Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ1996 23
ESB gagnrýnir
Bandaríkj amenn
vegna Kúbulaga
Brussel, Havana og Washington. Reuter.
STEFNA Bandaríkjamanna að
refsa fyrirtækjum, sem eiga við-
skipti við Kúbu, hafa vakið úlfaþyt
í Evrópu og sögðu evrópskir
stjórnarerindrekar í fyrradag að
ýmis Evrópuríki hygðust fylgja
fordæmi Mexikana og Spánveija
um aðgerðir gegn Bandaríkja-
mönnum. Malcolm Rifkind, utan-
ríkisráðherra Breta, var harðorður
í garð Bandaríkjamanna á mið-
vikudag og kvaðst harma aðgerðir
þeirra.
Stefna Bandaríkjamanna verð-
ur efst á baugi þegar Evrópusam-
bandið (ESB) og Bandaríkjamenn
ræðast við um málið í Heimsvið-
skiptastofnuninni (WTO) í Genf í
næstu viku. ESB krafðist þess að
málið yrði tekið upp 3. maí til að
mótmæla setningu hinna svoköll-
uðu Burton-Helms-laga, sem voru
sett 12. mars í kjölfar þess að
kúbanskar orrustuvélar skutu í
febrúar niður tvær bandarískar
einkaflugvélar á þeirri forsendu
að þær hefðu verið í kúbanskri
lofthelgi.
Viðræðurnar heíjast á þriðjudag
og kemur það sér illa fyrir Banda-
ríkjastjórn því að þá verður aðeins
tæp vika frá því að byijað var að
senda bréf til fyrirtækja með
ábendingum um að þau ættu í
vændum viðskiptabann af hálfu
Bandaríkjamanna ef rekstur
þeirra eða viðskipti vörðuðu á ein-
hvern hátt eignir bandarískra fyr-
irtækja, sem gerðar voru upptæk-
ar á Kúbu eftir að Fidel Castro
komst til valda 1959.
Bandaríkjamenn hafa svo árum
skiptir beitt Kúbu viðskiptabanni,
en samkvæmt nýju lögunum verð-
ur innflutningur vöru, sem í er
notuð kúbönsk framleiðsla (þ. á
m. sykur, helsta útflutningsvara
landsins), bannaður, þótt varan sé
framleidd í þriðja ríkinu. Sam-
kvæmt lögunum munu Banda-
ríkjamenn mega fara í skaðabóta-
mál við fyrirtæki með hagsmuni í
eignum eða fyrirtækjum, sem
Kúbustjórn tók af þeim, og má
banna stjórnendum slíkra fyrir-
tækja inngöngu í Bandaríkin.
Bandaríkjamenn sendu á þriðju-
dag viðvörunarbréf til tæplega tíu
fyrirtækja í þremur löndum.
Mexikanska fyrirtækið Cemex,
sem er fjórði stærsti sementsfram-
leiðandi heims og á hlut í kúb-
anskri verksmiðju, sem var í eigu
bandarískra aðilja, greindi frá því
á miðvikudag að ákveðið hefði
verið að selja hlutinn.
Rifkind harðorður
Malcolm Rifkind, sem kemur
hingað til lands um helgina, sagði
í ræðu í Washington að lögin væru
í grundvallaratriðum röng. „Við
höfum ekkert á móti markmiðum
Bandaríkjaþings, en erum alfarið
andvígir aðferðinni," sagði Rifkind
og bætti við að ekkert eitt ríki
hefði rétt til þess að segja öðru
ríki að eiga ekki viðskipti við það
þriðja. Arabaríkin hefðu án árang-
urs reynt að einangra ísraela með
þessum hætti og hefðu Banda-
ríkjamenn mótmælt hástöfum.
Reuter
60 lýðræðis-
sinnum sleppt
í Burma
LÝÐRÆÐISSINNAR í Burma
sögðu í gær að herforingjastjórn-
in hefði sleppt 60 af rúmlega 260
andófsmönnum, sem hún hafði
fangelsað í vikunni sem leið, og
hinir yrðu að öllum líkindum
leystir úr haldi bráðlega. A
myndinni ræðir stjórnarand-
stöðuleiðtoginn San Suu Kyi við
nokkra af stuðningsmönnum sín-
um sem látnir voru lausir.
Ammíéku he/í*udyn u rn ar
Veldu það allra besta
heilsunnar vegna
íslensku, Amerísku og Kanadísku
Kírópraktora-samtökin mæla með
Springwall Chiropractic
Hagstætt ver&
Úrval af rúmgöflum,
svefnherbergishúsgögnum,
heilsukoddum og fI.
