Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 56
varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna rTTIT MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 5B9 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK BRESKA rokkstjarnan David Bowie kveðst í samtali við Morgunblaðið vera afar spennt- ur yfir því að leika á íslandi, en hann kemur fram ásamt hljómsveit sinni í Laugardals- höll 20. júní næstkomandi. Sjálf- ur hafi hann aðeins millilent ^iérlendis á leið milli heimsálfa. Hann kveðst meðal annars hafa hug á að skoða íslensk listasöfn. „Ég er afar spenntur yfir því að leika á íslandi og krafðist þess áður en við lögðum upp í tónleikaferðina að við myndum nema ný lönd og svæði, til þess að viðhalda spennunni samfara ferðalaginu," segir Bowie. Hann ber íslensku hljómsveit- inni Lhooq vel söguna, en hún mun gegna hlutverki upphitun- David Bowie spenntur yfir Islandsför Vill skoða listasöfn arhljómsveitar fyrir tónleika Bowies, og segir tónlist hennar dökka og seiðandi, sem hafi heillað sig. í för með Bowie er tæplega þrjátíu manna hópur hljóðfæra- leikara og aðstoðarmanna, og fylgja hópnum um sjö tonn af margvíslegum búnaði. Sigurjón framleiðir nýjustu kvikmynd Bowies Nýjasta kvikmynd Bowies verður frumsýnd í ágúst næst- Morgunblaðið/Anna T. Pálmadóttir komandi og síðan sýnd á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Bowie kveðst hafa séð hana nýverið og hrifist af, en Sigur- jón Sighvatsson kvikmynda- gerðarmaður er einn þriggja framleiðenda hennar. Lög eftir Bowie er að finna í myndinni, auk þess sem aðrir heimsþekktir tónlistarmenn á borð við Rolling Stones, Van Morrison og Bob Dylan eiga lög í henni. Bowie fékk nýlega sent mál- verk frá íslenskum aðdáanda, Birgi Snæbirni Birgissyni, sem kveðst vonast til að hitta goðið er hann kemur hingað. ■ Meistari Bowie/Bl ■ Vonasttilað/19 Morgunblaðið/Ásdís Fjármagnstekjuskattur Frádrátt- arbær arður í 7% í MEÐFERÐ Alþingis á nýjum lög- um um skattlagningu fjármagns- tekna var breytt nokkuð skattaleg- um heimildum fyrirtækja til frá- dráttar arðgreiðslna frá skatti. Áð- ur var fyrirtækjum heimilaður frá- dráttur vegna arðs sem nam allt að 10% af nafnvirði hlutafjár, en það hlutfall var lækkað í 7%. í stað- inn verður fyrirtækjum nú heimilað að flytja ónýttar frádráttarheimildir vegna arðs á milli ára. Varðandi skattlagningu óskatt- skyldra aðila bætti Alþingi ennfrem- ur inn ákvæðum í lög að ekki skuli krefjast fjáiTnagnstekjuskatts af húsaleigutekjum þeirra. Þetta á t.d. við um aðila sem leigja út húsnæði, en hafa ekki af því neinn hagnað. ■ Hindrar að fé streymi/4 -----» ♦ ♦---- Menntun ræður vali UM 50% kjósenda í stærstu starfs- stéttunum, verkafólk og fólk sem vinnur við afgreiðslu- og þjónustu- störf, ætlar að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Pétur Kr. Hafstein fær hins vegar mikinn stuðning frá sér- fræðingum, stjórnendum og emb- ættismönnum, en þessar stéttir eru hins vegar mun fámennari en hinar. Þetta kemur fram í skoðana- könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. í könnuninni kemur fram að Ólafur Ragnar nýtur mests fylgis í öllum stéttum nema meðal sérfræðinga. Fólk með litla menntun kýs Ölaf Ragnar í meira mæli en fólk sem hefur lokið framhalds- eða háskóla- prófi. í kjósendahópi Péturs og Guðrúnar Ágnarsdóttur er áberandi meira um menntað fólk. ■ Stærstu stéttirnar/27 Sverrir Hermannsson, bankasljóri Landsbanka íslands Hækkum vexti o g verj- um sparifj áreigendur Kysst á bágtið HAFILANDSMENN verið í vafa um að sumarið væri komið fá þeir siðustu staðfestingu sumar- komu nú í byrjun júnímánaðar. Unglingavinnan er hafin og þá er þess ekki langt að bíða að garðar og torg fái kærkomna upplyftingu. