðaði hann margs konar muni, stóra og smáa, úr ýmsum efnum, svo sem rokka, kistur, strokka, skeifur o.fl. Allir þessir smíðisgripir báru vitni um hagleik og listfengi. Benedikt kærði sig ekki um að láta mikið á sér bera, en tæki hann að sér einhver störf, taldi hann sér skylt að rækja þau af alúð og kostgæfni. Hann var skip- aður hreppstjóri Miðdalahrepps 1957 og gegndi því starfi um ald- arijórðungsskeið. Veigamikill þáttur í starfi hreppstjóra var for- mennska í skattanefnd, þar til skattstjóra- embættin voru stofn- uð 1962. Þá urðu hreppstjórar um skeið umboðsmenn skattstjóra. Einnig var Benedikt falið að vinna í fasteignamatsnefnd Dalasýslu ásamt öðrum. Var það mikið verk, sem útheimti m.a. ferðalög um allt héraðið. í heimasveit sinni, Miðdölum, gegndi Benedikt að sjálfsögðu ýmsum störfum í þágu hreppsbúa, m.a. annaðist hann sjúkrasamlagið um langt árabil. Nefna má, að Benedikt sá oft um verkstjórn í girðingavinnu, t.d. þegar reynt var að hefta út- breiðslu sauðfjársjúkdóma og á borð hans sem hreppstjóra bárust oft erfið og viðkvæm úrlausnar- efni meðan niðurskurðar- og fjár- skiptamál voru ofarlega á baugi. - Geta má þess, að oft áður fyrr var Benedikt kvaddur úr héraði til að semja arðskrár fyrir veiðifé- lög við laxveiðiár. Kunni hann góð skil á þeim málum, enda fellur ein af þekktustu veiðiám landsins, Haukadalsá, meðfram Stóra- Skógslandi á löngu svæði. Enn skal þess getið, að við Benedikt áttum langt og gott sam- starf í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu. Þar sem annars staðar lagði hann gott til mála, því að hann vildi hag héraðsins sem mestan. Eftir að Benedikt missti konu sína árið 1975 bjó hann einn í Stóra-Skógi í 18 ár, að vísu við hlið sonar síns, Gunnars, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Álfheim- um, en það býli var reist í tún- jaðri Stóra-Skógs árið 1959. Hélt Benedikt venju sinni að fara snemma á fætur og var jafnan kominn til vinnu sinnar við hefil- bekkinn eldsnemma á morgnana. En þá fór að bregða birtu. Sjón- depran óx svo að hann gat ekki lengur fengist við smíðar. Fluttist hann þá á Hrafnistu í Reykjavík árið 1993, en fékk þó að halda lögheimili sínu í þjóðskránni fyrir vestan, þar sem hann hafði átt heima alla ævi. Oft sagði hann yið mig, að hefði hann haldið sjón- inni, væri hann enn heima hjá sér í Stóra-Skógi. Þar dvaldist hug- urinn löngum. Hann átti nokkurt safn góðra bóka, sem hann gaf Héraðsbókasafni Dalamanna í Búðardal. Stundum velti hann því fyrir sér, hvers vegna hann væri látinn lifa svona lengi. Annars tók hann öllu, sem að höndum bar, með ró og karlmennsku. Hann hafði allt á hreinu og var viðbúinn síðasta útkallinu. Að leiðarlokum kveð ég trúan vin og traustan samheija með kærri þökk fyrir liðna tíð og óska aðstandendum hans og öllu ættfólki hagsældar °g heilla á komandi tímum. Friðjón Þórðarson. + Þóra Kristín var fædd á bæn- um Sneis í Engi- hlíðarhreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu 24. febrúar 1926. Hún andaðist í borginni Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum kl. 8 að kveldi 27. maí siðastliðinn að stað- artíma, en kl. 1 að- faranótt 28. maí að íslenskum tíma. Foreldrar Þóru Kristínar voru hjónin Elín Guðmundsdóttir frá Skollatungu í Gönguskörðum, f. 31.10. 1903, d. 19.4. 1958, og Sveinn Hannesson frá Elivog- um í Skagafirði, f. 3.4. 1889, d. 2.7. 