Morgunblaðið - 01.06.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 01.06.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 19 Flugfélög í V-Evrópu með fyrsta hagnað frá 1989 Briissel. Reuter. FLUGFÉLÖG í Vestur-Evrópu skil- uðu til samans hagnaði í fyrsta skipti síðan 1989 í fyrra, en aflcoman var mjög misjöfn eftir félögum. Evrópusamband flugfélaga (AEA) segir í tilkynningu að uppsafnað tap á þessu tímabili hafí numið 7,5 millj- örðum dollara, eða sem samsvarar um 500 milljörðum króna, og nettó- hagnaður upp á einn miljarð dollara bendi varla til hestaheilsu. í tilkynningunni segir að sam- bandið skiptist æ meir í tvær fylking- ar: þau félög sem hafí náð sér á strik eftir niðursveiflu og þau sem séu enn á batavegi. Tölur sýna að bætt afkoma stafar af lægri vöxtum og sparnaði til að draga úr kostnaði. Sætanýting var 69,8%, sem er met, en á móti kom minni nýting vörurýmis. Flugumferð á leiðum AEA yfir Atlantshaf jókst um 8,6% 1995. Á leiðum innan Evrópu jókst flugumferð um 6,2 og komu ferðir Ermarsundsjámbrautarinnar í veg fyrir meiri aukningu. Starfsmönnum aðildarfélaga AEA fjölgaði í fyrsta skipti í fímm ár árið 1995, um 9.000 frá 1994 í 311.000 alls. Flugvélakaup aukast Flugfélögin pöntuðu 164 nýjar flugvélar 1995, fleiri en þau höfðu pantað á 4 árum þar á undan. Þeg- ar framkvæmdastjóri AEA, Karl Heinz Neumeister, var spúrður hvernig greinin gæti brotizt út úr vítahring þenslu og samdráttar hvíslaði hann: „Með því að panta færri flugvélar". Nytt fra Qlgin Hentar vel undir dragtina eda kjdlinn Stærðir: 34,36 og 38. Litir: Svart eða beinhvítt. Kynningarverð kr. 2.995 Laugavegi 4, sími 55 I 4473 Annað verðstríð á Ermarsundi Calais. Reuter. NÝTT verðstríð er hafið milli fyrir- tækisins Eurotunnel, sem rekur Ermarsundsgöngin, og fyrirtækja, sem halda uppi feijusiglingum um Ermarsund, og hafa báðir aðilar boðið farmiða með afslætti og ódýr- an tollfijálsan vaming. Eurotunnel reynir að auka hlut- deild sína á markaði bíla- og far- þegaflutninga milli Englands og Frakklands, en tveir helztu keppi- nautarnir, P&O Ferries og Stena Line, sem er í eigu Svía, segja Euro- tunnel aðeins reyna að svara mark- aðsátaki þeirra. Með tilboðum um allt að 50% af- slátt á sumum fargjöldum Eurotunn- el í sumar á að auka markaðshlut- deild í umferð um Ermarsund úr 40%. Forstöðumenn fyrirtækisins sögðu að áfram hefði miðað í viðræð- um við lánardrottna um endurskipu- lagningu. Franski stjórnarformaður- inn, Patrick Ponsolle, vonast eftir samkomulagi í lok júní, en sá brezki, Alastair Morton, telur samkomulag mögulegt fyrir árslok. Fyrirtækið er með 8 milljarða punda skuldabagga og kannar nýjar leiðir til að nota göngin, til dæmis til að flytja vatn milli Frakklands og Englands og til fjarskipta. ------------♦ ♦ » France Telecom breytt íhlutafélag París. Reuter. FRANSKA ríkisstjórnin hefur sam- þykkt frumvarp um að breyta ríkisfjarskiptafyrirtækinu France Telecom í hlutafélag og sala 49% hlutabréfa í eigu ríkisins fer fram á fyrri árshelmingi 1997. France Telecom verður hlutafélag frá 1. janúar 1997, en ríkið heldur 51% eignarhlut og 10% verða lögð til hliðar handa starfsfólki. Stjórnin heitir því að greiða starfsfólki eftir- laun og núverandi starfsmenn halda stöðu opinberra starfsmanna. Deutsche Telekom í Þýzkalandi verður selt í árslok 1996 og STET á Ítalíu 1997. -------» ♦ ♦----- Hagnaður ískugga „misræmis“ Frankfurt. Rcutcr. DEUTSCHE Bank AG, stærsti banki Þýzkalands, hermir að nettó- hagnaður hans hafi aukizt um 32% á fyrstu íjórum mánuðum þessa árs, en bætt afkoma bankans hverfur í skugga fjárhagserfíðleika eins þeirra fyrirtækja sem bankinn á hlut í, Klöckner-Humboldt-Deutz AG. Verkfræðifyrirtækið KHD, sem Deutsche á 47,7% í, segir að fyrir- tækið í heild sé í hættu vegna „mis- rærnis" í verksmiðjubyggingardeild inni Humboldt-Wedag AG. PETÚM (Tóbak Mjög harðgerð síblómstrandi sumarblom á stjúpuverði. 10 smá- blómstrandi Petúníur Milliflora (ísl. þýð. hundrað blóma) 10 stk. í bakka á aðeins 390. Nýjung

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.