Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN GUNNAR HALLDÓRSSON + Jóhann Gunnar Halldórsson fæddist í Reykja- vík 28. júní 1928. Hann lést á Hér- aðssjúkrahúsinu á Blönduósi 2. síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Halldór Ey- þórsson, fyrrver- andi kaupmaður i og síðar starfs- maður í Nýja Bíói, og Ingibjörg Ólafs- dóttir, húsmóðir. Systkini hans eru Ólafur og Eyþór og lifir Ólaf- ur þá bræður. Jóhann Gunnar hóf ungur tónlistarnám og helgaði hann þeirri listgrein alla krafta sína. Árið 1978 hóf hann kennslu við Tónlistar- skóla Austur-Húnvetninga og varð síðan skólstjóri við skól- ann og gegndi því starfi til dauðadags. Jóhann Gunnar á tvær dætur frá fyrri hjónabönd- um: Evu Maríu, f. 1. apríl 1949, og Gretu Engilberts, f. 20. apríl 1959. Barnabörnin eru fjögur: David Benedikt, f. 30. desember 1969; María, f. 31. desem- ber 1974; Birgitta, f. 11. júní 1986; og Ellen, f. 22. júní 1993. Barnabarna- barnið er eitt, Eva Björk, f. 30. júní 1994. Jóhann Gunnar kvæntist eft- irlifandi eiginkonu sinni, Jór- unni Erlu Sigurðardóttur, árið 1978 og eiga þau eina dóttur, Ingibjörgu Sigurrós, f. 16. maí 1980. Útför Jóhanns Gunnars fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) í þessum ljóðlínum felst mikill sannleikur. Fyrir tæpum 60 árum heilsuðust tveir drengir í fyrsta sinn, annar níu ára, hinn tólf ára. Sá yngri var Jóhann Gunnar Hall- dórsson, en sá eldri sem þessar lín- ur skrifar. Þrátt fyrir þennan ald- ursmun virtumst við, þessir tveir ■wífc-drengir, fínna til einhvers andlegs skyldleika sem leiddi til ævilangrar vináttu. Tildrögin að þessum fyrstu kynnum okkar á kreppuárunum voru sameiginleg áhugamál feðra okkar, sem var búskapur og áhug- inn fyrir því að geta séð sér og sínum farborða á þessum erfiðu, en þó um leið skemmtilegu tímum. Halldór hafði tekið á leigu gamla fjósið á Svalbarða, sem var býli við Langholtsveg milli Ásvegar og Hólsvegar, og var að koma þar upp hænsnabúi. Faðir minn hafði auga- stað á að eignast hænsnahús sem stóð fyrir neðan Kleppsveginn. Þessi draumur föður míns rættist og varð til þess að við Gunnar átt- ^um saman nokkur ár þarna í gamla Kleppsholtinu, sem liðu fljótt eins og allt æviskeiðið. Líf okkar rann nú ekki þannig fram að við yrðum samskipa allan túrinn, en lentum þó að lokum í sömu höfn þar sem við höfum getað rifjað upp það sem á daga hefur drifið. Sú höfn er á Blönduósi. Svo komu ár er við sáumst ekki oft, en svo hittumst við á götu og fögnuðum því báðir. Hann bauð mér heim með sér til foreldra sinna, Halldórs og Ingi- bjargar, og bróðurins Eyþórs. „Komdu upp í herbergi," sagði Gunnar, „ég þarf að sýna þér svo- lítið.“ Hann tók upp harmoniku, setti ólar yfir axlirnar og fór að spila. Ég get ekki lýst þeirri hrifn- ingu sem gagntók mig. Ég sat stjarfur og hlustaði. Hann var þá farinn að læra hjá Fritz Weiss- happel. Þetta var upphafið að hans ævistarfi. Hann var tónlistarmað- ur. Hann spilaði á ýmis hljóðfæri með okkar bestu hljóðfæraleikur- um í hljómsveitum í Reykjavík, en síðustu árin var hann skólastjóri Tónlistarskóla Austur-Húnavatns- sýslu. Fyrir um það bil 20 árum flutt- ist Gunnar til Blönduóss. Eins og kemur fram í kynningu hér að ofan hafði hann verið tvígiftur og eign- aðist tvær dætur. Á Blönduósi kvæntist hann í þriðja sinn og þá dugnaðarkonunni Jórunni Erlu