Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1996 43 l \ I > > > I I 3 I * > I 3 ;í J ! I i t + ílannveig Jón- ína Guðmunds- dóttir var fædd á Orrustustöðum, V estur-Skaftafells- sýslu, 2. apríl 1922. Hún lést á dvalar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík á hvíta- sunnudag, 26. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Bjarna- son bóndi, f. 21. mars 1891, d. 7. júní 1964, og Emilía Pálsdóttir, f. 1. maí 1888, d. 28. október 1964. Rann- veig var 6. barn þeirra hjóna af 11. Hinn 20. desember 1947 gift- ist hún Jóni Eiríkssyni vélsljóra, f. 28. febrúar 1921, d. 22. mars 1988. Börn þeirra eru: 1) Eyrún Elsku mamma mín, ég vil óska þér góðrar ferðar og yndislegrar heimkomu til nýja heimalandsins, þar sem hann elsku pabbi bíður með opinn faðminn. Mig langar að þakka þér allt sem við áttum saman og fyrir öll elskulegheitin við mig-. Eyfa og krakkana. I fyrsta sæti komum við alltaf, stelpurnar þínar og fjöl- skyldur. Núna þegar ég sit hér ein og pikka þetta í tölvuna mína verð ég að taka mér hvíld af og til því söknuðurinn er svo mikill. Enda þótt við systur höfum oft rætt um það hve við værum vel undirbúnar fyrir kallið þitt, er það núna svo mikiil skellur. Allir sem kynntust mömmu tóku eftir því að hún var mjög sérstök. Hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra. Minningarnar eru svo ótai margar, elsku mamma, en minning- in um það þegar við fluttum þig heim í Víðihlíð, sem þú þráðir svo heitt, lifir hæst. Sá dagur líður okk- ur öllum seint úr minni. Hamingjan geislaði af þér og þú varst svo sátt Sveinbjörg, f. 6. júlí 1948, búsett í Njarð- vík, gift Magnúsi Þ. Daníelssyni og eiga þau þijú börn og tvö barnaböm. 2) Halla Emiiía, f. 2. júlí 1949, búsett í Grindavík, gift Böðvari I. Hall- dórssyni og eiga þau þrjú börn og þijú barnaböm. 3) Guð- munda, f. 9. maí 1953, búsett í Grindavík, gift Guð- mundi Sv. Olafssyni og eiga þau þijú böm. 4) Sigrún Guðný, f. 18. apríl 1960, búsett í Grindavík, gift Eyjólfi Þ. Guðlaugssyni og eiga þau tvö börn. Utför Rannveigar fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. við lífið og tilveruna. Einnig þegar ég sat hjá þér og snyrti og lakkaði neglurnar daginn áður en þú kvadd- ir þennan heim, hvað það skipti þig miklu máli. Hvað það tók stundum á þig þegar var verið að lita hárið eða augnabrýrnar eins lasin og þú stundum varst. Þú sagðist gera allt fyrir fegurðina. Þú hélst allri þinni reisn fram í andlátið og þvílíku æðruleysi hefur maður sjaldan orðið vitni að. Þegar við sátum yfir þér síðustu kiukkustundirnar olli það þér mestum áhyggjum hvort við hefðum sofið nóg eða hvort við hefð- um fengið eitthvað að borða. Þann- ig var mamma. Elsku mamma, við þökkum þér fyrir allt og allt. Minningin um þig og pabba mun lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Elsku Eyrún, Halla, Gumma og fjölskyldur, Guð geymi okkur öll og styrki. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna, og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð, MINNINGAR Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. (D. Stef.) Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Þín dóttir, Sigrún. Elsku langamma, Guð geymi þig. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þínir vinir, Svavar Skúli og Magni Þór. Elsku amma okkar, þú varst allt- af svo blíð og góð og okkur fannst alltaf svo gott að heimsækja þig. Þú vildir alltaf vera að gefa okkur eitthvað, þú sagðir alltaf: „Fáið ykkur namm, greyin mín.