Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 45 FÓLK í FRÉTTUM Fer ekki troðnar slóðir EFTIR að Óskarinn er kominn í höfn vill Nicolas Cage fara í hasarinn. Hlutverkið sem aflaði Cage óskars- verðlaunanna var í „Leaving Las Vegas“ þar sem hann lék drykkju- mann haldinn mikilli sjálfseyðingar- hvöt. En nú á sem sagt að snúa við blaðinu. Hins vegar ætlar Cage að nálgast hasarinn á sinn hátt. I myndinni „The.Rock“ sem frum- sýnd er 7. júní í Bandaríkjunum, leik- ur Cage Stanley Goodspeed, FBI-sér- fræðing í efnavopnum. Mótleikari hans er Sean Connery og munu þeir kapparnir reyna að bjarga Alcatraz- fangelsinu frá óðum hryðjuverka- mönnum. Cage segist hafa tekið að sér hlutverkið vegna þess að hann hafi áhuga á að breyta ímynd hörku- tóla í ætt við Stallone og Schwartzen- egger, og færa ímyndina nær hinum flókna nútíma. Cage ætlar nefnilega að vera taugaveikluð ofurhetja. „Eg vissi að ég gæti sett mark mitt á þessa týpu. Fólk verður þreytt á að sjá alltaf sömu, stöðnuðu persónurn- ar og þessi stera-karlmennskuímynd hefur ekkert að bjóða í dag,“ segir Cage. „Það var frá upphafi ætlun mín að „flækja" hasarinn. Upphaflega var Goodspeed litlaus persóna, FBI- maður sem hataðist út í starf sitt á rannsóknastofunni því hann vildi komast í hringiðu hlutanna. Fyrir mér var þessi nálgun persónunnar glötuð. Ég vildi að persónan ynni starf sitt af ástríðu, væri gáfuð en ekki karlmennskan uppmáluð, heldur frekar til baka. Það síðasta sem hann myndi vilja væri að drepa nokkurn mann.“ Og Cage fékk frítt spil að túlka persónuna á sinn hátt, sem þýddi að í raun varð að endurskrifa hlutverkið að miklu leyti, sem Cage gerði og viðurkennir hann að það hafi iðulega verið erfitt. Vilja áhorfendur fá hetju sem kann ekki að synda eða skjóta af byssu? Leikarinn hefur litlar áhyggjur af því og er bjartsýnn. „Góð mynd er alltaf góð mynd.“ Og víst er að Cage er þekktur fyrir flest annað en að feta troðnar slóðir. blabib - kjarni málsins! f f f f Stuttir kjölar stuttir Mörg önnur frábær tilboð V* /ti Laugavegi 54, sími 552-5201 15% Staðgreiðslllafsláttur af öðrum vörum 10.-15. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.