Morgunblaðið - 01.06.1996, Side 15

Morgunblaðið - 01.06.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAU G ARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 15 Fj ölsky Iduhátí ð á sjómannadaginn ÁRLEG róðrarkeppni Sjómanna- dagsráðs Akureyrar fer fram á morgun, laugardag, og hefst kl. 13.10. Áhorfendur safnast saman við hús Slysavarnafélagsins við Strandgötu en þar verður einnig í boði teygjustökk. Veitingar verða seldar í Slysavarnarhúsinu en á svæðinu verða einnig til sölu merki sjómannadagsins og Öldurót, blað Sjómannadagsráðs Akureyrar. Innanhússknattspyrna sjó- manna verður í KA-húsinu og hefst kl. 16 á laugardag. Fjölskylduhátíð verður við Sund- laug Akureyrar á sjómannadaginn og hefst hún kl. 13.30. Svanhildur Árnadóttir flytur setningarræðu. Valinkunnir skipstjórar og útgerð- armenn keppa um Smugubikarinn og bæjarfulltrúar og útgerðarmenn reyna fyrir sér í flotgallasundi, pítsuáti og fleiri þrautum. Þá eru á dagskránni tónlistaratriði og margs konar grín og glens. í sund- laugargarðinum hefur verið komið fyrir fjölda nýrra leiktækja. Pizza 67 og Sæfari bjóða al- menningi í grillpylsupartý og sigl- ingu um Pollinn kl. 16. Sjómannadagshátíð verður í íþróttahöllinni að kvöldi sjómanna- dags og hefst með borðhaldi kl. 19 en að því loknu tekur við skemmtidagskrá og loks verður stiginn dans. „Ást“ á Listasafninu á Akureyri Fimmtán ungir mynd- listarmenn sýna SAMSYNING fímmtán ungra myndlistarmanna, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa byijað skólagöngu sína á Akureyri, verð- ur opnuð í Listasafninu á Akur- eyri í dag, laugardag, kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er „Ást“. Listamennirnir, sem taka þátt í sýningunni, eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórs- son, Birgir Snæbjörn Birgisson, Dagný Sif Einarsdóttir, Freyja Önundardóttir, Laufey Margrét Pálsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Sigur- dís Harpa Arnarsdóttir, Stefán Jónsson, Valborg Salome Ingólfs- dóttir, Ásmundur Ásmundsson, Hlynur Hallsson, Sigtryggur Baldvinssón og Þórarinn Blöndal. Listamennirnir eru fæddir á tíma- bilinu frá 1960 til 1971. Ástæða þessa stefnumóts er sú að forvitnilegt þótti að skoða á einum stað sýnishorn verka fólks sem ef til vill á það eitt sameigin- leg að hafa lagt út á listabrautina norðan heiða. Yfirskrift sýningar- innar þótti hentug regnhlíf sem allir gætu leitað undir á eigin for- sendum. Vinnubrögðin eru marg- vísleg sem og efnistökin því þátt- takendur nálgast viðfangsefnið eftir eigin höfði. s umarllstaskólim a Akureyri Spennandi valkostur Skapandi frelsi - ögun og næmi. Myndlist - leiklist - dans - ritlist - kvikmyndagerð. Skapandi og örvandi leiðbeinendur. Innritun hafin. Fyrir 10 til 13 ára....16. júní til 30. júní. Fyrir 14 til 16 ára....21. júlí til 4. ágúst. Fyrir fullorðna í myndlist 25. ágúst til 1. sept. Skráning og nánari upplýsingar í síma 462 2644 (Ath.: Takmarkaður fjöldi þátttakenda). Örn Ingi, Klettagerði 6, Akureyri. París kr. 19.172 í júlí og ágúst Heimsferðir bjóða nú beint flug til Parísar alla miðvikudaga í júlí og ágúst í sumar. Flug, flug og bíll eða flug og hótel á frábæru verði. Verö kr. 19.172 Hjón með 2 börn, 3. julí, flug og skattar. Verð kr. 22.000 Fargjald fyrir fullorðinn með sköttum, 3. júlí. verð kr. 35.800 Vika í París, flug, gisting, skattar, m.v. 2 í herbergi Edouard IV, 3. júlí. Bókaðu meðan enn er laust. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 1600. SJ0MANNA DAGURINN 59. hóf sjómannadagsráðs á Hótel íslandi laugardaginn 1. júní 1996 Dagskrá: • Húsið opnað kl. 19:00. • Guðmundur Hallvarðsson, iormaður sjómannadagsráðs, setur hófíð. • Kynnir kvöldsins verður Þorgeir Ástvaldsson. • Skemmtiatriði: Danssýning á heims- mælikvarða. Stórsýningin Bítlaárin, þar sem fram koma söngvararnir Bjarni Arason, Pálmi Gunnarsson, Ari Jónsson, Björgvin Halldórsson ásamt söng- systrum. Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur undir. Hljómsveitin Bítlavinafélagið leikur fyrir dansi í aðalsal til kl. 03:00. Harmonikku- og sjómannatónlist verður í Ásbyrgi. BjörgWh l|áfldórsson Skipsklukkum hringt til Kvöldverðar Fo rré ttn r; Koníakslöguð sjávarréttarsúpa >4 &cilréttur: Eldsteiktur lambavöðvi með sólberjasósu, smjörsteiktum jarðeplum og gljáðu grænmeti. Eftirréttur: Grandmarnier-ís með ferskum ávöxtum. Verð kr. 4.700 í mat og á sýningu. Sýningarverð án matar kr. 2.000. Miða- og borða- pantanir í síma 568-7111. Fax 568-5018. jgJAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.