Sigurðardóttur, sem þá var langt MIIMIMINGAR komin að byggja sitt eigið hús, ein og sjálf. Með þeim tókust góðar ástir og góð samvinna. Þau eiga saman eina dóttur, Ingibjörgu, sem nú er 16 ára. Það kemur upp í huga minn bernskuminning um föðurbróðir Gunnars, Sigurð Eyþórsson, og ég sé hann fyrir mér í stúkunni minni í Skeijafirði, er hann söng fyrir okkur börnin undir fallegu lagi, Hugljúf ástbönd heitast þrýsta, hjarta að hjarta, hönd að hönd. Þessar ljóðlínur finnst mér eiga vel við um heimilislíf þessarar litlu samheldnu fjölskyldu á Mýrar- braut 21. Nú hafa ungu drengirnir úr Kleppsholtinu kvaðst sem aldnir menn á Blönduósi. Ég vii biðja góðan Guð að styðja þær mæðgur, sem hafa misst svo mikið. Guð blessi minn gamla vin í sínum nýju heimkynnum. Snorri Bjarnason. Ennþá stendur þú aðeins við upphaf á þinni ferð og horfir undrandi augum á allt sem í kringum þig sérð. Flesta fýsir að vita, hvað framundan bíði sín, og eflaust þykir öllum einskisverð leiðsögn mín: En langa leið hef ég farið, sú leið hefir kennt mér eitt, að farsælast varð mér fyrir um ferð þá að vita ekki neitt. (Bragi Siguij.) Vorið kom óvenju snemma í ár. En nú er ekki lengur vor í hjarta, kveðjustundin kom svo allt of fljótt og svo margt eftir ógert. Við hlökkuðum til haustsins, fá þig suður og kynnast þér betur því samverustundirnar höfðu verið svo allt of fáar. Elsku afi, við vonum að nú líði þér vel og að þjáningar þínar séu á enda eftir erfið veikindi. Minn- ingin um það hversu hress og dug- legur þú varst í veikindum þínum og bjartsýnn um bata mun geym- ast í huga okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Vertu sæll, afi minn. Birgitta og Ellen. SIGURJÓN STEINGRÍMSSON 4- Sigurjón Stein- * grímsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 18. nóvember 1978. Hann lést af slysförum 30. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvitasunnu- kirkjunni í Vest- mannaeyjum 8. júní. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þessu orðtaki fylgir mikill sannleik- ur. Hann sannaðist fyrir mér þeg- ar ég frétti frá bestu vinkonu minni að bróðir hennar væri dá- inn. Það var eins og deplað væri auga og hann Siguijón var horf- inn. Á hverjum degi er ég kom til Bjarkar, systur Sigurjóns, þá sá ég hann og mér fannst það bara eðlileg sjón og ég hugsaði aldrei neitt út í það meira. En nú er Sig- uijón farinn og kemur aldrei aft- ur. Núna fyrst átta ég mig á hvað hann átti stórt pláss í hjarta mínu. Siguijón var í Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum og átti hann þar marga góða vini sem sakna hans nú sárt. Þjónusta Siguijóns var að stjórna mynd- varpa og varpa glær- um með söngvum upp á tjald. Þessa þjónustu innti hann ávallt vel af hendi. Hann mætti á hveija samkomu brosandi og glaðvær. Hann sagði fátt því brosið sagði allt saman. Þegar Siguijón sagði eitthvað þá voru það oftast gull- molar á réttu augnabliki. Núna bíð ég eftir að hann gangi inn á samkomu með bros á vör. En hann kémur ekki aftur. Siguijón er hjá frelsara þessa heims, Drottni Jesú, og ég Jilakka mikið til endur- funda. Ég trúi því að hann sé hjá Jesú því að í Biblíunni segir Jes- ús: „Hver sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ En hér hjá okkur er enginn Sig- uijón til að skutla mér og Björk, um leið og hann er beðinn um það, ekki heldur neinn Siguijón til _að laga tölvuna mína. Ég á eftir að sakna Siguijóns sárt og ég mun aldrei gleyma hon- um né brosinu háns, né hve skipu- lagður hann var og hve stöðugur hann var í trúnni og ég veit að margir gætu lært af honum. Elsku Þóranna, Steini, Rikki, Björk, Daniel, Kristný og Gunnar. