Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ GETUR eitt furðulegasta Bessastaðahlaup sögunnar hafist... Hæstiréttur segir bíla- styrk skattskyldan HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af kröfum manns, sem krafðist réttar til að fá ökutækja- styrk frá vinnuveitanda sínum und- anþeginn skatti án þess að þurfa að færa fram skýr gögn um að akstur hefði verið í þágu vinnuveit- anda og án þess að leggja fram staðfestingu af hálfu vinnuveit- anda síns á þeim skýringum sem hann hafði gefið skattstjóra. Maðurinn starfar sem flugvirki hjá Flugleiðum og hafði fengið greiddan ökutækjastyrk mánaðar- lega hjá vinnuveitanda sínum sam- kvæmt kjarasamningi. Á skatt- framtölum dró hann frá kostnað á móti styrknum. Skattstjóri felldi frádrátt mannsins niður, sem höfð- aði þá mál. í dómi Hæstaréttar kemur fram að samkvæmt matsreglum ríkis- skattstjóra skuli gera grein fyrir heildamotkun ökutækis, sundurl- iða akstur í eigin þágu, akstur til og frá vinnu og akstur í þágu vinnuveitanda og einnig skuli leggja fram greinargerð vinnuveit- anda um ástæður fyrir greiðslu ökutækjastyrks og það hvernig greiðslan hefur verið ákvörðuð. Þá segir að samkvæmt 30. grein laga um tekjuskatt og eignarskatt verði að vera ljóst að akstur hafi verið í þágu vinnuveitanda til þess að kostnaður af honum sé frádrátt- arbær, „enda er um að ræða undantekningu frá meginreglunni um að skatt skuli greiða af telqum. Verður [maðurinn] að færa sönnur á það og þann kostnað, sem til álita kemur,“ segir í dóminum. Þá . segir að ökutækjastyrkur hans hafi verið ákveðinn í kjara- samningi og hafi hann verið hinn sami fyrir hann og aðra flugvirkja hjá Flugleiðum. Um störf mannsins liggi hins vegar aðeins fyrir al- mennar yfirlýsingar frá vinnuveit- andanum „og geta þær ekki talist það nákvæmar að unnt sé að viður- kenna kröfur hans á grundvelli þeirra,“ segir í dóminum., Þá segir að skýringar mannsins sjálfs í bréf- um til skattstjóra feli ekki heldur í sér fullnægjandi sönnun. Því var ríkið sýknað af kröfum flugvirkj- ans og honum gert að greiða skatt af ökutækjastyrk sínum. Ef Kolbeinsey hverfur 1 hafið Verðmæt fiskimið í kringum Kolbeinsey EF Kolbeinsey hverfur í hafíð tapa íslendingar 9.400 ferkílómetra lög- sögu eða nokkuð stærra svæði en Vestfjörðum. Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, segir að í kringum Kolbeinsey séu verðmæt fískimið. Hann sagði að ekki væri aðeins um eina tegund að ræða heldur væri góð síld-, loðnu- og þorskveiði á svæðinu. Sérstakt hitasvæði væri talið við eyna og ylli því að um mikil- væga upp>eldisstöð væri að ræða. Eins og fram hefur komið mæld- ist Kolbeinsey aðeins 36 metrar í þvermál fyrr í mánuðinum. Kolbeins- ey var 39 metrar í þvermál árið 1985. Þyrlupallur sem var steyptur upp í dálítilli lægð á eynni árið 1989, er nú hæsti punktur hennar. Búist er við að Kolbeinsey, sem einn grunnlínupunkta fískveiðilög- sögunnar, hverfi á nokkrum áratug- um verði ekkert að gert. Stofnfundur Vinaféiags Landakotsskóta Bakhjarl skólans er eldri nemend- ur og velunnarar Hjalti Þorkelsson Stofnfundur Vinafélags Landakotsskóla verð- ur haldinn í Landa- kotskirkju kl. 15 í (lag að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem verður verndari félags- ins. Tilgangur Vinafélagsins er að viðhalda tengslum milli fyrrverandi nemenda og efla þau, að tilkynna viðburði í skólastarfinu, sem kunna að vera opnir almenningi, og að sýna hver spor starfsemi skólans hefur markað í ís- lensku þjóðlífi á starfstíma sínum. A næsta vori fagnar skólinn 100 ára afmæli og er því elsti starfandi barna- skólinn í Reykjavík. - Tengist stofnun Vinafé- lagsins aldarafmæii skólans? „Já, hugmyndin kviknaði upphaflega hjá foreldraráði skólans í tilefni 100 ára af- mælisins. Einnig er önnur hugsun á bak við og hún er sú að sýna hvað skólinn á góðan bakhjarl í gömlum nemendum, stuðnings- mönnum og vinum. Einkum eftir að byggt var við skólann höfum við orðið vör við mikinn áhuga hjá framangreindu fólki til að fylgjast með starfsemi hans og styrkja hann á ýmsan hátt. Við vonumst því til að sjá sem flesta í Landakotskirkju í dag.