1945. Þóra bar nafn föð- urmóður sinnar, Þóru Kristínar Jónsdóttur, sem fæddist 1849, en lést 1929. Nafnið hefur hald- ist mjög við í ætt hennar. Þóra átti tvö hálfsystkini, samfeðra; Maríu á Sauðárkróki og Þórar- inn í Reykjavík. Þóra ólst upp á Sneis til átta ára aldurs, á Vindhæli á Skagaströnd var hún næstu þrjú árin, en á Refs- stöðum í Laxárdal síðan fram undir tvítugsaldur, að hún fluttist til Reykjavíkur, ásamt móður sinni og bróður, Auðuni Braga, er þá var að hefja fram- haldsnám. Sjálf naut Þóra Kristín venjulegrar barna- fræðslu I farskóla, sem þá var algengt í sveitum landsins. Hvernig á bróðir að skrifa eftir systur sína? Verður það ekki um of hlaðið tilfínningum og þar með firrt veruleika? Slíkar og þvílíkar spurningar koma fram í hugann, þegar leiðir skilur. Við ólumst upp saman og vorum samrýnd, þótt lundarfarið væri nokkuð ólíkt. Hún var að skapferli líkari föður sínum en móður og Þóra Kristín fluttist til Banda- ríkjanna snemma árs 1946, ásamt manni sínum amer- iskum, sem hún giftist í nóvember árið áður. Bjuggu þau fyrst í Arkans- as, en síðar skildu leiðir þeirra og hún fluttist til Texas. Þar bjó hún síðan til æviloka í eigin húsnæði, ásamt börnum sínum, en allmörg ár ein, eftir að þau voru farin að heiman og höfðu stofnað eigið heimili. Þóra var öryrki mörg siðustu æviárin, en vann þó nokkuð heima, meðan heilsa entist. Börn Þóru eru eftirtalin, öll búsétt í Texas: 1) Nelly Diana, húsmóðir og starfar við blóma- sölu, f. 5.5. 1947, búsett í bæn- um Weatherford, rétt við borg- ina Fort Worth, gift og á tvær dætur og einn son, sem öll eiga heima í höfðustaðnum Austin og hafa lokið háskólanámi. 2) Stanley, öndunartækjasérfræð- ingur, f. 3.7. 1958, búsettur í Fort Worth, kvæntur og á ung- an son og dóttur. 3) Charles, bankastarfsmaður, f. 9.12. 1962, búsettur í Fort Worth, kvæntur og á tvo unga syni. Þóra Kristín var jarðsett í Fort Worth 30. maí á vegum mormónakirkjunnar þar, sem hún studdi iengi. duldi það ekki. Hún var opinská og hreinlynd og krafðist þess sama af öðrum. En örlög hennar urðu þau að dveljast í fjarlægri heimsálfu frá tvítugsaldri til sjötugs. Það afmæli lifði hún, þá orðin sárþjáð af lungnakrabbameini, 24. febrúar si. Þóra systir fæddist á afdalakot- inu Sneis á Laxárdal á harðasta tíma ársins. Þá var ekki hægt um vik að nálgast ljósmóður, vegna veðurs og færðar, en svo heppilega vildi til, að á heimilinu var stödd móðir húsfreyjunnar, Lilja Krist- jánsdóttir, og tók hún á móti barn- inu. Hafði sjálf alið tíu börn, og vissi alveg hvernig þetta bar að. Þá var fátt um þægindi á bænum þeim, ekki einu sinni vatnsveita. Hún kom löngu síðar. Lífið var frumstætt og fátæklegt, en allt bjargaðist þetta af, og ekki bar á öðru en að börnin yxu og döfnuðu með eðlilegum hætti. Víst þótti okkur sárt að missa Þóru burt frá Islandi, en þetta vár einu sinni hennar vilji og vel gátum við unnt henni að öðlast hamingj- una, sem allir leita, þótt í fjarlægu landi væri. Hún eignaðist dóttur árið eftir utanförina. Með hana kom hún heim í mánaðarheimsókn 1948. Síðan liðu sjö ár til næstu heim- komu, árið 1955, þegar ekki þorn- aði á steini hér sunnan- og suðvest- anlands. Þá var ég ásamt fjölskyldu minni í Fljótum norður í besta veðri. Gaman var þá að fá Þóru í heim- sókn, eins og raunar í hvert sinn sem hún leit gamla landið, en það gerðist svo þar eftir 1969, 1978 og 1986, þá í fylgd dóttur sinnar, Dí- önu. Árið 1969 hugðist Þóra flytj- ast hingað heim, en hætti við það, þrátt fyrir að búslóðin væri komin um þetta langan veg. Varla verður sagt að Þóra hreppti mikla gæfu þarna ytra. Hjónaböndin leystust upp, og hún stóð ein eftir með bömin þrjú. Var lengi heilsu- tæp, og liðin tvö ár voru eitt sam- fellt kvalræði. Fátæktin fylgdi henni lengst af, en furða var, hvað henni tókst að láta enda ná saman í fjár- hagnum, lengstaf aðeins með tekju- tryggingu, sem nefnist á máli