Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 35 AÐSEIMDAR GREINAR Endurgreiðsla virðis- auka af flotgöllum ÞAÐ HEFUR verið mikið bar- áttumál undanfarin ár að fá sjó- menn til þess að nota frekar en gert er flotvinnugalla við störf úti á sjó. Þetta ■ er einn af mörgum þáttum sem brýna þarf í öryggis- málum sjómanna. Fjárlaganefnd Alþingis iagði til við afgi'eiðlu ijár- laga fyrir árið 1995 að endur- greiðslur jafnháar virðisauka kæmu til sjómanna vegna kaupa á flotvinnugöllum og var það skil- greint í ræðu formanns fjárlaga- nefndar við afgreiðslu fjárlaga, án þess þó að sérstök tala væri til- greind, heldur var verkefninu ætl- aður staður í styrkjasjóði sem er Mikilvægt er, segir — Arni Johnsen, að end- urgreiðsla virðisauka af flotvinnugöllum sjó- manna verði tryggð. til að endurgreiða virðisauka af búnaði björgunarsveita íslands. Fjármálaráðherra lét hins vegar ekki framkvæma þessa ákvörðun þar sem engin tala var skilgreind, en við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1996 hnykkti fjárlaganefnd á mál- Réttindi starfsfólks Pósts og síma enn í lausu lofti VEGNA yfirlýsinga samgönguráðherra og formanns samgöngu- nefndar um meint samráð við starfsfólk Pósts og síma og stöðu réttindamála þeirra í umræðum á Alþingi um hlutafélagsvæð- ingu stofnunarinnar teljum við nauðsynlegt að upplýsa almenning um nokkrar stað- reyndir málsins. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, lýsti því yfir í umræð- um á Alþingi miðviku- daginn 29. maí, að ekki væru mörg dæmi um að jafn mikil áhersla hafi verið lögð á góða samvinnu við starfsfólk og við undirbúning á því að breyta rekstrarformi Pósts og síma. Sú samvinna hefur alveg farið fram hjá okkur þrátt fyrir það að við séum í forsvari fyrir um 2.000 starfsmenn af 2.500 starfsmönn- Við fögnum hins vegar þeirri yfirlýsingu Einars K. Guðfinnssonar, seinna í umræðunni, segja Ragnhildur Guðmundsdóttir og Þuríður Einarsdóttur, „að starfsfólkið myndi í engu missa áunnin réttindi og samnings- bundin réttindi". Við Þuríður Einarsdóttir Ragnhildur Guðmundsdóttir treystum þeirri yfirlýs- ingu aftur á móti ekki. um stofnunarinnar. Það hefur vissulega verið rætt við okkur og við höfum tekið þátt í að afla upplýsinga í samvinnu við Póst og síma, en það er rangt að sam- vinna hafi verið höfð við okkur um samningu þess frumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi. Það sést best á því að enn er algjörlega eftir að ganga frá réttinda- og inu, þannig að ekki fer á milli mála skylda Ijármálaráðherra til þess að framkvæma verkefnið. Við afgreiðslu fjárlaga um síð- ustu áramót lagði Qárlaganefnd til að iiður upp á 35 milljónir króna og varðar fyrrgreindar endur- greiðslur til björgunarsveita yrði hækkaður um 5 milljónir króna og kom það sérstaklega fram í ræðu Jóns Kristjánssonar, formanns fjárlaganefndar, við lokaumræðu fjárlagaafgreiðslunnar. Þar sagði formaðurinn: „Við 2. umræðu var lögð til 5 milljóna króna hækkun á liðn- um 989,- ýmsar endur- greiðslur, undir fjár- málaráðuneytinu, vegna björgunarbún- aðar. Tekið skal fram nú að hækkunin er vegna flotvinnugalla.“ Alþingi samþykkti síðan fjárlögin með þessari skýringu for- manns fjárlaganefnd- ar og því er það ann- ars vegar Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra og Gunnars Gunnarsson- ar, lögfræðings vegagerðarinnar og formanns endurgreiðslusjóðs- ins, að setja reglur um framgang málsins, en mikilvægt er að endur- greiðslur á virðisauka af flotvinn- Árni Johnsen ugöllum til sjómanna komist í markvissan farveg þar sem fjár- magnið er tryggt. Við þurfum sífellt að bæta okkur í ör- yggismálum sjómanna og megum aldrei slaka á klónni í þeim efnum. Flotvinnugallar hafa verið þróaðir á þann veg á undanförnum árumk að sífellt er þægilegra að vinna í þeim og því er rík ástæða til þess að hvetja sjómenn til þess að nota flotvinnugall- ana, þeir