Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 50

Morgunblaðið - 01.06.1996, Page 50
50 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Er forseti til sölu? Frá Rögnu Ólafsdóttur: . JÞAÐ er umhugsunarefni, nú þegar forsetakosningar fara í hönd, að markaðssetning og auglýsinga- mennska skuli skipa slíkt öndvegi í kosningabaráttunni og raun ber vitni. Máttur auglýsinganna er mikill, svo mikill að auglýsinga- stofunum tekst jafnvel að fram- kvæma þvílík hamskipti á per- sónuleika og fasi sumra frambjóð- endanna að þeir þekkjast varla sem sama fólkið. En eitt er að auglýsa sápu, annað að auglýsa forsetaframbjóðanda. Má treysta því að næsti forseti haldi áfram að vera eins og auglýsingarnar eru búnar að selja hann, eða er aðeins um nokkurra vikna sjónarspil að ræða? Við reynum að kenna bömunum okkar að sjá í gegnum auglýsingar og taka þær ekki of bókstaflega. Flókin sálfræði liggur að baki aug- lýsingagerð og oft er einskis svif- ist til að klæða vöruna í þann búning sem selur. En auglýsingar' eru ekki einungis varhugaverðar út frá því sem þeim er ýmist ætlað að framkalla eða fela, þegar um sjálft embætti forseta Islands er að ræða. Auglýsingar kosta pen- jnga og þar sitja ekki allir við sama borð. Það eru gömul sann- indi, að ef eitthvað er endurtekið nógu oft smýgur það undir hör- undið. Brosandi frambjóðandi á veltiskilti heldur áfram að brosa við okkur á strætisvagninum og tekur síðan brosandi á móti okkur þegar heim kemur hvort sem er í blaðinu eða á skjánum. Smám saman fer okkur að líka vel við þetta rándýra bros, jafnvel þótt málflutningur viðkomandi sé okk- ur ekki fyllilega að skapi. Þetta minnir óneitanlega á hin stóru útlönd, þar sem auðmenn takast á um valdastólana. Hvað kostar stóllinn og hverjir hafa efni á honum? Viljum við íslendingar láta þetta yfir okkur ganga eða þykir okkur meira um vert að for- setaframbjóðendur séu metnir samkvæmt verðleikum sínum og málflutningi á jafnréttisgrund- velli? Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á því að velja einstakling til að gegna embætti forseta ís- lands. Okkur þykir mikils um vert að það embætti skipi verðugur fulitrúi fólksins og því verðum við að rýna fastar í eigið bijóst en á skjáinn eða skiltið, þegar við ger- um upp hug okkar. Að öðrum kosti eigum við á hættu að breyta eðli forsetaembættisins stórlega, nema það sé einmitt það sem við viljum. RAGNA ÓLAFSDÓTTIR, sálfræðingur og námsráðgjafi, Bergstaðastræti 9, Reykjavík. Um hlutverk forseta Frá Jóni Kjartanssyni: í UMRÆÐUM um forsetakjörið hafa a.m.k. tveir stjórnmálamenn látið í Ijós þá skoðun að forseta- pmbættið sé valdalaus tignarstaða sem gjarnan mætti leggja niður. Þarna eru greinilega stjórnlyndis- menn á ferð sem álíta að fólk eigi ekki að hafa önnur afskipti af störfum valdamanna en þau að kjósa þá á fjögurra ára fresti. Þeir munu einnig lítt hrifnir af þjóðaratkvæðagreiðslum. Það er rétt að forseti er ekki stjórnmálamaður í venjulegri merkingy og á ekki að vera það, þótt hann sinni formsatriðum eins og að setja þing og gefa umboð til stjómarmyndunar. Forseti er fyrst og fremst fulltrúi þjóðarinnar gagnvart valdhöfum og gegnir því mikilvæga hlutverki að staðfesta ■iög. Staðfesting forseta er trygging fyrir því að rétt sé staðið að setn- ingu laga og kannski eina trygging þjóðarinnar varðandi það. Ég er ekki sammála því að for- áeti skuli neita að staðfesta lög að eigin geðþótta. Þá væri hann i að blanda sér í lagasetninguna sem ekki er á hans verksviði. Hér vantar hinsvegar lög um þjóðarat- kvæðagreiðslur. Vissulega hefur framkoma for- seta áhrif á ímynd þjóðarinnar útávið og skiptir því máli. Ég tel þó ekki að helsta hlutverk forseta sé að dansa í útlöndum og taka í nefið með frægu fólki. Ég sé skyld- ur forseta fyrst og fremst hér í heimatúninu sem