Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GISSUR INGI
GEIRSSON
+ Gissur Ingi
Geirsson fædd-
ist að Byggðar-
homi í Sandvíkur-
hreppi 17. júlí 1939.
Hann lést á Borgar-
spítalanum, 27. maí
sl. Foreldrar Giss-
urar voru Jónína
Sigurjónsdóttir
húsmóðir, f. 1911,
d. 1988, og Geir
Gissurarson, bóndi
Byggðarhorni, f.
1916. Systkini Giss-
urar eru Úlfhildur,
f. 1942, Hjördís
Jóna, f. 1944, Gísli, f. 1945, og
Brynhildur, f. 1951.
Eftirlifandi eiginkona Giss-
urar er Ásdís Lilja Sveinbjöms-
dóttir úr Kópavogi. Þau giftu
sig árið 1966 og byggðu sér hús
á Víðivöllum 17 á Selfossi og
bjuggu þar upp frá því. Börn
Gissurar og Ásdísar era Geir,
f. 1967, Kolbrún Ylfa, f. 1971,
maki Gunnar Garðarsson og
eiga þau einn son, og Vigdís
Rós, f. 1973, maki Róbert Karel
Guðnason og eiga þau einn son.
Gissur lærði húsasmíðar hjá
Þegar þú ert horfmn á braut yfír
móðuna miklu er ekki laust við að
hugurinn leiti aftur til bernsku.
Mínar fyrstu minningar tengdust
óneitanlega mikið þér. Ég, lítil, frek
pabbasteipa. Tilveran snerist um
að stjóma þér eins mikið og hægt
var. Ég fór t.d. ekki á leikskólann
nema með þér, þó helst í póstinn
sem var mjög oft. Það voru yndis-
legar stundir, mikið spjallað og
hlegið.
Einnig minningarnar um kvöldin.
Þá var tekin upp harmonikkan og
Kaupfélagi Árnes-
inga og starfaði þar
í fjölmörg ár. I
nokkurn tíma
stundaði hann
vinnu á fragtskip-
um Eimskipafélags-
ins og einnig vann
hann í Svíþjóð við
skipasmíðar. Árið
1974 hóf Gissur
störf hjá Pósti og
síma starfaði þar
upp frá því sem
landpóstur. Gissur
var einnijg umboðs-
maður FIB i Ames-
sýslu um nokkura ára skeið.
Gissur var tónlistamaður góð-
ur og var stofnandi margra vin-
sælla hljómsveita í Ámessýslu.
Þessar hyómsveitir starfrækti
hann undir ýmsum nöfnum eða
undir sínu eigin nafni. Auk þess-
ara starfa var hann virkur í
Félagi byggingariðnaðarmanna
í Amessýslu og í landsamtökum
landpósta en þar var hann
stjómarmaður til margra ára.
Útför Gissurar Geirssonar
var gerð frá Selfosskirkju laug-
ardaginn 8. júní sl.
spilað „Sofðu unga ástin mín“, og
„Kátir voru karlar“, minnst 10 sinn-
um svo ég færi að sofa. Seinna
ráðskaðist ég með hárið á þér og
skeggið, þegar mér fannst kominn
tími til að láta snyrta það. Og þú
hefðir nú lúmskt gaman af þessari
stjórnun minni.
Elsku pabbi minn, ég færi með
heila stílabók ef ég ætti að telja
upp allt það sem kemur í huga
mér, en efst stendur þó hversu heil-
steyptur og góður þú varst. Alltaf
var hægt að leita til þín og maður
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
töivusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðhir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Þökkum samúð og hlýhug vegna and-
láts og útfarar elskulegrar konunnar
minnar, móður okkar, dóttur og systur,
HELGU LÁRU
ÞORGILSDÓTTUR.
John M. Chavaro,
Einar Johnsson,
Elmar Johnsson.
Agnes Lára Magnúsdóttir,
Ágústa Þorgilsdóttir,
Ragnheiður Þorgilsdóttir,
Árni Þorgilsson,
Magnús Þorgilsson,
Ásbjörn Þorgilsson,
Valdís Þorgilsdóttir,
Hjördis Þorgilsdóttir,
Þorgils Þorgilsson.
