Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
SÉRHÆFÐ þjálfun eykur möguleika á hamingjusamri elli. í æfingasalnum á Eir: Guðmundur Ágústsson, Jónína Bjarnadóttir og Árni Gestsson.
Ellin bíður okkar allra
ef heilsan leyfír - það
sem við gerum til að
hlúa að öldruðum í dag
fáum við til baka með
vöxtum á morgun, skrif-
ar Inga Huld Hákonar-
dóttir í síðari grein sinni
um aðbúnað aldraðra.
IÍFIÐ er dásamlegt kraftaverk.
Það 'sjáum við þeim mun bet-
ur sem sandurinn rennur
hraðar niður stundaglasið.
Það er margt jákvætt við að eld-
ast. Hvert augnablik verður dýr-
mætt. Margir aldraðir hafa öðlast
meiri ró og yfirsýn en áður og
hirða ekki lengur svo mjög um
dægurmálin. Þeirra vangaveltur
spanna breiðara svið og dýpra,
grundvallarspurningar um hinstu
rök tilverunnar.
En oft fá silfurhærðir öldung-
arnir neikvæð skilaboð frá um-
hverfinu. Það er ekki uppörvandi
fyrir sjálfsmyndina að heyra sí og
æ að maður sé til byrði á þjóðfélag-
inu. Og samt er þetta kynslóðin
sem komst til þroska á kreppuár-
unum. Margir fórnuðu eigin
draumum til að lyfta börnum sín-
um í sólina þegar hún loksins fór
að skína á íslenska þjóð.
Við gerum lítið úr þeim sem
komnir eru á lokaskeið ævinnar.
En hvað leggjum við ekki á okkur
til að verða langlíf sjálf? Heilbrigð-
in er blátt áfram í efsta sæti menn-
ingar okkar ef marka má allt
heilsufæðið, áróður gegn reyking-
um, leikfiminámskeið af öllu tagi,
fitusprengingakúra, sund og nudd
og hopp og hlaup. Það verður ljóta
álagið fyrir veslings afkomend-
urna okkar að bisa við að snúa
okkur í legurúmunum með lungu
sem eru svo ómenguð af tóbaks-
reyk að þau geta ekki hætt að
anda og hjörtu svo þolin að þau
hvorki geta né vilja hætt að slá!
Sjálf verðum við víst orðin æði
matgrönn þegar við þurfum að
fara að éta ofan í okkur stóru
orðin um hvað gamalt fólk sé dýrt.
Lítum á fólksfjöldaspár Hagstof-
unnar.
Verður eitthvert
okkar 120 ára?
Langlífi eykst hratt. Islendingar
sem náð hafa áttræðisaldri eru nú
um 7.000 á landinu öllu og býr
yfir helmingur þeirra á höfuðborg-
arsvæðinu. Samkvæmt mann-
fjöldaspá Hagstofunnar gæti þessi
tala hafa hækkað í hátt í 11.600
eftir þrjátíu ár. Hlutfallsleg fjölg-
un úr 2,6% í 3,7% af þjóðinni allri.
Nýlega bárust fregnir af
franskri konu sem náði 120 ára
aldri. Fram undir það síðasta var
hún lífsglöð, hressti sig á sjerrí
og konfekti og náði undir lokin
að festa rödd sína á geisladisk. í
sjálfu sér er alls ekki óhugsandi
að árið 2025 hafi einhver Islend-
ingur náð svipuðum aldri.
Samfara þessari þróun fækkar
fæðingum, Þessir þættir breyta
samsetningu þjóðarinnar og um
leið verður gerð fjölskyldu önnur.
Líkan af eldri fjölskyldugerðinni
minnir helst á jólatré, mjótt að
ofan en umfangsmikið neðst með
fjölda gróskumikilla greina. Fyrsti
ættliður hefur eignast fimm til tíu
börn sem hvert fyrir sig hafa eign-
ast önnur fimm eða tíu, og svo
koll af kolli. Af þessari grósku
leiðir mikið ijölmenni þar sem
ungviði er í meirihluta. Frekar
heyrir til undantekninga að lan-
gafar og langömmur tróni á toppn-
um, að fjórar kynslóðir séu á lífi
samtímis.