leiðbeinanda þjóðar með ruglað gildismat frá verðbólgutíma, hrakandi almenna menntun, samfélagslega óvirkni og vanrækslu í uppeldi. Þetta hef- ur m.a. birst í gjaldþrotum þús- unda heimila sl. 8 ár og nú fara jafnvel börn gjaldþrota að heiman. Við þurfum leiðbeinanda sem get- ur kennt þjóðinni að meta hin mannlegu verðmæti meira en pijál, hégóma og hlutadýrkun, að innihaldið skipti meira máli en umbúðimar, heimilið meira en húsið. Ég vildi fá Pál Skúlason pró- fessor í forsetaframboð, en úr því hann fékkst ekki hef ég ákveðið að kjósa Guðrúnu Agnarsdóttur lækni til forseta og vil biðja þá óráðnu að íhuga hvort þeír geti ekki verið mér sammála. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. 18 sjónvarpsþættir með forsetaframbjóðendum Frá Ólafíu B. Rafnsdóttur: KRISTJÁN Torfason lögfræðingur heldur því fram í bréfi um forseta- kjör, sem birtist í Morgunblaðinu 30. maí, að Ólafur Ragnar Gríms- son hafí einn forsetaframbjóðenda ekki lýst áhuga á meiri umfjöllun Ríkissjónvarps um forsetakosning- ar. Þarna er verið að snúa út úr ummælum frambjóðandans vegna . þess að það sem Ólafur Ragnar sagði var einfaldlega að sér sýndist ,að umfjöllun fjölmiðla yrði talsvert 'mikil að vöxtum á næstu vikum. Þar leit hann yfir allt sviðið en ekki einvörðungu á hlut Ríkissjón- varpsins, sem eflaust má telja rýr- •. ari en ástæða væri til. Ólafur Ragnar hafði að sjálf- sögðu talsvert til síns máls því að í sjónvarpi verða þrír almennir i umræðuþættir frambjóðenda, tveir á Stöð 2 og einn hjá Ríkissjón- varpi, fimm viðræðuþættir á hvorri stöð, tíu í allt, fimm ávörp forseta- frambjóðenda á Stöð 2, eða sam- tals 18 sjónvarpsþættir fram að kosningum. Þá eru ótalin frétta- viðtöl og frásagnir af kosninga- fundum. I útvarpi verða síðan margir við- táls-, umræðu- og fréttaþættir á Rás 1, Rás 2 og Bylgjunni svo eitt- hvað sé nefnt. Dagblöð og vikublöð munu svo ekki láta sitt eftir liggja í júní. Þegar litið er yfir fjölmiðlasviðið í heild er ómögulegt annað en að álykta sem svo að frambjóðendur fái góð tækifæri til þess að kynna sig og sín sjónarmið. ÓLAFÍA B. RAFNSDÓTTIR, skrifstofustjóri Kosningamiðstöðvar Ólafs Ragnars Grímssonar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Óskilakettir íKattholti ÞESSIR fímm kettir, haldinn basar og flóa- ásamt mörgum öðrum eru markaður í Kattholti. í óskilum í Kattholti. Eig- Hannhefstkl. 14ogstend- endur þeirra eru beðnir að ur eitthvað fram eftir degi. vitja þeirra hið fyrsta. í Ágóði af sölunni rennur til dag og á morgun verður Kattholts. 4 Húsaleigan hækkar KONA, sem er öryrki, hringdi og sagðist mjög óánægð með framkomu núverandi borgarstjórnar- meirihluta við öryrkja. Hún segist búa í húsnæði sém borgin á og eingöngu hafa örorkubæturnar sér til framfærslu. Eftir að R-list- inn komst til valda í borg- inni segir hún að tekið hafi verið upp það fyrir- komulag að hækka sífellt húsaleiguna, um eitthvert smáræði, hér um bil í hveijum mánuði. Hún er ekkert látin vita af þessum hækkunum og þó það sé ekki mikið í einu þá safn- ast þegar saman kemur. Áður var hún þó látin vita bréflega en nú er þessu bara skellt á án nokkurrar aðvörunar. Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist Á BÍLASTÆÐINU við Hallveigarstíg eða í ná- grenni tapaðist lyklakippa merkt Toyota á svörtu leðn sl. miðvikudagskvöld. Á kippunni voru fjórir lyklar, þrír venjulegir húsiyklar og lítill hjólalykill. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við Ágústu í s. 562-3664 eða 552-2449. Gleraugu töpuðust LJÓSBLÁ lesgleraugu töp- uðust að öllum líkindum á bílastæði sundlaugar Breiðholts/Pjölbrautaskóla Breiðholts. Þetta eru lítil létt gleraugu í ljósblárri umgjörð. Hafa þau eflaust runnið upp úr vasanum. Þetta er mikið tap fyrir eiganda og einu gleraugun sem hann á. Þeir sem kynnu að hafg fundið gler- augun, vinsamlegast hringi í síma 5675166 eða skili þeim í afgreiðslu sundlaugarinnar. SKAK llmsjón Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á öflugu skákmóti í Jerevan i Arme- niu i vor. Aleksonder Khalif- man (2.650), Rússlandi var með hvítt, en heimamaðurinn Smbat L])utjan (2.580) hafði svart og átti leik. 48. - Hxf4+! 