Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 6
 6 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I I i I i ) ? i FRÉTTIR Maður sýknaður af brotum á skattalögfum og hlutafélagalögum vegna fyrndra saka Vinnubrög'ð RLR stórlega ámælisverð að mati héraðsdóms HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Magnús Hreggviðsson, stjórnarformann og stjórnanda Fijáls Framtaks hf., af ákærum um rang- færslur í bókhaldi og ársreikningum og fyrir rangar tilkynningar til hluta- félagaskrár um innborgun 41,9 m.kr. hlutafjár í félaginu. Dómurinn telur Magnús þó hafa gerst sekan um flest þau atriða sem hann var ákærður fyrir en sýknan byggist á því að sök sé fyrnd. Átelur dómurinn harðlega vinnubrögð RLR í málinu og telur þau brot á ákvæðum stjómarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu, auk ákvæða laga um meðferð opin- berra mála. Dómurinn segir að sá stórfelldi dráttur sem varð á rannsókn máls- ins, þar sem RLR sinnti henni ekki í fjögur ár, frá í desémber 1991 tii október 1995, hafi m.a. verið and- stæður því ákvæði mannréttindasátt- mála Evrópu að hver sá, sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi, skuli án tafar fá vitneskju í smáatrið- um um eðli og orsök þeirrar kæru er hann sætir. Jafnframt hafi verið brotið gegn rétti sakaðs manns, samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu, til réttlátrar og opinberrar málsmeð- ferðar innan hæfílegs tíma fyrir sjálf- stæðum og óvilhöllum dómstóli en sams konar ákvæði er að finna í stjórn- arskrá íslands, segir í niðurstöðum Guðjóns St. Marteinssonar, héraðs- dómara, sem dæmdi í málinu ásamt meðdómendunum Halldóri Arasyni og Stefáni D. Franklín, löggiltum endurskoðendum. 3,9 m.kr. dregnar undan Magnúsi Hreggviðssyni var gefið að sök að hafa á árunum 1985-1988 í blekkingarskyni ranglega gjald- fært í bókhaldi og ársreikningum Ftjáls framtaks fjárhæðir án þess að um væri að ræða frádráttarbær- an rekstrarkostnað. Þannig hafi hann dregið undan 3,9 milljónir króna á árunum 1985- 1988 sem leiddi til rúmlega 1,9 millj- óna króna lægri tekjuskatts en átti að vera. M.a var um að ræða flugfarseðla sem notaðir voru af hálfu Flugleiða sem greiðsla til Fijáls framtaks en voru aldrei tekjufærðir í bókhaldi þess þótt við notkun farseðlanna væru þeir gjaldfærðir eins og fyrir þá hefði verið greitt sérstaklega. Þá hafi verið tví- eða þrífærð sömu útgjöld samkvæmt mismun- andi greiðslugögnum. Einnig hafi verið gjaldfærð persónuleg útgjöld mannsins og fjölskyldu Magnúsar, sem voru félaginu óvið- komandi. Þá var hann ákærður fýrir að hafa fært kostnað án fylgi- skjala eða eftir fylgiskjöl- um sem hann útbjó sjálf- I niðurstöðum dómsins er Magnús talinn hafa gerst sekur um þessi brot. Hann var þó sýknaður af hluta ákæra vegna útgjalda hans og fjöl- skyldu hans og einnig af öllum ákærum um að hafa gjaldfært á félagið kostnað vegna byggingar og endurbóta á fasteign hans. Dómur- inn sagði að engin gögn hafi verið lögð fram af hálfu ákæruvaldsins sem geti vikið til hliðar framburði hins ákærða um að hluti hússins hafi verið notaður í þágu félagsins. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa gefíð tvær rangar tilkynn- ingar til hlutafélagaskrár, í ágúst 1987 og nóvember 1988. Þar var tilkynnt um að hlutafé Fijáls fram- taks hefði verið aukið um 30 milljón- ir í fyrra skiptið og 11.976 þúsund krónur í hið seinna og, samkvæmt ákærunni, ranglega tilkynnt að hlutafjáraukningin væri öll greidd án þess að þess væri getið að félag- inu bærist ekki nýtt hlutafé þar sem hlutafjáraukningin hafði verið greidd með útgáfu tveggja vaxta- lausra og óverðtryggðra skuldavið- urkenninga, til 14 og 17 ára. í niðurstöðum dómsins um þetta atriði segir að við mat á því hvont unnt sé að meta útgáfu ákærða á skuldabréfunum sem greiðslu í reiðufé í skilningi laga beri að líta til þess hvort væntanlegir viðskipta- menn og Iánardrottnar hlutafélags- ins hafi getað áttað sig á fjárhags- grundvelli þess. Dómurinn telji að svo geti verið „enda séu slíkar skuldaviðurkenn- ingar ekki til svo langs tíma, sem