Ráðherrafundur EFTA
Hans van den
Broek til Islands
HANS van den Broek, er sæti á
í framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, kemur hingað til lands
í næstu viku í tilefni af ráðherra-
fundi Fríverslunarsamtaka Evrópu
(EFTA), er haldinn verður á Akur-
eyri á þriðjudag.
Halldór Ás-
grímsson utan-
ríkisráðherra
stýrir fundinum
en ísland fer nú
með formennsku
í EFTA. Daginn
áður verður
haldinn á Akur-
eyri fundur þing-
mannanefndar
EES. Jafnframt munu ráðherrar
EFTA eiga fundi með þingmanna-
nefnd EFTA, ráðgjafanefnd EFTA
og Hans van den Broek.
Ráðherrafund EFTA sækja auk
Halldórs Ásgrímssonar, utanríkis-
ráðherra, Jean Pascal-Delamuraz,
forseti Sviss, Grete Knudsen,
utanríkisviðskiptaráðherra Noregs
og Andrea Willi; utanríkisráðherra
Liechtenstein. A fundinum verður
m.a. rætt um samskipti EFTA við
ESB, stækkun ESB og ríkjaráð-
stefnuna.
Fundur hjá Alþjóða
verslunarráðinu
Van den Broek verður á mið-
vikudag í opinberri heimsókn á
íslandi og mun eiga fundi með
forsætisráðherra, utanríkisráð-
EVROPA^
herra og utanríkismálanefnd.
Hann mun einnig á miðvikudaginn
flytja erindi á opnum hádegisverð-
arfundi í boði Alþjóða verslunar-
ráðsins. Er yfirskrift fundarins
„Ríkjaráðstefnan og staða landa
utan ESB“.
í fréttatilkynningu frá Alþjóða
verslunarráðinu segir að á fund-
inum verði m.a. leitað við að svara
brennandi spurningum um stöðu
EES-landanna í Evrópu framtíðar-
innar með tilliti til stækkunar sam-
bandsins til austurs og suðurs.
Hans van den Broek fæddist í
Frakklandi árið 1936. Hann er
lögfræðingur að mennt og sat í
neðri deild hollenska þingsins fyrir
flokk Kristilegra demókrata frá
árinu 1976 til ársins 1981, er hann
var útnefndur utanríkisráðherra
Hollands. Því embætti gegndi
hann síðan þar til hann tók sæti
í framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins árið 1993. Hann fer þar
með utanríkis- og öryggismál, þar
á meðal málefni EFTA og EES,
auk þess sem hann leiðir aðildar-
viðræður við væntanleg aðildarríki
ásamt Leon Brittan.
Hans van
den Broek
Réttu stangirnar fyrir þig
Nýjustu velðistangirnar í Abu Garcia línunni eru
Black Max og Abu Garcia 500 línan.
Abu Garcia Black Max stangirnar eru geröar úr grafít
og meö vönduöum lykkjum sem veita iitla mótstööu.
BM stangirnar eru bæði fyrir opin hjöl og lokuö og
meö þeim fylgir vandaður poki.
Hefti Pyngd beitu Lengd Flokkur* Verö
BMC 90-2M lMOg 9 ft 2-3 10.975
BMS 100-2 M 10-30 g 10 ft 2 12.609
BMS 110-3 M 20-60 g 11 ft 3 12.796
Veiöistangirnar í Abu Garcia 500 línunni eru ódýrar,
en þú getur veriö viss um aö fá mikiö fyrir peningana
þína. Stangirnar eru léttar og skemmtilegar, geröar
úr blöndu af fíber og grafít.
Helti Þyngd beitu Lengd Flokkur* Verö
500 series 580C-2P 5-25 g 8 ft 2 5.358
500 sories 570-2M 10-30 g 7 ft 2 4.825
500 series 580-2M 10-30 g 8 ft 2 5.358
500 serles 590-3M 20-60 g 9 ft 3 5.887
MAbu
Garcia
Umboösaölll: Veiöimaöurinn ehf., Hafnarstræti 5, slmi: 551 4800
* Veiöiflokkar skiptast eftir veiöi
Flokkur 1 Urriöi og bleikja í vótnum
Flokkur 2 Lax, sjóbirtingur og stórir vatnafiskar
Flokkur 3 Lax, sjóbirtingur, þorskur og sambærilcgir fiskar
Flokkur 4 Þorskur og aörir sjávarfiskar