þar- lendra Social Security, og nam, þeg- ar ég síðast vissi, 490 dollurum á mánuði, eða nímum 33 þúsund ís- lenskum krónum. Á þessu varð hún að lifa, greiða öll gjöld og reka bif- reið, sem var henni nauðsyn. Meira að segja er notkun kalda vatnsins mæld. Reglusemi hennar og einkum þrifnaður, var með eindæmum. Ég vissi lengi hvernig heilsufari systur minnar var háttað, og í byij- un maí sl. lagði ég í för til hennar. Dvaldi rúman hálfan mánuð. Þóra var þá rúmliggjandi og tengd önd- ÞÓRA KRISTÍN SVEINSDÓTTIR ÓLÖF KRISTINSDÓTTIR + Ólöf Anna Krist- insdóttir var fædd á Siglufirði 24. september 1902. Hún lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 24. mai siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Marsibil Ólafsdóttir og Krist- inn Þorláksson. Hálfbróðir hennar, sammæðra, var Jó- hann Þorfinnsson, hann er látinn. Hún átti einnig tvö fóst- ursystkini, þau Ólaf Árnason, sem er látinn, og Ól- öfu Magnúsdóttur. Ólöf giftist Gísla Jónssyni, hinn 9. maí 1927. Hann lést 13. október 1974. Þau eign- uðust eina dóttur 1928, sem skírð var Anna Bára, en lést fárra daga gömul. Þau ættleiddu síðan þriggja mánaða gamlan dreng, Pál Guðmund, f. 3. sept. 1929. Hann er kvæntur Katrínu Guðmundsdóttur og eru þau búsett á Siglufirði og eiga fjögur börn; Ólöfu, tvíburana Jóliönnu og Guðmund, og Ágústu, þau eru öll uppkomin. Útför Ólafar Önnu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Okkur er öllum úthlutaður tími í þessu jarðlífi, mislangur þó. Sum- ir fá aðeins að lifa morgun lífsins, en aðrir lifa að sjá kvöldsólina og jafnvel fram í myrkur. Þannig var það með þessa kæru frænku mína, sem nú hverfur úr þessari jarðvist. Hún náði öllum deginum, alveg fram í myrkur — já, hún náði næstum í heila öld. Og þó síðustu árin væru erfið og oft mikið myrkur á köflum, þá var birtutíminn miklu lengri og í minn- ingu minni var alltaf bjart í kringum Ólu frænku. Ótal minningar hrannast upp frá æsku minni og unglingsárum á Siglufirði, sem tengjast þessari mætu konu. Hún var talsvert eldri en foreldrar mínir og var mér eins og kær amma. Ég gat alltaf leitað til hennar og gerði oft. Hún og Gísli, maður hennar, fóstruðu mig ef mamma þurfti að fara bæjarleið. Þá fékk ég að sofa á dívan í fallega svefnherberginu þeirra og bursta á mér hárið með silfurburstanum hennar frænku minnar fyrir framan stóra spegilsnyrtiborðið hennar. Heimili þeirra var ákaflega fallegt og snyrtilegt. Þau áttu svo marga fallega hluti sem gaman var að skoða og snerta. Fastir liðir í tilverunni á æsku- árum mínum voru oftar en ekki tengdir Ólu frænku. Þá er tími jól- anna sá eftirminnilegasti, þegar foreldrar mínir og við systkinin, ásamt fleiri ættingjum voru við laufabrauðsgerð i litla eldhúsinu hennar Ólu, og síðan jólaboðin og síðast en ekki síst gamlárskvöld. Þá beið maður eftir því allt kvöldið að lagt yrði af stað til Ólu frænku og Gísla, og skömmu fyrir mið- nætti var lagt í hann með fáeina flugelda og stjörnuljós í poka og dvalist við leik og söng langt fram á nótt í félagsskap fjölda ættingja og vina, því það var alltaf mann- margt í litla húsinu á nýársnótt. Við krakkarnir fengum að vaka jafnlengi og fullorðna fólkið og höfðum oft ofan af fyrir okkur með því að skiptast á að róla okkur í dálítilli rólu sem Gísli hafði komið upp í kjallaranum. Og það veit ég að öll þau börn sem komu á þetta notalega heimili, muna hvað best eftir rólunni í kjallaranum, því svo- leiðis var nú ekki á hveiju heimili. Óla frænka mín var í senn mjög ákveðin og hlý manneskja, hún átti það til að skamma okkur krakkana rækilega og láta okkur hlýða, en vera samt góð við okkur um leið. Við