lýst er í ákærunni. Þá verður jafn- framt að gera þá kröfu að skuldavið- urkenningar beri eðlilega vexti og verðbætur og að eðlilegar trygging- ar liggi fyrir,“ segir í dóminum. Ennfremur segir að ætla megi að skuldaviðurkenningar eins og þær sem ákærði gaf út, óverðtryggt og vaxtalaust til margra ára, hafi á verðbólgutímum verið verðlitlar eða verðmætið a.m.k. ekki í neinu sam- ræmi við nafnverð. Dómurinn telur því að tilkynning- arnar til hlutafélagaskrár hafi verið til þess fallnar að vekja rangar hug- myndir út á við gagnvart hlutafélag- inu og þær hafi verið í andstöðu við ákvæði hlutafélagalaga. RLR beið niðurstöðu yfirskattanefndar í 4 ár Rannsókn skattrannsóknarstjóra á ætluðum brotum hófst í ágúst 1988 og unnu fleiri en tveir starfsmenn samfellt við rannsóknina fram í desember 1991. Magnús var aldrei kallað- ur til skýrslutöku á þeim tíma. Skattrannsóknarstjóri vísaði málinu til RLR í desember 1991 með beiðni um að gripið yrði til nauðsynlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir hugsanlega fymingu sakarefna. Magnús var kallaður fyrir hjá RLR 30. desember 1991 þar sem rann- sóknarlögreglustjóri kynnti honum sakarefni og kynnti að lögreglurann- sókn væri hafin. Ekki var þá tekin skýrsla af Magn- úsi um sakarefnið. í dóminum kemur fram að ákæruvaldið hafi gefið þá yfírlýsingu að þessari fyrirtöku hafí verið ætlað það eitt að ijúfa fyrning- arfrest málsins. Dráttur hafi orðið á rannsókn málsins vegna þess að beð- ið var niðurstöðu af meðferð málsins hjá yfírskattanefnd. Ekki var tekin af Magnúsi skýrsla hjá lögreglunni vegna málsins fyrr en 4. október 1995, nær fjórum árum eftir að RLR barst- málið. Þá segir dómurinn að RLR fari lögum samkvæmt með frumrann- sókn brota og sú rannsókn eigi að vera sjálfstæð rannsókn á ætluðum brotum. Fái ákærði þá réttarstöðu sakaðs manns. RLR hafi ekki verið rétt að bíða niðurstöðu skattkerfisins uns hafist var handa við þá rannsókn sem RLR var falin samkvæmt lögum. Fyrirtakan hinn 30. desember 1991 hafi því ekki verið til þess fall- in að ijúfa fyrningarfrestinn og ekki heldur skýrslutakan hjá RLR í októ- ber 1995. Stórlega ámælisvert Brot þau sem ákært var fyrir vegna tilkynninga til hlutafélagaskrár fyrn- ast á fímm árum. I dóminum segir að fyrningarfrestur hafi fyrst verið rofínn 28. mars 1996 með fyrirtöku málsins fyrir dómi. Þá hafí annars vegar 7 ár og fjórir mánuðir og hins vegar átta og hálft ár verið liðin frá því að þau voru framin. Sök vegna skattalaga- brota fyrnist á 6 árum mið- að við upphaf rannsóknar. Sakir séu fyrndar þar sem meira en 7 ár hafí verið lið- in frá yngsta brotinu þegar málið var tekið fyrir í dómi. „Það er skoðun dómsins að sakar- efni máls þessa hafí verð fyrnt við útgáfu ákæru í málinu. Dómurinn telur vinnubrögð rannsóknaraðila máls þessa stórlega ámælisverð," seg- ir í dóminum. Magnús Hreggviðsson var því sýknaður af öllum kröfum og sakar- kostnaður felldur á ríkissjóð, þar með talin málsvamarlaun Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttariög- manns. Stórfelldur dráttur á rannsókn ur. 3,9 milljónir dregnarund- an skatti 207 útskrifast frá Verzlunarskólaniim Morgunblaðið/Þorkell EVA Hlín Dereksdóttir og Ragnar Jónasson sköruðu fram úr öðrum nemendum V.I. á stúdentsprófum að þessu sinni. 207 STÚDENTAR og verslunar- menntamenn voru brautskráðir frá Verzlunarskóla íslands í gær við hátíðlega athöfn, þegar skólanum var slitið, þar af 158 stúdentar úr dagskóla V.í. Bekkjarsystkinin Ragnar Jónasson og Eva Hlín Der- eksdóttir, 6-X, voru með hæstu aðal- einkunn úr stúdentsprófum, Ragnar dúx með 9,62 í einkunn og Eva Hlín semidúx með 9,47 í einkunn. Ragnar hlaut meðal annars verð- laun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku, fyrir hæstu meðaltalsein- kunn í erlendum tungumálum og fyrir bestan árangur í viðskipta- greinum á stúdentsprófí, þ.e. í bók- færslu, rekstrarhagfræði og þjóð- hagfræði. Sterkari og fallegri rósir Eva Hlín fékk meðal annars verð- laun fyrir afburða árangur í eðlis- fræði og ólesinni stærðfræði. Við brautskráninguna aflienti Einar Benediktsson varaformaður Verslunarráðs íslands Ragnari verðlaun ráðsins, Haukur Þór Hannesson fráfarandi forseti NFVÍ flutti ávarp af hálfu nýstúdenta og Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem á 40 ára stúdentsafmæli, tók til máls. Þorvarður Elíasson skólastjóri V.