hafa bjargað mörgum mannslífum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlnndi. kjaramálum starfsmanna stofnun- arinnar. Komum við þá að yfirlýsingu Einars K. Guðfinnssonar, for- manns samgöngunefndar, í sömu umræðu. Einar sagði þar, og er það eftir honum haft í DV 30. maí, að „það hafi verið vel og tryggilega gengið frá réttindamál- um starfsfólks". Þetta eru ósann- indi sem ekki eru samboðin þing- manninum. Réttindamál starfs- manna Pósts og síma eru algjör- lega í lausu lofti og starfsfólk því eðlilega mjög uggandi verði frum- varpið um hlutafélagsvæðingu Pósts og síma afgreitt fyrir þing- lok, sem því miður allt virðist benda til nú. Við fögnum hins vegar þeirri yfirlýsingu Einars K. Guðfinnsson- ar, seinna í umræðunni, „að starfs- fólkið myndi í engu missa áunnin réttindi og samningsbundin rétt- indi“. Við treystum þeirri yfirlýs- ingu aftur á móti ekki, enda hefur rikisstjórnin sýnt að hún vílar ekki fyrir sér að skerða áunnin og samningsbundin réttindi, með því að keyra í gegnum þingið frum- varp um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, þrátt fyrir and- stöðu allra stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Eðlilegasti framgangsmáti þessa máls alls hefði verið sá að ganga fyrst frá samningum við starfsmenn stofnunarinnar áður en hlaupið var til með frumvarps- ómynd þá sem nú er til afgreiðslu í þinginu. Höfundar eru formenn Félogs islenskra síinamanna og Póstmannafélags tslands. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 851. þáttur FYRST er að þakka skilmerki- legt og vinsamlegt bréf frá próf. Þorbirni Karlssyni: „Kæri Gísli. Þakka þér fyrir 837. þátt þinn í Morgunblaðinu laugardaginn 24. febrúar 1996 sem fjallaði um bréf mitt til þín nokkrum vikum áður. Dæmin sem þú birtir úr Hamdismálum og Njálu eru áhugaverð, en hið fyrra fjallar reyndar ekki beinlínis um það, sefn ég hafði gert að umtalsefni (aukningu um helming, þriðjung, fjórðung), heldur um fækkun eða rýrnun um þriðjung. Þarna gerir þú mér upp skilning sem ég kann- ast ekki við að hafa látið í ljós, því að ég er sammála þér um að fækkun í liði þeirra bræðra úr þremur í tvo rýrir liðsstyrkinn um þriðjung. Hefðu málin hins vegar skipast þannig, að einn úr liði andstæðinganna gengi til liðs við bræðurna þijá hefði liðsstyrk- urinn aukist jafn mikið og hann rýrnaði áður, þ.e. um þriðjung. En við erum víst ekki sammála um aukninguna. Dæmið úr Njálu er frábrugðið hinu fyrra, þar sem engin vís- bending er um það, sem aukið er. Ekki efa ég, að skýring Ein- ars Ólafs Sveinssonar, prófessors og Njálufræðings, sé rétt, enda er hún í samræmi við orð Marðar á þingi nokkrum vetrum eftir brúðkaup þeirra Unnar og Hrúts, er hann „lýsti fésök á hendur Hrúti um fémál dóttur sinnar og taldi níu tuga hundraða fjár“. En hið forna orðalag í Njálu ger- ir setninguna óljósa fyrir nútíma- fólk og skildi ég tillögu Marðar þannig, að Hrútur skyldi auka framlag Marðar um þriðjung, þ.e. um tvo tugi hundraða, sbr. fyrra dæmið hér að framan. Baldur Jónsson, forstöðumað- ur íslenskrar málstöðvar, hefur nú fjallað um framangreind orða- skipti okkar í þáttum þínum nr. 843 og 844 og er þar ýmsan fróð- leik að finna. Ég sé að ég hef aldrei skilið orðtökin þriðjungi, fjórðungi eða fimmtungi meira samkvæmt hinum gamla sið, þó að ég hafi vanist honum í æsku, þegar um var að ræða helmingi meira, enda hafa þau fyrrnefndu líklega ekki verið mikið í umræð- unni. Þar hefur gilt sú regla í mínum huga, að miða skuli við sömu stærð, hvort sem um er að ræða aukningu eða rýrnun eins og fram kemur í dæmunum að framan. Ég hygg að fleiri hafi sömu sögu að segja í þeim efnum. Baldur hefur áhyggjur af því að hin gamla málvenja kunni að lúta í lægra haldi fyrir hinni nýju og kannski ekki að ástæðulausu. Nú er svo komið, að orðtakið helmingi meira er ónothæft nema skýringar fylgi, eins og dæmin sanna, t.d. í Ríkisútvarpinu, og þykist ég merkja, að í seinni tíð hafi menn þar á bæ tekið í stað- inn upp orðtakið tvöfalt meira, þegar það á við. Og ég er á því að aukning einhvers um 33,3% sé að mati margra ef ekki flestra í dag sama og aukning um þriðj- ung en ekki um fjórðung. Eg þakka þér fyrir þína þætti alla og Baldri fyrir hans innlegg. Kær kveðja.