Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ1996 35 I I I I i I i I j 1 I j á i i i MINNINGAR KRISTJÁN SYL VERÍUSSON + Kristján Sylver- íusson fæddist í Reykjavík 9. febr- úar 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vog-i 3. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sylveríus Hall- gTÍmsson, f. 20.6. 1888, d. 13.4. 1977, og Helga Krisljáns- dóttir, f. 6.2. 1887, d. 6.8.1979. Systkini Kristjáns eru Olöf Sigurborg er lést í frumbernsku, Hall- grímur, f. 13.6. 1918, d. 15.8. 1990, andvana fæddur drengur, f. 8.6. 1921, og Ólöf Sigurborg, f. 8.6. 1921. Hinn 25. júlí 1945 kvæntist Krislján fyrri konu sinni, Þuríði Jóhannesdóttur, f. 2.6. 1911, d. 5.4. 1988. Kristján tók saman við Sól- borgu Kristínu Jónsdóttur, f. 29.12. 1921, og kvæntist henni 26.5. 1994. A sinni löngu starfsævi kom Kristján víða við, en lengst af starfaði hann sem hafnar- verkamaður hjá Eimskipafélagi Is- lands. Kristján var lengi í Taflfélagi Reykjavíkur, ásamt því sem hann tók virkan þátt í ýmsum félagsmál- um er snertu verkalýðsbarátt- una á sínum yngri árum. Utför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 10. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. paradís sem hægt er að hugsa sér, upp til Guðs. En hér eiga allir sem þekktu Kristján eftir að sakna hans, vegna þess að hann var góður og yndisleg- ur maður sem flestir elskuðu og dáðu. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt er áttu í vonum, og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar. endalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Bj. Halld.) Elsku amma Bogga, ég votta þér mína dýpst.u samúð og styð þig á þessum sorgartímum. Hafdís Jóna. t Eiginmaður minn, KRISTINN ERLENDUR KALDAL, Suðurgötu 45, Keflavík, varð bráðkvaddur 6. júní. Bjarnheiður Björnsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, MAGNÚS RAGNARSSON, Orrahólum 7, Reykjavik, lést á heimili sínu 21. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sigurlaug Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, faðir og systkini. í dag kveð ég mætan mann og vin. Það voru margar stundirnar er við Kristján heitinn sátum saman og ræddum þjóðfélagsmálin í fortíð og nútíð. Kristján leyndi á sér því hann var fróður um menn og mál- efni. Hann kunni margar skemmti- legar frásagnir af samtíðarmönnum sínum og málefnum er gaman var að uppiifa með honum í frásagnar- gáfu hans. Ég geymi í minningunni margar góðar stundir með ljúfum vin sem gaf mér svo margt í spjalli okkar og vináttu. Að lokum bið ég þess að Guð styrki alla þá er kveðja slíkan mann, ekki síst systur hans og eftirlifandi eiginkonu, Boggu ömmu, er horfir á eftir góðum eiginmanni, félaga og vin. Guð geymi þig. Björgvin Björgvinsson. Hve fagurt ljómar ljósa her á loftsins bláa geim. Hve milt og blítt þau benda mér í bústað Drottins heim. (V. Briem) Nú er Kristján okkar dáinn. Okk- ur líður vel að veikindum hans sé lokið, en söknuður og tómleiki verð- ur ávallt þegar við komum í heim- sókn til ömmu Boggu. Eftir stendur minningin um góðan mann sem tók okkur alltaf svo vel. Við þökkum góðar samveru- stundir sem við áttum með Krist- jáni og ömmu Boggu. Við biðjum góðan Guð að varðveita Kristján. Elsku amma Bogga, við biðjum góðan Guð að gefa þér styrk á þess- ari erfiðu stundu. Thelma Rut og Sandra Ósk. Hann Kristján, maðurinn hennar ömmu Boggu, er nú dáinn eftir erfið veikindi. Hann var okkur langömmubörnunum hennar alltaf svo góður og okkur þótti reglulega vænt um hann. Mig langar að kveðja Kristján með þessum fáu orðum. Það er nú alltaf þannig að líf verður að dauða og dagur verður að nótt. Nóttin og dauðinn eiga það sameiginlegt að þau eru endir á einhveiju sem er yfirleitt dásam- legt. En nóttin getur verið björt á sumrin og dauðinn getur stundum verið góður fyrir þann sem deyr. Hann getur losnað undan þjáning- um og kvölum og farið í mestu Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðirm, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt sem Guði er frá. (V. Briem) •Hinsta kveðja, Helena og Lilja María. t Okkar kæri GISSUR INGI GEIRSSON frá Byggðarhorni, Flóa, Víðivöllum 17, Selfossi, er látinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að hans ósk. Grafreitur hans verður í Laugar- dalakirkjugarði. Við þökkum af alhug þeim, sem önnuð- ust hann af alúð og hlýju í veikindum hans, og einnig þökkum við öllum þeim, sem haft hafa samband, sent blóm og samúðar- kort nú við lát hans. Það gleymist aldrei. Ásdi's Lilja Sveinbjörnsdóttir, Geir Gissurarson, Kolbrún Ylfa Gissurardóttir, Vigdís Rós Gissurardóttir og fjölskyldur þeirra, Geir Gissurarson eldri, systkini og fjölskyldur þeirra. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, HULDA JÓNSDÓTTIR, Tjarnargötu 24, Keflaví, sem lést 4. júní, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudag- inn 11. júní kl. 1 3.30. Jónas Þór Arthúrsson, Ólafur Jóhannsson, Jóna Maria Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson, tengdadóttir og barnabörn. t. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR ERLENDSSON fyrrv. leigubifreiðastjóri, Mávahlíð 20, verður jarðsunginn frá Hallgrimskirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 13.30. Sigríður Hannesdóttir, Garðar Erlendsson, Ólafur Erlendsson, Sævar Erlendsson, Þuriður Erlendsdóttir, Hannes Erlendsson, Erlendur Erlendsson, Guðjón Erlendsson, Ragnheiður Erlendsdóttir, Jóhanna Erlendsdóttir, Sigurrós Erlendsdóttir, Jón Erlendsson, Ragnhildur Agústsdóttir, Guðjón Jónsson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Anna Karlsdóttir, Kristin Jónsdóttir, Davið Steinþórsson, Jóhann Gylfi Gunnarsson, Kristján Jóhannsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lúxusútgáfa á einstöku tilboði Við vorum að fá til landsins sérstaka lúxusútgáfu af Volvo 850 sedan á einstöku tilboðsverði. Tilboðið er fólgið í því að þú færð frían aukahlutapakka að verðmæti hvorki meira né minna en 137.400 kr. í þessum pakka er: • Líknarbelgur fyrir farþega • Fjarstýring fyrir samlæsingu • Þokuljós • SC-800 útvarp/segulband • 8 hátalarar • Armpúði að framan m/glasahaldara • Volvo taumottur Athugið að einnig er tilboð á Volvo 850 station. VOtVÖ Volvo 850 sedan kostar með þessum aukahlutum auk ríkulegs BIFREIÐ SEM ÞÚ GETUR TREYST staðalbúnaðarfrá aðeins: 2.648.000 kr. Stgr. sjálfskiptur. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.