Morgunblaðið - 01.06.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 01.06.1996, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ein mikilvægasta spurning stjórnenda er: Hvað má það kosta? EIN mikilvægasta spurning flestra stjórnenda varðar hvað framleiðsluvörur eða þjónusta fyr- irtækja þeirra eða stofnana megi kosta. D'r. Thomas T. Nagle hjá Strategic Pricing Group í Boston hefur ritað athyglisverða bók um þetta efni sem prófessor Philip Kotl- er hefur sagt að sé það besta sem gefið hafi verið út á syiði verð- lagningar. Bókin nefnist The Strategy and Tactics of Pricing. Dr. Nagle segir að nauðsynlegt sé að móta verðstefnu sem tekur tillit til allra þátta í rekstrinum. Ef markmiðið er eingöngu að eiga fyrir kostnaði, ná sölumarkmiðum eða efla samkeppnisforskot dregur úr hagnaði, arðbærum tækifærum er sólundað og dregið er úr verð- mætamyndun. Mótun verðstefnu er nauðsyn hvort heldur sem stjórnendur búa við harða sam- keppni á fyrirtækjamarkaði eða starfa hjá stofnunum eða fyrir- tækjum í eigu ríkis og sveitarfé- laga. Allt hefur verðmiða - ekkert er ókeypis. Verðlagning er listin að nýta helstu auðlind fyrirtækisins - verð- mæti vöru þess eða þjónustu. Að mati dr. Nagle líta stjórnendur oftar en ekki á verð- lagningu sem tæki til að ná skammtíma- markmiðum i stað þess að móta verð- stefnu sem tekur til allra þátta í rekstrin- um með langtímaarð- semissjónarmið að leiðarljósi. Skilaboð dr. Nagle eru þau að verðstýring hafi skjót- ari áhrif á vöxt og við- gang fyrirtækja en nokkur önnur stefnu- mótandi ákvörðun. Stjórnunarfélag íslands hefur nú fengið dr. Thomas T. Nagle hingað til lands og stendur fyrir námstefnu um lögmál og leikregl- ur verðlagningar frá kl. 9 til 17 miðvikudaginn 5. júní nk. að Scandic Hótel Loftleiðum. Dr. Nagle er í hópi viðurkenndustu fyrirlesara hjá Management Cen- tre Europe í Brusöel. Dr. Thomas T. Nagle varði dokt- orsritgerð sína í hagfræði við UCLA í Kaliforníu og var síðar prófessor í markaðsfræði og hag- fræði við Chicago-háskóla, sem er frægur fyrir marga Nóbelsverð- launahafa í hagfræði. Bók dr. Nagle, sem þátttakendur á nám- Á ráðstefnunni á miðvikudaginn, segir Árni Sigfússon, verður fj allað um lögmál verðlagningar. stefnunni fá afhenta, hefur tryggt sér sæti sem eitt helsta fræðirit á þessu sviði og er hún kennd við fjölmarga háskóla viða um heim. Á námstefnunni nk. miðvikudag verður fjallað um lögmál verðlagn- ingar með áherslu á tækifæri til að hagnast og varast algengar hættur. Dr. Nagle mun fjalla um mörg dæmi hvernig hefðbundnar áætlanir grafa undan hæfileika fyrirtækisins til að gera sér grein fyrir mögulegum hagnaði. Þátt- takendur munu kynnast aðferðum, hugmyndum og leiðum til að há- marka arðsemi fyrirtækja sinna og vaxtarmöguleika. Þeir munu fá hagpýt ráð og greinargóðar upp- lýsingar sem nýtast þeim strax í samkeppnisumhverfi þeirra, allt frá undirbúningi til framkvæmdar arðbærrar verðstefnu, auk þess sem dr. Nagle mun fjalla um dæmi um rétta og ranga verðlagningu. Höfundur er framkvæmdnstjórí Stjórnunarfélags íslands. Árni Sigfússon ig g * *» « « & áiemfc m w mtm* m » Upplysingar um Honde Civsc 5 dyre '96 kpaftmikill 90 hestafla létfcmálmsvél 1 G venta og bein innsprautun hraðatengt vökva- og veltistýni þjófavörn rafdrifnar púðun og speglan viðaninnrétting í maelaborði 1 4 tommu dekkjastaenð útvanp og kassettutaeki styrktanbitar í hurðum sénstaklega hljóðeinangnaðup fáanlegun sjálfskiptup samlaesing á hurðum spontsaeti — núðuþurnka fynin aftunnúðu — fnamhjóladnifin — 4na hnaða miðstöð með inntaksloka — haeðanstillanlegun fnamljósageisli — stafnaen klukka — bnemsuljós í aftunnúðu — eyðsla 5,6 I á 90 km/klst. — 4,31 metni á lengd — nyðvönn og sknáning innifalir ■ boðar nýja tima - Ounnai Burnhard hl., Vatnagöröum 24, Reykjavík, sími 568 9900 Hafnaraðstaða er nauðsyn MIKIL uppbygging er og hefur átt sér stað í Kópavogi undanfarin ár. Verið er að bijóta nýtt land undir at- vinnustarfsemi sem og ný íbúðarhverfi. Kópa- vogur er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og að honum liggja góðar umferðaræðar til allra átta. Þessi nýju atvinnusvæði bjóða því upp á mikla möguleika. Við höfn- ina í Kópavogi hefur verið unnið mikið átak í að koma upp viðlegu- kanti sem vonast er til að verði lokið á næstu Sigurrós Þorgrímsdóttir á næstu árum. Á