“ Nú ertu komin til afa Jóns og nú líður þér vel. Þú ortir í sandinn og aldan tók það burt. Við elskum þig af öllu hjarta og minnumst þín ætíð, elsku amma. Rannveig og Gígja. Þegar við setjumst niður til að minnast ömmu okkar koma margar góðar minningar upp í hugann. Flestar minningarnar tengjast Klapparstígnum. Þar var alltaf tekið svo vel á móti okkur. Amma gladd- ist mjög þegar dætur hennar og fjöl- skyldur þeirra komu saman. Efst í huga eru mörg gamlárskvöld þar sem fjölskyldan sameinaðist. Þá var margt um manninn hjá ömmu og afa og var hún búin að galdra fram veglegt hlaðborð af góðgæti. Amma var góður vinur okkar allra og gleð- in skein úr augum hennar þegar við hittum hana. Hún fylgdist vel með og hvatti okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. RANNVEIG JONINA G UÐMUNDSDÓTTIR BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Epson breytist í Alcatel HEIMSTVÍMENNINGURINN fer að venju fram í júní, nú dagana 7. og 8. júní. Þetta mót, sem lengi hefur verið kennt við Epson, er nú kennt við franska stórfyrirtækið Alcatel, sem hefur m.a. komið við sögu íslenskra sæstrengsmála. Mótið er með svipuðum hætti og Landstvímenningurinn, sem spilaður hefur verið hér á landi um árabil. Spilin eru forgefin og bridsfélög um allan heim spila þau á sama tíma. Utreikningur er einfaldur og spilarar vita alltaf jafnóðum hvað skor þeirra er há. Bridgefélög geta valið um hvort þau halda mótið föstudagskvöldið 7. júní eða laugardaginn 8. júní. Búist er við að spilað verði báða dagana hjá Bridssambandi íslands að Þöngla- bakka 1 í Reykjavík. í þetta skipti er boðið upp á fjölda verðlauna frá Alcatel, m.a. fyrir að vinna hvern riðil báða dagana, fyrir að fá hæstu skor í hverri heimsálfu, fyrir hæsta skor í kvennaflokki, ungl- ingaflokki og öldungaflokki og síðast en ekki síst fá 50 stigahæstu pör í heiminum verðlaun auk meistarastiga heimssambandsins. Búist er við að um 100 þúsund spil- arar í yfir 3.000 borgum og bæjum taki þátt í mótinu. Settir verða upp sértakir riðlar í nokkrum sögufrægum byggingum, svo sem í Effelturninum í París, World Trade Center í New York og Ostakinoturninum í Moskvu. Sumarbrids 1996 Mánudaginn 27. maí mættu 18 pör til leiks og spiluðu Mitchell-tvímenning með forgefnum spilum. Spilaðar voru 9 umferðir og meðalskor var 216. Efstu pör vöru: NS: Baldvin Valdimarsson - Hjálmtýr Baldursson 263 Bjöm Theódórsson - Gylfi Baldursson 259 Anna ívarsd. - Guðrún Óskarsd. 240 AV: Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 254 Þórður Bjömsson - Þröstur Ingimarsson 248 Jón V. Jónmundss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 239 Þriðjudaginn 28. maí mættu 26 pör og voru þá spilaðar 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Spiluð voru for- gefin spil og meðalskor var 270. Best- um árangri náðu: NS: Gylfi Baldursson - Jón Ingi Bjömsson 352 Pétur Sigurðsson - Sigurjón Tryggvason 302 Guðmundur Baldursson - Jens Jensson 289 Erla Siguijónsdóttir - Guðni Ingvarsson 285 AV: Halldór Már Sverrisson - Jón Stefánsson 346 SigfúsÞórðarson-ÞórðurSigurðsson 332 Þórður Bjömsson - Þröstur Ingimarsson 302 BjörgvinSigurðsson-RúnarEinarsson 299 Vikuverðlaun annarrar viku eru máltíð fyrir tvo á _ veitingastaðnum Þrír Frakkar hjá Úlfari. Einnig er minnt á Hornafjarðarleikinn sem er í fullu gildi í Sumarbridsi. Sumarbrids er spilað öll kvöld nema laugardagskvöld og byijar spila- mennska_ kl. 19.00. Spilað er í hús- næði BSÍ á Þönglabakka 1. Keppnis- stjórar eru Sveinn R. Eiríksson og Matthías Þorvaldsson. Elskulegur eiginmaður minn, JÓN F. HJARTAR, Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 31. maí. Ragna H. Hjartar. f Móðir mfn, FJÓLA FRIÐJÓNSDÓTTIR frá Þórshöfn, sem lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 28. maí sl., verður jarðsungin frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Ólöf Maríusdóttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þínir_ dóttursynir, Ólafur Már og Sigurður Sverrir. í dag kveðjum við hana ömmu okkar, Veigu, hinstu