Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 48
18 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Ljóska Ef þú ert svona syfjuð, þá legg ég til að þú farir Ég hélt að ég væri í rúminu ... í rúmið klukkan sex í kvöld . . . L Strætisvagnar Reykjavíkur - öruggur ferðamáti Frá Lilju Ólafsdóttur: ÁHERSLA á öryggismál er ríkur þáttur í starfi SVR bæði hvað snertir farþegana og akstur í umferðinni. Á virkum dögum fara um 25 þúsund farþegar með vögn- um SVR og á ári er fjöldi farþega 7-8 milljónir. Farþegum hefur fjölgað um 2-3% á ári síðastliðin 3 ár. Sama þróun hefur verið á Norðurlöndum undanfarið og mun víðar í Evrópu. Á annatímum eru 63 vagnar í akstri hjá SVR. Samtals eru eknir rúmlega 5 milljónir km á ári. Því má ljóst vera að þjónustan skapar ákveðna umferð og allri umferð fylgir viss hætta. Staðreyndin er þó sú að lítil áhætta fylgir því að ferðast með strætisvagni á móti því að ferðast með einkabíl. Sjálf ferðin í vagninum er mun örugg- ari en með einkabílnum. Gangan að og frá biðstöð er veikasti hlekk- urinn því gangandi fólk er í mestri hættu þar sem umferð er mikil. Það er því mikilvægt að staðsetja biðstöðvar þannig að farþegum stafi sem minnst hætta af einka- bílaumferðinni. Göngustígar eru hluti af skipulagi hverfa í Reykja- vík, einkum í nýrri borgarhverfum, og almennt er reynt að tengja bið- stöðvarnar við þá. Brýna verður fyrir ökumönnum að viðhafa fyllstu varúð við biðstöðvar og gæta vel að gangandi fólki. Minni umferð — aukið öryggi Þó að þjónusta SVR skapi ákveðna umferð, þá er sú umferð ekki nema brot af þeirri umferð sem verður til vegna aksturs einkabíla. Út frá öryggissjónar- miði hlýtur-það að vera kappsmál að draga úr umferð. í einn strætis- vagn komast 70-90 farþegar með góðu móti á meðan algengast er að sjá 1-2 í hveijum einkabíl. Aukinn fjöldi farþega með SVR leiðir til minni umferðar eða dreg- ur úr aukningu hennar. Það hefur sparnað í för með sér, dregur úr mengun og minnkar líkurnar fyrir því að vegfarendur verði fyrir slysi. Stundum heyrast þær raddir að strætisvagnar séu ógnun við um- hverfið, þeir aki hratt og séu jafn- vel frekir í umferðinni. Það er hins vegar stefna fyrirtækisins að um- ferð strætisvagna sé til fyrirmynd- ar og eru vagnstjórar hvattir til að haga akstri í samræmi við það. Vagnstjórar SVR eru flestir mjög hæfir bílstjórar og sem dæmi þá hafa vagnstjórar frá SVR alla jafna staðið sig með mikilli prýði í ökuleiknikeppni sem haldin er ár hvert milli Norðurlandanna. Nýráðnir vagnstjórar fara á þriggja daga námskeið áður en þeir hefja akstur. Þar er farið yfir helstu þætti varðandi þjónustu, öryggismál, umferð og fleira sem snýr að starfinu. Hafa ber í huga að vagnstjóri hefur mun betra útsýni en bílstjór- ar einkabíla. Vagnstjórinn situr hærra, hefur góða yfirsýn og sér hætturnar því fyrr en sá sem situr í venjulegum einkabíl. Þessi stað- reynd, ásamt áralangri þjálfun vagnstjórans, veldur því að ferð með strætisvagni er í eðli sínu öruggur ferðamáti. Við hjá SVR viljum hvetja borg- arbúa til að leggja sitt af mörkum til að bæta umferðarmenninguna með því að nýta sér þjónustu SVR. Góða ferð með strætó! LILJA ÓLAFSDÓTTIR, forstjóri SVR. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.