Lokað
Lystadún - Snæland ehf. og Halldór Jónsson ehf.
Skútuvogi 11 verða lokuð frá kl. 14 mánudaginn
10. júní vegna jarðarfarar BERGS GUÐNASONAR.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 - sími 587 1960
fékk alltaf góðar ráðleggingar sem
fylgdu mani út í lífið. Þú varst vin-
ur vina þinna og reyndist þeim
ávallt sem best. Enda sýnir það sig
best hversu stóran og góðan vina-
hóp þið mamma eigið. Tala nú ekki
um fjölskylduna þína, sem alltaf
stendur eins og klettur við bakið á
okkur ef eitthvað bjátar á. Á suma
er lagt meira en aðra, og þú fékkst
að kynnast því. Þín veikindi í gegn-
um tíðina, eiga sér enga hliðstæðu
og var með ólíkindum hversu vel
þú náðir þér eftir veikindin ’89“.
Það voru fáir sem trúðu að þú fær-
ir að keyra póstinn aftur, hvað þá
spila á saxafón. En uppgjöf var
ekki til í þínum huga.
Þú náðir undraverðum bata og
þetta voru yndisleg sjö ár sem Guð
gaf okkur í viðbót. Þú fékkst tvo
stráka sem sáu um að þú hefðir
nóg fyrir stafni þegar þéir komu á
Víðivellina. Þá var í hveiju horni
kallað afí spila, afa jeppa og afa
bfll. Það hreinlega snerist allt um
þig, enda varstu þeim alveg óskap-
lega góður. Það verður gaman að
segja þeim frá þér, þegar þeir eru
nógu stórir til að skilja.
Elsku pabbi minn. Ég vil þakka
þér allt sem þú varst mér í mínu
lífí og minningamar eiga eftir að
ylja mér um ókomin ár. Ég vona
að þér líði vel þar sem þú ert núna
og eflaust hafa verið miklir fagnað-
arfundir hjá þér og ömmu. Hún
hefur örugglega tekið vel á móti
þér, með sínum ljúffengu pönnu-
kökum og heitu súkkulaði eins og
henni var einni lagið.
Ég vil senda afa mínum Geir,
mínar dýpstu samúðarkveðjur. Það
er sama á hvaða aldri maður er,
það er alltaf jafn erfítt að fylgja
börnum sínum.
Elsku mamma, Ylfa, Geir, Karel,
Gunnar, ættingjar og vinir, við skul-
um biðja Guð um að styrkja okkur
og blessa minningu Gissurar Inga
Geirssonar.
Þín
Vigdís Rós.
Fyrir örfáum vikum sátum við
hjá mági okkar og svila Gissuri
Geirssyni á St. Jósefsspítala þar
sem hann var í rannsókn. Það
hvarflaði ekki annað að okkur en
að hann myndi hrista þessi veikindi
af sér með sama ofurkrafti og hann
gerði fyrir sjö árum. En hann hefur
sjálfur fundið á sér hvað verða vildi,
&
6
4»
m
<a»
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tœkifæri
Opið til kl.10 öll kvöld
o
mo'
#
Persónuleg þjónusta
Fákafeni 11, sími 568 9120
#
I
l
5
s
GARÐS
APÓTEK
Sogavegi 108
REYKJAVÍKUR
APÓTEK
Austurstræti 16
eru opin til kl. 22
—iar
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Garðs Apótek
því þarna fór hann yfír lífshlaup
sitt, hann sagðist vera mjög ánægð-
ur með það, hann ætti góð böm sem
væru komin af hans höndum, konan
hans gæti verið áfram í skuldlausu
húsi, hann búinn að gera flest það
sem hann langaði til og hafði eign-
ast tvö barnabörn. Hann var sátt-
ur. Okkur fannst slíkt tal ótíma-
bært og sögðum að það kæmi ekki
til greina að hann væri neitt á för-
um - hann ætti t.d. eftir að spila
í merkisafmæli mágs síns í haust!
Hann brosti og sagðist geta fullviss-
að okkur um að hann kæmi - í
einhveiju formi.