kveðju. „Margs er að minnast og margt er hér að þakka“ eins og segir í sálminum, og svo sannarlega eigum við ýmsar minningar tengdar ömmu. Það var ekki svo sjaldan sem Ijölskyldan safnaðist saman við hin ýmsu tæki- færi, hvort sem var farið í ferðalög eða hist á heimili ömmu og afa eða dætra þeirra. T.d. þegar allir hittust' einhvers staðar í sumarbústað eða keyrðu eitthvað út fyrir bæinn með nesti og fóru í leiki saman. Eins öll ógleymanlegu ijölskylduboðin sem amma og afi héldu á heimili sínu í Njarðvík á gamlárskvöld þar sem amma var í essinu sínu við matar- gerð eins og henni einni var lagið. I okkar huga var amma alltaf fremst í flokki, tilbúin til að gera allt fyrir alla allt fram á síðustu stundu. Og þrátt fyrir mikil veikindi síðustu vik- urnar var henni mjög umhugað um að fjölskyldan héldi áfram að hitt- ast og halda sambandi. Elsku amma, nú kveðjum við þig eins og þú kvaddir þennan heim með tár á vanga og vitum að nú hvílir þú við hliðina á afa eins og þú þráðir svo heitt. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Vald. Briem) Eg heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt, því halla að bijósti mér.“ (Stefán Thorarensen) Þínar Magnea, Rannveig og Ásta, makar og börn. t Eiginmaður minn, SIGURÐUR BRANDSSON, andaðist í St. Jósefsspítalanum, Stykkishólmi, föstudaginn 31. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Magnúsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR JÓSEFSDÓTTUR, Reykjavíkurvegi 34, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á lungnadeild Vífilsstaðaspítala. Birgir Óskarsson, Skúli Óskarsson, Rós Jóhannesdóttir, lllugi Óskarsson, Margrét Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför FJÓLU STEINÞÓRSDÓTTUR, Æsufelli 2, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks Land- spítalans. Ragnar Þorsteinsson, Þóra Vignisdóttir, Þorsteinn Th. Ragnarsson, Valgeir Örn Ragnarsson. Elsku amma, takk fyrir rabar- baragrautinn, kleinurnar og allar þær stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig. Jón, Jenný og Harpa. Amma okkar hún Veiga er dáin. Okkur bræðurna langar að kveðja hana með nokkrum orðum og þakka henni fyrir allt gott sem hún gerði fyrir okkur, en á okkar yngri árum vorum við í umsjá hennar og afa, ef pabbi og mamma þurftu að fara í burtu. Okkur er báðum í fersku minni stundirnar á Klapparstígnum í Njarðvík. Hún tók ávallt á móti okkur með fullt hús af bakkelsi og mat. Það var eitt af svo mjög mörgu sem ekki skorti á þeim bænum. Oftar en ekki þegar við vorum í pössun hjá ömmu og afa, var afi í skúrnum að vinna og amma þá inni að sinna sínum verkum og dekra við okkur bræðurna. Amma var allt- af mikill morgunhani og var alltaf komin framúr fyrir kl. 7 á morgn- ana. Þegar við skriðum framúr þá beið okkar vel útilátin morgunmál- tíð. Á kvöldin lá hún með okkur í fanginu yfir sjónarpinu þar til mað- ur sofnaði. Þá var maður borinn í öruggum höndum afa upp í mjúk rúmin. Gamlárskvöldin á Klapparstígn- um voru ætíð fjörleg og þá voru amma og afi ávallt í forsvari stuð- bolta kvöldsins, með grín og glens, frábærum mat og flugeldasýningu. Þegar afi lést ákvað amma að selja á Kiapparstígnum og setjast að í Ólafslundi í Njarðvík. Þar áttum við ánægjulegar stundir með ömmu og allri fjölskyldunni á hátíðisdögum sem öðrum. Þaðan lá síðan leiðin á öldrunardeildina í Víðihlíð í Grinda- vík. Þar bjó hún síðasta hálfa annað árið. Sá tími sem hún bjó þar var ánægjulegur og þó að amma hafi í raun verið mjög veik síðustu árin lét hún engan bilbug á sér finna og hreinlega geislaði af lífskrafti og gleði. Með þessum orðum kveðjum við þig og megir þú hvíla í friði við hlið afa sem þú ætíð saknaðir svo mjög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.