“ - Nemendur voru aðeins ell- efu á fyrsta skólaári. Hversu margir eru þeir nú? Þeir eru 145 á aldrinum 5-12 ára og fjölgaði til muna þegar við fluttum í nýbyggingu skólans fyrir þremur árum. Við reynum að hafa ekki fleiri en 20 böm í bekk og eru þeir yngri fullsetnir en heldur færri nemendur eru í eldri áröngum. Þess má einnig geta að þetta er þriðja árið sem við erum með fimm ára bekk og það hefur reynst vel.“ - Stendur til að bæta við 8.-10. bekk? „Það er framtíðardraumur. Við höfum nú þegar látið teikna við- bót við skólann sem hefur verið samþykkt í bygginga- og skipu- lagsnefnd með því skilyrði að- húsfriðunarnefnd gefi leyfi.“ - Hver er sérstaða Landa- kotsskóla? „Það er sá kristilegi grunnur sem hann er byggður á. Hér er alltaf beðin morgunbæn og við notum tvær kennslustundir í viku í kristinfræði. Markmiðið er að hjálpa börnunum til að þroska persónuleika sinn þannig að þau verði reiðubúin að þjóna samfé- laginu, þ.e.a.s. að þau leggi sig fram af heilum huga í öllum störf- um sínum. Við teljum það vera hlutverk kristilegs uppeldis að móta skólasamfélag, þar sem andi frelsis og kærleika ríkir. Þessu tilheyrir líka agi sem gengist er undir af frjálsum vilja." - Er meirihluti nemenda kaþ- ólskur? „Nei, ætli þeir séu ekki gegn- umsneitt um 10%. Skólinn stend- ur opinn öllum börnum án tillits til trúar eða félagslegra að- stæðna.“ - Er kristnifræðikennslan byggð á kaþólskum kenningum? „Nei, Nemendur fá almenna kristilega uppfræðslu og við kennum til dæmis ekki sakra- mentin út frá kaþólsku sjónar- ►Séra Hjalti Þorkelsson fædd- ist 21. desember 1943 í Hólma- vík. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1967, var við nám í þýsku í Heidel- berg á árunum 1968-70. Hann nam guðfræði við háskóla i Regensburg og Freiburg og síðar í Róm. Hann tók djákna- vígslu í Kristskirkju, Landa- koti 1982, og prestvígslu 1983. Hann var aðstoðarprestur í Kristskirkju 1983-84 og sókn- arprestur þar til 1988. Þá varð hann sóknarprestur á Jófríðar- stöðum í Hafnarfirði. Hann hefur jafnframt verið kennari við Landakotsskóla frá árinu 1983. Sr. Hjalti hefur starfað að undirbúningi fyrir stofnun Vinafélags Landakotsskóla að undanförnu. miði. Við notum aftur á móti hátíðisdaga eins og jól, páska og hvítasunnu til að gefa nemendum meiri skilning á þeim atburðum sem tengjast þessum ákveðnu dögurn." - Kemur reksturinn til með að breytst meðyfirtöku sveitarfé- laga á grunnskólum 1. ágúst næstkomandi? „Mér skilst að það sé alls ekki ljóst ennþá. Við höfum fengið jákvæðar móttökur hjá mennta- málaráðherra, borgarstjóra og formanni Skólamálaráðs. Hins vegar höfum við engin ákveðin svör fengið. Skólinn fær rekstrar- styrk frá ríki og borg, en þess má einnig geta vegna útbreidds misskilnings, að laun kennara eru ekki alfarið greidd af ríkinu heldur einnig af skólagjöldum, sem þó eru lægri hér en í flest- um ef ekki öllum einka- skólum. Hins vegar hefur kostnaður við skólann aukist að undanförnu, m.a. vegna sundkennslu, sem Reykjavíkurborg greiddi áður. Sömuleiðis þurfum við að greiða afnot af ÍR-húsinu fyrir leikfimi- kennslu sem við þurftum ekki að gera áður.“ - Er þá ekki ljóst hvort skól- inn verður starfræktur næsta vetur? „Jú. Vitanlega verður hann starfræktur áfram, því það væri mikill álitshekkir fyrir bæði skól- ann og borgina ef hann yrði lagð- ur niður á 100 ára afmæli sínu.“ Kristilegt uppeldi á að móta skóla- samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.