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Þig vitið að_ Drottinn Guð er eini huggarinn. í svona stórri fjöl- skyldu er ávallt mikið ástríki og ég veit að það er hjá ykkur. Þið misstuð mikið og nú er stórt skarð í fjölskyldunni. En Guð huggar og styrkir og ég veit að hann styrkir ykkur. Með samúðarkveðju. Ester Helga. Siguijón var tíður gestur á heimili okkar og náinn vinur drengjanna okkar. Nú ríkir sökn- uður um þennan ljúfa og trausta dreng, sem átti framtíðina fyrir sér að manna dómi, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þegar minningar um Siguijón koma í hugann, er erfitt að velja úr hvað sagt skal eða sleppt. Hann ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON + Þórarinn Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 9. júní 1936. Hann lést á sjúkrahúsi í Eden- vale i Suður-Afríku 12. október sl. For- eldrar hans voru Guðmundur Albert Þórarinsson, sonur Elínborgar B. Jóns- dóttur sem var syst- ir Bemharðs Jóns- sonar föður Marsel- íusar skipasmiðs og athafnamanns á ísafirði, og Ingi- björg Amelía Krisljánsdóttir, systir Klemenzar, f.v. tilrauna- stjóra á Sámsstöðum og Sverris sagnfræðings. Alsystkini Þórar- ins em tvö og auk þeirra hálf- bróðir I móðurætt. Elstur er Hörður Hjartarson, búsettur á Seyðisfirði, kvæntur Sigfríði Hallgrímsdóttur og eiga þau fimm börn: Bjarndísi, Val, Hjört, Hallgrím og Helenu. Næstur er Klemenz Ragnar. Hann á tvö hjónabönd að baki. Þórarinn var mjög lifandi per- sónuleiki. Þar sem hann kom fór ekki á milli mála hver var á ferð. Þeir voru líkir um margt hann og tvíburabróðir hans Klemenz Ragnar sem í dag heldur upp á sextugsaf- mæli sitt hjá Herði bróður sínum. Að loknu námi í gagnfræðaskóla stundaði Þórarinn sjómennsku á bátum og togurum, lauk síðan námi í húsgagnabólstrun og stofnaði eig- ið fyrirtæki sem hann rak í Reykja- vík þar til hann flutti til Suður-Afr- íku. Klemenz tvíburabróðir hans réðst til starfa hjá heildverslun Davíðs S. Jónssonar að námi loknu þar sem hann starfaði sem sölumaður í 16 ár. Fyrstu árin í Suður-Afríku starf- aði Þórarinn sem yfirverkstjóri hjá fyrirtæki í húsgagnaframleiðslu, en setti síðan á fót eigið fyrirtæki sem hann starfrækti í Höfðaborg og seinna í Jóhannesarborg til dauða- dags. Er Klemenz tvíburabróðir hans hætti störfum fyrir Davíð S. Jóns- son stofnsetti hann eigið fyrirtæki, verslunarfyrirtæki sem hann rak ásamt því að vera í fasteignavið- skiptum um tíma, þar til hann hóf störf hjá Húsnæðisstofnun ríkisins árið 1987. Fyrri kona hans er Sjöfn Sigurgeirs- dóttir og áttu þau þijú börn: Albert, Ingibjörgu Þórunni og Vigdísi. Seinni kona Klemenzar er Maryann og áttu þau einn son, Ró- bert. Yngst systkin- anna er Elínborg, listakona í Mos- fellsbæ, gift Ingi- mundi A. Einarssyni og eiga þau fjögur börn: Ellert, Ann- ettu, Elísabetu og Rebekku. Sjálfur átti Þórarinn tvö hjónabönd að baki. Fyrri kona hans er Svanhildur Bjarnadóttir og áttu þau þrjú börn: Bjarna, Guðmund og Ragnar. Seinni kona hans er Steinþóra Jóhannsdóttir. Dóttir þeirra er Ingibjörg Amelía. Bálför Þórarins fór fram