Sannarlega er þetta að breyt-
ast. Líkanið af nýju fjölskyldunni
minnir á grannan stöngul af bau-
nagrasi sem teygir sig æ hærra í
átt að tunglinu, eða var ekki svo.
Einn ættliður bætist við eftir því
sem langalangömmum og öfum
fjölgar. Fimm kynslóðir geta þá
verið í stönglinum. En hann er
fremur niðurmjór, því fæðingum
fækkar. Fólk annar því hreinlega
ekki lengur að hlúa að stórum fjöl-
skyldum. Hver kona eignast næst-
um helmingi færri böm en móðir
hennar. Um 1960 var meðalfjöldi
fæðinga fjögur börn á hveija konu,
en er nú rúmlega tvö.
Jólatrésmynstrið víkur fyrir
baunagrasmynstrinu. Og á mið-
kynslóðina - afa og ömmur -
fellur að líta til með börnum og
barnabörnum, langa- og langa-
langömmum og -öfum. Það er því
alveg óhætt að byggja hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða. Þau munu
ekki standa auð í framtíðinni.
Flestir geta búið heima.
Frænka mín, sem verður, 87 ára
í sumar, þreytist ekki á að dásama
framfarirnar í aðhlynningu aldr-
aða. Hún rifjar upp minningar um
konu sem lífið hafði farið um
ómjúkum höndum. „Aumingja
Sigga, svo björt og fín en hljóðaði
allar nætur. Hún gat ekki fengið
eina krónu fyrir svefnlyfjum úr
sveitarsjóðnum.“
Stærstur hluti fólks yfir áttrætt
spjarar sig vel og getur búið heima
með stuðningi frá ættingjum og
öldrunarþjónustu sem orðin er
ótrúlega fjölbreytt.
Um 2.000 heimili með um 2.400
íbúum njóta nú aðstoðar frá
Heimilishjálp Reykjavíkurborgar.
Forstjóri hennar er Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir og hefur i sinni
þjónustu fjölmennt og gott starfs-
lið: „Það leggur mikið af mörkum,
annars gæti þetta ekki gengið,"
segir hún. „Og framlag vanda-
manna er geysimikið, en kemur
hvergi fram á hagskýrslum."
Margir fá húshjálp tvær stundir
á viku, aðrir meira. Fólk getur
fengið sendan mat heim, eins oft
í viku og það óskar, og. borgar þá
sjálft. Á ýmsum stöðum í bænum
er boðið upp á dagvist fyrir aldr-
aða með alls kyns aðhlynningu.
Þegar kraftar þverra getur heima-
hjúkrun hjálpað einstaklingi til að
dvelja lengur heima en ella. *
Heimahjúkrun er greidd af ríkinu,
og ágætlega skipulögð, að ég held
í tengslum við heilsuverndarstöðv-
ar.
Aðeins um tíundi hver öldungur
verður illa sjálfbjarga undir lokin,
til dæmis vegna sjúkdóms í heila-
vef (Alzheimer). í erfiðari tilvikum i
getur félagsleg þjónusta orðið æði
dýr, en greiðslur eru í einhveijum I
mæli tekjutengdar. Að ráða sér }
húshjálp átta stundir virka daga
mundi kosta um 60 þúsund á
mánuði. Innlit hjúkrunarkonu allt
að fimm sinnum á sólarhring kost-
ar sitt. Dvalar- eða hjúkrunar-
heimili er þá orðið mun æskilegri
kostur.
Að létta á hjarta sínu. j
Að vinna þessa grein hefur }
bæði verið dapurlegt og gleðilegt. J.
Sorglegt vegna þess hve ráðstáf- “
anir til sparnaðar virðast út úr kú.
Eins og botninn sé suður í Borgar-
fírði. Mér hefur raunar verið sagt,
en sel það ekki dýrar en ég keypti,
að kominn væri tími á gagngera
úttekt á Tryggingastofnun ríkis-
ins. Jafnvel nýtt heildarskipulag.
Ef til vill er þar ekki haldið nógu k
fast um almannafé. Því eins og
frænka mín segir: „Menn eru fljót- 1
ir að eyða því sem þeir eiga ekki }
sjálfir.“