Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 1
128SIÐURB/C/D/E tttðimfrlafeife STOFNAÐ 1913 129. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 9. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnarkreppan í Tyrklandi Heittrúarmenn skora á Yilmaz Istanbul. Reuter. NECMETTIN Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins, stjórnmálasam- taka tyrkneskra bókstafstrúar- manna, hvatti Mesut Yilmaz, for- sætisráðherra stjórnarinnar, sem féll vegna innbyrðis átaka í síðustu viku, til samstarfs í gær. „Það er mjög auðvelt að mynda stjórn með Velferðarflokknum," sagði Erbakan á blaðamannafundi í gær. „Yilmaz þarf aðeins að breyta hegðun sinni og hætta að gera sömu mistökin." Suleyman Demirel, forseti Tyrk- lands, fól Erbakan stjórnarmyndun á föstudág eftir fall hægri stjórnar Yilmaz og Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra. Yilmaz, sem verður forsætisráð- herra áfram þar til ný stjórn hefur verið mynduð, hafði ekki brugðist við áskorun Erbakans í gær, en hann sagði á föstudag að hann sæi enga ástæðu til að mynda sam- steypustjórn með Velferðarflokkn- um. Föðurlands- flokkur Yilmaz átti í viðræðum við Velferðar- flokkinn um stjórnarmyndun í febrúar, eh Yilmaz batt enda á þær vegna þrýstings andstæðinga þess að trúarflokkur kæmist til valda. Stjórn Tyrklands hefur ekki verið reist á trúarbrögðum í 70 ár og óttast ýmsir að breyting þar á muni mynda gjá milli Tyrkja og Vesturlanda. „Yilmaz, ekki hlusta á skipanir yfirstéttarinnar. Ekki gera sömu mistökin aftur," sagði Erbakan. Mesut Yilmaz SuuKiy ávarpar þúsundir Rangoon. Rcutcr. AUNG SAN Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma, ávarpaði í gær mörg þúsund manns fyrir utan heim- ili sitt í Rangoon í trássi við ný lög, sem ætlað er að múl- binda andstæðinga stjórn- arinnar. Lögin voru sett á föstudag og virtist beint gegn flokki Suu Kyi. Þau banna jafnt orð sem gerðir, er telja megi í andstöðu við fyrirætlanir stjórnarinnar um að setja nýja stjórnarskrá. Suu Kyi forðaðist að gagn- rýna stjórnina, sagði aðeins að flokkur sinn hefði aldrei reynt að grafa undan stöðug- leika ríkisins. Yfirvöld reyndu ekki að koma í veg fyrir að Suu Kyi flytti vikulegt ávarp sitt. Spenna hefur vaxið milli stjórnar og stjórnarandstöðu í Burma síðan í maí þegar 250 manns úr flokki Suu Kiy voru handteknir. Reuter KJARNORKUTILRAUN Kínverja aðfaranótt gærdagsins hefur verið gagnrýnd harkalega. Hér sést maður með mótmælaspjöld, þar sem Jiang Zemin, forsætisráðherra Kína, er sagður stríðsglæpa- maður, fyrir utan sendiráð Kínverja í Tókýó. Kjarnorkutilraun Kínverja mótmælt um allan heim KINVERJAR gerðu í gær kjarn- orkutilraun og sögðust mundu sprengja eina tilraunasprengju til viðbótar áður en þeir lytu tilrauna- banni í september. Tilraunin var fordæmd víða um, heim og gáfu Norðurlandaþjóðirnar fimm út sameiginlega yfirlýsingu. Stjórnarerindrekar sögðu að til- raunin bæri því vitni að Kínverjum væri mjög í mun að bæta kjarn- orkuvopn sín áður en tilraunabann tekur gildi í árslok. Kínverjar sögðu á fimmtudag þeir væru reiðubúnir til þess að falla frá kröfu sinni um að til- raunasprengingar í „friðarskyni" yrðu undanþegnar tilraunabanni ef önnur kjarnorkuveldi féllust á að endurskoða tilraunabannið eftir tíu ár. Tilraunasprengingin átti sér stað í Lop Nor tilraunastöðinni í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Jarðskjálftinn vegna spreng- ingarinnar mældist 5,7 á Ricther- Boða aðra sprengingu áður enn kjarn- orkutilraunum verður hætt kvarða samkvæmt skjálftamæl- ingum í í Ástralíu. „Fyrir september á þessu ári munu Kínverjar gera aðra kjarn- orkutilraun til að tryggja öryggi kjarnorkuvopna okkar," sagði í yfirlýsingu frá kínverska utanrík- isráðuneytinu. Kj amorkutilraunasprenging Kínverja var fordæmd harkalega í gær. Kínverjar gagnrýndir Utanríkisráðuneyti Noregs gaf út sameiginíega mótmælayfirlýs- ingu fyrir hönd Dana, Pinna, ís- lendinga, Norðmanna og Svía. „Það er afar miður að Kínverjar skuli einir kjarnorkuvelda halda áfram tilraunum og ekki taka mark á kröftugum alþjóðlegum mótmælum," sagði í yfirlýsing- unni. „Það er Norðurlöndunum mjög brýnt að samningunum [í Genfj um allsherjartilraunabann ljúki í júní og að bann taki gildi sem fyrst." „Ég harmaði að heyra af síð- ustu kjarnorkuvopnatilraun Kín- verja," sagði Klaus Kinkel, utan- ríkisráðherra Þýskalands. „Það stangast á við þann sveigjanleika, sem Kínverjar hafa sýnt nýverið varðandi kjarnorkusprengingar í friðsamlegum tilgangi." Yukihido Ikeda, utanríkisráð- herra Japans, kallaði ritara kín- verska sendiráðsins í Japan á sinn fund til að mótmæla tilrauninni. Japanar skoruðu á Kínverja að láta ekki verða af einni sprengingu til viðbótar, heldur láta staðar numið. Japanar kváðust hins veg- ar ekki ætla að grípa til frekari aðgerða, en til greina hefði til dæmis komið að frysta lán til Kín- verja. A síðasta ári drógu Japanar úr aðstoð við Kínverja vegna kjarn- orkutilrauna þeirra. í trássi við almenningsvilja John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, ' sagði að sprengingin sýndi að Kínverjar virtu að vettugi þá andstöðu, sem ríkti í heiminum við kjarnorkutilraunum og hefði komið glögglega í ljós þegar Frakkar gerðu sex tilraunaspreng- ingar milli september í fyrra og janúar í ár. Samningar um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum standa enn yfir og á samkomulag að vera frá- gengið 30. júní. Yfirlýst kjarn- orkuveldi í heiminum eru fimm og hafa fjögur, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og Rússar, lýst yfír skilyrðislausum stuðningi við fyrirhugað bann. IÞJONUSTU- HLUTVERKI Á aé setja hámarks- aldur á íslendinga? ,SAGÐI NEI - SIÐAN OKEI'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.