Gissur var menntaður smiður og
var á sjó um tíma. Hann kunni vel
við sig á sjónum en tónlistin togaði
svo sterkt í hann að hann fór í land.
Hann var lengi með eigin dans-
hljómsveit - „Hljómsveit Gissurar
Geirs“ - og var ómælt fjör á böllum
með honum. Um langt árabil og til
dauðadags var Gissur landpóstur í
uppsveitum Árnessýslu. Það átti vel
við hann og hressileiki hans og glað-
værð gerðu það að verkum að hvar-
vetna var hann aufúsugestur á
bæjum í sveitinni.
Um hugann renna hugljúfar
minningar um samverustundir
þriggja áratuga. Það voru ferðir
innanlands, þar sem Gissur var hinn
trausti og úrræðagóði fararstjóri
með þekkingu á landinu og
skemmtilegar frásagnir á taktein-
um. Mikið tilhlökkunarefni var
heimsókn Ásdísar og Gissurar til
okkar til Kaupmannahafnar
snemma á áttunda áratugnum.
Fyrst á dagskrá hjá Gissuri var að
fá mág sinn með sér í leiðangur í
hljóðfæraverslanir til að kaupa nýja
harmónikku og vakti hann þá alls
staðar hrifningu með leik sínum.
Síðan fórum við öll í tveggja vikna
tjaldferð um ýmis lönd Evrópu og
var ýmislegt brallað í þeirri ferð.
Gissur synti m.a. í Bled-vatninu í
Júgóslavíu, varð óþekkjanlegur
vegna flugnabits í Feneyjum og
spilaði á harmónikkuna fyrir okkur
á þýskum tjaldstæðum, þar sem
fólk fór snemma að sofa og vildi
ekki láta trufla sig. í Kaupmanna-
höfn eignaðist Gissur einlægan
aðdáanda, danska vinkonu okkar,
sem alla tíð síðan spurði okkur
frétta af íslendingnum með harm-
ónikkuna. Þá er ógleymanleg heim-
sókn hennar með okkur fyrir tveim-
ur árum til þeirra hjóna á Selfossi,
þær höfðinglegu móttökur sem við
fengum og ekki síst söngur við ljúfa
tóna harmónikkunnar.
Gissur var alltaf boðinn og búinn
að rétta öðrum hjálparhönd. Með
sinni hljómmiklu rödd, glettni og
hlýju viðmóti ávann hann sér virð-
ingu allra. Hann var natinn við að
snyrta og fegra í kringum sig og
vildi hafa reglu á hlutunum en list-
ina bar hann í sér og miðlaði af
miklu örlæti. Hann hlýtur að hafa
fæðst syngjandi, því tónlistin var
drifkraftur í lífi hans alla tíð. Hann
var náttúrubarn, músíkalskur fram
í fingurgóma. Heimur án tónlistar,
hvort sem hún hljómar inni í manni,
kemur utanfrá eða maðúrinn miðlar
sjálfur, er snauður heimur. En Giss-
ur var auðugur maður - allt þetta
bjó í honum og fegraði líf hans.
Gissur og harmónikkan voru ein
óijúfanleg heild, allt kunni hann,
allt gat hann spilað og sungið.
Ein minning sækir mjög á þar
sem Gissur hélt upp á fímmtugsaf-
mæli sitt ári of seint, eftir að hafa
náð sér upp úr árslöngum að því
er virtist um tíma vonlausum veik-
indum. Hann hélt veislu með
tengdafjölskyldunni fjarri skarkala
heimsins í unaðslegum stað í sum-
Miiiningarsjóður
Skjóls
Rleppsvegi 54 sími 5688500
arbústað í Mosfellsbæ í friðsæld
fagurs tijálundar og með tóna nátt-
úrunnar fyrir utan, fuglasöng og
lækjamið. Hann sat lengi kvölds
örlítið afsíðis, álútur og alvörugef-
inn á svip og lék hljóðlega á nikk-
una sína. Armar hans umluktu
hljóðfærið og fíngurnir dönsuðu
fímir um nótnaborðið. Aldrei áður
höfðum við skynjað eins sterkt þá
hugsvölun sem tónlistin er - þarna
túlkaði hann þakklætið yfír batan-
um og fékk huggun eftir þær and-
legu og líkamlegu þjáningar sem
hann hafði mátt líða. Þannig sjáum
við hann fyrir okkur nú.
