Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ástjior Msgnússon forsetaframhjóúandi í DV-yfirfiaynln Ég er klukkan sem vekur þjóðina — Éger sá sem kallar bíóðina - Sjáflndinn NostradamuA talar um litla þjóð í norðrl meö stórt hlntverk. Ern það islendingar? Ég er vlss um þaö aö viö erum þjóð sem hefur miklu hlutverki aö gegna og er aUtaf að segja það. - Hann talar lika um mlkinn friðílytjanda. Ert þú hann? BMW Z3 er tveggja sæta sportbíll með blæju. Hægt er að sérpanta hann hjá B&L og verðið er á bilinu 3,5 til 4 milljónir kr. BMW Z3 kostar 3,5-4 millj. kr. BMW Z3, nýr tveggja sæta sport- bíll sem smíðaður er í verksmiðj- um BMW í Spartanburg í Suður- Karólínufylki, er kominn hingað til lands. Samkvæmt upplýsing- um frá B&L, umboðsaðila BMW á Islandi, er að öllum likindum búið að selja bílinn islenskum kaupanda en verðið er á bilinu 3,5 til 4 milljónir króna. Billinn varð fyrir vaiinu sem farartæki James Bond í kvik- myndinni Gullauga. BMW Z3 er framleiddur með nokkrum gerðum véla. Sú minnsta er 113 hestafla. Fram- leiðsluáætlanir BMW í Spartan- burg hljóða upp á 30 þúsund Z3 á ári en eftirspurn hefur verið mun meiri en ráð var gert fyrir og hefur verðið á bílnum af þeim sökum rokið upp. Z3 er byggður á sömu grind og hlaðbakurinn í 3-línunni. Hann er afturhjóladrifinn og til boða standa tvær 1,8 lítra vélar. A flestum mörkuðum verður hann boðinn með átta ventla, 1,8 lítra BÍLLINN er leðurklæddur og með tveimur líknarbelgj- um sem veija efri hluta lík- ama ökumanns og farþega fyrir höggum í árekstri. vélinni úr 318i sem skilar 113 hestöflum við 5.500 snúninga á mínútu, en þeir sem kjósa sport- legri aksturseiginleika og betra viðbragð eiga kost á 16 ventla útfærslu með tveimur yfirliggj- andi knastásum sem skilar 138 hestöflum við 6.000 snúninga á mínútu. 6 strokka álvél Z3 er með mun lengri fram- enda en afturenda og það er ekki aðeins stílbragð heldur er stórt vélarrýmið einnig hannað með það í huga að rúma 2,8 lítra, sex strokka állínuvél BMW sem skilar 193 hestöflum. Hugsanlega verð- ur sú vél fáanleg í bílinn seint á árinu 1997 og þá getur Z3 farið að velgja túrbínudrifnum Merce- des-Benz SLK og sex strokka Porsche Boxster undir uggum. Hægt verður að fá Z3 með fimm gíra handskiptum girkassa en valbúnaður verður fjögurra gíra GM sjálfskipting. Til þess að gera bílinn sneggri í hreyfing- um og til að auka nákvæmni í stýringu var vökvastýrinu úr 318i breytt fyrir Z3 og dregið úr stýri- hringnum um 20%. Fjaðrir og höggdeyfar eru stífari. Z3 með 2,8 lítra, sex strokka vélinni verð- ur hins vegar með mun mýkri fjöðrun. Hægt verður að sérpanta BMW Z3 hjá B&L. Fermingarhátíð í Dómkirkjunni Minnist einkum blessunar séra Bjarna Jónssonar Kristján Búason FERMINGARBÖRN frá Dómkirkjunni árið 1946 ætla að hittast í dag, sunnudag. Hefst samverustund þeirra með messu í Dómkirkjunni kl. 14. Gengið verður til altaris og að athöfn lokinni verður haldið í safnaðar- heimilið í gamla Iðnaðar- mannahúsinu. Að sögn Kristjáns Búasonar, eins fermingarbarnanna sem sæti á í undirbúningns- nefnd, átti Jón Magnússon lögfræðingur hjá Land- helgisgæslunni frumkvæð- ið að fermingarhátíðinni. „Hann er mikill áhugamað- ur um safnaðarmál Dóm- kirkjunnar. Honum fannst tilvalið að á 200 ára af- mæli hennar væri tekinn upp sá siður að minnast árlega 50 ára afmælis fermingar. Einnig að gefa fólki tækifæri til að minnast þess með sérstakri guðsþjónustu. Auk þess hafa sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sem tekið hafa þátt í undirbúningnum, boðið fjórum síðustu fermingarár- göngum til messu kl. 11 þennan sama dag. Dagurinn er því helgað- ur fermingunni,“ sagði Kristján. - Fermingarbarnamót eru al- geng úti á landsbyggðinni en hafa ekki tíðkast í höfuðborginni. Veistu hvers vegna „Nei, en ætli hluti ástæðunnar sé ekki sá, að hér hefur allt verið stærra í sniðum og því hafa ferm- ingarbörnin ekki þekkst öll. Einn- ig er safnaðarstarf orðið fjöl- breyttara í Reykjavík, aðstaða hefur batnað og viðleitnin aukist til að viðhalda sambandinu við safnaðarfólkið." - Hvað voruð þið mörg sem fermdust í Dómkirkjunni 1946? „Við vorum hátt á þriðja hund- rað.