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom að þessum ungmennum mitt inn í tijá- gróðri hafði orðið smávægilegt „vinnuslys". Önnur stúlkan virð- ist hafa skorið sig í þeirri óska- iðju landsmanna að reyta arfa. Vinkona hennar veitti henni fyrstu hjálp og „kyssti á bágtið“. Um allt land hafa unglingarn- ir að undanförnu notið veður- blíðunnar og afslöppunar eftir prófatörnina í vor, en á morgun tekur alvara lífsins við. Æska landsins mun í þúsunda tali hefja störf í vinnuskólum bæjar- félaganna, eða unglingavinn- unni svonefndu strax í bítið í fyrramálið. SVERRIR Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka íslands, segir að Landsbankinn muni frá næstu ára- mótum, þegar lög um fjármagns- tekjuskatt taka gildi, hækka inn- lánsvexti, sem bæti sparifjáreigend- um skattlagningu, sem ákveðin hafi verið samkvæmt lögunum. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sverrir að þessi ráðstöfun, til þess að verja hag sparifjáreigenda, myndi kosta bankann um 200 millj- ónir króna, auk þess sem bankinn myndi hafa umtalsverðan kostnað af því að innheimta fjármagnstekju- skattinn fyrir ríkissjóð. „I þeim efn- um hefur verið rætt um 300 millj- óna króna kostnað fyrir banka, sparisjóði og fjármálastofnanir, sem ég veit engar sönnur á því hvort verður,“ sagði Sverrir. Landsbankinn greinir frá því í heilsíðuauglýsingu hér í blaðinu í gær að nú eftir að samþykkt hafi verið lög sem leggja skatt á sparifé landsmanna frá og með næstu ára- mótum muni bankinn tilkynna um aðgerðir sem veija muni hagsmuni þeirra sem eiga sparifé í bankanum. „Það versta við þessa skattlagn- ingu er það, að innan örfárra ára verður skatthlutfall þessa skatts ekki lengur 10%, heldur á milli 40% og 50%, eins og aðrar skattaálögur mæla,“ sagði Sverrir. Sverrir sagði að athygli hefði vakið, að í þann mund sem lögin um fjármagnstekjuskatt hefðu verið samþykkt, hefði bankamálaráð- herrann haldið fund um þá nefnd- arniðurstöðu að eitt brýnasta verk- efnið í íslenskum fjármálum væri að auka sparnað. 35 þúsund miiyónir í sparnaði einstaklinga „Inn á bókum hjá okkur; lands- bókum og kjörbókum, eiga einstak- lingar 35 þúsund milljónir króna. Landsbankinn þarf á þessu fé að halda til þess að sinna atvinnuveg- unum - án þess er hann ekki starf- hæfur,“ sagði Sverrir, „þessi nýja skattlagning veldur miklum óró- leika og mikil hætta er á fjármagns- flótta úr bönkunum. Við því verður Landsbankinn að sporna. Það gerir hann ekki nema með því að spari- fjáreigendur fái uppi borið þessar nýju álögur." Sverrir sagði þorra þingmanna telja að með þessum nýju lögum væri verið að ná til „breiðu bak- anna“. „Þijátíu þúsund einstakling- ar, 67 ára og eldri, eiga 17 millj- arða af þessu sparifé hjá okkur. Þetta er lífeyrissjóður ellilífeyris- þega á íslandi. Þessir sparifjáreig- endur eru ekki „breiðu bökin“ - auðmennin. Þetta fólk ætlum við að veija," sagði Sverrir Ilermanns- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.