bárum mikla virðingu fyrir henni og það hefði aldrei hvarflað að okkur að andmæla henni. Hún var stór og myndarleg kona með sítt grásprengt dökkt hár sem hún fléttaði alltaf í tvær fléttur og vafði um höfuð sér. Ég hafði sítt hár á þessum árum og markmiðið var þá að ná sömu hársídd og Óla frænka svo ég gæti líka vafið því um höfuð- ið eins og hún. En bæði skortur á þolinmæði og tískustraumar komu í veg fyrir það. Þegar ég nú sit og skrifa hjá mér þessi minningabrot og hugsa til baka til ljúfra og áhyggjulausra æskuára þá er mér þakklæti efst í huga, þakklæti til þessarar góðu frænku minnar fyrir allar þær góðu minningar sem hún gaf mér og fyrir að vera sú sem hún var, sterk og raungóð. Hún var mér og fjöl- skyldu minni mikill styrkur er faðir unartæki. Voru þetta síðustu forvöð að sjá mína ágætu systur. Það vissi hún einnig. Lífið var að fjara út. Áður hafði ég heimsótt hana tvisvar við aðrar og ánægjulegri aðstæður. Það var um jól í bæði skiptin og . sumarveður þarna, að okkar mati. Safnaðist þá fjölskylda Þóru saman hjá Díönu, dóttur hennar, í Weath- erford, og íslensk jól haldin að öllu leyti, nema hvað málið snertir, því að allt fólk Þóru er mælt á enska tungu. Mér þykir vænt um að hafa getað hitt hana systur mína, meðan enn var hægt við hana að ræða. Og margt var að sjálfsögðu rifjað upp, einkum frá dalnum okkar kæra, þar sem æskan leið eins og indælt vor. Ljóst var, að Þóru þótti vænt um að sjá bróður sinn enn á ný, kominn langan loftsins veg. Og aðeins rúmri viku eftir kveðjustund- ina sáru á heimili hennar í Fort Worth, er hún öll. Þjáningarnar eru á enda. Hún náði þó að fylla sjö- unda áratuginn, blessunin. Þegar Þóra systir er öll, finnst mér rétt að getið sé sérstaklega fórnfýsi sonar hennar, Charles (Kalla, eins og við köllum hann hér heima), sem er hennar yngsta barn. Hann hefur svo að segja heimsótt hana daglega, og oftar í hinum þungbæru veikindum hennar. Sé lionum þökk fyrir það allt. Síðari árin voru samskipti okkar systkinanna aðallega á þann veg, að við töluðum hvort til annars inn á hljómsnældur. Margt var þar hægt að segja, og miklu meira en venjuleg símtöl eða bréf geta túlk- að. Er gaman að eiga þessar snæld- ur nú, þegar rödd Þóru er þögnuð. Þóra var lögð til hinstu hvíldar þremur dögum eftir andlát, eins og títt er í Bandaríkjunum og víðar erlendis. Á legsteini ákvað hún, að aðeins stæðu nöfnin hennar ís- lensku: Þóra Kristín Sveinsdóttir. Hún var íslendingur til hinstu stundar, þótt dvalarárin á erlendri grund yrðu fimmtíu að tölu. íslensk- ur ríkisborgari. Haf þökk af hjarta; þetta ljóð til þín í fjarlægð nær. Nú sé þér hvíldin sæt og góð og síðasti blundur vær. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. minn lést langt um aldur fram fyr- ir meira en tuttugu árum síðan. Fyrir það vil ég þakka henni alveg sérstaklega, þá var gott að eiga hana að. Já, það er svo ótal margt sem ég gæti rifjað upp frá þessum gömlu góðu árum, en læt hér staðar num- ið. Kæra frænka mín, nú ert þú komin á grænar grundir, létt á fæti og leiðir Gísla þinn við hönd. Nú veit ég að það er aftur bjart í kringum þig og þér líður vel. Þakka þér fyrir allar ógleymanlegu stund- irnar sem þú gafst mér. Og til ykkar, kæru frænkur og frændur, Kata, Palli, Ólöf, Guð- mundur, Jóhanna og Ágústa, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur og einnig til allra annarra ætt- ingja og vina. Blessuð veri minning Ólu frænku. Helga Ottósdóttir. HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 mmÁm‘ Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitisapótek

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.