49. Rxf4 - Hxf4+ 50. Ke2 (Engu betra var 50. Kgl - c3 51. Hd3 - Hxd4! og svartur vinnur) 50. - Kf5 51. Hfl - Hxfl 52. Kxfl - Ke4 53. Kel - c3 54. Hf2 - Kd3 og hvítur gafst upp, því svarta c peðið kostar hann heilan hrók. Úrslit mótsins: 1-2. Lputjan og Predrag Ni- kolic.Bosníu 7V2 v. 3. Gulko, Bandaríkjunum 7 v. 4. Svidler, Rúss- landi 6 72 v. 5. Ehlvest, Eistlandi 6 v. 6. Akopjan 5 V2 v. 7-8. Anastasjan og Vaganjan 5 v. 9-10. Episín, Rússlandi og Hracek, Tékklandi 4V2 v. 11. Khalifman, Rúss- landi 4 v. 12. Minasjan 3 v. Þarna hafa væntanlega bæði armenskir skákmenn og skákstjórar verið að hita upp fyrir Ólympiuskákmótið sem hefst I Jerevan þanh 16. september. Það er frí á Skákþingi ís- lands í dag vegna aðalfundar Skáksambands íslands. HÖGNIHREKKYÍSI Víkveiji ÞAÐ fer ekki á milli mála að sjón- varpsverslun hefur náð fót- festu hér á landi og Sjónvarpsmark- aðurinn og Sjónvarpskringlan orðnir fastir liðir í íslensku ljósvakaflórunni. Víkveiji dagsins hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að þetta sé nokkuð undarlegt sjónvarpsefni þó að aug- lýsingarnar á undratækjunum, sem stundum eru boðin til kaups, geti vissulega verið hið besta skemmti- efni, þó ekki af þeim ástæðum, sem auglýsendur ætlast til. Auðvitað hlaut að koma að því að auglýsingasjónvarp af þessu tagi, sem hefur lifað góðu lifi í Bandaríkj- unum um langt skeið og á evrópskum gervihnattarásum í skemmri tíma, bærist hingað líkt og annað. Greinilegt er að þessar vikurnar er mikil áhersla er á alls kyns tæki er eiga að grenna fólk og gera þáð stæltara, fallegra og almennt ánægð- ara með sjálft sig. Fær Víkveiji ekki betur séð en að sum þessara tækja, t.d. ákveðinn magaþjálfari, séu kom- in inn á annað hvert heimili í land- skrifar... inu. Tæki þessi eiga sum að vera þeim töfrakostum búin að breyta vaxtarlagi fólks jafnvel þótt að þau séu einungis notuð í „tvær til þijár mínútur á dag“. Víkveiji á mjög bágt með að skilja hvernig árangur á að nást með svo lítilli þjálfun enda stríðir það gegn öllum lögmálum. XXX TÖRNIN í miðborg Reykjavíkur er sívinsæll samkomustaður yngstu borgaranna og hefur Vík- veiji áður kvartað yfir því hversu mikill óþrifnaður hefur verið í kring- um tjarnarbakkann. Endur og gæsir gera þar þarfir sínar einmitt þar sem litla fólkið þrammar helst um og því nauðsynlegt að reglulega sé hreinsað til við Tjörnina, helst daglega. Þessi mál virðast nú vera komin í gott horf, að minnsta kosti hefur verið allt annað að sjá umhverfi Tjarnarinnar þegar Víkverji hefur átt þar leið um síðustu vikurnar. Það vekur hins vegar athygli á öðru vandamáli, nefnilega Tjörninni sjálfri. Hún hefur um árabil verið fremur subbuleg og yfirleitt full af alls kyns drasli. Víkveiji hvetur því borgaryfirvöld til að kanna hvort að ekki sé einhver leið að hreinsa Tjörnina betur þannig að þessi vinsæli áningarstaður barn- anna, borgarbúa og ekki síst er- lendra ferðamanna verði sú borgar- prýði sem hann á að vera. Jafnframt ættu borgarbúar að gera gangskör í því að nota ruslafötur, til að losa sig við plastpoka, dósir og flöskur en ekki henda þeim í Tjörnina. xxx NÓG er til af ruslafötum á höf- uðborgarsvæðinu. Víkveiji hefur hins vegar aldrei fyllilega skil- ið hvers vegna símklefar séu jafn- sjaldséðir og raun ber vitni. Yfirleitt eru sjálfsalar inni í verslunum eða stofnunum en ekki á helstu götum þar sem líklegt væri að ferðamenn myndu leita að þeim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.