Eftirfarandi kvæði annars Árnes-
ings hefur hvað eftir annað komið
upp í hugann eftir lát Gissurar:
Syngjum syngjum sofendum draum,
vöktum vökuljóð.
Barni bænum bjartari heim,
sigurljóð og ástaróð.
Söngurinn þá svo ef ég má
sefí harm og þrá.
Huggum, huggum hvar sem er þörf.
Þann er sorgir þjá.
Vermum hann með vinarhug
lát hann fá oss hugsvölun hjá.
Söngurinn þá svo ef ég má
sefi harm og þrá.
(Loftur S. Loftsson.)
Við kveðjum með söknuði einn
af Islands góðu sonum og vottum
öllum honum nákomnum innilega
samúð okkar.
Hannes og María.
Það er ilmur í lofti og tónar vors-
ins hljóma hvað fegurst á þessu
fallega vori. Síminn hringir, það er
Gísli í Byggðarhomi, hann tilkynnir
mér andlát Gissurar bróður síns.
Gissur Ingi Geirsson hefur kvatt
þetta jarðlíf. Hann hefur nú lotið
í lægra haldi fyrir illvígum sjúk-
dómi sem hann áður hafði barist
við og sigrað þá. Minningarnar
leita fram í hugann. Allar eru þær
tengdar söng og gleði, minningarn-
ar um Gissur um tvítugt með fyrstu
hljómsveitina sína og systur hans
Úlfhildur og Hjördís sem voru
söngkonurnar.
Öll vinsælustu lögin voru tekin
með stæl og þetta varð vinsælasta
hljómsveitin á sveitaböllunum á
Suðurlandi sumarið ’59. Þetta var
upphafið að yfir tuttugu ára hljóm-
sveitarferli Gissurar sem annað
hvort spilaði með öðrum en oftast
undir eigin nafni, „Hljómsveit Giss-
urar Geirssonar". Að jafnaði spilaði
Gissur á harmonikku en einnig á
saxófón því það var sko sveifla á
þessum árum lika og þeir eru án
efa margir félagarnir úr hljóm-
sveitabransanum sem nú minnast
góðs drengs. Gissur var elstur fímm
systkina í Byggðarhorni sem öll
hafa fengið góða söngrödd í vöggu-
gjöf. Þau áttu söngvinna foreldra,
en Lóa mamma þeirra átti ekki
gamalt stofu orgel eins og víða tíðk-
aðist á sveitaheimilum. Hún átti
harmonikku og á hana spilaði Lóa
á sveitaböllunum í Sandvíkur-
hreppnum svo það lá beinast við
að æfa sig á nikkuna þangað til
góðum árangri væri náð. Gissur
gekk til liðs við Samkór Selfoss
fyrir um sextán árum og var það
mikill fengur fyrir okkur að fá hann
í raðir tenóranna. Kynntist ég Giss-
uri best er hann kom í stjórn kórs-
ins er ég var formaður. Mikið starf
var framundan og kórinn á leið í
söngferð til Kanada. Fjáröflun var
í fullum gangi og að mörgu var að
hyggja fyrir ferðalagið. Margar
ferðir voru farnar í Austurstrætið
á útimarkaði. Var Gissur þá iðulega
með harmonikkuna og lék ljúfa tón-
list sem laðaði gestina að sölubás-
unum. Þetta var nú fyrir daga
Kolaportsins.
Hugulsemi var ríkur þáttur í lífi
Gissurar og gott var að starfa með
honum að félagsmálum. Ég minnist
þess að oft er voru stjórnarfundir
kom hann með kleinur sem Addý
hafði verið að baka, kaffípakka eða
súkkulaði og það var skemmtilega
oft sem hittist á að bakaðar voru
kleinur á Víðivöllunum þegar voru
stjórnarfundir í Suðurenginu.
Samkórsfélagar muna það nú að