“ Nú hefur hér í pistlunum svo rækilega verið fjallað um megin- efni þessa bréfs, að lát verður á því um sinn, en ítrekaðar þakkir til þeirra sem um það hafa rætt af alúð og mikilli kostgæfni, sjá t.d. þætti 843 og 844, auk bréfa Þ.K. Yilfríður vestan kvað: Hinrik á Borg var mesti kámukjaftur, kvensamur nóg og harður fylliraftur; við Ósk hélt hann strik og hafði ekkert hik í hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur. bera þennan kostnað. Afstaða sjóðsins sem annarra fjármála- stofnana er sú að greiðandi beri kostnaðinn. Að því er varðar hvort gera eigi greiðendum er- lendis viðvart á greiðsluseðlum um að þessi kostnaður sé til stað- ar má vel skoða það mál. Þetta er þó eitthvað sem greiðendur vita fyrir víst. Það horfir enginn í það hvort bankinn erlendis inn- heimti yfirfærslukostnað og öll- um þykir það sjálfsagt en hins vegar verða allir undrandi á því að bankinn hér taki kostnað fyrir sömu þjónustu. Af því er varðar umræddar 200 kr. hefur þessi mismunur verður færður aftur inn á höfuðstól láns- ins þannig að þú ert skuldlaus við sjóðinn vegna gjalddaga námslána." Ég fæ ekki betur séð en að lánþeganum séu gefnar upp allar skuldir. Sennilega hefðu ábend- ingar kunnáttumanns í íslensku spillt þeirri eftirgjöf. Bestu kveðjur.“ Þá er að þakka og birta bréf frá Þór Jónssyni, fréttamanni í Garðabæ: „Ágæti Gísli. Þakka þér fyrir þætti þína, ábendingar og skammir. Okkur blaða- og fréttamönnum veitir oft ekki af. Held ég að það eigi við um starfsmenn allra fjöl- miðla, þó að nú sé í tísku að lofa sérstaklega Morgunblaðið og Ríkisútvarpið fyrir gott mál. Var það ekki Ríkisútvarpið sem flutti stutta frétt um að kaupskipaflot- inn íslenski væri „dreifður um allar jarðir“? Á mínum vinnustað þættu það mikil tíðindi, sigldu öll íslensk skip í strand í einu. Og í Morgunblaðinu las ég að skip- brotsmenn hefðu komist heim „heilu og höldnu“! Fréttastofur og ritstjórnir, sem vilja láta taka sig alvarlega, njóta aðstoðar málfarsráðunauta. Vill- urnar verða færri fyrir vikið. Ef til vill ættu opinberar stofnanir að fara að því dæmi. Hér fer á eftir, stafrétt, bréf frá fjármála- stjóra Lánasjóðs íslenskra náms- manna til lánþega erlendis: „Vegna fyrirspurnar þinnar get ég sagt það eitt að þessi kostnaður sé til staðar en stað- reyndin er sú að hann er það. Þegar við fáum greiðslu frá okk- ar banka þá nægir sú upphæð ekki fyrir upphæð til greiðslu. Þá er spuming, er þessi mismun- ur er sannarlega vegna yfír- færslukostnaðar hver á þá að „Sakar hafa gerst á meðal þeira N.N-sonar og N.N-sonar, en nú eru þær sakir settar og fé bættar, svo sem metendur mátu og dómendur dæmdu, teljendur töldu, gefendur gáfu, þiggjendur þágu og þaðan báru, með fé fullu og fram komnum eyri.“ (Grágás.) Hér voru allir „aðilar“ víðs fjarri. „Sá sem einu sinni hefur sett niður kartöflur lítur aldrei framar glaðan dag.“ (Hólmgrímur Sigurðsson, Ystuvík.) Hlymrekur handan kvað: Af bijóstgæðum útþenst hver blússa, í bameign er mörg hver að stússa; hið vúlgarsta klám er á varpstöðvaskjám og við orðin bræðraþjóð Rússa. „Og ef til vill verður oss ljóst, þegar líður á daginn, að ljómi vors draums er fólginn í ððru en að rætast.“ (Tómas Guðmundsson.)- P.s. í síðasta þætti var á einum stað skipt skakkt á milli lína: „svei-takrakkanna“. Beðist er afsökunar á þessu. Auk þess skal þess getið að hvalategundaheiti eins og sand- reyður og langreyður eru kven- kyns og beygjast eins og Sigríð- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.