Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hvað er að lög-
gæslunni í Reykjavík?
NÚ Á síðari árum hefur það
færst svo mjög í vöxt, að bílar séu
númerslausir á götum Reykjavík-
ur, að nú get ég ei orða bundist.
Þeir skipta hundruðum, en eru þó
með númer ýmist að aftan eða
framan. Hvers vegna tekur lög-
reglan ekki þessa bíla úr umferð
og sektar ökumenn þeirra eða eig-
endur? Það getur skipt sköpum,
ef ökuníðingur er á númserslaus-
um bíl að framan og ekur á vegfar-
anda, hvort hinn seki næst eða
ekki. Annaðhvort sefur lögreglan
á verðinum, eða mannfæð er or-
sökin. Sumir viðmælendur mínir
hafa haft uppi þá skoðun, að ung-
ir menn skrúfi númerin af, því það
sé talið „töff“ að vera aðeins með
annað númerið. Slöpp löggæsla
grefur undan virðingu manna fyrir
lögunum og leiðir að lokum til
skrílræðis. Eg skora á lögreglu-
stjórann í Reykjavík, Böðvar
Bragason, að taka þetta mál föst-
um tökum og það strax.
Slöpp löggæsla, segir
Leifur Sveinsson,
grefur undan virðingu
manna fyrir lögunum.
Einstefna ekki virt
Fýrir stuttu var tekin upp ein-
stefna á hluta Tjarnargötu hér í
borg, frá Skothúsvegi að innkeyrslu
Ráðhúss, frá suðri til
norðurs. Engin kynn-
ing var á þessari breyt-
ingu, aðeins auglýsing
í Lögbirtingablaðinu.
Við íbúar Tjarnargötu
unnum að því í sjálf-
boðavinnu að kynria
ökumönnum þessa
breytingu og tóku
flestir ábendingum
okkar vel. Þó reyndi
taugatrekkt leirskáld
að aka mig niður, er
ég benti honum kurteis-
lega á að hann yrði að
snúa við og aka í norð-
ur. Kærði ég hann fyrir
tiltækið, en hefi ekki
heyrt um lyktir málsins, en lögreglu-
stjórinn getur kannske upplýst mig
um það. Kæran var send honum.
Leifur
Sveinsson
Það hefur aldrei verið auðveldara
að spila í Lottóinu.
Akureyri
Reykjavík
Hagkaup, Skeifunni
Flugterían, Reykjavíkurflugvelli
Nóatún, Kleifarseli 18
Shellstöðin, Suðurfelli 4
Shellstöðin, Dalvegi 20
Söluturninn, Hraunbergi 4
Taktu strikið, Gylfaflöt 1
Nesti, Ártúnshöfða
Söluturninn, Grundarstíg 12
Söluturninn, Sporhömrum 3
Söluturninn Allt í einu, Jafnaseli 6
Söluturninn Hálogaland, Gnoðarvogi 46
íshöllin, Melhaga 2
18 nyir
sölustaðir!
® Nýir sölustaðir
(g) Sölustaðir
m
-vertu viðbúinm vinningi
f>ér miðu fyrir kl 20.-“ 1 kvold.
Hámarkshraði er
ekki virtur
30 km hámarks-
hraði er í hluta Suður-
götu, a.m.k. frá nr.
2-39. Þetta er fyrir
vestan hús mitt í
Tjarnargötu 36. Engin
hús eru við Suðurgötu
frá 15-29 að austan,
en á móti er gamli
kirkjugarðurinn. Fáir
halda sér við þessi
hraðamörk, en strætis-
vagnastjórar eru þar
verstir. í vetur áttu
þeir í launadeilu við
húsbændur sína og
„hótuðu þá að aka á lögiegum
hraða“, væri ekki gengið að öllum
kröfum þeirra. Hvar erum við
Reykvíkingar staddir, þegar slíkar
yfirlýsingar birtast? Kannske verða
þeir uppstoppaðir saman, geirfugl-
inn og „síðasti löghlýðni borgar-
inn“.
Stefnubreyting í New York
Nýlega bárust þær fréttir frá
New York borg, að þar hefðu glæp-
um fækkað um 40% vegna- þess,
að lögreglumenn hættu að aka um
í bílum eingöngu, en fjölgað var
lögregluþjónum á götunum. Væri
ekki athugandi að breyta eitthvað
til hér í borg í svipaða átt? Securit-
as og Vari hafa nú tekið við hluta
af því starfi, sem lögreglunni var
ætlað hér áður fyrr. Eg greiði t.d.
tæpar 50.000 krónur fyrir öryggis-
gæslu á ári hjá Securitas, auk kr.
220.000 stofnkostnaðar í upphafi.
Þetta er frábær þjónusta, en erum
við ekki að borga á tveim stöðum
fyrir sömu þjónustuna? Kostnaðinn
við löggæsluna borgum við jú með
sköttum okkar.
Reglur um hundahald brotnar
Hundaeigendur þverbrjóta allar
reglur um hundahald, þótt örfáar
undantekningar séu þar á. Iðulega
mætir maður hundum með menn í
bandi á götum, sem slíkt er bann-
að. Austurstræti og Laugavegur t.d.
Yfírvöld ættu að varast, að hér þró-
uðust mál eins og í þeim borgum,
sem ég hefi kynnst og hundaskítur
þekur flestar gangstéttir, eins og
t.d. Róm. Ágæt lausn hefði verið
að leyfa hundahald í Reykjavík, en
takmarka það við íslenska fjárhund-
inn. Að leyfa útlend hundakyn var
stórslys. En nú er þetta of seint.
Lokaorð
Þýðingarmikið er að gott sam-
band sé á miili lögreglu og. borgar-
anna. Reykvíkingar hafa verið svo
gæfusamir að hafa á að skipa
hæfum lögreglustjórum og vel
þjálfuðu og góðu lögregluliði. Lög-
reglumenn eiga að vera vinir fólks-
ins og fóikið vinir lögreglumann-
anna. Gagnkvæmur skilningur og
virðing á að ríkja milli þeirra. I
barnæsku minni var oft hálka mik-
il á Skothúsvegi og renndum við
drengirnir okkur á sleðum eftir
gangstéttinni. Þá kom lögreglan
og bar sand á stéttina. Þá reidd-
umst við mjög og ortum: „Óreglu-
fjandinn er að moka sandinn" og
þóttumst að meiri menn. Nú þegar
ég hefi slitið barnsskónum er ég
stoltur að geta talið iögreglumenn
meðal minna bestu vina.
Höfundur er lögfræðingur.
Tölvufyrirtækið OZ
valdi Stólpa bókhaldskerfið
BH KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055