hafnarsvæðinu eru miklir og ónýtt- ir möguleikar fyrir fyrirtæki sem þurfa á hafnaraðstöðu að halda. Á þeásu svæði ætti því að geta risið öflug og ijölbreytt starfsemi í fram- tíðinni. Hafnarsvæðið í Kópavogi eru hafnarskilyrði óvíða betri á höfuðborgarsvæðinu. Innsiglingin er með besta móti og sérlega vel gerð af náttúrunnar hendi, bæði er rnjög aðdjúpt og hafaldan nær ekki inn í höfnina. Liðin eru um fjörutíu ár frá því að farið var að huga að hafnarfram- kvæmdum í Kópavogi, en Finnbogi Rútur Valdimarsson var helsti frumkvöðull að hafnargerðinni. Um árabil var ekkert aðhafst í þessum málum en fyrir rúmum áratug var hafist handa að nýju og byrjað á gijótgarði til suðurs og síðan vest- urs. Nú umlykja þessir garðar góða bátahöfn þar sem tugir smærri fiskibáta og skemmtibáta hafa góða aðstöðu. Undanfarin ár hefur verið unnið við uppbyggingu á svo- kölluðum Norðurgarði en hann á fullbúinn að verða tæpir 140 metr- ar. Garðurinn er gerður úr gijótfyll- ingu sem hefur verið safnað saman undanfarin ár. Viðlegukanturinn verður úr stálþili en bryggjudekkið steypt. Áætlað er að setja þilið nið- ur nú í haust, ef fjármagn fæst, og þá ættu stór skip að geta lagst að bryggju í Kópavogi. Mætt litlum skilningi Bæjaryfirvöld hafa um árabil lagt mikla áherslu á að fá fjár- magn í höfnina frá fjárveitingar- valdinu á Alþingi en mætt litlum skilning. Þeir sem ráða fjár- streyminu til upp- byggingar hafna víðs- vegar um landið virð- ast ekki líta á Kópa- vogshöfn sem æski- lega framkvæmd sem nauðsynlegt sé að styðja við bakið á. Margir telja að það sé að bera í bakkafull- an lækinn að byggja enn eina höfnina á höfuðborgarsvæðinu og telja að Hafnar- fjörður og Reykjavík geti fyllilega fullnægt TANAKA 422 vélorf fyrir bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö. kr. 45.790 stgr. TANAKA 355 vélorf fyrir sumarbústaði 2,0 hö. kr 43.605 stgr. TANAKA 4000 vélorf fyrir heimili og sumar- bústaði 0,8 hö. kr 19.760 TANAKA 2800 heimilisvélorf 0,9 hö. kr.17.670 stgi VETRARSOL Hamraborg 1-3, norðanme'gin Kópavogi. 564 18 64 þörfinni á þessu svæði. Þingmenn Reykjaneskjördæmis virðast held- ur ekki hafa mikla trú á þessum framkvæmdum og hafa sýnt þeim lítinn áhuga. Á meðan flestöll önn- ur sveitarfélög, sem liggja að sjó, fá úthlutað milljónum til hafnar- framkvæmda hefur Kópavogur ekki fengið fjármagn til að ljúka þessari mikilvægu framkvæmd. Ég skora á þingmenn Reykjaneskjördæmis, segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, að leggja lið hafnarfram- kvæmdum í Kópavogi. Þrátt fyrir að Kópavogshöfn hafi ekki enn hlotið náð í augum fjár- veitingavaldsins hafa bæjaryfir- völd, sem betur fer, ekki gefist upp og haldið sínu striki, þótt hægt fari. Eitt það mikilvægasta fyrir hvert sveitarfélag, sem liggur að sjó, er góð hafnaraðstaða. Kópavogur er þar engin undantekning. Hafnar- gerð fyrir okkur Kópavogsbúa er ekkert smámál sem endalaust er hægt að ýta á undan sér. Á hafnar- svæðinu er mikið og ónýtt bygging- arsvæði sem nauðsynlegt er að geta úthlutað sem fyrst. Nokkur fyrirtæki eru þegar farin að sækj- ast eftir lóðum á þessu svæði en halda að sér höndum þar til höfnin rís. Fyrirtæki í fiskiðnaði verða að hafa góða aðstöðu til að skipa upp afurðum sínum og þjónusta skip sín. Með hafnaraðstöðunni gefst líka fjölmörgum öðrum fyrirtækj- um færi á að hasla sér völl á þessu svæði sem er mjög hentugt undir margskonar starfsemi. Þingmenn leggi þessu máli lið Sveitarfélögin í landinu eru stöð- ugt að taka á sig fleiri verkefni og eru flest þegar talin of skuldsett. Það er því nokkur beigur í sveitar- stjórnarmönnum að stofna til enn frekari skulda. En núverandi meiri- hluti gerir sér grein fyrir að hafnar- aðstaðan verður mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í bænum og því sé nauðsynlegt að ljúka henni sem fyrst svo þessi mikla Ijárfesting geti farið að skila arði. Það er mjög aðkallandi að þilið verði sett niður nú í sumar og koma viðlegukantin- um í viðunandi horf svo hægt verði að taka á móti skipum nú í haust og efla um leið atvinnuuppbygg- ingu á Kársnesinu. Eg skora því á alla þingmenn Reykjaneskjördæmis að leggja þessu máli lið og stuðla að því að ijármunir fáist frá fjárveitingar- valdinu, svo hægt verði að ljúka hafnargerð í Kópavogi á þessu ári. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.