í Jóhannesarborg 18. nóvember sl., en minningarathöfn um hann var í Fossvogskirkju 19. desember. Varla er hægt að minnast Þórar- ins án þess að minnast tvíburabróð- ur hans Klemenzar einnig. Ættir þeirra liggja til Arnfirðinga og Strandamanna, báðir eldhugar til orðs og athafna. Skiptir þá ekki máli hver mál eru til umræðu eða á dagskrá. Slíkir menn halda gjarn- an sínu striki og ekki er allra að fylgja þeim eftir eða skilja þá til fulls. Þeim sem vel þekkja til og hafa fengið að kynnast þeim bræðr- um dylst ekki að þar fara menn velviljaðir og vinir vina sinna. Þórarinn hugsaði mikið um trú- mál og að því kom að hann átti persónulegt, trúarlegt afturhvarf og gerðist meðlimur í Christian Family Church í Jóhannesarborg. Biblían var honum afar kær og hann eignaðist lifandi trú á Guð sinn og skapara. Undirritaður þakkar áralanga kynningu við Þórarin, eða Didda eins og hann var jafnan kallaður, og biður minningu hans blessunar Guðs. Börnum, systkinum og öðrum ættingjum sendi ég hugheilar kveðj- ur með orðum Didda er ég síðast talaði við hann síðastliðið haust: Megi Guðs vegir verða ykkar. Ingimar. bar mikið traust með sér, væri hann beðinn um eitthvað var eng- in þörf á endurtekningu. Við mun- um þennan dreng svo heimilisleg- an, sitjandi inni í stofu eða niðri í herbergi lesandi Moggann, eða læðandi út úr sér setningum sem oft á tíðum voru meinfyndnar, en farið svo fínt í, að skilningssljóir hlustendur föttuðu brandarann eftir að Siguijón var farinn heim. Minningin um næturbrölt drengj- anna fyrir utan gluggann á svefn- herbergi gömlu hjónanna á heimil- inu, jafnvel svo að lítið varð úr svefni. Brunaliðsæfingu fyrir utan Höllina snemma um morgun, eða annað þessu líkt. Aldrei var hægt að skamma Siguijón þar sem hann einhvernveginn var aldrei álitinn sökudólgur, heldur þessi sem gott var að vita af með peyjunum. Þegar við fréttum af slysinu, leituðum við til Biblíunnar og drógum þessi orð sem Jesús segir í Jóh. 12:26. „Sá sem þjónar mér, fylgi mér eftir, og hvar sem ég er, þar mun og þjónn minn vera. Þann sem þjónar mér, mun faðir- inn heiðra.“ Nú þegar Siguijón er farinn úr þessum heimi, og kominn til himins, en spurningar sem eng- in svör fást við hrannast upp, og sorgin og söknuðurinn sem enginn getur ímyndað sér nema sá sem reynir fyllir hugann, er minningin um góðan og traustan dreng lif- andi í huga og hjarta okkar og viss græðsla á sárin. Við biðjum að Jesús komi með sína líknandi hönd til ykkar, Steingrímur, Þór- anna og börn, og huggun í sorg ykkar. Sigurmundur, Unnur og börn. Það er erfitt að trúa því að vin- ur minn Siguijón skuli vera dáinn. Ég man eftir honum sem traustum og góðum vini sem ávallt var í góðu skapi. Hann var alveg ein- stakur að því leiti að hann var ætíð brosandi sama hvað gekk á, og man ég ekki eftir neinum manni sem hafði þvílíkt gott skap. Sigur- jón var mjög náinn vinur og mun ég ætíð sakna hans. Það er mjög erfitt að ná því að þessi hressi strákur sem átti fram- tíðina fyrir sér sé nú látinn, en ég veit að hann er kominn til himna og það veitir mér mikla huggun. Eg á minninguna um þennan vin minn og ég trúi því að dag einn munum við hittast aftur. Ég bið Drottin um að blessa ykkur, Þóranna og Steingrímur, Rikki, Björk og litlu börnin og vera með ykkur. Einar Sigunnundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.