í. líkti lífinu við rósagarð í ræðu sinni við athöfnina, sem blómstraði á vorin en felldi blöð og blóm á haustin. Þar skiptust á skin og skúr- ir og væri hvort tveggja nauðsyn- legt uppvexti gróðurs. „Þannig hefur lífið verið í Verzl- unarskólanum þau ár sem þið hafið dvalið hér við nám og starf. Hér hafa stilkar verið klipptir þegar vor nálgast, til þess að nýir sprotar gætu vaxið og komið sterkari og fallegri rósir,“ sagði Þorvarður meðal annars. Dúxinn þýðir reyf- ara í frí- stundum RAGNAR Jónasson, dúx Verzl- unarskóla Islands í ár, segist ánægður með aðaleinkunn sína, 9,62, en á prófunum var hann með tíu í einkunn í sjö fögum, 9,5 í átta fögum, 9,0 í einu fagi og 7,5 í leikfimi. Ragnar kveðst seint vilja við- urkenna að hann sé kúristi, en hann læri hins vegar eins mikið og þurfi til að hafa hreina sam- visku. „Læri ég of lítið veit ég af því sjálfur og fæ samviskubit, þannig að ég veiti sjálfum mér aðhald,“ segir hann. Ragnar segir sér hafa gengið vel í námi frá því að skólaganga hans hófst og hann reyni að læra vel fyrir hvern dag og sérstaklega vel fyrir próf, einkum skyndipróf. Eðlisfræði og stærðfræði hafi reynst honum meiri áskorun en ýmis fög önnur, enda erfið viður- eignar um margt, en þó kveðst hann hafa haft ánægju af glím- unni við þau. Valiðámilli laga ogíslensku Ragnar segist stefna á nám í lögfræði í Háskóla íslands í haust. „Það er ákveðin og traust framtíð í lögfræði, en að vísu togar ís- lenskan talsvert mikið í mig. Ég sé mig hins vegar ekki fyrir mér sem kennara eða þess háttar,“ segir hann. Bekkjarsystir Ragnars, Eva Hlín Dereksdóttir, varð semidúx og mætti ætla að milli þeirra ríki mikil samkeppni. Ragnar segir keppnina hins vegar góðlátlega, og ekki sé hugsað um hvar í ein- kunnarröðinni þau lendi þegar próf eru þreytt. Hann segir mikla námshesta í 6-X, en hann er eini bekkurinn á stærðfræðibraut í árganginum. I frístundum hefur Ragnar þýtt á íslensku bækur eftir breska glæpasagnahöfundinn Agöthu Christie fyrir bókaútgáfuna Skjaldborg, bæði á sumrin og með skólanum. Búið er að gefa út tvær þeirra, Sígaunajörðina og, en í vetur þýddi hann þriðjung bókar sem hefur ekki fengið íslenskan titil. Á ensku heitir hún hins veg- ar The Body in the Library. Hann hefur jafnframt starfað hjá Rás 2 á sumrin og tekið viðtöl fyrir dægurmálaútvarpið, auk þess að keppa í spurningakeppni framhaldsskólanna. Aðspurður um önnur áhugamál nefnir Ragnar gamlar kvikmyndir og kveðst hann vera kominn með vísi að safni myndbandaspóla sem geyma fornfrægar kvikmyndir frá gullöld Hollywood. „Ég held að Casablanca sé í eftirlæti fyrir þær sakir hvað hún er skemmtileg í alla staði,“ segir hann. Keppir með landsliðinu Eva Hlín Dereksdóttir kveðst hafa stefnt að ágætiseinkunn og hún sé sátt við árangurinn. Hún fékk tíu í fimm fögum, 9,5 í sex fögum, 9,0 í fimm fögum og 8,5 í einu fagi, skriflegri íslensku. „Óbeint hvetur það mig meira að keppa við ágæta námsmenn á borð við Ragnar, en annars læri ég fyrst og fremst fyrir sjálfa mig, 20-25 tima á viku að meðal- tali,“ segir hún. Meðfram námi æfir hún íþróttir og keppir með landsliðinu í tennis, auk þess að synda og skokka sér til ánægju og heilsubótar. Hún segir styrk sinn liggja á sviði raungreina og stefnir á að hefja nám í verkfræði við Há- skóla Islands í haust. Sem stendur beinist ahuginn að iðnaðarverk- fræði. Bróðir hennar lauk í vor próf- um frá Grunnskóla Kópavogs og var hæstur í einkunn, auk þess sem nafrænka hennar var önnur „Eg myndi því segja að náms- metnaðurinn sé til staðar innan fjölskyldunnar," segir Eva Hlín Morgvnblaðjð/Þorkell MIKILL fögnuður rikti á meðal nýstúdenta Verzlunarskóla Islands við brautskráninguna í gær og brugðu margir á leik við það tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.