“ - Hveijir voru sóknarprestar? „Það voru sr. Bjarni Jónsson og sr. Jón Auðuns. Obbinn af börnunum fermdist hjá sr. Bjarna sem eðlilegt var því hann hafði starfað lengur við söfnuðinn. Sjálfur fermdist ég hjá sr. Bjarna um haustið." - Voru haustfermingar al- gengar? „Já, ástæðan var sú, að ákvæði voru um að börn þyrftu að verða 14 ára á misserinu sem þau voru fermd. Ennþá lengra aftur í tím- ann var mjög hart gengið eftir þessu, þannig að ef einungis var fermt að vori urðu börnin að bíða fram á næsta vor ef þau voru ekki fullra 14 ára. - Hvers minnist þú helst frá þínum fermingardegi? „Sjálfrar athafnarinnar. Einnig gleymi ég því ekki þegar sr. Bjarni lagði hönd á höfuð mér og bað mér blessunar. Ég sé ljóslifandi fyrir mér bekkjarbræður mína sem stóðu við hlið mér. Ég rétt náði þeim í öxl. Þetta voru þeir Hrafn Har- aldsson, sem nú er lát- inn og Lúðvík Gizurar- son lögfræðingur." - Var fermingar- undirbúningurinn mik- ill? „Já, hann var alvörumál. Við fengum spurningakver sem var stytting á gamla Helgakveri eftir séra Guðmund Einarsson á Mos- felli. Þetta var ágætis kver, sem við áttum að lesa fyrir tímana hjá sr. Bjarna, en þeir voru einu sinni í viku eftir skóia.“ ►Kristján Búason fæddist 25.10.1932 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1952, guðfræðiprófi frá HÍ 1958. Sama ár vígðist hann prestur til Ólafsfjarðar þar sem hann var í sjö ár. Árið 1965 hélt hann til framhalds- náms í Svíþjóð þar sem hann dvaldist í tíu ár, þar af starf- aði hann sem prestur í sænsku kirkjunni í 4 ár. Árið 1975 var hann skipaður dósent við Há- skóla íslands í grísku og Nýja testamentisfræðum og gegnir því starfi ennþá. - Varmikiðaðlærafyrirhvern tíma? „Já, það var allnokkuð. Við þurftum að kunna boðorðin utan- að, trúarjátninguna, Faðir vorið og ákveðnar ritningargreinar. Hins vegar var fermingarundir- búningurinn eins og hápunktur ferils sem hófst í bersku í foreldra- húsum. Á heimilunum lærðum við bænir og vers og í skólanum bibl- íusögur. Auk þess tóku margir okkar þátt í barnaguðsþjónustum og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Sr. Bjarni lét okkur einnig syngja sálma með sér, en mestur tíminn fór í að útlista efnið. Hann spurði okkur ekki nema stöku sinnum tiltekinna spurninga, enda var hópurinn mjög stór. Sr. Bjarni var ákaflega lifandi og skemmtilegur kennari, sem reyndi að laða börn- in að sér frekar en að hann væri vöndur yfir manni." - Heldur þú að hann hafí haft djúp áhrif á fermingarbörnin? „Já, ég held að við höfum öll gert okkur grein fyrir hvað við vorum að gera og mikil virðing var borin fyrir honum. Hann var einnig heimilisprestur hjá mér og því kynntist ég honum vel síðar bæði í sorg og gleði.“ - Hvernig hefur gengið að ná til þessa hóps sem fermdist 1946? „Einhveijir eru látnir, en ég held að tekist hafi að hafa upp á flestum hinna, sem eru hér á landi.“ - Vitið þið hversu margir ætla að mæta? „Nei, við rennum al- veg blint í sjóinn með það, en þeir sem hafa hringt í mig í tilefni bréfsins, sem sent var út, hafa lýst mikilli ánægju og þakkað frumkvæðið. Ég á von á að þeir sem koma finni tilefni til að end- urnýja sambandið við gömlu kirkj- una sína og muni eiga þar kyrr- láta og notalega stund.“ Ég á von á kyrrlátri og notalegri stund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.